Tíminn - 02.09.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.09.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. september 1992 Tíminn 5 Auðunn Bragi Sveinsson: HVAÐ ER ORÐIÐ UM SKÁLHOLTSSKÓLA? Á haustdögum 1972 tók til starfa skóli hér á landi, er var nýjung í skólakerfínu og mjög var fagnað og mikið um talað. Hér var um að ræða skóla í líkingu við þá, sem lengi hafa tíðkast á Norður- löndum og víðar og nefnast á dönsku folkehojskoler, en á sænsku folkhögskolar. Skólinn í Skálholti hét upphaflega Lýðháskólinn í Skálholti og var rekinn af þjóðkirkjunni. Forstöðumaður var ráðinn, séra Heimir Steinsson. Hafði hann búið sig kostgæfilega undir þetta vandasama starf, lengst við lýð- háskóla í Haslev f Danmörku. Miklar vonir voru bundnar við þessa skólastofnun. Hún var, eins og fyrr sagði, nýjung hér, þó að til hefðu verið skólar hérlendis snemma á öldinni, sem höfðu á stefnuskrá sinni að feta í fótspor norrænna lýðháskóla, en átt við erfiðleika að stríða: fátækt, mis- skilning og mótþróa. Þetta var svo nýtt hjá okkur. Skólar sem ekki höfðu próf að höfuðmark- miði, líkt og þeir sem getið hefur verið, gátu ekki verið til mikils nýtir. Við erum slíkir bókstafs- þrælar, íslendingar, að engu lagi er líkt. Við viljum hafa pappír upp á alla hluti. Lýðháskólinn í Skálholti fór vel af stað, þrátt fyrir fátækleg ytri skilyrði. Kennt var í bráðabirgða- húsnæði hinn fyrsta starfsvetur. Stúlkum varð að koma fyrir í besta herberginu heima á staðn- um. Skólarektorinn fórnaði þannig ágætu húsnæði fyrir skól- ann, sem ætlað var sem skrifstofa hans. Á efri hæð var þeim, sem þetta ritar, komið fyrir í rúm- góðu herbergi. Ég var ráðinn nánasti starfskraftur rektorsins, en það embættisheiti fékk hann fljótlega eftir að hann tók við embætti sínu. Við lögðum mikið á okkur til að skólastarfið gengi sem best og árekstraminnst, en skólastarf er afar viðkvæmt, eins og kunnugt er. Þrátt fyrir, að ég yrði ekki mosavaxinn í starfi þarna, verður því ekki neitað, að við Heimir lögðum grunn að starfi lýðháskóla hér á landi, þó vitanlega hann fyrst og fremst. Þetta segi ég, vegna þess að mér sýnist að nú sé þetta starf að engu orðið. Ég kem að því síðar í grein þessari. Vert er að halda því á loft, að Heimir stýrði Skálholtsskóla, en það nafn hlaut hann 1978, í ára- tug, allt til þess tíma að hann var skipaður þjóðgarðsvörður og prestur á Þingvöllum. Festa var í starfinu meðan hann réði rfkjum þarna. Síra Heimir hefur gert glögga grein fyrir starfi skólans nefndan tíma. Kona Heimis á áreiðanlega stóran hlut að því, hversu starf skólans gekk snurðulaust. Hún var matráðs- kona og vakin og sofin við að sinna nemendum. Mér er þetta vel kunnugt, bæði af persónuleg- um kynnum og umsögnum fólks, sem ég hefi talað við. Ég hefi glaðst af viðgangi Skál- holtsskóla. Mér þótti vænt um, að hugsjón Grundtvigs, hins danska hugsjónamanns, skyldi hafa numið land hér, í alvörul En nú kemur aðalinntak þessa greinarkorns. Ég legg yfirleitt ekki í vana minn að vera margorður. Stað- reyndir læt ég tala sínu máli. Hvað er Skálholtsskóli að verða? Hefur sú starfsemi, sem í upphafi var ætlað að skólastofnun þessi ætti að þjóna, verið gefin upp á bátinn? Undanfarin ár hefur ekki starfað skóli fyrir ungmenni á þessum fræga stað, heldur hafa námskeið alls konar fyrir kirkj- unnar þjóna verið þar haldin. Ný- lega hefur nýr rektor verið skip- aður við Skálholtsskóla, og heitir hann Kristján Valur Ingólfsson, áður sóknarprestur að Grenjað- arstað í Suður-Þingeyjarsýslu. Vafalaust vel ráðið. í viðtali við hinn nýja rektor í Skálholti, sem birtist í hefti Víð- förla, febrúar 1992, víkur hann að nýjum lögum fýrir skólann, sem munu senn sjá dagsins Ijós. Þar mun lagt til að skólinn starfi í lengri og skemmri námskeið- um, námsstefnum, kyrrðardög- um o.