Tíminn - 03.10.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.10.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. október 1992 Tíminn 11 ar forsorgunar þjónustufólksins út deila og rigtugan reikning af standa nær heimtað verður". Með þessu voru öll ráð tekin af Gísla og skotið loku fyrir að hann gætí ráðsmennskast þar framar. Viróingarmenn fengnir til Siðan voru fengnir tíl virðingarmenn að virða búið og nam virðingin alls 184 hundruðum og 44 1/2 alin á landsvfsu. Var þar talið með allt er Gfsli hafði ráð- stafað. Meðal eigna Gríms var jörðin Fjall í ölfusi, sem talin var 30 hndr. að dýrleika, en var þá í eyði. Tvær hjáleigur hennar, Laugaibakkar og Hellir, voru byggðar, en þriðja hjáleigan, Fossnes, í eyði. Líklega hefir Grímur verið talinn bókamaður á þeirri öld, þvf að hann áttí milli 50 og 60 þindi af bókum. Og það er athyglisvert, að þar eru fáar guðsorða- bækur, sem þá var tíðust bókaeign ís- lendinga. Hann áttí margar góðar bæk- ur, svo sem Njáls sögu, Eddu (gamla út- gáfu á 3 tungumálum), Landnámu, ÓI- afs sögu TVyggvasonar, Ólafs sögu helga, Magnúsar sögu góða, Lögbók íslands, Alþingisbækur frá 1695, gamla vísna- bók, sögubók og mesta fjölda af rímum í 8 bindum. Er getíð um Hervararrímur, Bósarímur, Geirharðsrímur, Rollants- rímur, Þjófarímur, rfmur af Kára Kára- syni o.fl. Á þinginu f Langholtí var svo ákveðið, að Gísli skyldi skila aftur öllu því, er hann hafði fargað, eða standa skil á and- virði þess. Skuldir búsins voru nokkrar og meðal annars lagði Þórður Þórðarson fram 900 rdl. kröfu í búið, því að það væri konungs peningar, er Grímur hefði fengið greidda vegna skipveija á „Giöt- heborg", en eigi gert nein skil fyrir. Úr því mun þó sennilega hafa raknað, þeg- ar farið var að athuga skjöl Gríms, því að eflaust hafe þar verið skjöl er sýndu, hvemig hann hafði ráðstafað þeim pen- ingum. Aftur á mótí kom það fram í skjölum búsins, að Grfmur taldi tíl skuldar hjá fjölda manna víðs vegar. Var verið að basla við það f nokkur ár að innheimta þessar skuldir, en gekk illa, því að margir skuldunautar voru dauð- ir, sumir fundust ekki, þótt eftir væri leitað, eða voru fluttír í önnur héruð. Mátti því með sanni segja, að Hálfdanar- heimtur yrði á því fé. Undarlegt hátt- erni Gísla Það kom glögglega fram við vitna- leiðslur, að Grímur sýslumaður hafði verið veikur um skeið, bæði líkamlega og andlega, og máttí óhikað teljast sál- sjúkur eða með óráði. Þykir rétt að birta hér nokkrar frásagnir um það. Vinnumenn sýslumanns báru það, að eitt sinn um nótt, eða mjög snemma morguns, hefði þeir fundið hann ber- feettan úti í mýri norðan við bæinn. Var hann þar með svartan poka og f pokan- um færi, kút með frönsku brennivíni og átekinn sykurtopp. Sögðust þeir hafa orðið að draga hann heim. Jón Gíslason, fyrrum skriferi hans, sagði svo frá: „14. júní kom ég að Lang- holtí og virtíst þá sýslumaður hljóðari en fyrrum. Nokkrum dögum seinna var mér sagt, að hann hefði dottið á hlaðinu og meitt sig í andlití, og batt ég um meiðslin. (Páll Hákonarson sagði, að hann hefði verið með svartan silkiklút bundinn um höfuðið þegar hann átti tal við hann seinast). Sótti hann yfrið mik- ill svefn og máttleysi, svo einu sinni sofhaði hann standandi við stofutóftar- kampinn vestari, hvaðan ég bar hann að vesturskemmudyrunum og studdi