Tíminn - 03.10.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.10.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. október 1992 Tíminn 7 geir, skipstjóri Snæbjörn Stefáns- son. Um haustið tók hann við tog- aranum Agli Skallagrímssyni og fór ég um borð til hans og var með honum í átta ár. Á því skipi lenti ég í Halaveðrinu 7.-8. febrú- ar 1925. Það bjargaði okkur frá því að fara niður, eins og Leifur heppni og Fieldmarshal Robert- son, að við vorum búnir að brenna mestu af kolabirgðunum og að afli hafði verið tregur. Skip- ið var því létt og kom upp úr sjó- unum. Annars hefðum við ekki haft það af. Við sáum Leif heppna að veiðum skammt frá okkur og var fúglager í kringum hann, því Gísli skipstjóri var seigur að fiska á Halanum. Ég veit ekki til að neinn hafi séð Leif heppna eftir það. Eftir þessi átta ár á Agli Skalla- grímssyni lá leiðin um borð í Gulltopp til Halldórs Gíslasonar skipstjóra. Þar var ég í önnur átta ár og hafði ég þá verið í 16 ár á togurum Kveldúlfs. 30 ár á frystiskipum í stríðsbyrjun fór ég af Gulltoppi á togarann Skutul frá ísafirði sem stýrimaður hjá Áma Ingólfssyni skipstjóra, og var á togurum upp frá því til ársins 1955. Þá hætti ég til þess að gerast fulltrúi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna um borð í frystiskipum á leið þeirra í kringum landið. Við þessi störf var ég næstu þrjátíu árin eða til ársins 1982, en þá var ég orð- inn 82 ára. Þá spurði minn ágæti yfirmaður mig hvort ég vildi ekki fara að hætta og ég féllst á það — varð nú hálf feginn. Já, þetta er orðinn langur ferill á sjónum, og nú nýt ég kyrrðarinnar og næðis- ins hér á Nýlendugötunni þar sem ég er fæddur. Við erum aðeins tvö í heimili, ég og konan mín, Helga Halldórsdóttir. Hún er ættuð úr Hnífsdal og því af vestfirskum ættum eins og ég. Við giftum okk- ur árið 1939 og eigum tvær dæt- ur. Mér finnst gott að það er skammur spölur niður að höfti- inni og þangað læt ég aldrei und- ir höfuð leggjast að fá mér göngu- túr tvívegis á hverjum degi.“ Við þökkum nú þessum aldna höfðingsmanni spjallið og óskum þeim hjónum langra og fagurra ellidaga. AM afar vel í þessum þrengingum og til marks um það er að alltaf sá hann til þess að heimilið skorti ekki mat. Það var líka honum að þakka að ég fékk að fara með kútt- er Sigríði í miðsumartúrinn árið 1914. Skúturnar voru gerðar út frá því í mars og fram í september, en þá var þeim lagt inni á Sundum. Þegar þær voru sóttar inn á Sund í mars, var sagt að þær væru leystar úr „múrningum". Mið- sumartúrinn varði frá Jónsmessu og fram í ágústlok — þetta sex vikur — og þá voru veður best og hægt að lofa svo ungum pilti með. Á vetrum var einkum verið á Selvogsbankanum, en þegar fram á sumar kom fyrir Vestfjörðum. Ensk herskip fyrir Vestfjörðum Þetta var mikil upphefð fyrir tíu ára snáða að komast af götunum og í þetta karlmannlega starf, sem skútusjómennskan þótti vera. Við vorum mest fyrir vestan og allt varð þetta manni ákaflega eftir- minnilegt. Á kúttemum voru 26- 30 menn og þar sem fjöldinn var slíkur, en skipið ekki nema um 80 lestir, urðu menn að ganga vaktir og deila kojunum tveir og tveir. Vaktir voru fjórar: Dagvakt var frá tólf til sex, kvöldvakt frá sex til miðnættis og svo hundvaktin frá miðnætti og til klukkan fjögur. Þá tók við morgunvaktin til hádegis. Skipstjórinn var Björn Jónsson frá Ánanaustum, ágætur maður. Sama get ég sagt um aðra skip- verja og þá ekki síst manninn sem ég deildi kojunni með, en hann hét Magnús. Ekki get ég munað hvers son hann var, en hann átti að líta til með mér og gerði það með miklum sóma. Kátt var alltaf á hjalla um borð og einkum var mikið sungið. Hásetamir voru einkum frá Eyrarbakka og Stokkseyri og nokkrir ofan af Akranesi, en fáir úr Reykjavík. í hópnum voru margir góðir radd- menn og endurómaði skútan stundum af söngnum. Þótt vaktir væru eins og ég hef lýst, þá komu samt allir upp þeg- ar mikill fiskur var og stóðu með- an það varði. í tregfiski sváfu menn og stundum líka á sinni vakt. En þótt stundum aflaðist vel, fór það nú svo að hrúgan mín varð heldur lítil. En Th. Thor- steinsson hafði ákveðið að ég skyldi eiga allan þann fisk, sem