þ.h., en ekki sem níu mán- aða lýðháskóli (leturbreyting mín, A.B.S.). Þarna kom það. Lýðháskólahugsjónin sem sagt lögð fyrir róða. Kirkjan á þennan stað, það er rétt. En lýðháskóli á þar að vera! Tillaga mín er sú, að lýðháskólinn starfi þarna áfram og í þeim húsakynnum sem hon- um voru ætluð, en kirkjan sem slík byggi yfir sína starfsemi sér- stök hús, aðskilin. Geti hins veg- ar lýðháskóli og kirkjuleg starf- semi ekki unnið saman þarna, ætti að finna skólanum annan stað. Lýðháskóla verðum við að eiga, helst fleiri en einnl Þjóð, sem vill teljast menningarþjóð, má ekki láta þá skömm um sig spyrjast út, að hún hafi ei ráð á að reka einn frjálsan skólal í aug- um annarra Norðurlandaþjóða yrðum við þá enn minni en við erum í dag. Þegar samtökin „Tjörnin lifi“ birtu ávarp sitt, breytti þáverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson, því í „Tjörnin lengi Iifil“. Ég lýk þessu með því að skrifa: „Lýðháskólinn lengi lifil" Höfundur er fyrrum konnarl vlð Lýö- hðskólann I Skilholti og slnnir nú rlt- störfum. Frá Skálholti. Einar Vilhjálmsson: UM FRELSIÐ Á tímum þegar trúðar leika ógætilega með fjöregg þjóðarinnar er sjálfstæðinu hætt. Þá er nauðsynlegt að lesa ræður og greinar þeirra stjómmála- og embættismanna sem báru lýðveldishug- sjónina til sigurs 1944. Þessar tilvitnanir í mál þeirra eiga erindi við okkur f dag og sýna að sjálfstæðisbaráttunni lýkur aldrei. Það var rík þjóð, sem átti þvflíka syni á örlagatímum, og okkur ber að halda á lofti merki þeirra. 1. desember 1940 flutti Ólafur Thors ræðu af svölum Alþingis- hússins og fer hér á eftir upphaf máls hans: „í upphafi hófu forfeður vorir hér landnám vegna þess, að svo rík var frelsisþrá þeirra, að þeir kusu fremur að yfirgefa ætt og 66- al og leita hingað norður en lúta drottinvaldi annarra, kúgun eða ofbeldi. Hver sá, er kynnir sér sögu ís- lands, mun komast að raun um, að án þjóðfrelsis geta íslendingar eigi daífnað, fremur en gróður jarðar án yls og sólar." Síðar í ræðunni segir: „... að án frelsis hafa íslendingar aldrei not- ið gleði né atgervis. Frá smáþjóð- unum hefur heiminum hlotnast fegurstu og mestu listaverkin." í ræðu, sem Bjarni Benediktsson flutti á ÞingvöIIum 18. júní 1943, sagði hann: ,Á síðustu tímum eru sumir menn farnir að kalla alla lífsbar- áttu þjóðarinnar sjálfstæðisbar- áttu hennar. Um þetta væri ekki nema allt gott að segja, ef það væri gert til að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi þessarar baráttu, en í þess stað sýnist það beinlínis gert til að villa þjóðinni sýn. Draga hug hennar frá hinni eiginlegu sjálfstæðisbaráttu, fá hana til að trúa, að stjómskipulegt sjálfstæði sé algert aukaatriði sjálfstæðis- málsins, heldur séu það allt önn- ur málefni, sem þar hafi mesta þýðingu. En hvert er þá hið rétta eðli sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar? Hún er hliðstæð baráttu ánauðugs manns fyrir að fá fullt frelsi og