Tíminn - 15.07.1992, Page 5
Miðvikudagur 15. júlí 1992
Tíminn 5
Vilhjálmur Jónsson:
Breytingar á stj ómarskrá
í viðtali Tímans við Steingrím Hermannsson, fv. forsætisráð-
herra, sem birtist í blaðinu 10. þ.m., segir hann að á fundi með
sérfræðingum hafí þeir staðfest að Norðmenn teldu EES-samn-
inginn breyta stjórnarskrá þeirra þannig að meðferð hans yrði að
vera í samræmi við 93. gr. stjómarskrárinnar. Sú grein fjallar um
breytingar á stjóraarskránni og þar er ákveðið að slíka breytingu
verði að samþykkja með 3/4 atkvæða á norska þinginu.
,Nú eru stjórnarskrár Norð-
manna, Dana og íslendinga efnis-
lega byggðar á sama stofni. Fram-
sal valds til erlendra stofnana, sem
bryti í bág við stjórnarskrá eins
landsins, myndi því einnig brjóta í
bág við stjórnarskrár hinna ríkj-
anna ef á reyndi, þar sem ákvæðin
um þetta eru efnislega hin sömu í
öllum stjórnarskránum. Með slík
mál yrði því að fara sem breyting-
ar á stjórnarskrám landanna og
um breytingar gilda mismunandi
reglur í löndunum. Samkvæmt
norsku stjórnarskránni þurfa 3/4
hlutar atkvæða að samþykkja
breytingu á stjórnarskránni til
þess að breytingin öðlist gildi.
Samkvæmt 79. gr. íslensku stjórn-
arskrárinnar skal rjúfa Alþingi
þegar í stað og efna til almennra
kosninga, hafi tillaga, sem felur í
sér breytingar eða a viðauka við
stjórnarskrána, verið samþykkt á
Alþingi. Að kosningum loknum
þarf Alþingi að samþykkja tillög-
urnar óbreyttar og verða þær þá
gild stjórnskipunarlög eftir stað-
festingu forseta á venjulegan hátt.
Að halda því fram að íslenska
stjórnarskráin heimili valdaafsal
með einföldum meirihluta AI-
þingis er því mikill misskilningur.
Sjálfstæði lands byggist á
stjómskipunarlögum þess. Til
þess að tryggja að þeim verði ekki
breytt nema að vel athuguðu máli,
era sett ákvæði í stjórnarskrár,
sem krefjast annarrar og vandaðri
meðferðar en við almenna laga-
setningu. Slík ákvæði gætu verið
með ýmsu móti. Um hitt má auð-
vitað deila, hvort réttara sé að
heimila breytingar á stjórnarskrá
með auknum meirihluta löggjaf-
arþingsins eins og hjá Norðmönn-
um, eða hvort spyrja á hinn al-
menna kjósanda álits á málinu svo
sem er hjá okkur hér á íslandi. í
öðra tilfellinu eru þingmönnum
fengin aukin völd, en í hinu tilfell-
inu era völdin hjá hinum almenna
kjósanda.
Höfundur er forstjóri.
Hvert hneykslismálið á fætur öðru hefur skekið stjórnkerfi Itala og íbúar landsins eru orðnir
langþreyttir á spillingu og stjórnleysi:
Mílanóbúar hafa sinn
djöful að draga eins og
reyndar fleiri Italir
Sjálfstraust Mfíanóbúa hefur minnkað mjög undanfarið og vitund
þeirra um sjálfa sig sem helstu hæfíleikamenn Ítalíu og driffjaðrir
á sviði fjármáia, iðnaðar og tísku hefur beðið hnekk. Þessi „sálrænu
áfoll“ má rekja til mikilla hneykslismála, sem undanfama mánuði
hafa riðið yfír Ítalíu. Bæjar- og borgarstjórair blandast mjög í þessi
hneykslismál sem og virðulegir iðnrekendur og frammámenn í at-
vinnulífí.
Yfir 50 manns hafa verið hand-
teknir í tengslum við leynimakk,
sem nú hefur komist upp um og
staðið hefur í langan tíma á milli
stjórnmálamanna og iðjuhölda. At-
hafnamenn hafa lengi litið svo á að
mútur til stjórnmálamanna væru
eðlilegur hlutur og tryggðu þeim
ábatasöm verk fyrir hið opinbera.
Eins og
eyðnifaraldur
íbúum Mílanóborgar þykir hins
vegar súrt í broti að sjá virðulega
iðjuhölda borgarinnar leidda á
brott í handjárnum til fangavistar,
einkum þar sem þeir telja sig
I ...M. ...-
i Ao utan .i
þekkta fyrir iðni og heiðarleik með-
al ftala.
„Hneykslismálin valda svipuðu
írafári og eyðni ... það ríkir afar
mikil tortryggni. Allir reyna að
halda sér í ákveðinni fjarlægð,"
sagði Nicola Trussardi hönnuður í
viðtali við tímaritið Panorama.
Á þeim fjóram mánuðum síðan
hneykslismálin komust í hámæli,
hefur fleira gerst en að úr sjálfs-
trausti Mfíanóbúa hafi dregið.
Rannsóknir hófust fyrst fyrir al-
vöra, þegar upp komst um mútur
að upphæð 36.0000 ísl. krónur í
tengslum við verksamning, er
gerður var um hreingerningar á
elliheimili einu.
