Tíminn - 28.07.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.07.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. júlí 1992 Timinn 5 Dr. George Carey, erkibiskup af Canterbury, segir aö framlög safnaöanna til kirkjunnar veröi aö hækka til aö bæta upp tapiö af fasteignaviöskiptunum. Botninn dottinn úr fasteignabraski ensku biskupakirkjunnar: millj ón punda tap Söfnuðir um allt England hafa heyrt ákall kirkjufeðra um að láta ekki við það sitja eingöngu að heita kirkjunni staðfastri trú, heldur líka fé. Prestar í kirkjum landsins hafa borið fram þetta ákall í þann mund sem söfnunar- diskurinn er látinn ganga við messur. En enska biskupa- kirkjan þarfnast margra fleyti- fullra söfnunardiska til að fylla upp í 500 milljón punda gat í fasteignasjóðum sínum. Kirkjunnar menn vita að þeir þarfnast meiri peninga til að leysa fjárhagsvandræði sín. Á almennri prestastefnu nú nýlega sagði dr. George Carey erkibiskup að söfn- uðirnir yrðu að leggja meira af mörkum til kirkjunnar. „Biðjið um lítið og þið fáið lítið," sagði erki- biskupinn og tók undir áskorunina um að safnaðarmeðlimir legðu fram stærri hluta tekna sinna, kannski allt að 10% — hina biblíu- legu tíund — til kirkju sinnar. Fasteignabrask kirkj- unnar hófst um miðj- an síðasta áratug Aðalpersónan í sögu misheppn- aðra fasteignaviðskipta kirkjunnar er Michael Hutchings, sem stýrði fasteignaviðskiptadeild stjómar- nefndar kirkjunnar þar til hann sagði upp störfum á síðastliðnu ári. Sem slíkur hafði hann með höndum yfirstjórn á braskkenndri útþenslu á fasteignamarkaði, sem stjórnin hóf um miðjan síðasta áratug. Fáir kirkjunnar menn þekktu Hutchings þó að hann ætti að gæta hagsmuna þeirra. Það gerðu ekki heldur margir stjómarmann- anna sem hann vann fyrir. Þó að sagt sé að hann sé félagslyndur og glaðlegur, var hann sömuleiðis ókunnur í te- og kökuhópunum. The Church Times hafði aldrei heyrt hann nefndan. „Þetta er ein- hver sem hefur aldrei verið í hlað- borðssamkvæmislífinu," segir einn af starfsliðinu. „Við þekkjum fjöldann allan af stjómarmönnum kirkjunnar og hæst settu starfs- mönnum þeirra. Hutchings er án alls efa leyndardómsfullur maður.“ Margir velta nú fyrir sér hver hann eiginlega sé og hvemig það megi vera að manni með enga þekkingu á viðskiptum, reynslu af kaupsýslu eða fasteignamarkaði skuli hafa verið treyst fyrir um- sýslu stórs hluta auðæfa kirkjunn- ar. Skjótur frami dular- fulls manns Hutchings gekk í þjónustu stjórnarinnar 1971, þá 24 ára. Það var hans fyrsta starf eftir að hann lauk háskólanámi. Eftir að hann hafði unnið í eitt ár í sóknarpresta- deildinni fluttist hann yfir í eigna- deildina 1972. Þar vann hann síð- an og klifraði hægt og bítandi upp mannvirðingastigann. Árið 1986 hafði hann unnið sig upp í að verða skipaður yfirmaður viðskiptaeignadeildarinnar. Þar var hann, að sögn Davids Male, eins nefndarmanna í eignanefnd stjórnarinnar, „ríkjandi afl í því hvernig rekin vom mál kirkju- eigna“. Háttsettir starfsmenn stjómar- innar segja að frami hans hafi byggst á því áliti að hann væri „mjög fær og greindur maður". Það var vissulega réttlætingin á skjótum frama hans. Einn þeirra afar fáu kirkjunnar manna, sem raunverulega hittu Hutchings, segir: „Þegar hann var þar var okk- ur sagt að hann væri eins og snið- inn fyrir starfið. Hann væri svo næmur, rökvís og byggi yfir svo mikilli alhliða þekkingu." Hann bætir því við að Hutchings sé „lífleg og framtakssöm mann- gerð“. Þéttur á velli og 180 cm hár hafi hann verið „maður sem tekið væri eftir í mannsafnaði. Hann var engin grámygluleg mús.“ Aðrir staðfesta að Hutchings hafi verið „mjög sjálfsöruggur" og átt það til að vera ögrandi. Hann var líka sagður vel efnaður. Haft er eftir einhverjum sem var hnútum kunnugur að hann hafi átt talsverðar eignir sjálfur og haft reynslu af fasteignamarkaðsbraski. Sá bætir því við að Hutchings hafi litið á eignaumsýsluna á vegum kirkjustjómarinnar sem beint framhald af umsýslu eigin eigna. Hins vegar gefur piparsveinaíbúð- in sem Hutchings hefur búið í síð- an seint á árinu 1982 varla til kynna að þar sé á ferð auðugur maður. Heimilisfangið í West End í London er að vísu glæsilegt og leynir því sem í reynd er lítil og fremur óræstileg íbúð á annarri hæð, beint fyrir ofan verslun. Naut ekki álits fasteignasala í heimi eignaumsýslu, þar sem eins milljarðs sterlingspunda eign- ir kirkjunnar veita