Tíminn - 28.07.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.07.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 28. júlí 1992 Vestnorræna kvennaþingið á Egilsstöðum: Hvalir, sel- ir og konur Óskar H. Gunnarsson, formaður Mjólkurdagsnefndar, afhendir Bergljótu vinninginn. Þorsteinn Berg- mann stendur við hlið hennar og í fangi hans er Hörður Daði. Verðlaunin í „Mjólkurleik“ Mjólkurdagsnefndar: Bergljót fer í sigl- ingu um Karíbahafið Hvalvei&ar eru meðal þess sem tekið verður fyrir á Vestnorræna kvenna- þinginu á Egilsstöðum dagana 20.- 23. ágúst Að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur, framkvæmdastjóra þingsins, ætlar grænlensk kona, Amalia Jessen að nafni, að ræða um hafið og lífríki þess. Þá mun hún einnig koma inn á sela- og hvalaveiði og hvemig sjávarafurðir em nýttar. „Það er alveg ljóst að bæði Græn- lendingum og Færeyingum er hætt á að halda áfram veiðum á þessum skepnum. Þeir vilja nú útskýra fyrir þjóðum heims að þeir verði að fá að nýta þessa afúrð sem þeir hafa hingað til lifað á, annars væru þessar þjóðir ekki til,“ segir Guðrún. Hún segir jafnframt færeysku kon- umar benda á að þjóðin hefði ekki fengið C-vítamín nema úr selnum en hjá okkur hafi þetta ekki verið jafnstór hluti þjóðarframleiðslunnar. „Samúðin er meira með Grænlend- ingum en Færeyingum og íslending- um og þetta þurfum við allt að ræða,“ segir Guðrún. 230 íslenskar konur hafa skráð þátttöku sína á Vestnorræna kvenna- þingið, 64 færeyskar og 50-60 græn- lenskar. „Þetta em alls ekki bara frammá- konur sem koma, því áhugi hefur ver- ið fýrir því að fá konur sem vinna við fiskiðnað. Það er nú einu sinni hafið sem sameinar okkur," segir Guðrún Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri þingsins. Grænlensku konurnar ætla að halda fundi sín á milli meðan á þing- inu stendur þar eð þetta er fyrsta tækifærið sem þeim gefst til að hittast sökum mikilla fjarlægða á Grænlandi. „Nú náum við að kynnast sem er mjög mikilvægt og þá sérstaklega að Eldur kom upp í skrifstofu hót- elstjórans á Hótel Esju við Suður- landsbraut að kvöldi föstudags. Sjálfvlrkt slökkvikerfí hótelsins gerði viðvart um eldinn og tók það siökkviliðið aðeins skamma stund að ráða niðuriögum hans. (Jrðu færeyskar og íslenskar konur kynnist systmm sínum á Grænlandi," segir Guðrún. „Við vitum sáralítið um Grænland og emm alltaf að spurja fá- ránlegra spuminga. Þær hugsa mjög svipað og við varðandi alla kvennabar- áttu.“ Komið verður inn á fiskiðnaðinn á þinginu en Guðrún segir lítið hafa breyst hvað hann varðar í hinum löndunum tveimur miðað við það sem átt hefur sér stað hér á landi. „Við emm með konur í lykilstöðum í Hafrannsóknastofnum og sjávarút- vegsráðuneytinu, sem hafa menntað sig til þessara starfa. Það er mun minna um það í hinum löndunum að þær geti haft áhrif, þannig að við ætl- um að skiptast á reynsiu varðandi þetta mál,“ segir Guðrún. „Síðan ræð- um við hvernig við getum undirbúið okkur saman undir næsta norræna kvennaþing, sem verður í Abo í Finn- landi sumarið 1994.“ Færeyingar og Grænlendingar verða með áheyrnarfulltrúa þar, en ekki fullgilda aðild. Brögð hafa verið að því að þessar þjóðir séu ekki taldar með þegar hin Norðurlöndin vinna að ákveðnum verkefnum eins og Nor- ræna jafnlaunaverkefninu og aðstöðu gamalla kvenna á Norðurlöndunum. „Fulltrúi Dana skoðar bara Dan- mörku en gleymir þessum tveimur löndum og það eru svona hlutir sem við viljum að lagist í Norðurlanda- samstarfinu," segir Guðrún. Það verða ekki stöðug fundahöld meðan á þinginu stendur heldur verð- ur einnig boðið upp á grænlenskan trommudans, færeyskan hringdans og ýmislegt annað til skemmtunar. Þær Kristbjörg Keld og Edda Heiðrún Backmann sjá um menningardag- skrána fyrir hönd íslenskra kvenna. —GKG. því ekki miklar skemmdir á skrif- stofunni. Thlið er að um íkveikju hafi ver- ið aö ræða. Enginn hefur verið yf- irheyrður vegna þessa ennþá en málið er í rannsókn. —GKG. Bergijót Þorsteinsdóttir og fjöl- skylda hennar hlutu skemmtisigl- ingu um Karíbahafið í verðlaun í „Mjólkurleik" Mjólkurdagsnefndar. Þáttakendum var gert að svara spurningunni „Með hverju finnst „Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að heimilt skuli að skila aðflutn- ingsskýrslum á öðrum eyðublöðum en þeim sem fáanleg eru hjá toil- stjórum og ríkistollstjóra, svo fremi þau eyðublöð uppfylli öll skil- yrði um form.