Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 8. júli 1992 Nýja Essóstööin á Sauöárkróki. Nýtt Essóhús byggt á Sauðárkróki Frá fréttarítara Tfmans i Sauðárkróki, Guttormi Óskarssyni. Olíufélagið hf., Essó, hefur um fjölda ára rekið bensín- og olíuversl- un á Sauðárkróki undir nafninu Ábær. í Ábæ hefur einnig verið greiðasala og önnur verslun. Rekstr- arstjóri er Guðlaug Gunnarsdóttir. Nú var húsnæðið orðið allt of lítið fyrir vaxandi og umfangsmikla starf- semi. Forvígismenn Olíufélagsins hf. ákváðu þá að reisa nýtt og full- komið verslunar- og þjónustuhús. Þessi nýi Ábær var opnaður laugar- daginn 27. júní sl. að viðstöddu fjöl- menni, sem kom til að sjá og skoða þetta glæsilega hús. Geir Magnús- son framkvæmdastjóri ávarpaði samkomugesti og sagði m.a. að bygging hússins hefði tekið níu mánuði og allar áætlanir staðist prýðilega, (nema þá veðrið nú á opn- unardaginn, en þá stóð jónsmessu- hretið illræmda enn). Geir Magnús- son lauk miklu lofsorði á smíði og frágang byggingarinnar af hálfu verktakanna, hér væri greinilega fullkomin fagvinna á öllu, sagði Geir. Hann afhenti síðan Guðlaugu Gunnarsdóttur lykla hússins. Vil- hjálmur Jónsson, fýrrverandi fram- kvæmdastjóri, gekk þá fram og klippti á borðann og fyrsti bíllinn var afgreiddur með bensín. Gestum var boðið upp á léttar veitingar og karlakórinn Heimir söng nokkur lög. Það er mál manna að þessi nýi Ábær sé ein glæsilegasta Essobygg- ing á landinu. Guðlaug Gunnars- dóttir telur að mun auðveldara verði að veita viðskiptavinum fyrirtækis- ins góða og örugga þjónustu í þessu ágæta húsi. Húsið er tæpir 500 ferm. að með- töldu aðstöðuhúsi. Veitingasalurinn tekur um 50 manns í sæti. -BS Rottur í rússneskum togara: FARMURINN í RANNSÓKN Rottur reyndust vera innanborðs í rússnesku skipi sem sigldi inn í Reykjavíkurhöfn mánudaginn 29. júní sl., þrátt fyrir að hafa vottorð um að vera meindýrafrítt. Flutti togarinn með sér frosinn fisk til landsins og sigldi svo aftur á föstu- daginn. Þórður Friðgeirsson hjá Ríkis- mati sjávarafurða segir fiskinn enn ekki hafa verið tollafgreiddan, en búið sé að taka sýni úr honum og senda til Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins. Von er á niðurstöðum þeirra rannsókna á föstudaginn. „Leiða má líkur að því að ekki verði leyft að vinna hann til útflutn- ings,“ segir Þórður. „Þetta er ein- staklega óheppilegt tilfelli og ein- stakt í sinni röð.“ Jón Sigurðarson, forstjóri Fiskaf- urða hf., sem er kaupandi fisksins, segir stærstan hluta hans verða fluttan til útlanda. —GKG. Þrettán börn drukknuðu hér á landi á 9. áratugnum: Drengir 5-10 ára eru í mestri hættu Drukknanir barna yngri en 15 ár 1981 - 1990 fjöldl barna 10---------------- 0-4 6-9 10-14 aldur stúlkur KMl drenglr Þetta línurit sýnir aldur og kyn þeirra 13 barna sem drukknuöu á árunum 1981-1990. Kemur m.a. fram aö meira en helmingur þeirra (8) var drengir á aldrinum 5-9 ára, sem bendir til þess aö þeir séu í sérstakri lífshættu í nánd við ár, vötn, sjó og sundlaugar. Eitt til þrjú böra drukknuðu nærri því á hverju ári á síðasta áratug, eða þrettán samtals á árunum 1981- 1990. Þessi slys urðu í ám, sjó, sundlaugum, lækjum og tjöraum. Drengir á aldrinum 5-10 ára virðast þaraa í sérstakri hættu, Jjví að rúm- lega helmingur baraanna sem drukknuðu á þessum árum voru 5- 10 ára drengir. Drengjunum virðist líka margfalt hættara en stúlkunum. Af þessum þrettán börnum voru 10 drengir og 3 stúlkur. Um 30% þessara slysa urðu á Reykjavíkursvæðinu en 70% utan þess. Þetta kom fram í könnun sem gerð var af Herdísi Storgaard verkefnisstjóra „Vörn fyrir börn“ á vegum Slysavarnafélags íslands. Hún telur niðurstöður könnunar- innar benda til þess að yngstu börn- in séu í mestri hættu við sundlaug- ar, heita potta, grunna polla og læki nálægt heimilum sínum. Eftir 5 ára aldur virðast börnin hins vegar í meiri hættu af að drukkna í ám, sjó og vötnum. SVFÍ vill af þessu tilefni benda foreldrum ungra barna á það að börn undir fimm ára aldri skynji ekki þær hættur sem stafað geta af