Tíminn - 18.09.1992, Page 9

Tíminn - 18.09.1992, Page 9
Tíminn 9 Föstudagur 18. september 1992 ITC Akureyri Kynningarfundur á starfsemi ITC verð- ur haldinn á Akureyri laugardaginn 19. september. Fundurinn verður á Hótel KEA og hefst kl. 15. Fundir ITC-samtak- anna eru öllum opnir. Upplýsingar hjá Sign'ði sími 96-23339 og Sigurbjörgu sími 91- 43774. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú f Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Tónlistarfélag Vestiv-Húnvetninga Fyrstu reglulegir tónleikar tónlistarfé- lagsins á starfsárinu 1992-93 verða í Hvammstangakirkju laugardaginn 19. september kl. 20. Einar Kristján Einarsson gftarleikari leikur einleik á gítar. Á efnisskrá Einars eru verk eftir Luis de Narvaez, J.S. Bach, Femando Sor, Karól- ínu Eiríksdóttur, Isaac Albeniz, Yukojiro Yocoh og Agustin Barrios. Einar Kristján Einarsson er fæddur á Akureyri 1956 og hlaut þar sfna fyrstu tónlistarmenntun. Haustið 1977 hóf hann gítamám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk burtfararprófi 1982. Aðalkennarar hans voru Gunnar H. Jónsson og Joseph Fung. Einar stund- aði framhaldsnám í Manchester f Eng- landi 1982-1988 og voru aðalkennarar hans George Hadjinikos, Gordon Crossl- ey og David Russell. Hann hefur auk þess sótt námskeið hjá John Williams, Alirio Diaz, José Luis Gonzalez o.fl. Einar lauk einleikara- og kennaraprófi frá Guildhall School of Music 1987 og hefur síðan haustið 1988 kennt gítarleik við Tónskóla Sigursveins og Tónlistar- skóla Kópavogs. Auk tónleikahalds f Englandi og á Spáni hefur hann komið fram við margvísleg tækifaeri víða á fs- landi, m.a. lék hann einleik með Kamm- ersveit Akureyrar sl. hausL Þjóðleikhúslð: Hafió — nýtt leikrrt Ólafs Hauks Símonarsonar Annað kvöld, laugardaginn 19. sepL, fmmsýnir Þjóðleikhúsið á Stóra sviðinu nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson, Hafið, f leikstjóm Þórhalls Sigurðsson- ar. Lýsingu annast Páll Ragnarsson og Þórunn S. Þorgrímsdóttir hannar leik- mynd og búninga. Leikritið gerist í fslensku sjávarplássi þar sem við blasir atvinnuleysi og gjald- þrot útgerðarfyrirtækisins, sem hingað til hefur verið burðarás samfélagsins. Aðalpersónumar eru gamli útgerðarjaxl- inn Þórður og fjölskylda hans. Böm Þórðar og tengdaböm vilja koma honum fyrir í „einhverri gamalmennageymslu, þar sem hann fær reglulega fótsnyrt- ingu“ og gera upp eignir fyrirtækisins. Leikritið gerist á fáeinum dögum um áramót. Það er „mikið átakaverk, fyndið og beinskeytt, eins og við er að búast af Ólafi Hauki“, að því er Þjóðleikhúsið seg- ir í fréttatilkynningu. Leikendur em Helgi Skúlason, Margrét Guðmundsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Pálmi Gestsson, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Randver Þorláksson, Ragnheiður Steindórsdótt- ir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Þórey Sigþórsdóttir, Edda Arnljótsdóttir og Siguröur Sigurjóns- son. Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir í Listasalnum Nýhöfn Guðbjörg Lind Jónsdóttir opnar mál- verkasýningu í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardaginn 19. sept- ember kl. 16-18. Á sýningunni em verk unnin með olíu á síðastliðnum tveimur ámm. Guðbjörg Lind er fædd á ísafirði árið 1961. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands og útskrifaðist frá málaradeild árið 1985. Þetta er sjötta einkasýning Guðbjargar, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og erlendis. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Henni lýkur 7. október. Kvikmyndasýningar MÍR hefj- ast aö nýju Reglulegar kvikmyndasýningar hefjast að nýju eftir sumarhlé í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 20. sepL kl. 16 með sýningu á kvikmyndinni „Upphaf valdaferils", sem fjallar um fyrstu stjóm- arár Péturs mikla Rússakeisara. Fram til áramóta verða svo alls 13 sunnudagssýningar, sem alltaf hefjast kl. 16. Sýndar verða gamlar og nýlegar kvik- myndir, gerðar í Sovétrfkjunum, m.a. ýmsar myndir sem taldar voru til klass- ískra kvikmynda Sovétmanna, svo sem „Baltneski fulltrúinn“ frá 1936 og .Jdaður með byssu“ frá 1938. Einnig eru á sýningarskrá myndir frá seinni tímum, sem athygli hafa vakið, Ld. „Stríðið hefst daginn eftir" og „Brautarstöð fyr- ir tvo“. Meðal leikstjóra, sem eiga mynd- ir á sýningarskrá, eru Sergei Gerass- imov, A. Zarkhi, I. Heifits, Sergei Jútke- vitsj og Eldar Rjazanov. Aiik leikinna mynda verða sýndar á síð- ustu sýningu fyrir jól tvær heimildar- kvikmyndin um armenska tónskáldið Aram Khatsatúrjan og helgimyndamál- arann Andrei Rúbfjov. Einnig teikni- mynd gerð við Hnotubrjótinn, svítu eftir Tsjaíkovskij. