Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 12
AUGLVSINGASÍMAR: 680001 & 686300 r AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Oðruvísi bílasala r BlLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 LU HÖGG- > . DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahluti Hamarsböföa 1 - s. 67-6744 P MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1992 OECD segir of mikinn halla á ríkisbúskapnum til þess að unnt sé að lækka skatta eða auka ríkisútgjöld: Hagræðing í veiðum gæti aukið atvinnuleysi og byggðaröskun „Hallinn á rfldsbúskapnum er nú meirí en svo að hægt sé að grípa til skattalækkana eða aukinna ríkisútgjalda til að auka eftirspum í hagkerfinu. Lánsfjárþörf hins opinbera, sem á síðasta ári var rúmlega 10% af landsframleiðslu, hefur farið mjög vaxandi. Þessa aukningu má að mestu rekja til húsnæð- iskerfisins.“ Þetta segir m.a. í lokakafla nýrrar skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál. „Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs, sem OECD álítur mikilvægustu ríkisfjármálastærðina, jókst í upp- sveiflunni fram til 1988 og er nú um 2-3% af landsframleiðslunni. Þetta er óþægilega hátt hlutfall og þarf að lækka á næstu árum.“ Þessi nýja skýrsla verður varla til þess að vekja mönnum mikla bjartsýni. Efnahagshorfur til skamms tíma mótist öðru fremur af væntanlegum fiskafla og þróun fiskverðs. „Horfur í þessum efn- um eru ekki uppörvandi,“ segir OECD. Því til viðbótar líklegum takmörkunum á þorskafla næstu árin virðist sennilegra að fiskverð muni lækka á næstu árum heldur en hækka. Sömuleiðis sé nú ósennilegt að álframkvæmdir hefjist nægilega snemma til þess að mikilla áhrifa gæti á íslenskt efnahagslíf næstu tvö árin. Hófsamir kjarasamn- ingar forsenda „Bjarta hliðin á íslenskum efna- hagsmálum að undanförnu er hin mikla lækkun verðbólgunnar." En festa í efnahagsstjórn og hófsamir kjarasamningar eru forsenda þess að hægt verði að tryggja áfram- haldandi stöðugleika. í þessu sambandi er mikilvægt að ríkis- stjórnin láti ekki undan kröfum um aukin útgjöld, því það gæti teflt ríkisfjármálum í tvísýnu. Áframhaldandi gengisfesta getur orðið sú kjölfesta árangursríkrar peningastefnu sem mjög hafi skort á undanförnum árum. Aukið atvinnuleysi og byggðaröskun Nauðsynlegt er, að mati OECD, að hrinda í framkvæmd ýmsum umbótum í hagkerfinu sem skilað gætu ávinningi á næstu árum. Kvótakerfið þurfi líklega að treysta þannig að betri stjórn ná- ist á heildarafla. Þetta mun vafa- laust þýða minni tekjur í sjávarút- vegi í bráð, en skila sér síðar í bættu ástandi fiskstofna og aukn- um tekjum. Hagræðing í veiðum gæti leitt til verulegs sparnaðar og tekjuauka fyrir þjóðarbúið. „Til skamms tíma gæti þetta leitt til aukins atvinnuleysis og byggða- röskunar, en sveigjanleiki íslenska vinnumarkaðarins gefur tilefni til að ætla að þessi aðlögunarvandi sé leysanlegur." Einkavæðing hús- næðislánakerfísins Frekari umbætur á sviði fjármála telur OECD að hefðu örvandi áhrif á framleiðni hagkerfisins. Einka- væðing fjárfestingalánasjóðanna mundu hvetja til aukinnar hag- ræðingar á ráðstöfun fjárfesting- arfjár. Einkavæðing húsnæðis- lánakerfisins gæfi einkaaðilum einnig kost á meiri fjölbreytni á fjármagnsmarkaðinum. OECD líst líka vel á að loka fyrir aðgang ríkissjóðs að lánsfé úr Seðlabanka. „Betur má ef duga skal Umbætur í hagstjórn í því skyni að minnka verðbólgu og halda halla ríkissjóðs í skefjum hafa, að mati OECD, skapað margs konar tækifæri. Sérstaklega hafi aukið frelsi á fjármagnsmarkaði, lækk- andi verðbólga og stöðugt gengi rutt brautina í átt að nánari efna- hagslegri samvinnu við Evrópu. Og slíkur samruni ætti að fela í sér efnahagslegan ávinning þegar fram í sækir. Enn nánara samstarf í anda samningsins um EES krefjist hins vegar frekari umbóta í sömu átt og hrint hafi verið í framkvæmd að undanförnu. „í almennum orðum má segja að sú stefna sem varðað hefur veg- inn í átt til efnahagslegs stöðug- leika og markaðsbúskapar muni leiða af sér styrkara og fjölbreytt- ara efnahagslíf með auknum möguleikum fyrir íslendinga til að takast á við verkefni framtíðar- innar.