vatni. Þau geti drukknað í aðeins nokkurra sentimetra djúpu vatni. Foreldrar þurfi því að hafa sérstakar gætur á ungum börnum sínum í ná- vist heitra potta, smátjarna, sund- lauga, gosbrunna og polla. Börn yfir fimm ára aldri eru held- ur ekki alltaf meðvituð um hætturn- ar í umhverfinu. Þau eru orðin hug- rakkari en þau litlu og fara því lengra frá heimilum sínum yfir sumartímann. Ákveðin hætta felst m.a. í því að þau eru oft úti mjög seint á kvöldin. Þau séu þá orðin mjög þreytt, sem auki á slysahættur. „Látið bömin ykkar aldrei vera eftirlitslaus við vötn, ár og sjó. Mikilvægt er í bátsferðum að allir séu klæddir í bjargvesti af réttri stærð," segir í tilkynningu frá SVFÍ. Að gefnu tilefni bendir SVFÍ jafn- framt á að ný ákvæði í byggingar- reglugerð varðandi frágang við sundlaugar og heita potta öðluðust gildi 1. júlí sl. Þessar nýju reglur þurfa allir að kynna sér sem ætla að útbúa eða byggja sundlaugar, heita potta eða laugar, enda hér eftir skylt að sækja um leyfi byggingarnefndar til slfkra framkvæmda. Meðal reglugerðarákvæða er það að heitir pottar við íbúðarhús eða sumarbústaði skulu útbúnir læsan- legu loki. Við frágang á tjörnum á húslóðum skal þess gætt að þær séu ekki dýpri en 20 cm. Sundlaugar eða sá hluti lóðar sem þær eru á skulu girt með a.m.k. 90 sm hárri girð- ingu, sem lítil börn geta ekki opnað. -HEI Framlag íslendinga til norrænnar barnamyndasyrpu: Tökum lokið á Seppa Tökum er nú loklð á mynd- fslenska innleggið í norrænu KvikmyndatÖkur fóru fram í inni Seppi sem Kvikmyndafé- barnamyndasyrpuna „En hist- Reykjavík og stóðu yfir í tvær lagið Útí hött - inní mynd er að orie for de sma“ og verður hún vikur. Aðalhlutvcrkiö er í framleiða fyrir Ríkissjónvarp- sýnd á öllum Norðurlöndum. „höndum“ lítils hunds sem ið. Myndin er ætiuð yngstu hefur verið sérstaklega þjálfað- Seppi er byggð á smásögunni áhorfendunum og segir frá ur fyrir hlutveridð. 11 aðrir „Seppi leitar að mömmu" eftlr hundinum Seppa sem týnir leikarar koma við sögu en Ieik- Guðmund Þórarinsson og mömmu sinni og ævlntýnim sljóri er Ásthildur Kjartans- Björn Ragnarsson. Sagan var sem hann lendir í við leit að dóttir. valin úr hópi umsækjenda sem henni. —GKG. Orðabók Háskólans: 5.600 blaðsíður EES-samnings hafa nú verið þýddar á íslensku Starfshópur hjá Orðabók Háskól- ans tók í maí 1990 það verkefni að sér fyrir utanríkisráðuneytið að þýða plögg varðandi EES-samn- inga, alls um 10 þúsund blaðsíður. Milli tíu og tuttugu manns hafa starfað við verkefnið síðan. Nú hafa verið þýddar um 5600 blaðsíður af þessum 10 þúsund. Aldís Guðmundsdóttir, deildar- stjóri hjá Orðabók Háskólans, hefur haft umsjón með verkinu þetta árið. Hún segir að nú hafi allar bókanir, yfirlýsingar og viðaukar verið þýdd- ir, aíls um 1000 blaðsíður. Auk þess um 4600 blaðsíður af svokölluðum geröum, sem vísa í viðaukana. Gerð- ir þessar eru um 1400 talsins alls um 9000 blaðsíður. Þar er um að ræða tvídálka síður úr Stjórnartíð- indum Evrópubandalagsins sem eru um 25 þúsund A4 síður, þannig að geysilegt verk er að fara í gegnum þær allar. í EES samningnum er meginmál, en öll framkvæmd samn- ingsins er háð þessum gerðum, sem eru í raun hinir eiginlegu lagatextar sem segja til um framkvæmdina á þeim atriðum sem samið er um. .Ákjósanlegasta staðan hefði ver- ið,“ segir Aldís, „að þessu verki lyki í megindráttum um næstu áramót, en við höfum verið svo miklu fálið- aðri en hinar þjóðirnar, þ.e. Finnar, Norðmenn og Svíar sem eru með þetta verk á sama tíma og við og þeir eru með margfaldan liðsauka á við okkur. Það á í raun að vera búið að þýða þetta um næstu áramót, en við verðum að fá einhverja undanþágu og vonumst til að klára þetta ein- hvern tímann á næsta ári.“ Gerðirnar eru í fyrsta lagi reglu- gerðir sem öðlast beint lagagildi þegar samningurinn verður löggilt- ur hér á landi. Annars vegar eru til- skipanir sem eru annars konar gerð- ir, en þær eru bindandi um mark- mið sem íslensk lög verða síðan samin í kringum. —BS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.