Tíminn - 03.10.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.10.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 3. október 1992 Grímur Laxdal Lund Miðvikudaginn 9. september s.l. lést á Landspítalanum föðurbróðir minn og nafni, Grímur Laxdal Lund. Nafni minn hafði átt við mikil veik- indi að stríða síðustu árin, svo flest- ir nákunnir voru viðbúnir því að ævi hans yrði lokið. Þó er svo að ekki fer hjá því að hugurinn fyllist söknuði, þegar hans nýtur ekki lengur við. Grímur Laxdal Lund var fæddur á Raufarhöfn 22. nóvember 1914, annað bam hjónanna Maríusar Jó- hanns Lund og Rannveigar Guðrún- ar Laxdal Lund, sem voru síðustu ábúendur Raufarhafnar. Foreldrar Maríusar voru Christian Peter Gottfred Lund, verslunarstjóri á Raufarhöfh, og Þorbjörg Árnadótt- ir frá Ásmundarstöðum á Melrakka- sléttu. Foreldrar Rannveigar voru Grímur Laxdal, kaupmaður á Akur- eyri, og Sveinbjörg Torfadóttir. Grímur flutti til Vesturheims með allt sitt skyldulið, nema hvað Rann- veig varð ein eftir, þá 17 ára gömul og nýtrúlofuð Maríusi. Gengu þau í hjónaband 8. sept. 1909. Tóku þau fljótlega við búinu á Raufarhöfn, sem var hin besta bújörð með hlunnindi til lands og sjávar. Maríus stundaði útgerð um tíma ásamt bú- skapnum, þá var lax- og silungsveiði í ám og vötnum, æðarvarp og trjá- reki. Árið 1909 hófust þau hjón handa við byggingu íbúðarhúss. Það var tvílyft timburhús, reisulegt og fal- legt. Var það ávallt nefnt Lundshús. Setti það svip á staðinn allt þar til það var innlimað í eina síldarverk- unarstöðina. Er sárt til þess að vita hvernig komið er fyrir Lundshús- inu, eins þekkt og það var á sinni tíð og snar þáttur í sögu Raufarhafnar. Maríus faðir Gríms veiktist á miðj- um aldri og lést nokkrum árum síð- ar. Kom það í hlut Rannveigar að reka búið áfram með bömum sín- um. Gerði hún það með slíkri reisn í rúma tvo áratugi að öllum er eftir- minnilegt, sem til þekktu. Mikill gestagangur var alla tíð í Lundshús- inu, m.a. vegna þess að Rannveig annaðist fæðissölu fyrir kostgang- ara. Var margt um slíka á þessum ár- um, þar sem ekki var um neitt hótel að ræða á staðnum og uppgangstím- ar þorpsins fóm í hönd. Þetta leiddi af sér að Rannveig þurfti á mörgu vinnufólki að halda, einkum starfs- stúlkum, sem mátu dvöl hjá Rann- veigu á við skólanám og bjuggu að því alla tíð. Enn f dag hittir maður fólk, sem dvaldi lengri eða skemmri tíma í Lundshúsinu, og er gaman að heyra einróma vitnisburð þess um ánægjuleg kynni af Rannveigu, börnum hennar og heimili. Á þessu heimili ólst Grímur upp, en hann var annað elsta barn þeirra Rannveigar og Maríusar. Elst var Sveinbjörg Lúðvíka, f. 8.6. 1910, d. 15.8. 1977. Gift Leifi Eiríkssyni, fyrrverandi kennara. Bjuggu þau á Raufarhöfn, en síðar í Garðabæ. Leifur býr nú í Fannborg 2 í Kópa- vogi. Þá var Grímur, síðan Þorbjörg Andrea, f. 2.5. 1916. Þorbjörg veikt- ist ung af berklum og dvaldi mestan hluta ævi sinnar á heilsustofnunum. Hún lést 22.10. 1960. Árni Pétur, f. 9.9. 1919, ábúandi á Miðtúni á Mel- rakkasléttu, kvæntur Helgu Krist- insdóttur frá Nýhöfn í sömu sveit; og María Anna, f. 2.9.1927, ljósmóð- ir, gift Hákoni Magnússyni kennara, búsett í Reykjavík. Þá ólu þau Mar- íus og Rannveig upp fósturdóttur, Halldóru Helgu Óladóttur, f. 5.7. 