Tíminn - 18.09.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.09.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 18. september 1992 Hll Flokksstarf ísfirðingar — Félagsfundur Fundur verður hjá Framsóknarfélagi Isfirðinga fimmtudaginn 17. september kl. 20.30. Mætum 011 vel og stundvlslega. Stjómln. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmasambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi eropin mánudaga og miövikudaga kl. 17.00-19.00, slmi 43222. K.F.R. Kópavogur Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna 1 Kópavogi, verður haldinn að Digranesvegi 12 fimmtudaginn 24. sept- ember kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Inntaka nýrra félaga. Gestur fundarins verður Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi for- maöur SUF. Kaffiveitingar. Stjómln. Siv HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir eftir starfsmanni til að annast skjalavörslu. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun og reynslu á þessu sviði. Ætlunin er að hefjast handa við tölvufærslu skjalasafns og því nauðsynlegt að umsækjendur hafi tölvukunnáttu. Launakjör í samræmi við kjarasamninga opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fýrri störf sendist Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116,150 Reykjavík, eigi síðaren 10. október. Reykjavík, 15. september 1992. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þtirfa að vera vélrítaðar. -----------------------\ if Eiginkona min og móöir okkar Magnhildur Indriðadóttir frá Drumboddsstöðum Bergholti, Biskupstungum andaðist 16. september. Sveinn Kristjánsson og böm j r 'í Elskulegi faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi Guðlaugur Eyjólfsson tYrrverandi kaupfélagsstjórf Aiftahólum 2, Reykjavfk lést á heimili slnu 16. september. Þorbjörg Guðlaugsdóttir Sigurður Guðlaugsson Magna Baldursdóttir Ingólfur Guðlaugsson Rannveig L. Pétursdóttlr Jón G. Guðlaugsson Lára Jónsdóttir Bárður Guðlaugsson Guðný Elnarsdóttir barnaböm og bamabarnabörn _____________________________________________________________/ Ákall um hjálp! Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational vilja vekja athygíi þína á þeim mannréttindabrotum, sem sagt er frá hér að neðan, og vona að þú sjáir þér fært að skrifa bréf til hjálpar fórnarlömbum þeirra. Þú getur lagt fram þinn skerf til þess að samviskufangi verði látinn laus eða að pyndingum verði hætt. Boðskapur þinn getur fært fórnar- lömbum „mannshvarfa" frelsi. Þú getur komið í veg fyrir aftöku. Fóm- arlömbin em mörg og mannrétt- indabrotin margvísleg, en hvert bréf skiptir máli. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings því fólki sem hér er sagt frá, og krefst ein- ungis undirskriftar þinnar. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kort- um með því að hringja eða koma á skrifstofu samtakanna að Hafnar- stræti 15, virka daga frá kl. 16-18 í síma 16940, eða senda okkur línu í pósthólf 618,121 Reykjavík. Suður-Afríka Tsepo Lengwati var félagi í Afríska þjóðarráðinu og fyrrverandi fangi á Robbineyju. Hann var skotinn til bana að morgni 28. janúar 1992, meðan hann var í haldi lögreglu í þorpi suður af Jóhannesarborg. Hann virðist hafa verið fómarlamb tilræðis, sem lögreglan átti þátt í. Tsepo Lengwati var einn sjö gmn- aðra um aðild að ráni þar sem lög- regluþjónn lét lífið. Fjórir af hinum sjö hafa síðan látist við gmnsamleg- ar aðstæður. Nóttina áður en Tsepo Lengwati lést var hann færður úr klefa sínum af nokkmm lögreglu- þjónum og hettuklæddum mönnum og honum misþyrmt. Næsta dag lagði hann fram kæm á hendur lög- reglunni. Hann var aftur færður úr klefa sínum næstu nótt og sam- kvæmt framburði lögreglunnar skaut vopnaður maður á hann í lög- reglubíl í Sharpeville. Lögreglan kvaðst hafa svarað skotárásinni, en byssumaðurinn hafi sloppið. Við skoðun líksins kom í ljós að Tsepo Lengwati var með skotsár um allan líkamann, en enginn annar í lög- reglubílnum virðist hafa særst og engin lögreglurannsókn virðist hafa verið gerð á drápinu. Síðastliðin tvö ár hafa margir félag- ar Afríska þjóðarráðsins og skyldra samtaka orðið fórnarlömb árása og tilræða, sem öryggislögreglan hefur verið bendluð við. í maí 1992 birti dagblaðið Weekly Mail í Jóhannesar- borg ný sönnunargögn um net leynilegra stöðva, sem notaðar em af lögreglu til að yfirheyra fólk og ráða menn til að standa að tilræðum og öðmm ofbeldisverkum gegn stuðningsmönnum Afríska þjóðar- ráðsins. Þetta hefur aukið gmn- semdir um að lögreglan hafi annað- hvort myrt Tsepo Lengwati eða tengist því á annan hátt. • Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf á ensku og farið fram á að gerð verði opinber og hlutlaus rannsókn á kringumstæðunum við dauða Tse- po Lengwati og að hinir seku verði leiddir fyrir rétt, t.d. á þessa leið: Your Excellency, I wish to draw your attention to the case of Tsepo Lengwati, an African National Congress member and former Robbin Island prisoner. He was shot dead in the early hours of January 28, 1992, while in the cu- stody of police officers from Vander- bijlpark. He appears to have been the victim of targeted assassination in which the police were