Tíminn - 28.07.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.07.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 28. júlí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Síml: 686300. Auglýsingaslmi: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Einkavæðing á villigötum í þeirri einkavæðingaráráttu, sem fámennir öfga- hópar í Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki hafa nú blásið til, er því oft haldið fram að þátttaka ríkisins í atvinnulífi hér á landi sé meiri og víðtækari en ger- ist í nágrannalöndum okkar. Því er alls ekki svo farið, heldur hafa bein afskipti og þátttaka ríkisvalds í atvinnurekstri hér á landi lengst af verið óveruleg og farið minnkandi. í flest- um Evrópulöndum eru ítök ríkisins í atvinnurekstri mikil. Mörg fyrirtæki eru alfarið í eigu viðkomandi ríkis og starfa á sviðum, sem aldrei hefur hvarflað að mönnum að íslenska ríkið ætti að hasla sér völl á. Gildir þetta bæði um smærri og stærri ríki Evrópu á borð við Þýskaland og Frakkland, án þess að menn hyggi þar á miklar breytingar í bráð eða lengd. Nægir þar að nefna flugfélög, sem oftar en ekki eru að hluta til eða alfarið í eigu hins opinbera. Það er afar sjaldgæft að meginhluti flugfélaga einstakra þjóðlanda í Evrópu sé alfarið í eigu einkaaðila, líkt og hér tíðkast. Stór hluti annarrar flutningastarf- semi er iðulega í höndum ríkisins, t.d. járnbrautir, rútuferðir og þess háttar, auk olíu og gasvinnslu. Tryggingafélög og bankar eru annað dæmi um at- vinnurekstur þar sem ríkisvald í Evrópu hefur hasl- að sér völl með virkri þátttöku á markaði. Er starf- semi ríkisins á þeim vettvangi yfirleitt talin bæði ríki og neytendum til hagsbóta. Því til viðbótar eru ríkisstjórnir með hönd í bagga í hergagnaiðnaði, sem leggur ríflegan skerf til þjóðarframleiðslu þess- ara landa. Víða eru ríkisfýrirtæki stór á sviði raf- einda- og tölvubúnaðar. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru til menn hér á landi, sem hrópa að brýnast sé að ríkið dragi sig hvarvetna út úr íslensku atvinnulífi og öll afskipti ríkisins geti aðeins verið af hinu vonda. Vissulega er engin ástæða til þess fyrir ríkisvaldið að vera í atvinnurekstri, sem heppilegra er að fela einstaklingum eða samtökum þeirra. En þá skiptir meginmáli hvort verið er að afhenda þeim aðstöðu til einokunar og fákeppni til að maka krókinn á, eða hvort er verið að afhenda þeim fyrirtæki í sam- keppni við önnur. Ríkisstjórnin hefur tekið þann pól í hæðina að réttlætanlegt sé fýrir ríkið — og í raun bráðnauðsynlegt — að losa sig við eigur sínar, ein- vörðungu til þess að þjóna duttlungum fámennra öfgahópa, sem hafa náð lengra í íslensku samfélagi nú en dæmi hafa verið til áður. Skiptir þá ekki meg- inmáli á hvaða verði þessar eignir eru seldar. Mark- miðið um einkavæðinguna er í fýrsta sæti. Áður fýrr var álitið að íslensku samfélagi stafaði mest hætta af fámennum öfgahópum á vinstri væng stjórnmálanna. Það kemur hins vegar á daginn nú að hægri öfgamenn hafa náð lengra í íslenskum stjórnmálum en vinstri hópana dreymdi nokkurn- tíma um. Alþingismönnum er mikill vandi á höndum aö greiða at- kvæði um samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði, en á sum- arþingi, sem hefst upp úr miðj- um næsta mánuði, á að taka málið fyrir og er ætlun ríkis- stjórnarinnar að ljúka því fyrir fyrsta nóvember og þá á þann veg að samningurinn verði stað- festur og bundinn í lögum. En það er ekki einasta að þing- menn verði að taka afstöðu til hvort staðfesta eigi samninginn og gerast þannig aðili að EES, heldur er uppi vandamál sem erfitt ætlar að reynast að komast til botns í og hvort það er vanda- mál eða ekkert mál. Deilur snú- ast um hvort EES- samningur- inn standist stjórnarskrá eða hvort breyta þarf grunnlögum lýðveldisins til að Alþingi sam- þykki aðild íslands að EES eða Er stj ómarskráin lögleg? hvort þar verður um ólöglegan gjörning að ræða. Dramatískar álitsgerðir Vel metnir lögfræðingar með lærdóms- og starfstitla, sem sjálfkrafa mundu gera þá að standspersónum í háborgara- legu Ibsenleikriti, gefa út hverja yfirlýsinguna af annarri um hvort EES-samningurinn stand- ist stjórnarskrána eða ekki. Há- lærðir refjamenn, doktorar, pró- fessorar, hæstaréttardómarar og guð má vita hvað skila álitsgerð- um um málið, ýmist sem fjölefli í nefndum eða sem einstaklingar, ef hægt er að tala svo persónulega um prófessora og