ég Guðmundur Thorlacius sjómaður minnist upp- hafs 78 ára sjómannsferils og vistar sinnar á skútum og togurum á öðrum áratug aldarinnar veiddi, og víst varð það móður minni og fjölskyldunni nokkur búhnykkur. Gaman var að fylgjast með því hvernig seglabúnaðinum var stjómað, en þegar hvessti og fækka varð seglum varð að senda menn upp í reiðann til þess. Það voru þeir yngstu og röskustu sem til þess völdust. Þegar góður byr var og siglt mikinn, hvort heldur sem menn sigldu beitivind og „krusuðu" eða á lensi, þá var það venja að skipstjórinn stóð alltaf sjálfur við stýrið. En ekki byrjaði alltaf vel og þessi skip gátu verið þrjá til fjóra daga frá Jökli inn til Reykjavíkur. Þegar sást til skútu við Gróttu, sem lá og komst hvergi vegna þess að ekki byrjaði, var vélbátur stund- um sendur að draga hana inn, en vélbátar voru þá nýlega komnir til sögunnar. Nei, fæðið um borð var ekki margbrotið. Borðaður var fiskur alla daga, en saltkjöt soðið á sunnudögum. Engar kartöflur vom með matnum, en skonrok etið og rúgbrauð. Skonrokið vildi mygla fljótt og rúgbrauðið líka, en þetta var geymt í strigapoka of- an á saltinu í afturlestinni. Þótt brauðið væri orðið hvítmyglað, var það etið samt, því engu mátti fleygja. Það var stundum soðið með fiskinum og púðursykur settur út í til bragðbætis. Þetta var kallað hundsbelgjaglás og mér fannst hún ágæt — að minnsta kosti varð öllum gott af. Frá þessum eftirminnilega túr á kútter Sigríði ætti ég að geta þess að við urðum varir við mörg bresk herskip úti af Vestfjörðun- um og skildum ekki í hvað mundi valda. Þetta vom stór skip og sté upp af þeim kolsvartur kolareyk- urinn. En þegar við komum heim, bámst okkur þær fregnir að heimsstyrjöldin fyrri væri haf- in og þar var komin skýringin á ferðum herskipanna. Á Gylfa og Belgaum Um þetta leyti vom fyrstu togar- arnir komnir til landsins og þar á meðal vom tveir í eigu Th. Thor- steinsson, Baldur og Bragi. Þeir og margir fleiri af þessum togur- um vom hins vegar seldir Frökk- um 1917, sem mjög vantaði skip á stríðsámnum. Kveldúlfur hélt þó sínum skipum og Alliance seldi aldrei Jón forseta. Þegar stríðinu Iauk komu nýir togarar til landsins og þar á með- al Gylfi, Belgaum og Egill Skalla- grímsson. Þótt ég væri þá aðeins fimmtán ára gamall, fékk ég pláss á einum þessara togara, en hann var Gylfi. Þar var skipstjóri Jóel Jónsson, en útgerðin var Defen- sor. Ég var á Gylfa aðeins um haustið og þetta var hörkuvinna og menn stóðu uns þeir vom orðnir alveg magnþrota og ónýtir. Þegar þeir komu ofan í hlýjuna í lúkarnum á morgnana duttu ýmsir steinsofandi ofan á diskinn. Ýmist var fiskað í ís eða þá í salt. Þegar fiskað var í ís var staðið meðan fiskaðist, og á saltinu var ekki betra, því þá var alltaf fullt dekk. En þá vom engin vökulög og þetta var bara svona á þessum skipum. Jóel Jónsson var hið mesta ljúfmenni og minnist ég hans með hlýju, því hann var mér unglingnum mjög góður. Þótt hann hlífði ekki öðmm, þá hlífði hann sjálfum sér ekki heldur. Á Gylfa sigldi ég í fyrsta skipti til Englands, en við sigldum með fisk til Fleetwood. Þetta varð ansi löng dvöl, því við lentum í kolast- ræk og kynntist ég því Breta- gmnd dálítið þarna. í ársbyrjun 1920 réð ég mig á togarann Belgaum til Þórarins Olgeirssonar. Þar var mikið unnið eins og á Gylfa, en Þórarinn tók það upp hjá sjálfum sér að sjá til þess að menn fengju fjögurra tíma svefn. Hann sá að það borg- aði sig og að þannig fékk hann meiri vinnu út úr mönnunum. Aldrei var stoppað nema einn dag í landi — komið að morgni og far- ið út að kvöldi. Þennan tíma sváfu menn. Skipin vom úti 5-10 daga, ef veitt var í ís, og fór það þá eftir aflanum. Á salti vom túramir miklu lengri. Áhöfnin á ísfiskveið- um var 20-22 menn, en á saltinu um 30 menn. í Halaveðrinu Ég var á Belgaum til 1924, en þá um sumarið réð ég mig til sfld- veiða um skeið á bát sem hét Ás- Guðmundur Thorlacius: „Þaö bjargaði okkur í Halaveðrinu á Agli Skallagrtmssyni að við vorum búnir að brenna mestu af kolabirgðunum og að afli hafði verið tregur. Skipið var því létt og kom upp úr sjóunum. “ Tlmamynd: Árni Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.