Tíminn - 28.07.1992, Síða 1

Tíminn - 28.07.1992, Síða 1
Þriðjudagur 28. júlí 1992 137. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Alls 67 vildu kaupa nær milljarð í ríkisbréfum á fyrsta útboðinu en ekki fengu allir sem vildu: Gengið að helmingi tilboða í ríkisbréf „Ljóst er að með útboðunum á sér stað umtalsverð sala, þótt ekki sé enn sem komið er hægt að draga ályktun um að útboðin feli í sér hreina viðbót á sölu ríkisverðbréfa þegar iitið er til heils árs.“ Þetta segir í Hagtölum Seðlabankans, sem í júlíhefti fjallar um niðurstöð- una af tveim fyrstu útboðum ríkisverðbréfa, sem voru í júnímánuði, og um nýjan samning á milli fjármálaráðuneytis og Seðlabanka um lánafyrírgreiðslu. „í þeim tveim útboðum ríkisverð- bréfa sem farið hafa fram, hafa vextir bréfanna verið í eðlilegu samhengi við fyrirliggjandi skammtímavexti, og leiddu því ekki til vaxtahækkun- ar,“ segir Seðlabankinn. Er tilboð voru opnuð eftir fyrsta útboð á 6 mánaða ríkisbréfum, þann 10. júní sl„ kom í ljós að 67 höfðu sent inn til- boð í bréf upp á samtals rúmlega 980 milljónir króna. Aðeins kringum helmingi tilboðanna var tekið, eða 32 tilboðum í bréf að fjárhæð rúmlega 500 milljónir kr. samtals. Stór hluti tilboðanna kom frá verðbréfafyrir- tækjum. Meðalávöxtun samþykktra tilboðavar 11,49%. Lægsta samþykkt ávöxtunarkrafa var 10,86% en sú hæsta 12%, þ.e. ákveðið var að taka ekki tilboðum yfir því marki. Að mati Seðlabankans bendir þessi niður- staða til þess að útboðin myndu ekki hafa í för með sér neina vaxtahækk- un. Enda fór það svo að ávöxtunar- krafan lækkaði heldur í 2. útboðinu sem fór fram undir lok júní. Alls barst þá 71 tilboð að fjárhæð um 930 m.kr., hvar af ríkissjóður hafði skuldbundið sig til að selja fyrir um 500 m.kr. Tek- ið var tilboðum frá 47 aðilum að fjár- hæð 550 m.kr. Meðalávöxtun var 11,35%. Engu tilboði yfir 11,49% var tekið. Þriðja útboðið fer fram nú í þessari viku, þ.e. 29. júlí. Samkvæmt framangreindum samn- ingi verður frá ársbyrjun 1993 lokað fyrir yfirdrátt ríkissjóðs í Seðlabank- anum. Á viðskiptareikningi ríkissjóðs í bankanum skal vera innistæða til að mæta sveiflum frá degi til dags og skal bankinn fylgjast með stöðunni á reikningnum. Frá ársbyrjun 1994 hættir Seðlabankinn síðan að kaupa ný bréf beint af ríkissjóði. Bankinn mun hins vegar, bæði sem viðskipta- vaki og með aðgerðum á eftirmark- aði, leitast við að tryggja virkni og greiðslugetu markaðarins til að taka við hæfilegum útboðum ríkisbréfa við jafnvægisvöxtum. Samningur fjármálaráðuneytis og Seðlabanka gerir ráð fyrir hraðri lækkun á skuldum ríkisins í Seðla- banka. Heildarskuld ríkissjóðs í bankanum má ekki vera hærri en 3 milljarðar á næsta ári. Hún á síðan að lækka um 1 milljarð á ári. Frá ársbyrjun 1996 verður Seðlabanka óheimilt að veita Ekki er Askja dauð úr öllum æðum: Stöðugt landsig og breyti- legir hverir á Öskjusvæði Eysteinn TVyggvason, jarðfræðing- ur hjá Norrænu eldfjallastöðinni, hefur undanfarna 10 daga unnið við landmælingar við Öskju. Stöð- ugt landsig hefur verið á svæðinu undanfarin 10 ár og segir Eysteinn að land á þessum slóðum lækki um u.þ.b. 5 sm á ári. „Við vitum ekkert til hvers þetta bendir," segir Eysteinn. Land reis hratt á þessum slóðum upp úr 1970 þegar mælingar hófust fyrst. Síðan varð hlé á mælingum þar til um 1983, en þá kom í Ijós að Iandið var farið að lækka. Síðan hefur svæðið sigið jafnt og þétt. „Það er hálfein- hæft að fá alltaf sömu niðurstöður. Við erum eiginlega að bíða eftir því að landið fari að rísa aftur, en við förum hingað árlega.