hann, svo hann ei skyldi falla meðan ég lauk upp skemmunni og studdi hann inn f hana. Ekki minnist ég, að hann talaði neitt eða gerði af óvití. Bað hann andagtuglega guð sér tíl hjálpar. Tvo morgna sérdeilis fyrir sitt andlát kvart- aði hann um höfuðþyngsli og á sunnu- daginn (4. júlf) sagði Elín Gísladóttír að hann hefði kvartað um takverk." Jóhann prófastur skýrði svo frá: ,Hinn 2. júlí kom ég hér að Langholtí eftir messu í Oddgeirshólum. Gekk hann þá á mótí mér ffam f skemmudymar og settumst við báðir niður og kveiktum í pfpum okkar. Og er hann hafði tekið fáa reyki, hné hann hastarlega ffam, að mér virtíst af svefni og vanmegni. Var hann þá tekinn og lagður upp á kistu. Svaf hann þar góðan tfrna, þar til hann vakn- aði sjálfur. Gekk hann þá fram í dymar FRYSTIKISTUR TOPP - GÆÐI 152 lítra kr. 191 lítra kr. 230 lítra kr. 295 lítra kr. 342 lítra kr. 399 lítra kr. 489 lítra kr. 540 lítra kr. 33.155,- 36.005,- 37.905,- 40.755,- 42.655,- 46.455,- 53.105,- 57.855,- BOTIM - VERÐ Verð miðað við staðgreiðslu • HEIMILISTÆKJADEILD FÁLKANS • SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 814670 óstuddur og skrifaði undir bréf, sem Jón Ólafsson þjónn hans afhenti honum. Settíst sfðan aftur á kistuna, kveiktí í tóbakspfpu, og sem hann hafði tekið fáa reyki, hné hann hastarlega áffam eins og fyrr, og held ég, að hann hefði f bæði skiptín fallið á höfuðið, ef hann hefði ekki verið studdur. Kallaði ég þá á Jón Ólafsson þjón hans og reið síðan burt Ekki gat ég séð, að hann væri þvingaður af áfengum drykk í það sinn.“ Jón Ólafsson sagði, að daginn eftir að séra Jóhann kom þar og sýs..Iumaður féll í yfirlið af reykingum, hafi hann far- ið úr rúminu fyrir miðjan morgun á nærklæðum einum. Hélt Jón, að hann ætlaði að segja sér fyrir verkum, en svo var ekki, heldur gekk hann inn aftur og lagðist í rúmið og tók að reykja. Tók Jón þá eftir því, að hann skalf svo ákaflega, að trautt mundi hann geta haldist kyrr í rúminu. Þetta sá Margrét ráðskona einnig. Þegar hann lagði pípuna frá sér, tók hann bænabók Þórðar Bárðarsonar (hinar svokölluðu Þórðarbænir, prent- aðar 1693) og las í heyranda hljóði nokkrar bænir auðmjúklega og seinna um daginn bað hann lesa guðs orð yfir sér. Páll Hákonarson sagði, að hann hefði kvartað við sig, rétt áður en hann steypti sér f brunninn, að hann hefði verið veikur um hríð og væri veikur enn. Hann hefði talað miklu hægar en hann var vanur og verið ijóðari í ffaman en ella. Fé féll undir kon- ungsvaldiö Máli þessu lauk með dómi, sem Niels Kjær og 8 meðdómsmenn kváðu upp f Hraungerði í Flóa hinn 29. apríl 1724. í forsendum þess dóms segir m.a. á þessa leið: ,Heð því að það er sannað með ffam- burði vitna, að Grfmur Magnússon hafi verið með fullu viti og rænu allt til þeirrar sömu stundar, er hann dauður fannst í brunninum, skammt fyrir vestan bæinn í Langholti, — og það líka er sannað, að hann hefir fundist í mýrinni fyrir norðan bæinn einn morgun snemma, berfættur, hafandi með sér svartan poka, hvar f var kútur með frönsku brennivíni á, sykurtoppur skertur og mikið af nýju færi, hvað inngefur stóran misþanka að hann hafi ásetning til haft það sama að gera sem síðar ffam kom, — fóum vér eigi ann- að séð en hann hafi með ásettu ráði sjálfur ofan í brunninn farið og sér týnt“ Svo kemur dómurinn og þá sést, til hvers öll þessi rekistefna hefir verið gerð: „Þess vegna skal hans eftirlátið fast og laust góss vera hálft heimfallið kóngi, en hálft réttínum og löglegum erfingj- um, þegar fyrst eru aftalnar allar sann- ar og lögiegar skuldir, og þá skipt því er afgangs verður. Skal Kgl. Maj. uppskera fyrirfram annað eins mikið af því góssi, sem Gísli Gfslason í erfingja nafni hefir ólöglega útsóað og spanderað upp á það stóra begravelsi og útför, svo vel sem annað ónauðsynlegt sem ei vera bar.