Tíminn - 15.07.1992, Page 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 15. júlí 1992
Þingið í Litháen losar sig við forsætisráðherrann:
Vantraust samþykkt á
Gediminas Vagnorius
í gær var samþykfct á þingi Litháens
vantraust á forsætisráðherra Iands-
ins, Gediminas Vagnorius, og hann
settur af.
Vantrauststillagan var samþykkt
með 69 greiddum atkvæðum gegn 6.
Vagnorius hefur verið dyggur stuðn-
ingsmaður forseta landsins, Vytautas
Landsbergis, og voru þeir banda-
menn í baráttu við Moskvuvaldið
þegar Litháen barðist fyrir sjálfstæði
sínu.
Herskáir þjóðernissinnar á þingi
landsins hafa verið mjög gagnrýnir á
störf Vagnorius, og þá einkum stefnu
hans í fjármálum. Þingmenn saka
hann um að hafa mistekist að koma á
markaðsbúskap.
Vagnorius var skipaður forsætisráð-
herra skömmu áður en sovéskar her-
sveitir réðust með hörku á íbúa Lit-
háen í janúar 1991. í þeim átökum,
sem m.a. urðu um sjónvarpstuminn
í Vilníus, drápu sovésku hermennim-
ir 13 þjóðernissinnaða mótmælend-
ur.
Vagnorius slóst í hóp með ráðherr-
um og þingmönnum sem héldu til í
þinghúsinu. Búist var við að sovésku
hermennimir myndu ráðast á þing-
húsið, sem ekki varð, en umsáturs-
ástand ríkti hins vegar nokkum tíma
í þinghúsinu, eins og frægt varð.
Tálsmenn þingsins í Litháen segja
að ráðherra orkumála, Leonas As-
mantas, sem gagnrýnt hefúr Vagnori-
us einna harðast, muni taka við emb-
ætti forsætisráðherra þar til kosning-
ar verða í þinginu þann 25. október
næstkomandi.
Fyrir réttum mánuði vom greidd at-
kvæði um vantraust á Vagnorius. Þá
hélt hann velli. Úrslitin í gær fóm
hins vegar á annan veg og em talin
valda Landsbergis vandræðum. Hann
á nú í stöðugt meiri vandræðum með
herskáa þjóðemissinna í hópi þing-
manna, sem láta stöðugt meira á sér
bera.
Fyrir u.þ.b. mánuði varð Landsberg-
is að sætta sig við að láta í minni pok-
ann, þegar allsherjaratkvæðagreiðsla
fór fram
um aukin völd forseta yfir þingi. Þá
vildi Landsbergis láta samþykkja nýja
stjómskipan, sem hefði fært honum
aukin völd. Tillaga hans náði ekki
fram að ganga. —Reuter/Krás.
Páfinn nýtur kyrrðar og friðar á sjúkrahúsi og:
HLUSTAR Á MESSUR SÉR
TIL DÆGRASTYTTINGAR
Jóhannes Páll páfi hefur nú legið
tvo daga á sjúkrahúsi þar sem hon-
um er haldiö til rannsókna.
Ekki er alveg Ijóst hvað þjakar páf-
ann, sem er 72 ára gamall og kvart-
aði upphaflega undan illindum í
meltingarvegi. Tálsmenn Páfagarðs
segja að páfa líði vel og vilja þeir
hvorki staðfesta né neita fréttum,
sem birtust í ítalska útvarpinu um
að páfi hefði æxli í ristli.
Páfanum hafa borist kveðjur víðs-
vegar að úr heiminum og óskir um
Konur eiga það til að verða mjög
eyöslusamar rétt fyrir tíðir, segir í
nýútfcominni sfcýrslu frá Bretlandi.
í skýrslunni segir að verslunar-
ferðir kvenna á þessum tíma endi
Íðulega í táraflóði, kveinstöfum,
eftirsjá og rifrildi við maka.
