Tíminn - 28.07.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.07.1992, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 28. júlí 1992 Tíminn 3 Umsögn Islenskrar verslunar um breyt- inguá lögum um tolla og vörugjald vegna EES-samnings: Vörugjaldió stríðir gegn markmiðum EES-samnings „Samtökin vara alvarlega við áformum um toilheimtu í formi vörugjalda og telja í raun að frum- varpið stríði í grundvallaratriðum gegn markmiðum um fijálst og hindrunarlaust vöruflæði innan EB/EES. Þá er mikil hætta á því að álagning vörugjalda með þessum hætti muni gera vöruverð hér á landi ósamkeppnishæft og muni stuðla að flutningi verslunar frá ís- landi til annarra landa þar sem vörugjöld eru ekki lögð á. Við teljum því að leita verði ann- arra leiða og bendum á fækkun und- anþága frá virðisaukaskatti til að mæta tekjuöflun frumvarpsins að upphæð 2.405 milljónir." Þetta segir í niðurstöðu samtak- anna íslensk verslun í umsögn um lagafrumvarp um breytingu á tolla- lögum og lögum um vörugjald, sem fram er komið vegna samningsins um EES, sem á að tryggja að álagn- ing gjalda á vörur frá ríkjum EES verði í samræmi við ákvæði samn- ingsins um hindrunarlaus viðskipti milli landanna. Að íslenskri verslun standa Félag ísl. stórkaupmanna, Kaupmannasamtökin og Bflgreina- sambandið. Samtökin hafa hitt og þetta við frumvarpið að athuga og umsögnin hlýtur að veikja vonir þeirra, sem voru famir að hlakka til þess að EES-samningur mundi færa okkur stórum lægra vöruverð. Auk þess sem stefnt sé að víðtækari inn- heimtu vörugjalda en þekkst haft hingað til, sé gert ráð fyrir víðtækari innheimtu verðjöfnunartolla á inn- flutt matvæli. Samtökin lýsa sig afar ósátt við stóraukna töku vörugjalds. Sam- kvæmt frumvarpinu fjölgi gjald- flokkum úr tveim og upp í sex. Og gjaldhlutfallið verði frá 7,5% upp í 37,5%. í dag sé það annað hvort 11,25% eða 31,25%. Samtökin telja að svo umfangsmikil innheimta vörugjalds, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, stríði gegn markmiðum samningsins (sbr. 3. og 10 gr.) um bann við álagningu tolla og annarra gjalda sem hafa samsvarandi áhrif. Líta verði á fyrirhugaða innheimtu vörugjalda sem ígildi tolla. Jöfnunartollamir mundu lfka valda hækkun á matvömverði að mati íslenskrar verslunar. Með frumvarpinu sé gert ráð fyrir víð- tækari heimild til álagningar verð- jöfnunartolla á matvæli. Þessir toll- ar séu bæði flóknir og torveldi tollaf- greiðslu. Lækkun ytri tolla í 7,5% segir ís- lensk verslun of lítið og mælir með að þeir verði ekki yfir 5%. Auk þess sem háir ytri tollar komi f veg fyrir hagkvæm viðskipti við lönd utan EES, séu settar enn frekari skorður á innflutning matvæla frá löndum utan svæðisins með reglum um um- búðamerkingar. Skuldbindingu samningsaðila, samkvæmt bókun 10, um að ein- falda tolleftirlit og vömflutninga telja samtökin aftur á móti fram- faraspor. Samkvæmt bókuninni eiga samningsaðilar að taka upp slembi- athugun við vömskoðun til lands- ins. - HEI Páll Líndal ráðuneytis- stjori Páll Lfndal, ráðuneytisstjóri um- hverfisráðuneytisins, varð bráð- kvaddur að heimili sínu sl. laugar- dagsmorgun. Páll fæddist 9. des. 1924 í Reykja- vík. Hann varð stúdent frá MR og cand. jur. frá HÍ 1949, héraðsdóms- lögmaður í júlí 1951 og hæstaréttar- lögmaður í des. 1961. Páll Líndal starfaði hjá Reykjavík- urborg frá 1951 til 1977, lengst af sem borgarlögmaður, og gegndi jafn- framt fjölda trunaðarstarfa tengdum borgarmálum, bridsmálum og sveit- arstjómarmálum bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Þannig var hann um árabil formaður Sambands ísl. sveitarfélaga. Hann var einnig af- kastamikill rithöfundur og sérlega fróður um sögu Reykjavíkur og gerði henni skil í mörgum bóka sinna. Páll Líndal starfaði að því að undir- búa stofnun umhverfisráðuneytisins og stjómaði því frá stofnun þess 23. febrúar 1990 til dauðadags. Páll hafði latinri Páll Líndal. beðist lausnar frá störfum fyrir ald- urs sakir frá og með 1. ágúst nk. —sá F.v. Hallfríður Ólafsdóttir, Guðríður St. Sigurðardóttir, Ármann Helgason og Þórunn Guðmundsdóttir. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Þriðjudagstónleikar í kvöld verða haldnir þríðjudags- tónleikar í Listasafni Siguijóns 01- afssonar og hefjast þeir klukkan 20.30. Fram koma þau Ármann Helga- son klarinettuleikari, Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari, Hall- fríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þómnn Guðmundsdóttir söng- kona. Flutt verða verk eftir Maurice Ra- vel, Aaron Copland, Pierre Paubon, Louis Spohr, Jacques Ibert og Frank Martin. Tónleikamir standa í um það bil eina klukkustund og í efri sal safns- ins er jafnframt sýning á æskuverk- um Sigurjóns Ólafssonar. -BS sem s\*r í gegnj í fullum 9an9 14kaupstaður 2. hæð ímjódd A1IKLIG4RÐUR MARKAÐUR VIÐ SUND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.