doktora og alheimsdómara í Strassborg eða ráðgjafa í alþjóðalögfræði hjá Sameinuðu þjóðunum. Eins og allir þeir vita, sem eru að strita við að skilja ekki neitt í EES-samningi upp á fjórtán þúsund blaðsíður eða túlkunum hinna lærðu á hinum ýmsu og misvísandi hliðum stjórnlaga og hvernig túlka beri stjórnar- skrána, eru álitsgerðirnar og leiðbeiningarnar svo misvísandi að stundum flögrar að manni efi um hvort mennirnir eru að tala um sömu stjómarskrána eða sama samningsuppkastið sem samningamenn Evrópubanda- lagsins og Fríverslunarbanda- lags Evrópu hafa sett stafi sína við og eru grundvöllurinn að Evrópsku efnahagssvæði. Rétt er að benda á að enginn kærir sig um að heyra neitt um álit þeirra lögfróðu um hvort þeir telji æskilegt að ísland ger- ist aðili að EES eða ekki, aðeins hvort samningurinn eins og hann liggur fyrir og Alþingi þarf að taka afstöðu til er löglegur samkvæmt stjórnarskránni, eða hvort breyta þarf henni til að mögulegt verði fyrir íslendinga að gerast aðilar að þessari sam- vinnu Evrópuríkja með lögform- legum hætti. Sljóleiki Þegar ein nefnd dómara, pró- fessora og doktora gefur út álits- gerð um hvernig túlka beri stjómarskrána í þessu tilliti eða einn og einn lögmaður með titil úr leikriti eftir Ibsen segir manni klárt og kvitt að Alþingi hafi fullkomlega góða heimild til að samþykkja EES- samninginn eða að Alþingi brjóti stjómlög ef samkundan samþykkir, fylgist maður með. En þegar hvert fræðilegt álitið rekur annað og allar skoðanir orðnar þvers og kruss, sækir efi að mörgum þeim sem sáu allt þetta í ským ljósi áður. Þessi prófessor í stjórnlagafræði segir þetta og annar prófessor í þjóð- arrétti segir hitt og fyrr en varir em ólærðir hættir að skilja hvað er stjórnarskrá eða stjórnskip- unarlög yfirleitt, hver eru lög í landi og að hvaða leyti er lög- gjafrnn bundinn af alþjóðlegum samþykktum, sem lýðveldið ís- land er aðili að. Hefðbundin stjómar- skrárbrot Hæstaréttardómari og fyrr- verandi lagaprófessor telur að það sé allt í lagi fyrir þingmenn að samþykkja samninginn sem er tilefni sumarþingsins, þar sem hann standist stjórnar- skrána. Ef hins vegar færi svo að einhver ákvæði í stjórnarskrá og samningi stangist á, er það allt í keiinu, því íslendingar em þegar aðilar að mörgum samningum, sérstaklega þeim sem snerta norræna samvinnu, sem eru brot á stjórnarskránni ef betur er að gáð. Svona eiga sýslumenn að vera! Ef farið er að brjóta stjórnarskrána á annað borð, er komin hefð á að hún sé mark- laust plagg og þá má samþykkja lög, sem brjóta í bága við hana, aftur og aftur. Það er ekki ónýtt fyrir þing- menn að fá svona veganesti þeg- ar verið er að etja þeim út á refil- stigu lagasetninga, sem enginn vegur er að fá skýr svör við hvort verða lög eða ólög. Engin furða þótt það vefjist fyrir mönnum hvernig land skal byggja. Brotlegir ráðherrar Lagaskýringar svipaðs eðlis koma úr fleiri áttum. Ein er sú að fjármálaráðherrar hafi hver af öðrum brotið landslög og virt ákvæði stjórnarskrárinnar að engu með því að samþykkja aukafjárveitingar. Með því hafi þeir gerst fjölþreifnari um lands- sjóðinn en lög leyfa. Sumir lenda í tugthúsi fyrir svona sakir, en þar sem ráðherrar eru ábyrgðarlausir hefur saksóknurum ekki þótt taka því að amast við svona ráðslagi. En núverandi húsbændur í stjórnarráðinu benda á að þar sem þessi lögbrot hafi verið leyfð og Sighvatur vitnar í 41. grein, þar sem segir að ekkert gjald megi reiða af hendi, nema heim- ild sé til þess í fjárlögum eða aukafjárlögum. í krafti þess að þessi grein er margbrotin er því haldið fram að hefð sé komin á að stjórnarskrá- in sé ekki haldin og ef það er allt í himnalagi að brjóta 41. grein- ina, því þarf þá að virða hinar 80? Deilan um það hvað stjórn- skipunarlög segja um sveigjan- leika til að túlka viðamikla samninga um fjölþjóðlegt sam- starf er komin á það stig að Ibsen þætti ekki sæmandi að láta dokt- ora sína og prófessora sprella i slíkum farsa, enda ekki neinum áhorfendum upp á það bjóðandi. Ef stjórnarskrá Lýðveldisins íslands er eitthvert allragagn, sem hægt er að teygja og toga undir vilja og óskhyggju hvers og eins, er sjálfsagt að endur- skoða hana og koma einhverju skikki á plaggið. Ef stjórnarskrá- in aftur á móti er marktæk og brúkleg eins og hún er, ættu menn að geta komið sér saman um hvað stendur í henni og hegðað sér samkvæmt því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.