1931, gift Gunnari Steingrímssyni, fulltrúa hjá Ó. Johnson & Kaaber h/f. Búsett í Garðabæ. Ungur að árum fór Grímur að vinna í Síldarverksmiðjunni á Rauf- arhöfn og lagði þannig sitt af mörk- um til búsins. Síðan lá leið hans í Vélskóla íslands og þaðan útskrifað- ist hann 1945. Árið 1946 kvæntist Grímur Þórhöllu Einarsdóttur, f. 2.7. 1918, frá Fjallsseli á Fljótsdals- héraði. Foreldrar hennar voru Einar Eiríksson frá Bót í Hróarstungu og Kristrún Hallgrímsdóttir frá Ketils- stöðum á Völlum. Þórhalla lést 11.3. 1974. Grímur og Þórhalla settust að í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú börn; þau eru: Rúnar, tannlæknir, f. 9.11. 1946. Kona hans var Þórhalla Benediktsdóttir frá Hvoli í Núpa- sveit, hún lést 13.4.1976. Sambýlis- maður er Magnús Pétur Þorgríms- son frá Kúludalsá í Innri- Akranes- hreppi; Rannveig Guðrún, kennari, f. 6.12. 1949, gift Halldóri Gíslasyni frá Grund í Súðavík og eiga þau þrjú börn: Þórhall Inga, Steinunni Maríu og Eyþór; Katrín Anna, f. 18.3.1964, stundar mannfræðinám í Englandi. ! MINNING 1 v__________ ______________/ Eftir skólanám starfaði Grímur fyrst á Laxfossi, þar til hann strand- aði, en Grímur var í landi þann túr. Árið 1953 réðst Grímur til Land- helgisgæslunnar þar sem hann starfaði síðan til ársins 1980, eða í tæp 30 ár. Hann var á öllum skipum gæslunnar, en lengst af vélstjóri á Álbert og Árvakri. Eftir að Grímur hætti til sjós, hóf hann störf hjá Múlalundi, en hætti þar fyrir tveim- ur árum. Ég vil í fáeinum orðum minnast Gríms nafna míns fáeinum orðum, þar sem ég gat ekki verið viðstaddur útför hans, en hún fór fram frá Foss- vogskapellu 17. sept. s.I. að við- stöddu miklu Qölmenni. Ég minnist hans í gegnum öll mín bernsku- og uppvaxtarár sem sér- staks ættingja. Hann var mér ein- staklega náinn og sýndi mér ætíð mikla vináttu. Ég minnist þess, þeg- ar hann kom í heimsókn til foreldra minna, stundum á léttabát frá varð- skipinu sem lá úti fyrir ströndinni, að hann kallaði mig ávallt nafna sinn. Þetta var ekki lítil upphefð, ekki síst þar sem stundum bar svo við að borðalagður maður átti í hlut, og gerði það að verkum að mér fannst ég oft yfir aðra jafningja haf- inn. Auðvitað fylltist ég stolti, strákpjakkur norður á Melrakka- sléttu. Það voru ekki margir af mín- um félögum sem voru kallaðir „nafni" af fullorðnum ættingjum. Jafnframt leyndi nafni minn því ekki að fyrir honum var ég í sérflokki á meðal hans skyldmenna. Eftir því sem ég varð eldri þróaðist þessi bernskuhlýja í aukna tryggð og vináttu. Nafni minn vildi alltaf allt gott fyrir mig gera. Sem dæmi um þetta er mér minnisstæður atburð- ur, sem átti sér stað á meðan ég bjó eitt sinn hjá honum og Þórhöllu í Reykjavík. Ilann hafði komið seint heim um nóttina eftir útilegu á varðskipinu Albert. Þetta var f miðju þorska- stríðinu, svo nafni minn var mikið að heiman. Snemma um morgun- inn vakti hann mig og bauð mér í bfltúr niður að höfh. Þar sýndi hann mér öll varðskipin og meðal annars trollvíraklippurnar, sem unnu sér frægðarorð á þessum árum. Hann lagði áherslu á að aðeins útvaldir menn mættu sjá klippurnar og það yrði leyndarmál okkar tveggja að ég hefði fengið að sjá þær. Eins og fyrr hefur komið fram, féll Þórhalla, fyrri kona Gríms, frá á miðjum aldri fyrir skæðum sjúk- dómi. Þann 22. júlí 1975 