Tíminn - 15.07.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.07.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 15. júlí 1992 Þingflokksformenn Framsóknarflokks og Kvennalista: Skipa ekki fulltrúa í nefnd um Kjaradóm Ákvöröun var tekin um það á þingflokksfundi Framsóknarflokks á mánudag, aö skipa ekki mann í nefnd sem á að endurskoða iög um Kjaradóm. Kvennalistinn hefur tekið sams konar ákvörðun. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sendi í fyrri viku bréf til þingflokksfor- manna Framsóknarflokks og Kvennalista, þar sem farið var fram á skipun í nefndina. Jón Kristjánsson alþingismaður segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin með hliðsjón af síðari Kjara- dómi, en þar er litið svo á að með setningu bráðabirgðalaganna hafi löggjafinn tekið í sínar hendur þær launaákvarðanir, sem Kjaradómi var ætlað að taka. Hins vegar muni framsóknarmenn að sjálfsögðu taka þátt í umræðum um bráðabirgða- lögin á þingi, eftir að það kemur saman. Kristín Ástgeirsdóttir, þingflokks- formaður Kvennalista, segir að Kvennalistinn hafni alfarið að taka þátt í þessari nefnd, ríkisstjórnin hafi staðið þannig að verki, að best sé að hún beri ábyrgð á því sjálf. Eðlilegast hefði verið að taka málið upp á vettvangi Alþingis og kalia saman efnahags- og viðskiptanefnd og láta hana vinna í málinu. Bréf fjármálaráðherra var ekki stílað á þingflokksformann Alþýðu- bandalagsins og ekkert hefur heyrst frá því um þetta mál. í bréfi fjármálaráðherra segir m.a.: „Setning bráðabirgðalaga breytir því ekki, að nauðsyn ber til að endurskoða gildandi lög um dóminn. Bráðabirgðalögin ná aðeins til afmarkaðs efnis, sem brýnt var að taka á þegar í stað. Bráðabirgðalögin voru sett á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og þau verða að sjálfsögðu lögð fyrir Alþingi eins og lög gera ráð fyrir. Sú endurskoðun, sem nefndinni verður falin, mun auk þeirra for- sendna, sem dómnum ber að leggja til grundvallar, einnig taka til lög- sögu dómsins, þ.e. til hverra úr- skurður hans á að taka, tilnefningar í dóminn, skilgreininga á launum og greiðslum m.a. með tilliti til eft- irlauna og lífeyris, starfshátta dóms- ins o.fl. í nefndinni verða, auk væntan- legra fulltrúa þingflokka stjórnar- andstöðuflokkanna, eftirtaldir menn: Helgi V. Jónsson hæstaréttar- lögmaður, formaður nefndarinnar, og Indriði H. Þorláksson skrifstofu- stjóri, skipaðir án tilnefningar; Benedikt Jóhannesson stærðfræð- ingur, tilnefndur af þingflokki sjálf- stæðismanna; og Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bands íslands, tilnefndur af þing- flokki Alþýðuflokksins." í gær kom síðan annað bréf til þingflokksformannanna frá fjár- málaráðherra, þar sem fyrsti fundur nefndarinnar er boðaður 17. júlí næstkomandi. -BS Stjóm Vináttufélags fslands og Litháen. Frá vinstri: Sveinn Aðal- steinsson, Ásgeir Hannes Eiríksson, Gestur Ólafsson formaður, Jóhannes Jónsson og Arnór Hannibalsson. Vináttufélag íslands og Litháen stofnað: KYNNI ÞJÓÐ- ANNA AUKIN Vináttufélag íslands og Litháen hef- ur verið stofnað og er tilgangur fé- lagsins að auka og efla samskipti þjóðanna. Litháar eru nú að koma undir sig fótunum sem sjálfstæð þjóð og eru þeir afar þakklátir fyrir allt samstarf og aðstoð, sem þeim er veitt á þess- um erfiðu tímum. Þeim, sem ganga vilja í vináttufélagið og taka þátt í auknum samskiptum þjóðanna, er bent á að hafa samband við stjórn fé- lagsins, en formaður hennar er Gestur Ólafsson. —GKG. Harpa, Einar, Gyröir, Sjón, Karólína og Ásta í kirkjugaröinum viö Suöurgötu, en þangaö er jafnan fariö meö listafólk í myndatökur. Augnablik heldur kvöldskemmtun: Einleikur fyrir Hörpu á Akureyri Félagið Augnablik heldur sumar- kvöldskemmtun í Samkomuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 19. júlí. Þar mun Einar Kristján Einars- son leika á gítar tónverk Karólínu Eiríksdóttur „Hvaðan kemur logn- ið?