Skýrsla þessi er gefin út af stofn-
un sem kalla mætti „Stofnun um
næringarráðgjöf fyrir konur“ (Wo-
men’s Nutritlonal Advisory Serv-
ke). Fram kemur í skýrsiunni að
hjá mörgum konum hafl fjárráð
og/eða peningaleysi lítil sem engin
áhrif i þessa óskynsamiegu pen-
ingaeyðslu síðustu dagana fyrir tfð-
ir.
í niðurstöðum könnunar, sem frá
er greint í skýrslu þessari, segir að
skjótan bata. Meðal þeirra, sem
sendu honum kveðjur í gær, var
Mehmet Ali Agca, tyrkneski byssu-
maðurinn sem reyndi að ráða páf-
ann af dögum árið 1981. Þá hafa
páfa einnig borist kveðjur frá Mik-
haíl Gorbatsjov, fyrrverandi forseta
Sovétríkjanna gömlu.
Kaþólskir menn um víða veröld
liggja nú á bæn og biðja fyrir heilsu
páfa. Tekið er til þess í fréttaskeytum
72% aðspurðra kvenna segist eyða
um efni fram stðustu daga fyrir tíð-
ir. „Einu sinni keypti ég bíl á þessu
tímabili tíðahríngsins og þegar ég
var orðin eðlileg aftur, trúði ég
varla eigin augum,“ sagði kona ein,
sem vitnað er í í skýrslunni. Önnur
sagði: „Ég fcaupi mikið af snyrti-
vörum og fatnaðl, en verst er þó
þegar ég hef látiö klippa mig þann-
ig að ég þarf að sjá eftir því svo
mánuðum skiptir.“
Af þeim, sem þátt tóku í könnun-
inni, voru 59% sem stóðust ekki
súkkulaði og sætindi, 54% sólund-
uðu peningum í fÖt, og 30% kvenn-
anna sóuðu penfngum í snyrtivörur
að eigin sögn. Fjórðungur þeirra
eyddi peningum í gjaflr.
Tæplega helmingur kvennanna
sögðust eyða um efni fram. Þessi
aukaflárútíát leiddu til flárfaags-
vandræða hjá 15%, en 16% sögðu
að eyöslusemin orsakaði deilur við
maka.
Loks er þess getíð að hin aufcnu
útgjöld, sem vart verður mánaðar-
lega í lífi kvennanna, valdi ómældrí
sektarkennd og þunglyndi. „111 eru
konur, sem skilja greiðslukortín og
ávísanaheftin eftir heima af ásettu
ráði á þessu tímabili, tii þess eins
aö þær geti ekki látið undan skyndi-
löngunum sínum,“ sagði Maryon
Stewart, sem er reyndur ráðgjafl og
stofnandi ofangreindrar stofnunar
(WNAS).
—Reuter/Krás.
að þar sé jafnt um fátæka bændur í
Póllandi að ræða sem skólabörn í
Bandaríkjunum.
Eins og áður segir vilja talsmenn
Páfagarðs ekkert segja um hvers eðl-
is veikindi páfa eru. Þeir segja að til-
kynning muni verða birt um það
síðar. Aftur á móti segja þeir að páfa
líði vel, friður sé með honum og
hann hlusti á messur milli rann-
sókna. Rannsóknirnar fólust m.a. í
röntgenmyndatöku og segulómun.
Getgátur eru uppi um að veikindi
páfa stafi af einhverjum samdrætti
eða þrengslum í þörmum, sem auð-
velt sé að laga. Til þess þyrfti páfi þó
að leggjast undir hnífinn. Navarro-
Valls, talsmaður páfa, hló og gerði
að gamni sínu við fréttamenn þegar
þeir reyndu að spyrja hann spjörun-
um úr. Hann sagðist ekki vilja vera
með óþarfa yfirlýsingar og bað
menn bíða rólega þar til niðurstöð-
ur rannsóknanna lægju fyrir. Na-
varro-Valls, sem er læknir að
mennt, vildi þó ekki neita því að
skurðaðgerðar væri þörf.
Jóhannes Páll páfi hefur þótt
heilsuhraustur, enda fyrrverandi
fjallgöngumaður. Hann náði sér
undraskjótt eftir banatilræðið, sem
honum var sýnt árið 1981, og til
þess var tekið er hann lagðist í
ferðalög áður en ár var liðið frá
morðtilræðinu.
