Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 8. júlí 1992 Þess er skemmst að minnast er sovéskar svarthúfu- og öryggissveitir drápu fólk í Eystrasaltsríkjunum. Leiðtogar helstu iðnríkja heims funda í Þýskalandi: Vilja að Rússar kalli herlið sitt í Eystrasalts- löndunum heim strax! Leiðtogar helstu iðnríkja heims hafa farið þess á leit við Rússa að þeir dragi heri sína frá Eystrasaltslöndunum þremur hið bráðasta. Rússar eru hvattir til þess að samþykkja ákveðnar dagsetningar, en lið þeirra í löndunum þremur telur nálægt 130.000 hermenn. Það er hægt að hugsa sér glottandi kött, en: Glott án kattar? Aðdáendur rithöfundarins Lewis Carroll telja sig nú hafa fundið fyrir- mynd hans að hinum fræga Ches- hire-ketti, sem svo margir þekkja úr bókinni „Lfsa í Undralandi". Félagar í aðdáendaklúbbi Lewis Carroll gerðu þessa uppgötvun nú um síðastliðna helgi í kirkju þar sem faðir rithöfundarins var sóknar- prestur. Kirkja þessi er í þorpinu Croft, sem er norðarlega í Englandi. Rétt þykir að benda ferðaglöðum ís- lendingum á að líta þar inn, ef þeir eiga leið um þetta hérað Englands. I kirkjunni er gróflega hoggið eða útskorið kattartrýni, sem glottir óg- urlega. Kattarfésið stendur nærri altari kirkjunnar og er talið frá lOdu öld. Þegar horft er á það frá því sjón- arhorni, sem ætla má að 10 ára drengur hafi sem situr á kirkjubekk frammi í kirkjuskipinu, sést ekkert nema glottið eitt á andliti kattarins. Lesendur Lísu í Undralandi muna eflaust að hafa lesið um það þegar Cheshire-kötturinn hvarf henni, þannig að ekkert varð eftir nema glottið eitt. Glottið hélst áfram löngu eftir aö kötturinn var horfmn. „Lísa var djúpt hugsi: Ég hef oft séð kött sem ekki glottir, en ég hef aldr- ei séð glott án kattar. Þetta er það undarlegasta sem ég hef nokkurn- tíma séð.“ —Reuter/Krás. Drakkof mikinn vodka Drukkinn rússneskur hermaður gerði sér lítið fyrir og drap júgóslav- neskan sendifulltrúa í farþegalest á mánudag. Itar-Tass-fréttastofan greindi frá þessu í gær. Fréttastofan sagði að hermaðurinn hefði verið drukkinn og skotið fimm skotum úr vélbyssu af stuttu færi að Júgóslavanum. Sendiráð Júgóslavíu í Moskvu stað- festi atburðinn og sagði að hann heföi átt sér stað aöfaranótt þriðju- dagsins, en sagði hins vegar ekki hver eða hversu hátt settur sendi- fulltrúinn hefði verið. Hermaðurinn var hins vegar nafn- greindur og sagður vera aðstoðarlið- þjálfi að nafni Pechenov. Hann var á leið heim til Moskvu frá suðurhér- uðum Rússlands ásamt félögum sín- um. Hermennirnir ferðuðust með lest, sem fer á milli Belgrad og Moskvu. —Reuter/Krás. í yfirlýsingu sem barst frá Þjóðverj- um, en þeir hýsa ráðstefnu sjö helstu iðnríkja heims, og birt er í umboði þessara ríkja, segir að efna- hagsvandræði Rússa réttlæti ekki að þeir haldi herjum sínum á erlendri grundu gegn vilja þeirra ríkja sem hlut eiga að máli. í yfirlýsingunni, sem Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, las, segir: „Það er ótækt að þessi vanda- mál skuli verða til þess að gengiö er þvert á alþjóðalög, sem kveða á um að herlið megi aldrei dvelja á er- lendri grund nema með samþykki viðkomandi ríkis." Kinkel bætti við að mjög mikilvægt væri að komist væri strax að niður- stöðu í þeim samningaviðræðum, sem nú fara fram um brottflutning herliðsins. Tálið er nokkuð ljóst að þetta mál verði aftur á dagskrá á Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE), sem hefst á fimmtudaginn í Helsinki. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár og Rússar munu sækja þá ráðstefnu. Futltrúar sex þeirra þjóöa sem nú eiga fulltrúa á ráðstefnu helstu iðn- ríkja heims — Bandaríkin, Kanada, Frakkland, Bretland og Ítalía — munu einnig sitja RÖSE- ráðstefn- una. Af helstu iðnríkjum eru það að- eins Japanir, sem ekki eiga aðild að RÖSE. Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, hafa krafist þess að 130.000 rússneskir her- menn, sem tilheyrðu herafla (yrr- um Sovétríkjanna og halda til í þessum löndum, hafi sig á brott. Þess er krafist að brottflutningur hersins hefjist umsvifalaust og hon- um verði lokið ekki síðar en í lok næsta árs. Rússar segja á hinn bóginn að þeir hafi ekki í nein hús að venda. Þá vanti húsnæði fyrir herinn og pen- inga til þess að koma sér upp búð- um. Þeir vilja fá lengri frest eða allt til ársins 1998. Eystrasaltsríkin þrjú segja aftur á móti að vera rússneska herliðsins sé ógnun við sjálfstæði þeirra og geti orsakað óróa í þess- um löndum. Eystrasaltsríkin óttast að ef óvin- veitt stjórnvöld setjast að völdum í Moskvu, þá muni þau nota sér veru hersins í þessum löndum og reyna að seilast þar til áhrifa enn á ný. Eins og kunnugt er, fengu ríkin þrjú sjálfstæði sitt nýlega eftir að hafa verið undir járnhæl Sovét- manna í 41 ár. Embættismenn í Eystrasaltslönd- unum hafa kvartað mjög undan því að hafa ekki neinn aðgang að her- stöðvum þeim sem staðsettar eru á landi þeirra. Þá fái þeir engar upp- lýsingar um athafnir eða ferðir rússneska hersins. Loks segjast þeir óttast mjög að gömlum sovéskum hersveitum, sem staðsettar voru í Þýskalandi og Póllandi, hafi verið komið fyrir í löndum þeirra. Bandaríkjamenn hafa reynt að miðla málum milli ráðamanna í Moskvu annars vegar og Eystra- saltsríkjanna hins vegar. Banda- rískir þingmenn hafa þó beitt Bush forseta þrýstingi og reynt að fá hann til þess að veita Rússum ekki fyrirhugaða efnahagsaðstoð nema með því skilyrði að Rússar dragi herlið sitt frá Eystrasaltsríkjunum. í yfirlýsingu iðnríkjanna var einn- ig vikið að þremur öðrum deilu- málum og átökum innan Sovétríkj- anna gömlu og hvatt til friðsam- legra lausna. Armenar og Azerar voru hvattir til þess að hætta bardögum í Nag- orno- Karabakh og leysa deilur sín- ar með friðsömum hætti. Þess var m.a. farið á leit við þá að þeir hvor- ir um sig drægju heim herlið sitt á svæðinu og leystu gísla úr haldi. í yfirlýsingunni segir að helstu iðnríki heims muni ekki undir neinum kringumstæðum viður- kenna breytingu á yfirráðum yfir landi, sem orðið hefur vegna hern- aðaríhlutunar og valdbeitingar. Loks segir í yfirlýsingu sjö helstu iðnríkja heims að ríkin sjö hafi þungar áhyggju af bardögum í Moldavíu á milli stjórnvalda og þjóðrækinna Slava á Dnéstr-svæð- inu og einnig bardögum í Suður- Ossetíu. Hvatt er til að allir hlutað- eigandi aðilar leggist á eitt til þess að koma í veg fyrir að hernaður og dráp breiðist út. —Reuter/Krás. Krefjast 25 miljóna í skaðabætur Tæplega tveir tugir selveiðimanna hafa nú höfðað mál á hendur sænska ríkissjónvarpinu. Ástæðan er sýning og dreiíing sænska sjónvarpsins á mynd kvikmyndagerðarmannsins Odds Lindberg um selveiðar Norð- manna við Jan Mayen. Þykir selveiðimönnunum að sér veg- ið í myndinni og þar farið ranglega með staðreyndir. Þeir halda því fram að um hreina fölsun sé að ræða í nokkrum tilfellum. Selveiðimennimir, sem krefjast 25 miljóna króna í skaðabætur af sænska sjónvarpinu, standa einnig í málaferl- um við norska fjölmiðla. Alis nema skaðabótakröfúr þeirra um 200 miljónum ísl. króna. Sjónvarpsmynd Odds Lindberg um norsku selveiðamar var sýnd í sænska sjónvarpinu árið 1989 og olli hún miklu fjaðrafoki. í henni var látið að því liggja að norskar selveiðar væm mikil villimennska og leiddi það til mikilla mótmæla gegn veiðunum. Þannig gagnrýndi Karl XVI Gústaf Svíakonungur meðal annarra norska forsætisráðherrann Gro Harlem Bmndtland vegna máls þessa. í um- mælum, sem hann lét sér um munn fara, efaðist hann um hæfni Bmndt- lands til þess að stýra málefnum norsku þjóðarinnar, fyrst henni hefði ekki tekist betur til við að vemda sel- ina og raun bar