mannréttindi. Sá, sem í ánauð er, heldur lífi og limum, þrátt fyrir ánauð sína. Hann getur haft nóg að bíta og brenna. Og vel má vera, að honum líði allt eins vel eða betur en sumum frjálsum mönn- um. Þrátt fyrir það unir enginn, sem einhver manndómur er í blóð borinn, þvf að vera í ánauð. Hann finnur og veit, að ánauðin skerðir manngildi hans og er ósamboðin hverjum manni. Og vert er að hafa í huga, að ófrjáls maður er ekki einungis háður eigin veikleika, heldur og veikleika þess, sem með mál hans fer. Fyrri hluta ársins 1941 kom upp nokkur ágreiningur um, hvort rifta ætti sambandslögunum þá þegar og stofna lýðveldi eða una ætti enn um sinn við bráðabirgða- skipan þá, sem á var. Kom þá í Ijós, að einstaka lög- fræðingar vildu lítið um málið segja, en sögðust ekki geta „ábyrgst", að riftunarréttur á sam- bandslögunum væri fyrir hendi. Nú er það svo, að hið síðasta af öllu sem góður lögfræðingur ger- ir, er að „ábyrgjast" um úrslit máls. Þegar leitað er álits lögfræðinga á vandasömu máli, biður þá enginn skyni gæddur maður um „ábyrgð", heldur rökstudda grein- argerð fyrir skoðun þeirra.“ í ræðu, sem Jóhann Hafstein flutti á fundi Heimdallar í nóvem- ber 1939, sagði hann meðal ann- ars: „Kjörorð sjálfstæðisstefnunnar er: „ísland fyrir íslendinga". Af tveimur ástæðum gerist þörf að minnast þess framar öðru: 1. Gæfuleysi sumra íslendinga er svo mikið, að þeir hafa ekk i skil- ið kall fósturjarðar sinnar, en gjörst háðir erlendu pólitísku valdi. 2. öll þjóðartilvera íslendinga veltur á því, að inntak þessara orða sé ekki skert og eigum vér því allt undir að varðveita gildi þeirra. íslendingum má nú í dag vera ljósara en nokkru sinni fyrr, hvers virði hin óháða þjóðartilvera og óskerta sjálfstæði er.“ í afmælisriti Heimdallar 16. febrúar 1937 ritar Torfi Hjartarson meðal annars: „Verslunin hefur sumpart verið einokuð og sumpart heft í fjötra lögþvingaðs söluskipulags. Skoð- anafrelsi manna hefur verið traðk- að stórlega. Er svo komið, að margir skirrast við að láta í Ijós skoðanir sínar, séu þær andstæðar valdhöfunum, vegna ótta við atvinnusviptingu eða aðrar hefndir, og að ung- menni, sem eru andstæð valdhöf- unum í skoðunum, eru beitt kúg- un og jafnvel brottrekstri í sum- um skólum landsins. Ákæruvaldinu hefur verið beitt hlutdrægt — svo að heita má að borgararnir búi við tvennskonar rétt, eftir því í hvaða flokki þeir eru, fylgismenn valdhafanna við vemdarrétt, en andstæðingarnir við refsirétL Alþingi hefur viljandi eða óvilj- andi fengið handhöfum ffam- kvæmdavaldsins miklu rýmri heimildir til að skipa högum manna með reglugerðum og stjómarráðstöfunum, en nokkurt hóf sé í og stundum gengið svo langt í þessu, að ákveðið hefur verið með lögum að reglugerðir settar af ráðherra, skyldu gilda sem lög og ráðherra heimilað að breyta lögum settum af Alþingi, með reglugerðarákvæðum. Loks má nefna, að síðustu árin hefur ríkisstjórnin hrifsað til sín mikið af fjárveitingavaldi Alþingis. — Sem dæmi þessa má enn nefna, að með iögum og reglu- gerðum hefúr ráðhemim og ýmis- konar nefndum, oft misjaftilega skipuðum, verið fengið í hendur vald til þess að skera úr margskon- ar ágreiningi með eða án rök- studds úrskurðar. Loks má geta þess, að nýlega hef- ur vald hæstaréttar verið skert og vald dómsmálaráðherra yfir rétt- inum aukið að sama skapi."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.