“ Svo segir í bréfi sem fjármálaraðherra hefur sent Verslunarráði Islands. „Vissulega fögnum við þessum áfanga," segir Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, „en þetta er alls ekki það sem við höfum verið aö tala um. Þetta er í raun bara plástur á þér mjólkin best?“ 40.000 svör bár- ust í keppnina og var dregið um vinninga þann 30. júní sl. Einnig voru 500 aukavinningar dregnir út en það voru mjólkur- glasasett og innkaupatuðra. sárið. Við teljum að tollyfirvöld eigi að skaffa þessi eyðublöð." Stefán segir að þetta sé svipað því, að ef ein- hver þyrfti að gefa lögregluskýrslu, þá yrði hann látinn borga fyrir skýrsluna. Deilur vegna þessa máls komu upp í september á síðasta ári, en þá var gjaldtöku af tollskýrslueyðu- blöðum fyrst mótmælt. Innfiytjend- ur vöru hafa síöan þurft að greiða 50 kr. fyrir hvert eyðublað hjá tollstjóra og ekki verið leyft að nota eigin eyðublöð. „Verslunarráð fagnar því að fjár- Þeim sem ekki hefur borist bréf með upplýsingum um hvar þeir geta sótt vinningana sína geta hringt í síma 91-691600. málaráðuneytið hafi fallist á sjónar- mið ráðsins í þessu máli,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðinu, „og létt álögum af atvinnulífinu og neytend- um, sem endanlega bera slík gjöld í hækkuðu vöruverði." Þá segir í til- kynningunni að innflytjendur geti nú látið prenta sín eigin eyðublöð fyrir margfalt minna verð en toll- stjórar hafa innheimt. Einnig að Verslunarráð er reiðubúið að veita aðstoð þeim innflytjendum sem vilja prenta slík eyðubíöð sjálfir. -BS Eldur í skrifstofu á Hótel Esju: Grunur um íkveikju —GKG. Fjármálaráðuneytið: Innflytjendur vöru mega nú nota eigin eyðublöð Fundnir sekir um vanræksiu í starfi: Úrslit íslandsmeistarakeppninnar í Sandspyrnu: TVEIMUR DOMURUM VEITT ÁMINNING Enn einn sigur Arna Kópssonar Valtýr Sigurðsson héraðsdómari, íslandsmeistarakeppnin í sand- Þorsteinn A. Jónsson skrifstofustjóri. spymu var haldin við Sauðarkrók og Þórunn Guðmundsdóttir. Tillög- þann 25. júh' sl. og stóðu Bflaklúbb- ur nefndarinnar eiga að liggja fyrir í ur Skagafjarðar og Kvartmfluklúbb- lok nóvember á árinu. —GKG. urinn að keppninni. Fengu far með ókunnugum ökumanni: Ökumaður drukkinn undir stýri Dómsstjóri Reykjaness hefur veitt tveimur dómurum í Hafnar- firði, sem nú starfa við héraðsdóm Reykjaness, aivarlega áminningu fyrir embættisfærslu sína í fram- haldi af athugun sem dómsmála- ráðuneytið lét gera á embættis- færslu þeirra í síðasta mánuði. Dómurunum er gert að sök að hafa með töfum á meðferð og af- greiðslu mála gerst sekir um van- rækslu í dómarastarfi og var því veitt áminning skv. heimild í 2. mgr. 8. gr. laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði nr. 92/1989. Dómsmálaráðherra hefur nú skipað nefnd til að gera tillögur að nýjum reglum um eftirlit með störf- um dómara og um úrræði ef dómari gerist sekur um vanrækslu eða ann- að það sem telst valda því að hann geti ekki rækt starf sitt. í þeirri nefnd sitja þau Ingibjörg Benediktsdóttir héraðsdómari. Há- kon Árnason hæstaréttarlögmaður. Að kvöldi laugardags fékk par nokk- urt far með ókunnugum manni. Þau stigu upp í bflinn á Hverfisgöt- unni og var forinni heitiö upp í Breiðholt Fljótlega hætti þeim að lítast á ökumanninn og báðu hann að stoppa til að hleypa sér út en ekki hlýddi maðurinn. Þess í stað ók hann sem leið lá austur alla Miklu- braut án þess svo mikið sem að blása úr nös. Ökuferðin endaði á því að ökumaðurinn missti vald á ökutæk- inu inn við Reykjanesbraut. Það hentist yfir umferðaeyju og rétt slapp við að lenda á ljósastaur. Að lokum stöðvaðist það utan við ak- braut og í þá mund kom lögreglu- maður að og gat hugað að farþegum og ökumanni. Merkilegt nokk þá sakaði engan en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. —GKG. Árni Kópsson bætti við sig enn ein- um titlinum og sigraði í keppni á út- búnum jeppurn og setti jafnframt Is- landsmet, 4,228 sek. í keppni á „standard" jeppum sigr- aði Þorsteinn Einarsson. í keppni á sérsmíðuðum fólksbfium sigraði Sig- urjón Haraldsson og á „standard“ fólksbfium Tryggvi Óli Þorfinnsson. Gunnlaugur Emilsson sigraði í flokki útbúinna fólksbfia og setti ís- landsmet, 4,757 sek., og í krosshjóla- flokki sigraði Kristján Victorsson. í mótorhjólaflokki sigraði Jón Kr. Gunnarsson og setti nýtt íslandsmet, 4,569, og í opnum flokki var það Benedikt Valtýsson sem sigraði. Sverrir Þór Einarsson setti nýtt brautarmet, 3,676 sek., en náði ekki að staðfesta það sem nýtt íslandsmet. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.