kvæntist Grím- ur í seinna sinn, Maríu Ingiríði Jó- hannsdóttur, dóttur hjónanna Jó- hanns Magnússonar, skipstjóra og útgerðarmanns á Neskaupstað, og Ingibjargar Sveinsdóttur frá Við- firði. Bjuggu þau fyrst á Kleppsvegi, en síðan á Háaleitisbraut 42. Ég veit að það var mikið lán fyrir nafna minn að kynnast Maríu. Hún var honum einstök kona og veitti honum allan þann styrk og stuðning sem hann hafði þörf fyrir, ekki síst undir það síðasta. Árið 1978 fór ég til Reykjavíkur til náms og leigði þá í tvö ár herbergi í sama húsnæði og nafni og María á Kleppsveginum þar sem þau bjuggu. Heimili þeirra stóð mér þarmeð opið og ég hafði dagleg sam- skipti við þau hjónin. Þau voru mér bæði einstök og stundum fannst mér nánast að ég væri þeirra fóstur- sonur. Eftir þennan tíma í Reykjavík flutti ég til Danmerkur og settist þar að. Þau ár hefur samband okkar nafna haldist við, þó eðlilega hafi það ekki verið eins mikið og áður var. Þegar ég heimsótti nafna minn í sumar, fór ekki framhjá mér að heilsu hans hafði hrakað mikið. Þó svo væri komið, átti ég von á að hitta hann aftur í haust, þar sem ég vissi að ég myndi koma til landsins. Ekk- ert verður af því að við hittumst þá, — hans nýtur ekki lengur við. Ég vil þakka nafna mínum af heil- um hug allt það sem hann gaf mér og veitti. Hann var mér einstakur frændi og vinur og enginn kemur þar í hans stað. Kæra María. Ég sendi þér mínar bestu samúðarkveðjur. Við eigum eftir að hittast oft og þá veit ég að nafni verður okkur nærri. Börnum Gríms og fjölskyldum þeirra flyt ég einnig mínar samúðarkveðjur. Megi nafni minn Grímur Lund hvfla í friði Drottins. Grímur Þór Lund, Álaborg ------------------------------------------------\ í Ástkær eiginmaöur minn Garöar Hvítfeld Jóhannesson lést á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri aöfaranótt föstudagsins 2. októ- ber. Jóhanna Guönadóttir ________________________________________________/ -------------------------------------------------N Útboð Vesturlandsvegur um Hellistungur Vegagerö ríkísins óskar eftir tilboöum i lagningu 5.0 km kafla á Vesturlandsvegi um Hellistungur. Helstu magntölur: Fyllingar og buröarlag 115.000 m3, rofvarnir 5.000 m3, skeringar 45.000 m3, þar af farvegsskuröir 38.000 m3. Gerö farvegsskuröa og varnargaröa skal lokiö 1. júní 1993, en verki í heild skal lokiö 15. október 1993. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö ríkisins í Borgarnesi og Borgartúni 5, Reykjavik (aöal- gjaldkera), frá og meö miövikudeginum 7. októ- ber 1992. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14:00 þann 19. október 1992. Vegamálastjóri ________________________________________________/ Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélrítaðar. Búvörur í NAFTA-samningnum í viðræðunum um Fríverslunar- svæði Norður-Ameríku gekk samningsaðilum verst að ná sam- an um búvörur, en í samningnum hljóta þær allt að 15 ára aðlögun- artíma. Eftir gildistöku samningsins lækka Bandaríkin ekki skjótlega tolla á nokkrum þeirra, svo sem sykri, sítrónum, ýmsum öðrum ávöxtum og grænmeti. í ár leyfa Bandaríkin innflutning á 7.258 tonnum af sykri frá Mexíkó, en fyrstu 6 árin, sem samningurinn gildir, heimila þau innflutning á mismun á sykuruppskeru Mexíkó og neyslu, svo fremi að ekki verði umfram 