Vísbendingar um spillingu á
æðstu stöðum hafa orðið til þess að
rannsóknir fara nú fram víða í
borgum á Norður-Ítalíu og al-
menningsálitið krefst þess í aukn-
um mæli að „hreinsanir" fari fram í
stjórnkerfinu, hvar sem er í land-
inu.
í kjölfar nokkurs uppgangs í
efnahagslífi síðastliðinn áratug,
þykir mörgum ítölum nú sem
hneykslismál undanfarinna mán-
aða beri vott hrörnun og afturför í
ítölsku þjóðlífi. Ekki bæta úr skák
þau glæpa- og morðmál, sem ævin-
lega hafa þótt vera einkenni á Suð-
ur-ítölum og þó einkum Sikiley-
ingum.
Spilling og hneykslismál era svo
sem ekkert nýtt á Ítalíu og Mfían-
óbúar hafa mátt þola slíkt, eins og
fleiri. Það, sem nú kemur við kaun-
in á mönnum, er hins vegar það
hversu kerfisbundin svikin era,
hversu fagmannlega þau era unnin
og hversu umfangsmikil þau era.
Það er nánast sama hvar drepið er
niður. Allstaðar þar sem stjórn-
málamenn koma við sögu og hvar
sem einhver verksamningur við
opinbera aðila er gerður — allt frá
byggingu nýrra kirkjugarða til þess
að lappa uppá íþróttahallir vegna
heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu — þar er um mútur að
ræða og þær ekki litlar.
Sjö og hálfur miljarð-
ur í mútur
Rannsóknardómarar segja að
mútufé, sem byggingafyrirtæki
hafi greitt undanfarin 10 ár, sé ekki
undir 150 miljörðum líra, þ.e. um
sjö og hálfur miljarður ísl. króna.
Virðulegustu og stöndugustu fyrir-
tæki landsins eigi þarna hlut að
máli.
Þetta fé hafi iðulega verið lagt
inn á leynilega bankareikninga í
Sviss og sumt rannið beint í flokks-
sjóði helstu stjórnmálaflokka ftal-
íu, en annað beint í vasa einstakra
stjórnmálamanna. Stærsti hluti
þessa fjár fór til Sósíalistaflokksins,
en sá flokkur hefur ráðið í Mflanó
frá því á miðjum áttunda áratugn-
um. Aðrir flokkar, sem hlut eiga að
máli, era kristilegir demókratar og
kommúnistaflokkurinn gamli.
Giancarlo Giambelli, forseti
verkfræðingafélagsins, sagði að
flesta hefði granað hvað um var að
vera. „Svindlið var hins vegar svo
vel falið að ómögulegt var að sanna
neitt nema standa menn beinlínis
að verki,“ sagði hann.
Svo kaldhæðnislegt sem það nú
er, þá varð hjónaskilnaður til þess
að rannsóknardómarar gátu fest
hendur á málinu.
Fyrrverandi eiginkona Marios
Chiesa, sem var burgeis og stórlax í
Sósíalistaflokknum, skrifaði í reiði-
kasti bréf til lögreglunnar og benti
þeim á að rannsaka fjármál þessa
fyrram eiginmanns síns. Hann var
þá framkvæmdastjóri eins stærsta
elliheimilis í Mflanó.
Mynd var tekin af Chiesa þar sem
hann tók við 36.0000 krónum í
mútur. Eftir að hafa gist nokkrar
nætur í hinu fræga San Vittorio-
fangelsi tók hann að nefna nöfn
frægra iðjuhölda og stjórnmála-
manna.
Nú er verið að rannsaka mál
tveggja fyrrverandi borgarstjóra
Mfíanóborgar og fjölmargar
þekktra stjórnmálamanna. Rann-
sóknardómarar hafa farið þess á leit
við ítalska þingið að þessir menn
verði sviptir þinghelgi og hægt
verði að sækja þá til saka fyrir spill-
ingu.
Stjómarmaður í Fiat
Meðal þeirra stórlaxa, sem nú
bíða þess að verða sóttir til saka, er
stjómarformaður eins stærsta
byggingafyrirtækis á Ítalíu, en það
er Cogefar-Impresit sem tilheyrir
Fiat-samsteypunni.
Öll þessi hneykslismál hafa orðið
til þess að stærstu samtök iðju-
hölda og verktaka, „Confindustria",
hafa nú séð sig tilneydd til þess að
semja sérstakar reglur um það
hvernig standa skuli að verksamn-
ingum og úthlutun þeirra.
Þessar reglur hafa ekki enn verið
birtar, en helstu ráðamenn í ítölsk-
um iðnaði segjast munu krefjast
þess að öll útboð verði mun opnari,
svo minni líkur verði á mútum og
óvönduðum vinnubrögðum.
Forstjóri stórfyrirtækisins Oli-
vetti, Carlo De Benedetti, sagðist
ekki trúa því að öll iðnfyrirtæki
landsins lægju undir gran. Hann
sagðist þó halda að margt ætti enn
eftir að koma fram í dagsljósið.
,Andrúmsloftið verður ekki hreins-
að fyrr en við geram stjórnkerfið
opnara og frjálsara," sagði hann.
— Reuter/Krás.
Auöjöfurinn Carlo De Benedetti, forstjóri Olivetti, segist hafa áhyggjur
afþróun mála.