“ - HEI Viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis: Eykon vill fara varlega í EES Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, lýsti því yfir í gær að hann væri enn þeirrar skoðunar aö fara þurfi var- lega í EES málinu. Hann benti á að sá vafi sem uppi væri meðal sér- fróðra manna um það hvort samn- ingurinn stangist á við stjórnar- skrána gæfi sérstakt tilefni til að gagna frekar skemur en lengra í þessu máli. Sama viðhorf er uppi meðal full- trúa stjórnarandstöðunnar í utan- ríkismálanefnd, en nefndinni var í gær kynnt niðurstaða fjórmenn- inganefndarinnar sem utanríkisráð- herra skipaði í vor til að kveða upp úr um málið. Stjórnarandstæðingar hafa bent á sjónarmið þeirra dr. Guðmundar Alfreðssonar og Ragn- ars Aðalsteinssonar sem kallaðir voru fyrir utanríkismálanefnd í gær. Þeir komust báðir að annarri niður- stöðu en fjórmenningarnir og hefur afstöðu Guðmundar verið gerð ítar- leg skil hér í blaðinu áður. Kjaradómur: Vill drífa málið af Jón Finnson, formaður Kjaradóms, segir að stefnt sé að því að ná niðurstöðu í málinu sem fyrst. Þetta er annar fundur Kjara- dóms eftir að bráðabirgðalög voru sett um breytingar á lögum dómsins og honum gert að endurskoða niðurstöðu sína um laun æðstu embættismanna rfldsins. Fyrsti fundur Kjaradóms eftir bráðabirgðalög var á mánudags- Flugslysið við Heklu Nafn piltsins sem fórst í flugslysinu við Heklu aðfaranótt laugardags var Sigurður Bernharð Hauksson. Hann var fæddur árið 1972. —GKG. kvöld. Fundinn sátu fjórir dóms- manna, hinn fimmti Brynjólfur Sigurðsson prófessor var norður á Sléttu við smíði sumarbústað- ar. Erfitt hefur reynst að ná sam- bandi við hann, en skilaboð lágu fyrir hann í gær að fundur yrði í dag. Jón Finnsson segir tæpast að vænta að gengið verði endan- lega frá málinu fyrr en allir séu mættir á fund. „En auðvitað stefnum við að því að ná sem lengst í þessu og sem fyrst.“ -BS Hin nýju vatnssalerni í Hvítárnesi. Þjónusta við ferðamenn bætt: Tímamynd Alfreð Vatnssalerni á Kili Vatnssalernum hefur verið komið fyrir í Hvítámesi á Kili spölkom frá sæluhúsinu en þama hefur að- eins verið kamar fram til þessa. „Húsinu með vatnssalernunum var komið þarna fýrir í fyrra en það vannst ekki tími til að tengja vatnið því sumarið er stutt en nú er því lokið," segir Þórunn Þórðardóttir, starfsmaður Ferðafélags íslands. Sjálfboðaliðar lögðu vatnslagnirn- ar um síðustu helgi. Vatnið er tekið úr Svartá sem rennur í Hvítárvatn og næst góður halli svo vatnið rennur greiðlega. „Við erum mjög ánægð með þessa framkvæmd og húsið er mjög snyrtilegt í umhverfinu," segir Þór- unn. „Ferðafélagið vinnur núna að því að koma alls staðar upp vatns- salernum við sín sæluhús því um- ferðin hefur aukist svo mikið síð- ustu ár að það gengur ekki að hafa kamra." Vatnssalernum hefur t.d. verið komið fýrir uppi á Hverárvöllum, í Landmannalaugum, Nýjadal og Þórsmörk. Nú er verið að huga að því að setja upp vatnssalerni við Álftavatn en ekki hefur verið fært þangað enn. Ferðafélagið leggur gistigjöldin í framkvæmdirnar. „Það er krafa tímans að hafa vatns- salerni, kamrarnir heyra fortíðinni til,“ segir Þórunn að lokum. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.