25.000 tonn, en 15 árum eftir gildistöku hans fella Banda- ríkin niður allar hömlur á inn- flutningi sykurs frá Mexíkó. Hliðstæð samningsákvæði eru um innflutning Mexíkó á maís frá Bandaríkjunum. Á fyrsta ári eftir gildistöku samningsins verður innflutningur 2,5 milljónir tonna af maís án tolla, en næstu 15 ár verða þau tollfrelsismörk árlega hækkuð um 3%. Innflutningur umfram hin settu mörk mun á fyrsta gildisári samningsins bera 200% toll, en sá tollur verður síð- an lækkaður stig af stigi næstu 15 ár. Áþekk ákvæði eru um innflutn- ing Mexíkó á mjólkurdufti og baunum frá Bandaríkjunum. Kanada er í samningum heimilað að viðhalda höftum (en ekki toll- um) til verndar kúabúum og ali- fuglarækt. Þau höft felast í fram- leiðslukvótum, styrkjum og tak- mörkun innflutnings. Peningamál í NAFTA-samningnum í viðræðunum um Fríverslunar- svæði Norður-Ameríku gekk Mexí- kó allmjög til móts við viðmæl- endur sína, þegar staða peninga- stofnana var annars vegar. í Fin- ancial Times 13. ágúst 1992 sagði: „Það var Mexíkó fremur en Banda- ríkin og Kanada, sem eftir gaf, þegar fjallað var um peningamál, aðallega sakir þess að bankar njóta þar í landi meiri verndar en í hin- um tveimur og hins, að (mexí- kanska) ríkisstjórnin vill efla sam- keppni (milli peningastofnana).“ „Fyrstu sjö árin eftir gildistöku samningsins skal hámark hlut- deildar bandarískra og kanadískra fjárfesta fara úr 8 upp í 15% og í fjársýslufyrirtækjum úr 10 upp í 20%. — Þegar liðið er fram til 2000, skulu bandarískir og kanad- ískir bankar hafa hlotið sömu starfsaðstöðu í Mexíkó sem inn- lendir. — Framan af verður hlutur eins bandarísks eða kanadísks banka í mexíkönskum banka bundinn við 1,5% hlutafjár. — Nú er eignarhlutur útlendra aðila í mexíkönskum banka takmarkaður við 3% og í vátryggingarfélögum við 49%.“ Syrtir að Afríku sunnan Sahara Frá nýlegri skýrslu Alþjóðabank- ans, Global Economic Progress and the Developing Countries sagði Financial Times 21. september 1992: „Ekki er að vænta umtals- verðrar aðstoðar (til landa sunnan Sahara) í formi aðstreymis útlends fjár. Einn gleggsti mælikvarðinn á minnkandi tiltrú á Afríku sunnan Sahara er þverrandi bein útlend fjárfesting (foreign direct invest- ment, FDI). Opinberar tölur sýna, að löndum þar, sem ekki flytja út olíu, bárust að meðaltali 0,5 millj- arðar $ á ári á síðari hluta níunda áratugarins, álfka mikið og Papúa Nýju-Gíneu barst á þeim árum.“ „Þá grúfir alnæmi yfir meginland- inu, sem malaría, bilharzia, Gíneu- ormar og aðrar sýklapestir þjá. Áætlunartölum um útbreiðslu al- næmis ber ekki saman. En ráð- stefna í Dakar, höfuðborg Senegal, í desember (1991) taldi, að jafnvel að hinum varfærnislegustu opinberu áætlunartölum muni að minnsta kosti 25% vinnuafla Afríku (ath. sunnan Sahara) hafa tekið (alnæm- isveiruna)." ,Áf fulltíða Afríkubúum gengur þegar einn af hverjum 40 með al- næmisveiruna... Á ráðstefnunni um alnæmi í Afríku var skýrt frá at- hugunum, sem benda til, að ásókn- ar hennar gæti þegar í tveimur at- vinnuvegum, landbúnaði og náma- greftri, atvinnulegum meginstoð- um Afríku. — Sumir hagfræðingar vara við því, að af völdum alnæmis- faraldursins sé hætta á efnahags- legum vandræðum (disruption) án fordæmis."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.