Tíminn - 23.10.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.10.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 23. október 1992 100 ára: Framsóknarfélag Reykjavíkur Aðalfundur Aöalfundur veröur haldinn mánudaginn 26. október n.k. kl. 20:30 aö Hótel Lind, Rauöarárstig 18. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Finnur Ingólfsson mætir á fundinn og fjaliar um stjómmála- viöhorfiö. Stjóm FR Finnur Kjördæmisþing framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi 1992 Kjördæmisþing framsóknarmanna I Vestfjaröakjördæmi verður haldiö I Bolungarvlk dagana 24.-2S. október 1992. Dagskrá: Laugardagur 24. október. Kl. 10:00 Þingsetning. Ki. 10:10 Kosning starfsmanna þingsins. Ki. 10:15 Skýrsla stjómar, umræður og afgreiösla. Ki. 11:00 Ávörpgesta. Kl. 11:30 Kosning nefnda. Matarhlé. Kl. 13:00 Steingrlmur Hermannsson alþingismaður. Kl. 14:00 Ólafur Þ. Þóröarson alþingismaður og Pétur Bjamason varaþing maöur. Almennar umræöur. Kaffihlé. Almennar umræöur. Kl. 18:00 Nefndarstörf. Kl. 19:00 Þingi frestaö. Kvöldveröur aö hætti framsóknarmanna. Sunnudagur 25. október. Kl. 09:00 Nefndarstörf. Kl. 10:00 Afgreiðsla mála. Umræöur. Kl. 12:00 Afgreiösla mála, framhald. Kl. 13:30 Kosningar. Kl. 14:30 Önnur mál. Kl. 15:00 Þingslit. Stjóm KFV Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur veröur haldinn I Félagsheimilinu mánudaginn 26. október kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Félagar, fjölmenniö. Stjómin Kjördæmisþing framsóknar- manna á Norðurlandi vestra veröur haldiö I Félagsheimilinu á Blönduósi dagana 24. og 25. október n.k. Dagskrá: Laugardagur 24. október. Kl. 14.00 Þingsetning og kosning starfsmanna. Kl. 14.10 Skýrsla stjómar, umræöur og afgreiösla reikninga. Kl. 15.00 Ávörp gesta. Egill Heiöar Glslason frkvstj. Framsókn- arflokksins, fulltrúi FUS og fulltnji LFK. Kl. 15.20 Sérmál þingsins: heilbrigðis- og tryggingamál. Fram- sögumaður Finnur Ingólfsson alþingismaður. Kl. 16.00 Kaffihlé. Kl. 16.30 Umræöur um sérmál þingsins. Stelngrímur Kl. 18.00 Lögö fram drög aö stjómmálaályktun. Kl. 18.15 Kosning nefnda og nefndarstörf. Kl. 20.30 Kvöldveröur á Hótel Blönduósi og kvöldskemmtun. Sunnudagur 25. október. Kl. 10.00 Nefndastörf. Kl. 11.00 Nefndirskila áliti, umræðurog afgreiösla nefndaálita. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30 Stjómmálaumræöur. Framsögumaöur Steingrlmur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Kl. 14.30 Frjálsar umræður. Kl. 17.00 Kosningar. Kl. 17.30 Önnur mál. Kl. 18.00 Þingslit. Akranes — Bæjarmál Fundur veröur haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 24. október kl. 10.30. Fariö veröur yfir þau mál, sem efst enj á baugi I bæjarstjórn. Bæjarfulltrúamir Kjördæmisþing á Höfn í Hornafirði Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi veröur haldiö á Höfn dagana 23. og 24. október 1992. Þingstörf hefjast kl. 20.00 föstudaginn 23. október. Stjóm KSFA Reykjavík Fulltrúaráö framsóknarfélaganna I Reykjavlk hefur opnað skrifstofu aö Hafnarstræti 20, 3. hæö. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 13:00-17:00. Stjóm fulltrúaráðslns. Kópavogur — Fulltrúaráð Aöalfundur veröur haldinn f Fulltrúaráöi framsóknarfélaganna I Kópavogi aö Digra- nesvegi 12, mánudaginn 26. október kl. 20.30. Stjómln Hafnarfjörður Framsóknarfélögin I Hafnarfiröi hafa opna skrifstofu að Hverfisgötu 25 á þriöju- dagskvöldum frá kl. 20.30. Lltiö inn, fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö. _ , _______________ Stjómlmar Kópavogsbúar — Félagsvist Félagsvist veröur spiluö aö Dlgranesvegi 12, sunnudaginn 25. október kl. 15. Kaffiveitingar, góö verölaun. Freyja, félag framsóknarkvenna Akurnesingar athugið Fundur I Framsóknarfélagi Akraness I Framsóknarhúsinu viö Sunnubraut, laugar- daginn 24. október kl. 11.00. Fundarefnl: Húsnæöismál bæjarskrifstofu, kjörfulltrúa á kjördæmisþing og önnur mál. Stjómln Finnur Jóhanna Benediktsdóttir Hundrað ára afmælið bar upp á laugardaginn 22. ágúst síðast liðinn. Og í dag, 23. október, eru liðin hundrað ár síðan Jóhanna var skírð í Mjóafjarðarkirkju á vígsludegi kirkj- unnar 1892. Mjófirðingar minntust aldarafmæl- is kirkju sinnar 12. júlf í sumar. Elli fer sínu fram og hindraði að Jóhanna kæmist til kirkju með sveitungum sínum þann dag. Hefði það þó verið harla merkilegt, því eins og að líkum Iætur er hún nú ein á lífi þeirra er viðstaddir voru fyrstu helgistund