vitni. Vegna þessara ummæla Svíakonungs krefjast norskir selveiðimenn nú op- inberrar afsökunar. Þeir segja að Karl XVI Gústaf hafi með þessum orðum svert mannorð norskra selveiðimanna og átt þátt í að leggja heila atvinnu- grein í Noregi í rúst. Hvort sem Svíakonungur ber fram afsökunarbeiðni eður ei, þá er næsta víst að selveiðimennimir muni vinna skaðabótamál sitt á hendur norskum dagblöðum og norsku sjónvarpi, sem birt hafa myndir og greinargerðir Odds Lindberg um selveiðamar. Dagblaðinu TVomsö hefur þegar ver- ið gert að greiða rúmar þrjár miljónir króna í skaðabætur, og hefur sá dóm- ur þegar verið staðfestur af hæstarétti. Það er hins vegar óljósara hvemig málareksturinn muni ganga gegn sænska sjónvarpinu. Það stafar af mis- munandi lagaákvæðum í Noregi og Svíþjóð. Ljóst þykir að sænska sjón- varpið muni reyna að þæfa málið þar til lög EB um frelsi fjölmiðla og mála- rekstur á hendur þeim hafa verið sam- þykkt. Málið snýst um hvort hægt er að láta dreifingaríyrirtæki, sem í þessu tilfelli er sænska sjónvarpið, svara til saka í öðm landi þar sem efni frá því hefur verið sýnL Óljóst er hvemig hinn sameiginlegi evrópski lagabókstafúr um tjáningarfrelsi mun endanlega líta út, og svo mun einnig vera um mörg önnur málefni EB. -IVS, Svíþjóð SARAJEVO Bardagar blossuðu upp í Bo- sníu- Herzegóvínu í gær. Her- sveitir hliðhollar Serbum börð- ust grimmilega við sveitir mús- lima og Króata í norðurhéruð- um Brcko og Derventa. Serbarnir nálguðust óðfluga landamærabæ í Króatíu, eftir því sem fréttir í útvarpi Króata sögðu. Skipst var á skotum víðar i Bosníu, m.a. í höfðu- borginni Sarajevo. MÚNCHEN (yfirlýsingu frá leiðtogum helstu iðnrikja heims segir að S.Þ. muni hugsanlega þurfa að beita valdi til þess að koma hjálpargögnum til Bosníu- Herzegóvínu. Þá voru stríð- andi aðilar einnig varaðir við þvf gera nokkuð það sem gæti skaðað starfsmenn hjálpar- sveita S.Þ. MOSKVA Talsmenn Kommúnistaflokks- ins í Sovétríkjunum gömlu sögðu í gær að sú aðgerð nú- verandi leiðtoga Rússlands, Borísar Jeltsín, að banna starf- semi á vegum flokksins myndi leiða til einræðis í dulargervi lýðræðis. KISHINYOV, Moldavíu Þingið í Moldavíu hét á fimm stjórnir annarra ríkja að senda friðargæslusveitir til landsins til þess að stöðva mætti grimmi- lega bardaga milli stjórnar- hersins í Moldóvu og rúss- neskra aðskilnaðarsinna. PARÍS Franskir vörubifreiðastjórar höfðu að engu samkomulag við stjórnvöld, sem gert var síðastliðna nótt. Þeir gáfu lög- reglu langt nef og settu upp nýja vegatálma jafnskjótt og þeim var rutt úr vegi af lög- reglu. Mótmæli bílstjóranna hafa nú staðið í níu daga og eru farin að hafa áhrif á efna- hagslíf í Frakklandi. LONDON Bretar hafa lagt fram nýjar áætlanir um varnir landsins, sem miöast fremur við stað- bundnar varnir en að stórfelld ógn geti dunið yfir Vestur-Evr- ópu. Þeir gera þó ráð fyrir að geta sent herlið til átakasvæða víðsvegar um heiminn. Þessar áætlanir koma í kjölfar vaxandi þíðu í heimsmálum og þess að kalda stríðinu er talið lokið. JÓHANNESARBORG Viðskiptajöfrar hafa sagt Nel- son Mandela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins, að frekari óeirð- ir og vandræði á sviði stjórn- mála gætu skaðað efnahag Suður-Afríku varanlega, enda hafi viðskiptaþvinganir á landið þegar haft skaðleg áhrif. BAGDAD Vopnasérfræðingar á vegum S.Þ. stóðu vakt þriðja daginn í röð fyrir framan landbúnaðar- ráðuneytið í Baghdad. Ekki bólaði neitt á því að (rakar ætl- uðu að láta undan kröfu S.Þ. og hleypa þeim inn fyrir. KÓLOMBÓ, Sri Lanka Hersveitir stjórnarinnar á Sri Lanka drápu 30 skæruliða Tamíla í norðurhéruðum lands- ins, lögðu undir sig einar búðir skæruliða en eyðilögðu aðrar, segir í fréttum frá varnarmála- ráðuneyti landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.