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan hús- rúm leyfir. Húnvetningafélagiö Félagsvist á laugardaginn kl. 14 í Húna- búð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Gönguhrólfar fara frá Risinu, Hverfis- götu 105, kl. 10 á laugardagsmorgun. Grænmetismarkaöur í húsi KFUM og KFUK Á morgun, laugardag, verður haldinn grænmetismarkaður f húsi KFUM og KFUK við Holtaveg (gegnt Langholts- skóla). Markaðurinn verður opnaður kl. 14 og rennur ágóðinn til kristniboðs- starfs íslendinga í Eþíópíu og Kenýu. Það eru nokkrar konur f hópi kristni- boðsvina sem standa fyrir markaðinum. Þama verður seldur ýmiss konar jarðar- gróði — allt eftir því hvað konunum tekst að útvega á söluborðin, en þær eru háðar því hversu kristniboðsvinir og aðr- ir velunnarar vilja gefa af uppskeru sum- arsins. Nær allt sem sprettur úr mold og má leggja sér til munns er vel þegið: kartöflur, kál, ber, ávextir o.s.frv. Tekið er á móti því, sem fólk vill leggja fram, f KFUM-húsinu við Holtaveg í dag, föstu- dag, kl. 17-19. Eins og fyrr sagði hefst markaðurinn kl. 14 á laugardag. Ellefta starfsár íslensku hljómsveítarinnar aö hefjast Næstkomandi sunnudag, 20. septem- ber, kl. 17, efnir íslenska hljómsveitin til kammertónleika til heiðurs Jóni Þórar- inssyni tónskáldi, f tilefni af 75 ára af- mæíi hans 13. september síðastliðinn. Dagskráin er unnin í samvinnu við Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar og flutt í húsa- kynnum þess á Laugamestanga. Félagar úr íslensku hljómsveitinni flytja verk eft- ir afmælisbamið; Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona og Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir píanóleikari flytja nokkur þekktustu sönglaga Jóns, og Sigurður I. Snorrason og Anna Guðný Guðmunds- dóttir leika sónötu hans fyrir klarínettu og píanó. Öllum er heimill ókeypis að- gangur. Kaffistofa safnsins verður opin að tónleikum loknum. Ellefu tónleikar em fyrirhugaðir á ell- efta starfsári íslensku hljómsveitarinnar, og kennir þar margra grasa. íslensk tón- lisL innlendir einleikarar, einsöngvarar og stjómendur eru í öndvegi líkt og allt- af áður. Auk ofangreindra verka Jóns Þórarinssonar verða m.a. á dagskrá tón- verk eftir Inga T. Lárusson, Atla Heimi Sveinsson, Misti Þorkelsdóttur, Leif Þór- arinsson, Hróðmar I. Sigurbjömsson, Pál ísólfsson og Gunnar Reyni Sveins- son. Stjómendur verða þeir Guðmundur Óli Gunnarsson, Hákon Leifsson, öm Óskarsson og Guðmundur Emilsson. Verkstjóri óskast Rafmagnsverkstæði Kaupfélags Ámesinga, Selfossi, óskar að ráða verkstjóra með meistararéttindi. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri í síma 98-21208 eða 98-21114. Kaupfélag Árnesinga. Candice Bergen fékk Emmy-verðlaun I þriðja sinn fyrir að leika hina einstæðu móður, lögfræðinginn Murphy Brown, sem hefur verið mikill þyrnir I augum Dans nokkurs Quayle, sem kvaö vera varaforseti Bandaríkjanna og mikill snillingur. Emmy-verðlaun fyrir sjónvarpsleiklist Ted Turner, fjölmiðlakóngur og eigandi CNN-sjónvarpsstöðvar- innar, var viðstaddur þegar Emmy-verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á dögunum. Emmy-verðlaunin eru veitt fyrir gerð sjónvarpsleikrita og fram- haldsþátta, leik, leikstjórn og tón- list og raunar skemmtiefni í sjón- varpi af hvers konar tagi. Ted Turner fór ekki erindisleysu á Emmy-hátíðina, því að hann var þar heiðraður fyrir gríðarlega mikið og gott framlag til skemmtiefnis í sjónvarpi. Ted Turner er giftur leikkonunni Jane Fonda, en hún var ekki með manni sínum á hátíðinni. Hún var eitt sinn mikil gella og þykir enn, enda er hún þekkt leikfimi- og líkamsræktarmanneskja. Á litlu myndinni er Jane Fonda í kvikmyndinni Barbarella, sem gerð var snemma á sjöunda ára- tugnum. Þá var hún gift miklum smekkmanni á konur, franska kvikmyndastjóranum Roger Vad- im, en hann hafði áður verið gift- ur öðrum miklum kvenkosti, Brigitte Bardot. Ted Turner sjónvarpskóngur meö Emmy-verðlaunin sín. Jane Fonda sem Barbarella.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.