Páfinn, sem er fyrsti páfi í 455 ár
sem ekki er ítalskur, þykir mjög víð-
förull. Þannig hefur hann ferðast til
meira en 100 landa í 55 ferðum frá
því að hann tók við embætti árið
1978. í síðasta mánuði fór hann til
Angóla og reyndi að stuðla þar að
friði.
—Reuter/Krás.
Jóhannes Páll II páfi.
Það er ekki tekið út með sæidinni að vera kona:
HÆTTIR TIL EYÐSLUSEMI
í LOK TÍÐAHRINGSINS!
JERÚSALEM — Yitzhak
Rabin tók formlega við emb-
ætti forsætisráðherra (sraels í
gær, og sagði við það tæki-
færi að hann væri bjartsýnn
og teldi sig geta bætt sam-
skipti við Bandaríkjamenn,
sem hann taldi bandamenn
ísraela.
Von er á utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, James Baker,
til ísraels næstkomandi
sunnudag. Það mun verða
fyrsta ferð hans þangað frá
því að friðarviðræður hófust
fyrir níu mánuðum. Þessar
viðræður voru að undirlagi
Bandaríkjamanna og þeim
nokkurt kappsmál.
SARAJEVO — Fulltrúar frið-
argæslusveita S.Þ. sökuðu
báða deiluaðila í Sarajevo um
að hafa brotið samninga um
vopnahlé. Nokkrum klukku-
stundum áður höfðu sprengj-
ur sprungið rétt við höfuð-
stöðvar þeirra í borginni. Leið-
togar stríðandi afla hafa sam-
þykkt að koma til Lundúna og
hitta Carrington lávarð að
málum. Carrington reynir að
miðla málum í umboði S.Þ.
Þing Júgóslavíu er tilbúið til
þess að skipa ameríska
miljónamæringinn Milan Panic
í embætti forsætisráðherra,
eftir að hann hafði heitið því
að binda enda á þjóðernis-
deilurnar í Bosníu og rjúfa
einangrun landsins á alþjóða-
vettvangi.
MOSKVA — Hermenn frá
Rússlandi og Georgíu, gráir
fyrir járnum, voru sendirtil
friðargæslustarfa í Suður-Os-
setíu í gær. Þetta er fyrsta að-
gerð sinnar tegundar til þess
að reyna að stöðva þjóðernis-
deilur í fyrrum Sovétríkjunum.
NEW YORK — Demókratar
hafa nú loks, eftir mánaða erj-
ur og ótta um að tapa eina
ferðina enn slagnum um
Hvíta húsið, blásið í herlúðra
og senda Bush forseta tóninn:
„Það verður ekki um annað
tækifæri að ræða fyrir þig og
hafðu það!“ segja þeir og eru
kokhraustir.
NAIROBI — Uppreisnar-
menn í Súdan segja að
stjórnarherinn hafi náð á sitt
vald höfuðstöðvum þeirra í
Torit, sem er bær í suðurhluta
landsins. Þeir sögðust hins
vegar vera að undirbúa um-
sátur um bæinn.
AÞENA — Mikil sprenging
varð fyrir utan fjármálaráðu-
neytið í miðborg Aþenu í gær.
Gríska útvarpið sagði að
a.m.k. einn maður hefði særst
alvarlega.
BAGDAD — Sérfræðingar á
sviði kjarnorkumála snéru aft-
ur til Bagdad í gær til þess að
Ijúka við eyðileggingu bygg-
ingar þar sem írakar hugðust
framleiða kjarnavopn. Sér-
fræðingarnir eru á vegum
S.Þ.
MANILA — Eldfjallið Pinatu-
bo á Filippseyjum gaus í gær-
dag eftir að hafa legið í dvala
í um 10 mánuði. Gosiö var lít-
ið, en þó dreifðist aska um
næriiggjandi héruð. Jarðfræð-
ingar segja að hvorki hafi orð-
ið manntjón né eignatjón.