“ Sfðan fara ffam skipti. öllum lausa- fjármunum er skipt f tvo jafna hluta samkvæmt virðingu og kom í konungs- hlut af því 36 hndr. 86 al., en í erfingja hlut 36 hndr. 90 1/2 al. Af útístandandi skuldum og verðbréfum varð konungs- hlutur 12 hndr. 17 1/2 al., en erfingja- hlutur 12 hndr. 1/2 al. Hin gráa loppa konungsvaldsins hafði hér sem oftar seilst tíl fslenskra fjár- muna. En það gat hún ekki gert, nema því aðeins að gert væri líklegt, að Grím- ur hefði vitandi vits ráðið sér bana, en ekki í sturlun eða hugarvíli. Það er og athyglisvert með hvílfkri umhyggju dómendur sjá um, að konungur fói sem ríflegastan hlut af dánarbúinu. Þeir ákveða, að hann skuli fó endurgreiddan helming af útfararkostnaðinum, en sé laus við að greiða málskostnaðinn, sem varð 8 hndr., eða 32 rdl. Sá kostnaður skyldi tekinn af hluta erfingjanna. (Frásögn Áma Óla) Leikararnir Baldvin Halldórsson og Gunnar Eyjólfsson afhenda Þjóöleikhúsinu myndina afsalnum eins og hann varþegar Þjóöleikhúsiö annaöi margfalt fjölbreyttari menningarstarfsemi en síöar varö. Þuríöur Pálsdóttir, formaöur Þjóöleikhúsráös, og Stefán Baldursson þjóöleikhússtjóri taka viö gjöfinni. í minningu farsæls stiórnanda 20 ár eru liðin síðan Guðlaugur Rósinkrans lét af störfum sem þjóðleikhússtjóri, en hann var sá fyrsti sem gegndi því embætti á íslandi. Eftir því sem lengra líður kemur betur í Ijós hve farsæll stjórnandi Guðlaugur var. í hans tíð varð Þjóðleikhúsið sannkallað musteri menningarinnar. Tekist var á við viðamikil leikhúsverk, innlend sem erlend, óperur og söng- leikir og ballettar voru settir upp og Þjóðleikhúsið þjónaði ágæta veí sem tónleikasalur, þar sem t.d. Sinfónfu- hljómsveitin hélt sfna föstu tónleika og fjölmargir tónsnillingar, innlendir sem erlendir, auðguðu tilveruna og Iyftu huganum upp úr skammdegis- drunganum norður á fslandi. Enn er ótalið að Þjóðleikhúsið rak skóla, ekki feerri en tvo, sem hæfði vel öllum þeim menningarbrag sem umlék Þjóðleik- húsið. Aldrei varð nokkur leikhúsgestur var við annað en að áhorfendasalur Guð- jóns Samúelssonar væri þeim fullboð- legur eða að þeim liði ekki nægilega vel þar. En niðurrifsfólk, sem haldið er sffelldum umbyltingarpirringi, gat ekki séð hann í friði og er Þjóðleikhús- ið nú orðið annað en það var. í tilefni þess að tveir áratugir eru liðnir síðan fyrstí þjóðleikhússtjórinn lét af störfum, heiðra gamlir starfs- menn minningu hans með því að færa leikhúsinu að gjöf mynd af salnum, sem svo margar ánægjulegar minn- ingar eru tengdar við, og er henni ætl- aður staður í húsakynnum Þjóðleik- hússins til að minnast þeirrar veraldar sem var. OÓ Innrabyrði úr hömruðu áli Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kælistilling Körfur Botninn er auðvitað frysti- flötur ásamt veggjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.