henni mikil áhrif, var vissulega ekki litið svo á Að utan að Hutchings væri snjall kaup- sýslumaður. „Hann naut þess að neyta góðs matar og góðra vína,“ segir einn fasteignasalanna sem unnu með honum. „Hann var sér- lundaður maður." Þetta sérlyndi gaf fljótlega tilefni til sögusagna. Hutchings var flug- hræddur, svo að þegar hann hófst handa við að koma upp eignum á kirkjunnar vegum í Ameríku sigldi hann yfir Atlantshafið með Queen Elizabeth 2, og yfir meginlandið fór hann síðan á bíl eða með áætl- unarbfi. Á undan sendi hann einn kassa eða tvo með eðalvíni — Chateau Margaux á 50 pund flask- an var í sérstöku uppáhaldi. Honum þótti svo gaman að ferð- ast með QE2, að hann var vanur að hafa samband við áhrifamikla vini til að tryggja að hann næði skip- inu. Einu sinni hafði hann tafist í New York og kom ekki niður á hafnarbakka fyrr en skipið hafði leyst landfestar. Hutchings krafðist þess að skipið yrði stöðvað. Þegar embættismenn við höfnina létu það sem vind um eyrun þjóta, nefndi hann nafn kunningja, Sir Nigels Broackes, stjórnarformanns Trafalgar House, eiganda skipsins, og QE2 var óðar stöðvað. Braskkennd fast- eignaviðskipti urðu að fótakefli En þrátt fyrir íburðarmikla lifn- aðarhætti Hutchings og voldug sambönd, gagnaði það lítið til að bæta frammistöðuna við fjárfest- ingar á eignum kirkjustjórnarinn- ar þegar hún ákvað 1986 að taka peninga að láni til að leggja í braskkennd fasteignaviðskipti. „Maður skyldi ætla að þeir væru mjög gamaldags og íhaldssamir. í reyndinni voru þeir mjög ágengir," segir einn fasteignasalinn. Frá árinu 1987 hefúr kirkjan lagt út í 18 byggingarævintýri án þess að hafa áður tryggt sér leigjendur. Heildarkostnaður er 474 milljónir sterlingspunda. Sums staðar hefur tekist ákaflega vel til eins og t.d. Metro Centre í Gateshead. „Sú framkvæmd var fjármögnuð með lánum til að tryggja að kirkju- stjómin fengi skattafrádrátt. Það var á svæði sem ætlað var til upp- byggingar fyrirtækja. Metro Centre var framúrskarandi vel heppnuð framkvæmd," segir Hutchings. Hann segir kirkju- stjómina hafa grætt vel á henni. En í langflestum tilfellum hafa byggingarframkvæmdirnar ekki skilað þeim ágóða sem þeim var ætlað. Sex þeirra hafa verið seldar með 22 milljón punda tapi miðað við kostnað og þær 12 sem eftir em eru nú aðeins 208 milljón sterlingspunda virði. Táp af þessu tagi hefur átt sinn þátt í því að verðgildi eigna kirkjunnar hefúr rýrnað um 500 milljónir sterlings- punda á undanförnum tveim ár- um. Stjómað af vanhæfí Margir þeirra sem starfa í eigna- umsýslugeiranum álíta að eignum kirkjunnar hafi verið stjórnað af vanhæfi. „Það er augljóst að þeir hafa ekki haft mikið vit á því sem þeir vom að gera,“ segir einn þeirra sem átti í viðskiptum við Hutchings. „Þeir virtust fara ósköp barnalega að öllu sem þeir gerðu, eins og þeir byggjust við að guð kæmi þeim til hjálpar." Sir Douglas Lovelock, einn stjórnarmanna, vill benda á að miklu verr hafi farið fyrir mörgum öðrum byggingarfyrirtækjum. „Sjáið bara fyrirtæki eins og Olympia & York,“ segir hann. „Þau hafa öll tapað miklu meira en við. Okkur hefur gengið mjög vel. Það er ekki hægt að tala um að höfúð- stóllinn okkar hafi rýrnað án þess að taka fram að höfuðstóll allra hafi rýrnað." Engu að síður em augljós merki þess að stjórnarmennirnir sjálfir vom orðnir vansælir fyrir a.m.k. ári. Sumar fjárfestingar Hutchings urðu sífellt fáránlegri. 1990 t.d. varði hann 250.000 pundum til að kaupa hluta af hollensku fyrirtæki þar sem engin velta var fyrir hendi en áætlanir uppi um að stunda fasteignaviðskipti í austurhluta Evrópu. í maí á síðasta ári fór Hutchings úr stöðu sinni eftir að eignanefnd- in hafði fyrirskipað stöðvun á öll- um nýjum byggingarframkvæmd- um. „Mitt svið var að stunda bygg- ingarframkvæmdir. Mér var ljóst að það stóð ekki til að standa í fleiri slíkum framkvæmdum.“ Síðan hafa stjómarmenn breytt um fjárfestingaraðferð og höndla nú með verðbréf. Þeir leggja nú meiri áherslu á auknar tekjur en að auka höfuðstólinn. Þetta eru tímabundnar ráðstafanir en eru ekki fullnægjandi til að fleyta þeim yfir mögm árin sem framundan em. Áætlað er að kostnaður fari fram úr tekjum næstu þrjú árin a.m.k., og þurrausi því sem næst 15 millj- ón punda varasjóðinn. Kirkjan þarfnast hvers einasta pennís af tíundinni sem erkibiskupinn hef- ur farið fram á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.