í því guðshúsi. Það var nú samt und- ursamlegt og yljaði um hjartarætur á minningardegi að vita af Jóhönnu á sínum stað og við dágóða h'ðan — í seilingarfjarlægð frá kirkjunni nú sem fyrr. Því hún fæddist í næsta húsi og hefur átt heima á sömu lóð- inni nær óslitið allt til þessa dags. Foreldrar Jóhönnu voru bæði Mjó- firðingar, Benedikt Sveinsson frá Brekkuborg og Margrét Hjálmars- dóttir frá Brekku. Þau bjuggu á Borgareyri — sem áður nefndist Brekkuborg — nær allan sinn bú- skap. Benedikt var útvegsbóndi og Eyri í Mjóafirði gegndi þó fleiri störfum. Hann skráði sagnir og skrifaði í blöð, fréttir og ádrepur. Þau Margrét eignuðust þrettán böm sem öll komust til þroska og var Jóhanna næst yngst þeirra. Þótti sá hópur tiltakanlega mannvænlegur og tápmikill. Nítján ára gömul hleypti Jóhanna á Borgareyri heimdraganum og hélt norður til Eyjafjarðar. Var hún kaupakona á Kljáströnd sumarið 1912 og dvaldist á Akureyri næsta vetur við nám og störf hjá Jóninnu Sigurðardóttur matreiðslukonu. Á þessum misserum kynntist hún Jóhanni Stefánssyni frá Brattavöllum á Árskógsströnd. Þau felldu hugi saman — og héldu austur á Mjóa- fjörð vorið 1913. Árið 1915 gengu þau í hjónabandið og byrjuðu búskap sinn í svo nefndum Efri-Kastala. Þau keyptu það hús fimm árum seinna og færðu sig um set inn að Borgareyri. Reif Jóhann Kastalann og endur- byggði þar innfrá. Nefndu þau ból- stað sinn Eyri og bjuggu þar upp frá því. Jóhann sótti bjargræði einkum til sjávar, því landsnytjar vom takmark- aðar. Áuk þess starfaði hann við smíðar. Jóhanna var mikil húsmóðir og myndvirk í hvívetna á meðan hún mátti sín. Bæði vom þau hjónin heimakær, Jóhann ekkert síður þótt áhugasamur væri um félagsmál alla ævi. Jóhanna Benediktsdóttir og Jóhann Stefánsson eignuðust tvö börn: Dav- íð, sem fæddist 20. október 1920, og Ólöfu, fædda 2. febrúar 1928, bæði vel gefin og mannvæn. Davíð var og músíkalskur, lærði orgelspil og var farinn að spila í Mjóafjarðarkirkju fyrir fermingu. í ársbyrjun 1936 veiktist Davíð Jó- hannsson hastarlega og andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar hinn 3. mars. Var það foreldrum hans þung- bær raun. Ólöf Jóhannsdóttir er gift Agli Stef- ánssyni útgerðarmanni. Einnig þau gerðu sér bólstað á Eyri og búa þar. Jóhann Stefánsson andaðist 16. maí 1973. Jóhanna hélt heimili áfram og dvelst enn á Eyri sem fyrr segir, í skjóli dóttur sinnar síðari árin. Æviferill tíræðrar grannkonu minnar verður ekki fremur rakinn að sinni. Þegar mannaböm ná að ljúka hundraðasta aldursári sínu þykja það að vonum ekki lítil tíðindi. Við þau tímamót í ævi Jóhönnu á Eyri er mér þó enn meir í hug, að um mína daga — sem einnig eru orðnir allmargir — hef ég hvorki heyrt hnjóðsyrði falla í hennar garð né heldur að hún legði misjafnt til nokkurs manns. Rósemi, hógværð og glaðlegt viðmót mætir gestum hennar, svo í dag sem áður fyrr meðan hún stóð fyrir heim- ili. Það er því að vonum að sveitung- ar og samferðamenn hugsi hlýtt til hennar Jóhönnu Benediktsdóttur um þessar mundir og biðji henni blessunar. Vilhjálmur Hjálmarsson BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA 0KKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar I ADA Jul 1L JL/ XIl Kom á götuna í febrúar '92 • Ekinn aðeins 4000 km • Ljósblár • Léttstýri • Selst á góðu verði Upplýsingar í síma 91 685582 Greiðsluáskorun Gjaldheimtan í Reykjavík skorar hér með á gjaldendur, er eigi hafa staðið skil á staögreiðslu opinberra gjalda fyrir 1-9 greiðslutímabil 1992 með eindögum 15. hvers mán- aðar frá 15. febrúar 1992 til 15. október 1992 svo og vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987, að gera það nú þegar og eigi síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari tilkynninga fyrir van- goldnum gjöldum að þeim tíma liðnum. Reykjavík 22. október 1992. Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um styrkveitingu til námsefnisgerðar á framhaldsskólastigi Ráöuneytiö auglýsir hér meö eflir umsóknum um sfyrki til náms- efnisgeröar á framhaldsskólastigi. Tllgangurinn meö sfyrkveiting- unni er aö stuöla aö aukinni námsefnisgerö á framhaldsskólastigi og draga þannig úr þeim skorti sem er á kennsluefni I hinum ýmsu námsgreinum, bæði bóklegum og verklegum. Umsóknir skulu berast menntamálaráöuneytinu, framhaldsskóladeild, fyrir 20. nóvember nk. á þar til geröum eyöublööum, sem hægt er að fá I ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.