“, Gyrðir Elíasson les úr bók sinni „Heykvísl og gúmmískór" og svo flytur Harpa Arnardóttir hinn óvið- jafnanlega „Einleik fyrir Hörpu í Himnaríki" eftir Sjón. Hann verður enginn svikinn af að sjá. Ásta Arnar- dóttir leikur á harmonikku í verk- inu. Skemmtunin hefst klukkan 21:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. —GKG. Þarf fiskur enn að vera „laglegur" til að falla landanum í geð? Belgíska frúin saknaði fýlunnar Útlendingar virðast sumir svo ókunnugir nýjum fiski að þeir trúa því ekki fyrr en í fulla hnefana að hægt sé að elda físk án þess að upp gjósi hin megnasta fiskifýla. Hilm- ar B. Jónsson matreiðslumaður, sem oft hefur unnið að matvæla- kynningum erlendis, segir frá at- hyglisverðri reynslu sinni í þessum efnum í nýju fréttabréfi íslenskra sjávarafurða. Spurður um jákvæð- ustu reynslu sína varðandi íslensk- an fisk segir hann frá atviki, sem átti sér stað við kynningu í einum stórmarkaða Belgíu nýlega. Hilmar var þar við annan mann að elda og kynna fiskrétti. Kynning- in átti að hefjast kl. 13.00. En versl- unarstjórinn, sem var kona, hafði af einhverjum orsökum ekki getað mætt á staðinn fyrr en tveim klukkustundum síðar. „Þegar hún loks mætti, sá ég að hún stefndi á okkur brúnaþung og spurði okkur strax hvort eitthvað væri að, af hverju við værum ekki byrjuð. Ég svaraði því til, að við hefðum byrjað á tilsettum tíma, eins og um var samið. Eitthvað var hún samt vantrúuð og sagðist ekki finna neina fisklykt í búðinni. Fram að þessu, þegar svona kynningar hefðu verið haldnar, hefði búðin lyktað af fiski. Þetta er einmitt málið, nýr fiskur lyktar ekki, aðeins gamall og þetta útskýrði ég fyrir konunni," segir Hilmar. I fréttabréfinu kemur fram að Hilmar hefur tekið þátt í svonefndu Gæðaátaki 1992 á vegum íslenskra sjávarafurða. Fulltrúar ÍS hafa und- anfarnar vikur heimsótt framleið- endur á vegum ÍS víðs vegar um iand og efnt til kynningar á meðal starfsfólks bæði utan og innan fyrir- tækjanna. Þar er farið yfir ýmis mál, er varða gæði og vöruvöndun, og þá einkum út frá sjónarhóli neytand- ans og hlutverk hvers og eins í því að framleiða vöru sem uppfyllir kröfur um gæði. Sömuleiðis er fjall- að um herta matvælalöggjöf í Evr- ópu og Bandaríkjunum og hvernig það snertir ÍS sem framleiðendur og útflytjendur. Þáttur Hilmars er sá að gefa fólki að smakka gómsæta fiskrétti, jafn- framt því að miðla áralangri reynslu sinni í meðferð fisks. En þarna varð hann einnig fyrir athyglisverðri reynslu. „Það, sem mér kemur á óvart, er hversu tregt fólk er til að smakka ýmsar tegundir fisks, svo sem ufsa. Á einum staðnum var fólki t.d. gefin bragðprufa og öllum líkaði vel þar til ég sagði að fiskurinn, sem það hefði verið að borða, væri ufsi, þá ætlaði allt um koll að keyra. Þetta sýnir okkur að íslendingar eru al- mennt enn mjög fastir í hefðum varðandi neyslu á fiski og margir virðast enn bara borða ýsu og Iúðu,“ segir Hilmar. - HEI Umsóknir um borgararéttindi i Bandaríkjunum: Breyttar reglur um AA-1 Bandaríska innanrOdsráðuneytið hefúr gefið út ný fyrirmæli um hvernig hinum svonefhdu AA-1 árit- unum skuli háttað. Þær veita áriega 40.000 rOrisborgurum 33 landa (þ.á m. íslands) rétt til fastrar búsetu f Bandarílqunum. Reglur um umsóknir eru með nýju sniði í ár og er þeim, sem sóttu um í fyrra, bent á að nauðsynlegt er að endurnýja umsókn. Umsóknar- frestur fyrir fjáriagaárið 1993 (1. okt *92- 30. sept ‘93) hefst miðviku- daginn 29. júií á miðnætti að staðar- tíma í Washington DC og lýkur fostudaginn 28. ágúst. Umsóknir ber að senda tfls AA-1 program, P.O. Box 1993, Dulles VA 21301-1993, U.S Jl Umsóknimar skal senda í umslagi af stærðinni 15-24 cm að lengd og 9- 11 cm að breldd. Efst f vinstra hom skal umsækjandi skrifa heiti ættlands síns skýrum stöfum og nafn sitt og heimliisfang fyrir neðan. Ekki er um nein sérstök um- sóknareyðublöö að ræða, en skrifa þarf nauðsynlegar upplýsingar, ann- að hvort á ritvél eða með skýrum prentstöfum á venjuiega pappírsörk; fullt nafn umsækjanda, fæðingar- dag, -ár og fæðingarstaö umsækj- anda sem og maka og bama, heirall- isfang umsækjanda og heimilisfang þess ræðismanns Bandaríkjanna, sem senda skal tilkynningu um skráningu innflytjendaleyfis tiL Á fslandi er það bandaríska sendiráðið, Laufásvegi 21,101 Reykjavík. Umsókn er ókeypis og ekki þarf að hafa atvinnutilboð vestra til að geta sent inn umsókn. Það er aðeins nauðsynlegt þeim sem valdir verða áður en innflytjendaleyfiö er gefið. Hver umsækjandi má aðeins senda inn eina umsókn og verða 50.000 umsóknir valdar af handa- hófí til nánari skoðunnar. Þeim um- sæljendum verður tilkynnt valið, en hinura, sem falla út, verður eldd send tilkynning. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.