Tíminn - 06.08.1992, Page 3

Tíminn - 06.08.1992, Page 3
Fimmtudagur 6. ágúst 1992 Tíminn 3 Nokkuð borið á að fólk hafi reynt að leysa greiðsluerfiðleika með útgáfu ávísanaraða fram í tímann: Neyða lögmenn fólk til að brjóta lögin? Þess munu dæmi að lögmenn hvetji skuldara til þess, eða jafnvel krefjistþess af þeim, að þeir gerist brotlegir við hegningarlögin með því að gefa út keðjur ávísana marga mánuði eða jafnvel á annað ár fram í tímann. Frá þessu segir Guðbjörn Jónsson í nýútkomnu riti sínu „Fjármál heimilanna“. En þar fjallar hann m.a. um og varar fólk eindregið við slíkum ávísanakeðjum. „Látið aldrei hafa ykkur út í að gefa út innstæðulausa ávísun. Hvorki til lögmanna eða annarra aðila. Ef lögmenn fara fram á slíkt skuluð þið tafarlaust tilkynna það til Lögmannafélagsins eða Neytendasamtakanna.“ Guðbjöm segir nokkuð hafa borið á því að fólk hafi reynt að leysa greiðsluerfiðleika sína með útgáfu á röð ávísana fram í tímann, jafnvel upp í nokkuð á annað ár. Þetta sé stórhættulegt athæfi, sem enginn ætti að leyfa sér að gera. „Því þetta er alvarlegt brot á reglum um ávísanaviðskipti, auk þess sem þetta er brot á hegningarlögum, flokkast sem auðgunarbrot." Flestir sem uppvísir verði að svona athæfi segist gera þetta til þess að reyna að leysa kröfumál hjá lög- mönnum. „Ekki er hér lagður dómur á hvort þessar afsakanir fólksins eru alltaf réttar, en dæmi eru um slíkL Sé svo að öll tilgreind tilfelli séu rétt, er hér um verulega alvarleg brot að ræða, þar sem menn, menntaðir til að viðhalda og virða lög landsins, gerast hvatamenn og sökunautar í slíkum brotum sem að framan grein- ir. Þetta er þvílíkt alvörumál að ég teldi fulla þörf á opinberri rannsókn á þessu, til þess annaðhvort að sýkna lögmenn af þessum áburði eða leiða í ljós umfang þessa atferlis og stöðva það.“ Guðbjöm segir það m.a.s. hafa kom- ið fyrir að lögmaður hafí höfðað mál vegna þess að ekki var til innstæða fyrir ávísun á tilgreindum tíma. Þeg- ar svo er sé lögmaðurinn kominn með tvöfalda innheimtu á sömu skuldinni, því upphaflega krafan sé ekki kvittuð út fyrr en allar greiðslur hafi skilað sér og ávísunin hafi verið gefin út sem greiðsla inn á kröfuna. Hann bendir sömuleiðis á að dómur vegna slíkra brota sé annars eðlis en dómur vegna innheimtukrafna og geti varðað sektum eða fangelsun, þar sem um brot á hegningarlögum sé að ræða. Dómur vegna vanskila geti hins vegar ekki endað verr en með gjaldþroti. - HEI Samskiptasamningur Háskóla íslands og Minnesotaháskóla endurnýjaður: Nemenda- og kennara- skipti um 10 ára bil Um þessar mundir eru tíu ár Iiðin síðan Háskóli íslands hóf form- legt samstarf við Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum. Árið 1982 undirrituðu þáverandi rektorar beggja skólanna samkomulag um gagnkvæm kennara- og stúdentaskipti og var samningurinn endur- nýjaður árið 1987 Samstarfssamningur Minnesota- háskóla og Háskóla íslands verður formlega endurnýjaður til næstu fimm ára í dag, 6. ágúst, í Skólabæ. Þar undirritar Sveinbjörn Björns- son háskólarektor samninginn að viðstöddum gestum. Samstarf Minnesotaháskóla og Há- skóla íslands felur í sér samvinnu á sviði stúdentaskipta, kennaraskipta og rannsókna. Stúdentaskiptin fela í sér að áriega auglýsir Háskóli ís- lands eftir umsækjendum um styrk til vetrarlangrar námsdvalar við Minnesotaháskóla, en skólinn fellir niður námsgjöld fyrir viðkomandi stúdent auk þess sem honum er veittur framfærslustyrkur úr Minn- ingarsjóði Valdimars Björnssonar í Minnesota. Á sama hátt velur Minnesotahá- skóli námsmann til dvalar hér á landi til þess að stunda íslensku- nám í boði Háskóla íslands sem sér viðkomandi fyrir húsnæði og hefur auk þess á undanförnum árum lagt til framfærslustyrk. Einnig hafa kennarar við þessa tvo háskóla dval- ist í lengri eða skemmri tíma við kennslu og fræðistörf á íslandi og í Minnesota. Tengsl íslenskra námsmanna við Minnesotaháskóla eiga sér þó mun lengri sögu en þau tíu ár sem ofan- greindur samningur hefur verið í gildi. Frá því að seinni heimsstyrj- öld lauk hafa hátt á annað hundrað íslendingar stundað nám við Min- nesotaháskóla. Hvatamaður þessara samskipta íslenskra námsmanna við Minnesotaháskóla var íslend- ingurinn Valdimar Björnsson fjár- málastjóri Minnesotafylkis til margra ára. Valdimar var fæddur og uppalinn í Minnesota en lét sig miklu varða málefni