Tíminn - 03.10.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.10.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 3. október 1992 Tíminn 13 Spámaðurinn spáði láti fyrri konu sinnar (innfellda myndin), þegar hann vildi giftast annarri konu. minnar," sagði Blaylock við lögregl- una. „Hún lést af hjartabilun. Hún hafði lengi verið mjög heilsuveil, eins og læknirinn okkar getur borið vitni um, og fékk oft svo svæsin hjartaflog að það var bara spurning um tíma hvenær þau riðu henni að fullu.“ Þegar hann var spurður um áverk- ana, sem kona hans hafði hlotið, sagði hann: „Ég sat við rúmið henn- ar og hún var með vasaljós í hend- inni. Hún var ákaflega myrkfælin og hafði vasaljósið alltaf við höndina ef rafmagnið færi, en það hafði oft gerst þennan mánuð. Ég sagði henni frá því að ég hefði ráðið lögfræðing til þess að fá skiln- að frá henni, þar sem ég ætlaði að kvænast Margaret Scott. Hún reiddi þá vasaljósið til höggs og barði mig með því í höfuðið. Eg held, en er þó ekki alveg viss um það, að þá hafi ég þrifið vasaljósið úr hendi hennar og það er ekki útilokað að ég hafi barið hana með því í reiði, þar sem hún hafði ráðist á mig.“ Blaylock kvaðst svo hafa komið að konu sinni látinni í rúminu þegar hann kom inn í svefnherbergið til hennar morguninn eftir. Lögreglan áleit allar líkur benda til þess að um morð væri að ræða, einkum eftir að hið nána samband Blaylocks við Margaret Scott kom á daginn. Krufnmgin sýkn- ar spámanninn Sakarákæran á hendur honum féll þó um sjálfa sig þegar niðurstöður krufningar lágu fyrir. Jean Blaylock hafði látist af hjartabilun. Áverkam- ir, sem vom á líkinu, höfðu ekkert haft með dauða hennar, enda varla nema á hörundinu. Á meðan ríkissaksóknarinn skoski var að yfirvega allar staðreyndir í málinu, sá Andrew Blaylock um að annar af hjúskaparspádómum sín- um rættist. Hann og Margaret vom gefm saman, eins og hann hafði spáð, þann 20. júní. Þar með var Margaret Scott orðin þriðja eigin- kona „spámannsins" í Dunfties, eins og fólk var nú farið að kalla hann, og hún settist að í húsinu sem Jean Blaylock hafði nýlega verið borin út úr á líkbömnum. Skoski bóndinn spáði andláti eigin- kvenna sinna ávallt þegar honum lá á að losna við þær. Og spádómarnir gengu eftir. Og er hann hafði í heiting- um við gamla konu, þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Dómsyfirvöldin skoðuðu málið frá ýmsum hliðum. Enda þótt kmfn- ingin hefði leitt í ljós að Jean Bla- ylock hefði hlotið eðlilegan dauð- daga, var ekki þar með sagt að eigin- maðurinn hefði ekki átt sök á hjartaáfallinu með árás sinni. Ekki var heldur útilokað að spádómur hans hefði valdið henni slíkri hræðslu að það hefði orðið til að auka á hjartveiki hennar. Rannsókn í málinu var síðan fyrir- skipuð af dómsyfirvöldunum, en jafnframt því sem lögreglan sá sér skylt að vara Blaylock við að segja nokkuð það sem gæti orðið honum til dómsáfellis, fann réttarlæknirinn hvöt hjá sér til að benda honum á að hann væri ekki tilneyddur til að svara neinum spumingum. Blaylock gerði einungis að endurtaka það sem hann hafði áður sagt, að slegið hefði í brýnu með þeim hjónum umrætt kvöld og hefði hann svo komið að henni látinni um morgun- inn. Samkvæmt krufningarskýrslunni gat því einungis sá úrskurður komið til greina að hjartabilun hefði orðið hinni látnu að bana og hún hefði því hlotið eðlilegan dauðdaga. Þar með var Andrew Blaylock frjáls ferða sinna og sýknaður af öllum sökum. Hver sá, sem gerðist til þess að gefa í skyn að hann hefði myrt eiginkonu sína, átti því aðeins um tvennt að velja — greiða Blaylock þúsund sterlingspund í skaðabætur fyrir rógburð eða sitja af sér sökina í fangelsi. En hin hálfáttræða móðir Jean Blaylock lét það ekki aftra sér frá því að ávarpa tengdason sinn nokkmm vel völdum orðum, þegar hann yfirgaf réttarsalinn ásamt hinni ungu eiginkonu sinni. Áhrínsorö „Þú veist sjálfur best með hvaða brögðum þú réðst dóttur minni bana," sagði Agnes Paterson við stórbóndann. „Og guð veit það líka. Og ég veit það og margir aðrir. Við getum að vísu ekki sannað það. En guð sefur ekki og nú skal ég spá fyr- ir þér, Andrew Blaylock. Þú verður dauður áður en þessari árstíð lýkur og kemst ekki hjá að mæta fyrir æðri dómstóli en þessum, þar sem þér tekst ekki að skýla þér með lyga- vefþínum." „Heimska kerling," hreytti Bla- ylock út úr sér. „Það er ekki á þínu auma valdi að kalla fordæmingu yfir mig, þú sem ert fordæmd sjálf. Ég réð dóttur þinni ekki bana, en það get ég sagt þér að fyrir þína svívirði- legu lygi skalt þú detta dauð niður áður en þessi dagur er allir. Megi ég sjálfur detta dauður niður, beri ég nokkra sök, en sé ég saklaus þá verði það þú.