“ Eysteinn er á ferð við annan mann ísland sigr- aði Brasilíu íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik sigraði lið Brasilíu 19- 18 f leik liðanna á Ólympíuleik- unum f gær. í hálfleik var staðan 10-10 og var leikurinn afar jafn allan tfm- ann. Júlíus Jónasson skoraði flest mörk íslendinga eða sex og næstflest mörk skoraði Héöinn COsson eða fjögur. —GKG. og hafa þeir verið við mælingar síð- astliðna tíu daga. Hallamælt er milli fastmerkja á allmörgum stöðum og út frá því er reiknað hversu mikið landið sígur. Nýjasta tækni, sk. GPS- mælingar, hefur lítið verið notuð á þessum slóðum. Eysteinn segir að mikill jarðhiti sé umhverfis Öskjuvatn og þar rýkur Verkalýðsfélag Austur-Húnvetninga hefur boðað til verkfalls 14. sept- ember nk., í upphafi sláturtfðar, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Miðlunartillaga sátta- semjara var kolfelld í félaginu og lítið hefur orðið úr samningafund- um eftir það. Upphaflega var boðað til verkfalls í félaginu 13. júlí sl„ en að sögn Valdi- mars Guðmannssonar, formanns fé- lagsins, var því frestað um tvo mán- uði, aðallega til að það kæmi ekki niður á sumarvinnu unglinga. Valdi- mar segir að góð samstaða hafi verið í stjórn og trúnaðarmannaráði fé- lagsins um þessar aðgerðir. Vinnuveitendasambandið hefur mikið upp úr jörðinni og miklir gufustrókar og síbreytilegir komið upp, en það telur Eysteinn í sam- ræmi við náttúru þessara svæða. Áætlað er að leiðangri þeirra félaga Ijúki um miðjavikuna, en leiðinlegt veður undanfarið hefur tafið fyrir. Mælingar eru helst ekki fram- kvæmdar nema í góðu veðri. -BS verið í viðræðum við vinnuveitend- ur á staðnum, en lítið hefur verið rætt við verkalýðsfélagið. Farið var fram á hækkun á desemberuppbót og gert hefur verið óformlegt sam- komulag við nokkra vinnuveitendur á staðnum um það, en það hefur ekki gengið yfir heildina. Valdimar segir að stefna félagsins hafi verið að láta þá lægstlaunuðu hafa meiri hækkanir og hina ekki neitt, eða á svipuðum nótum og samnið var við leikskólann á Blöndósi, sem frægt er orðið. Það hafi gengið upp og launa- tölva bæjarins ráðið við það, þó svo að margir haldi því fram að slíkt sé óframkvæmanlegt. -BS Verkalýðsfélag A-Húnvetninga boðar til verkfalls í haust: Verður slátur- tíðinni slátrað? ríkissjóði eða öðrum opinberum aðil- um lán. Útboð ríkisverðbréfa eru liður í því að uppfylla lánsfjárþörf ríkissjóðs á innlendum lánsfjármarkaði utan Seðlabanka. Hagtölurnar gera sam- anburð á því hvernig sala ríkisverð- bréfa hefur gengið á fyrra misseri ár- anna 1990,1991 og 1992. í ljós kemur að sala á fyrri helmingi þessa árs er ekki mjög frábrugðin sölu á sama árshelmingi fyrir tveim árum. Nettósala í ár er um 6.750 m.kr., sem er um einum milljarði meiri en árið 1990. Fyrri helming síðasta árs (1991) varð nettóniðurstaðan hins vegar neikvæð, þ.e. bréf voru innleyst fyrir 690 m.kr. hærri upphæð en sölunni nam. Um þetta ár segir Seðlabank- inn: ,Árið 1991 var á margan hátt óvenjulegt, þar sem þá voru kosning- ar, væntingar um efnahagsbata drógu að líkindum úr spamaði og húsbréf komu þá á markaðinn af fullum þunga, en tilkoma þeirra hefur að öll- um líkindum dregið úr sölu ríkis- verðbréfa." í ár sýnist hins vegar Seðlabanka stefna í tiltölulega gott jafnvægi á peningamarkaði, eins og 1990. Um 6.750 milljóna kr. nettósala ríkisverð- bréfa á fyrri helmingi þessa árs skipt- ist í grófum dráttum þannig að ríkis- víxlar voru seldir fyrir 4,1 milljarð, sala spariskírteina umfram innlausn var rúmlega 1,1 milljarður, sala í framangreindum útboðum um einn milljarður kr. og ríkisbréf með breyti- legum vöxtum um hálfur milljarður. Tímamynd GTK Hátíðisdagar hestafólks Eyfirskir hestamenn hittust á Melgeröismelum um helgina og auk þess að leiöa saman hesta sína skemmti fólk sér á ýms- an hátt annan og hér geysist ein blómarósin, þátttakandi í pokahlaupi, fram. Blaðsíður 7-8.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.