involved. I call for an open and independent judicial inquiry into the circumst- ances surrounding the death of Tse- po Lengwati and that those res- ponsible be brought to justice. Skrifið til: President RW.de Klerk State President’s Office Tsepo Lengwati. Private Bag X83 Pretoria 0001 South Africa Kólumbía Félagar í hinni sjálfstæðu mann- réttindahreyfingu (CREDHOS), sem starfar í borginni Barranca- bermeja í hinu stríðshrjáða héraði Magdalena Medio, hafa í auknum mæli orðið fómarlömb mannrétt- indabrota sérsveita hersins. Þrír félagar CREDHOS hafa þegar verið myrtir. í mars 1991 var verka- maður að nafni Humberto Hernán- dez skotinn til bana af óeinkennis- klæddum mönnum. í janúar síðast- liðnum var ritari CREDHOS, Blanca Valero de Durán, drepin af óein- kennisklæddum byssumönnum fyr- ir utan skrifstofu samtakanna. Þrír lögreglumenn, sem voru vitni að árásinni, sinntu, að sögn, ekki hróp- um hennar um hjálp né reyndu að elta árásarmennina uppi. í júní var svo annar starfsmaður CREDHOS, Julio Berrio, drepinn af óþekktum byssumönnum. í framhaldi af yfirlýsingu foringja í hernum í febrúar, þar sem hann tengdi starfsemi CREDHOS við skæruliðahreyfingar, jukust hótanir sérsveita hersins á hendur CRED- HOS. í júní sluppu þrír félagar hreyfingarinnar naumlega við meiðsl, þegar nokkrir vopnaðir menn réðust með skothríð á bifreið þeirra. í bílnum var m.a. forseti CREDHOS, Jorge Gómez Lizarazo. Þeir voru nýkomnir frá viðræðum við ættingja fjögurra manna, sem höfðu verið drepnir daginn áður af óþekktum byssumönnum. Starfsemi hreyfingarinnar til varn- ar mannréttindum í Magdalena Medio hlaut alþjóðlega viðurkenn- ingu árið 1991, þegar henni voru veitt Lettelier-Moffit-verðlaunin af Institute of Political Studies í Bandaríkjunum. Síðustu mánuði hefur CREDHOS opinberlega for- dæmt fjölgun brota, sem framin eru af sérsveitum hersins og almennum hermönnum í Barrancabermeja og nágrenni, s.s. pyndinga, aftaka án dóms og laga og „mannshvarfa". CREDHOS hefur einnig bent á mannréttindabrot, sem framin eru af skæruliðasveitum á svæðinu. Rík- isstjóm Kólumbíu hefur fordæmt árásimar á CREDHOS og hefur lof- að nákvæmum rannsóknum. Samt sem áður hafa hinir seku enn ekki verið fúndnir og Ieiddir fyrir rétt. • Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf á ensku og farið fram á að ör- yggi þeirra, sem láta sig mannrétt- indabrot varða, verði tryggt og höndum komið yfir þá, sem nýlega réðust á félaga í CREDHOS, t.d. á þessa leið: Your Excellency, I write to you out of concern for members of the independent Regi- onal Human Rights Committee (CREDHOS), based in the town of Barrancabermeja, who have increas- ingly been the victims of human rights violations by paramilitary forces. Three of them have already been murdered and others have be- en threatened or attacked. However, those responsible have not yet been identified and brought to justice. I urge you to guarantee the safety of human rights monitors and to bring to justice those responsible for the recent attacks on CREDHOS mem- bers. Skrifið til: President César Gaviria Trujillo Palacio deNarino Santa Fe de Bogotú Colombia Sýrland Mustafa Khalifa er 44 ára stærð- fræðingur, sem verið hefur í haldi síðustu tíu árin án ákæru eða rétt- arhalda. Hann er talinn vera í haldi í Saidnaya-fangelsinu, að sögn án nauðsynlegrar læknishjálpar. Hann er samviskufangi. Mustafa Khalifa var handtekinn í janúar árið 1982 af leyniþjónustu sýrlenska hersins fyrir meinta aðild að Kommúnistaflokknum, Hizb al- ’Amal al-Shuyuí. Flokkurinn er einn margra ólöglegra pólitískra samtaka, sem hafa það markmið að auka lýðræði í landinu og að pólit- ískir fangar verði leystir úr haldi. Hundruð félaga og stuðningsmanna flokksins hafa mátt sæta varðhaldi án ákæru eða réttarhalda, pynding- um og annarri illri meðferð. Allt að 200 félögum flokksins, m.a. sam- viskuföngum, er nú haldið í fangelsi án ákæru eða réttarhalda. Mustafa Khalifa er kvæntur og á eina dóttur. Eiginkona hans Sahar al-Buni, sem er 33 ára verkfræðing- ur, var í haldi án ákæru eða réttar- halda frá 1987 til ársloka 1991. Hún var látin laus ásamt 60 öðrum sam- viskuföngum, sem allir voru konur og fangelsaðar höfðu verið í tengsl- um við Kommúnistaflokkinn. Tveir bræðra hennar eru einnig taldir vera í haldi, annar frá 1986, hinn frá 1987, án þess að vera ákærðir eða koma fyrir dómara, sömuleiðis vegna meintrar aðildar að Komm- únistaflokknum. • Vinsamlega sendið kurteislega orðað bréf á ensku og farið fram á að Mustafa Khalifa verði látinn laus skilyrðislaust og án tafar, t.d. á þessa leið: Your excellency, I appeal to you for the release of Mustafa KhaÚfa, a topographer who has been in detention without charge or trial for over 10 years, for alleged membership of the Party for Communist Action Hizb al-’Amal al- Shuyuí. He is reported to be held in Saidnaya Prison, where he is said to have been without proper medic- al attention. He is a prisoner of conscience and I urge you to release him immediately and uncondition- ally. Skrifið til: President Hafez al-Assad Presidentidl Palace Damascus Syrian Arab Republic

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.