“ Þetta gerðist þann 18. janúar 1971 og klukkan var 11.35 fýrir hádegi, þegar gamla konan og fyrrverandi tengdasonur hennar höfðu í þessum heiftúðugu heitingum hvort við annað. Þegar gamla konan gekk upp þrepin að útidyrunum heima hjá sér um fjögurleytið þennan dag, greip hún hendi að hjartastað, rak upp lágt óp og hneig niður meðvitundar- laus. Hún var flutt í sjúkrahús í skyndi, en var látin af hjartaslagi þegar þangað kom. Blaylock brá ekki hið minnsta, þeg- ar honum voru sagðar fréttimar. „Kannski fer þá fólk að trúa því að ég er saklaus af dauða konu minnar," var allt og sumt sem spámaðurinn lét sér um munn fara. RÁDNING Á KROSSGÁTU Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjörfulltrúa á 37. þing ASl 23. nóv. 1992. Og er hér með auglýst eftir tillögum um fulltrúa á þingið. Fresturtil að skila listum ertil kl. 12 á hádegi mánud. 12. okt. 1992. Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. List- um ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50A. Stjórnin FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMAHMA Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 6. okt. 1992 kl. 20:00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1) Félagsmál. 2) Samningar. 3) Erindi: Atvinnumál í málmiðnaði. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ. 4) Önnur mál. Mætið stundvíslega. Stjórnin Keflavík-Njarðvík og nágrenni Steingrlmur Hermannsson alþingismaður, formaður Fram- sóknarflokksins, verðurtil viðtals i Félagsheimili framsóknar- manna í Keflavik mánudaginn 5. október kl. 17.00-19.00. All- ir velkomnir. Framsóknarfélögin Steingrfmur Keflavík — Suðurnesjamenn Vetrarstarfið er hafið. Opið hús alla mánudaga kl. 20.30. Mætum öll. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögln I KaHavfk. Viðtalstímar borgarfulltrúa Þriðjudaginn 6. október n.k. verða Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi til viðtals á skrífstofu Framsóknarflokks- ins, Hafnarstræti 20, 3. hæð, frá kl. 17-19. Stjóm FFR Reykjavík Fulltrúaráð framsóknarfélaganna I Reykjavfk hefur opnað skitfstofu að Hafhar- stræti 20, 3. hæð. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 13:00-17:00. Stjóm fulltrvariöslns. Utanríkismálanefnd SUF Fundur verður haldinn I utanrikismálanefnd SUF mánudaginn 5. október kl. 17 á skrifstofu Framsóknarflokksins. Öllum áhugamönnum um utanríkismál innan SUF er frjálst að sitja fundinn með málfrelsi og tillögurétti. Formaður Fundur í þjóðmálanefnd SUF verðurhaldinn mánudaginn 5. okt. n.k. að Hafnarstræti 20, III. hæð, kl. 17:00. Öllum ungum framsóknamnönnum er velkomiö að sitja fundinn. Þjóðmálanefnd SUF Framsóknarfélag Selfoss heldur almennan fund um bæjarmál miðvikudaginn 7. október að Eyrarvegi 15, kl. 20.30. Framsögumenn verða bæjarfulltrúamir Guðmundur Kr. Jónsson og Kristján Einars- son. Fulltrúar flokksins I nefndum mæta. Stjómln Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og með 1. október verður opið hús I Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 ð þriöjudögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og verið hefur undanfarin ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viðtals á þessum tima og ennfremur eru allir, sem vilja ræða bæjamiálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögðu verður hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfélag Borgamess. Félag ungra framsóknar- manna í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 14. október n.k. kl. 20:30 að Hafnarstrætl 20, 3. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. StjómFUF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.