íslenskra námsmanna og greiddi götu margra sem. þangað leituðu til náms. Eftir Iát hans var minning Valdimars Björnssonar heiðruð með því að nefna styrktar- sjóð íslenskra námsmanna eftir honum. Sjóðurinn er fjármagnaður með frjálsum framlögum velunnara íslands og veitir, eins og áður er sagt, íslenskum námsmanni styrk til uppihalds í tengslum við náms- dvöl við Minnesotaháskóla. Samstarfssamningur Minnesota- háskóla og Háskóla íslands hefur einnig leitt til samvinnu á sviði landafræði og jarðfræði. Nú er í annað sinn haldið sumarnámskeið fyrir nemendur þessara fræða við báða háskólana. Námskeiðið er nú haldið í Minnesota þar sem sjö ís- lenskir stúdentar eru þátttakendur og verður á næsta ári haldið hér á landi. Samningurinn við Minnesotahá- skóla var sá fyrsti sinnar tegundar sem gerður var milli Háskóla ís- lands og eriends háskóla. Á þeim áratug sem síðan er liðinn hafa lið- lega 50 samstarfssamningar milli Háskóla íslands og erlendra háskóla víða um heim tekið gildi og með hverju ári fer þátttaka Háskóla ís- lands í alþjóðlegu samstarfi vax- andi. —Fréttatilk. Sýningum a „Börnum náttúrunnar“ fer fækkandi Sýningum á kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, „Börn náttúr- unnar“, fer nú fækkandi. Myndin hefur verið sýnd samfleytt í eitt ár á íslandi, en engin íslensk kvik- mynd hefur verið sýnd svo lengi áður hérlendis. Börn náttúrunnar hefur fengið fjölmargar viðurkenningar og leikarar og aðrir aðstandendur myndarinnar hafa fengið mikið Iof fyrir frammistöðu sína. Þekkt- asta viðurkenningin er útnefning til óskarsverðlauna sem besta er- lenda kvikmyndin á árinu 1991. Myndin hefur auk þess verið sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíð- um. í Stjörnubíói í Reykjavík, þar sem myndin er sýnd, hefúr verið opnuð sýning á þeim viðurkenn- ingum sem myndin hefur hlotið. í haust hefjast sýningar á myndinni víða erlendis m.a. í Japan, íran, Þýskalandi, Danmörku og Sví- þjóð. -EÓ Happdrætti Hjartaverndar: Verðmæti vinninga 9 milljónir króna Árlegt happdrætti Hjartaverndar er nú hafið með útsendingu á gíró- miðum til kvenna eins og undanfar- in ár. Öllum ágóða happdrættisins verður varið til reksturs Rannsókn- arstöðvar Hjartaverndar. Niðurstöður rannsókna stöðvar- innar hafa birst í fjölmörgum rit- um, greinum og fyrirlestrum bæði hér á landi og erlendis, þá hafa ýms- ir sérfræðingar vitnað í þessar rannsóknaniðurstöður. Rannsóknir Hjartaverndar gegnum árin eru því gífurlega mikils virði og að sjálf- sögðu kostar þetta rannsóknar- og fræðslustarf mikið fé og því er nú vonast eftir að happdrættið fái sömu góðu viðtökur og undanfarin ár. Vinningar að þessu sinni eru alls 15 og er hæsti vinningurinn 1,5 millj. til húsnæðiskaupa. Að auki tveir hálfrar millj. kr. vinningar til hús- næðiskaupa, tvær bifreiðar 1,4 og 1,1 millj. kr. og 10 vinningar til bif- reiðakaupa hver að verðmæti 400 þús. kr. Verð miða er aðeins 600 kr., þriðja árið í röð, og dregið verður 9. októ- ber nk. Leiðrétting frá Lyfjaeftirliti: Enginn þurfti að borga meira en kostnaðarverð Guðrún Eyjólfsdóttir hjá Lyfjaeftir- liti ríkisins hafði samband við Tím- ann til að leiðrétta alvarlegan mis- skilning sem fram kom í frétt um verðlagningu lyfja í blaðinu í gær. Sá misskilningur fólst í því að sagt var að á meðan lyf voru seld gegn „fastagjaldi" (almennt 850 kr.) hafi fólk oft greitt meira en það sem lyfin kostuðu. Hið rétta er, að sögn Guð- rúnar, að í eldra greiðslukerfi borg- aði fólk aldrei meira en 850 kr. fyrir lyf, en heldur aldrei meira en það verð sem iyf kostaði. Fyrir 200 kr. lyf þurfti því enginn að borga meira en 200 krónur. Þetta breytir því hins vegar ekki að: „greiðsluþátttaka sjúklinga mun í um 85% af öllum lyfjaávísunum ým- ist lækka eða standa í stað“, eins og orðrétt segir í fréttabréfi ASÍ, sem vitnað var til í blaðinu í gær. - HEI Þetta línurit í fréttabréfi ASÍ varð síður en svo til þess að slá á þann leiða misskilning blaðamanns aö eldri lyfjareglu- gerð hafi almennt gert ráð fyrir 850 kr. fastagjaldi fyrir lyf — einnig fyrir lyf sem kostuðu jafnvel innan við helming þeirr- ar upphæðar. Sá misskilningur er vonandi hér meö úr sög- unni. Breyting á greiðsluþátttöku sjúklinga og íjöldi lyfjaávísana cftir vcrði lyfsins Heiniikl: NcCncWilil um aukið I lyfjadrei'uigti. Apnl 1902

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.