Tíminn - 23.10.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.10.1992, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Föstudagur 23. október 1992 DAGBÓK Húnvetningafélagið Félagsvist kl. 14 á morgun í Húnabúð, Skeifúnni 17. Vetrarfagnaður á sama stað um kvöldið kl. 22. Allir velkomnir. Eskfirðingar og Reyðfirðingar í Reykjavík halda árlegt síðdegiskaffi fyrir eldri sveit- unga sunnudaginn 25. október kl. 15 f Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Skaftfellingafélagið í Reykjavik Félagsvist sunnudag 25. október kl. 14 að Laugavegi 178 (Skaftfellingabúð). All- ir velkomnir. Opna Veggsportmótið í skvassi Fyrsta punktamót vetrarins í skvassi, á vegum Skvassfélags Reykjavíkur, verður haldið í Veggsport við Gullinbrú, helgina 24.-25. október. Keppt verður í A- og B- flokkum karla og svo A-flokki kvenna. Mótið gefur punkta til íslandsmóts. Venja er að byrja mótin í lok september, en það dróst vegna Evrópusmáþjóðaleik- anna, sem haldnir voru hér á landi í lok september. Hannes Lárusson sýnir í Gallerí 11 Á morgun, laugardag, kl. 15 opnar Hannes Lárusson sýningu í Gallerí 1 1, Skólavörðustíg 4A, sem ber yfirskriftina ,Aftur Aftur“. öll verkin, sem þar verða sýnd, eru gerð á þessu eða síðasta ári. Sýningunni lýkur 5. nóvember. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Gönguklúbburinn heldur árvissan vetr- arfagnað 1. vetrardag. Kaffi og bakkelsi verða í Fannborginni. Allir Kópavogsbú- ar og gestir þeirra eru velkomnir. Skagfirðingafélagið í Reykjavík: Vetrarfagnaður Skagfirðingafélagið í Reykjavík verður með vetrarfagnað í Drangey, Stakkahlíð 17, á morgun laugardag, kl. 20. Þar verður m.a. spiluð félagsvist og diskótekið Dísa kemur í heimsókn. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 39833. FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Aðalfundur Fram- sóknarfélags Mýrasýslu verður haldinn miðvikudaginn 27. október kf. 21.00 að Brákar- braut 1, Borgamesi. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. Ingibjörg Pálmadóttir alþm. kemur á fundinn. Stjómln Ingibjörg Framsóknarmenn á Norðurlandi eystra Kjördæmisþing verður haldið á lllugastöðum i Fnjóskadal dagana 13. og 14. nóvember. Formenn flokksfélaga I kjördæminu eru hvattir til að halda aöalfundi sem fyrst og kjósa þingfulltrúa. Skrifstofa KFNE er opin alla virka daga. Simi 21180. Sljóm KFNE Aðalfundur Framsóknarfélags Dalasýslu verður haldinn f Dalabúð, Búðardal, laugardaginn 24. október ki. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður mætir á fundinn , ..... Stjómln 'ngibjorg 33. þing Kjördæmissam- bands framsóknarmanna á Suöurlandi veröur haldið i Leikskálum, Vik I Mýrdal, laugardaginn 31. október 1992. Dagskrá: Kl. 10:00 Þingsetning. Kjömir starfsmenn þingsins. Skýrsla formanns KSFS. Skýrsla gjaldkera KSFS. Skýrsla Þjóðólfs. Skýrsla húsnefndar. Umræður og afgreiðsla. Álit kjörbréfanefndar. Lögð fram drög að stjórnmálaályktun. Lögð fram drög að umhverfismálaályktun. Tillögur lagðar fram. Kosning i miðstjóm samkvæmt 12. grein laga KSFS. Ávörp gesta frá SUF og LFK. Kl. 12:00 Hádegisverður. Kl. 13:00 Efnahagsástandið — EES. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Almennar umræður. Kl. 15:30 Kaffihlé. Kl. 16:00 Umhverfismál. Kynnt drög fyrir flokksþing: Jón Helgason alþm. Umræður. Kl. 17:00 Afgreiðsla mála. Kl. 17:30 Kosningar. Önnur mál. Kl. 18:00 Þingslit. Kl. 20:00 Kvöldveröur. Kvöldvaka i umsjá Framsóknarfélaganna i V.- Skaftafellssýslu. Með fyrirvara um breytingar. Stjóm KSFS Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna I Kópavogi halda almennan stjómmálafund um EES-samningana að Digranesvegi 12, mið- vikudaginn 28. október kl. 20.30. Framsögumaður Steingrlmur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Stjómln Steingrímur Kjördæmisþing - Keflavík Kjördæmisþing framsóknarmanna á Reykjanesi verður haldið I Keflavlk 1. nóvember og hefst kl. 10.00. Dagskrá auglýst siðar. Stjóm KFR Hellaklúbbur SUF auglýsir Fömrn I Vlðgelmi. Lagt af stað frá Hymunni, Borgamesi, kl. 13.00 sunnudaginn 25. október n.k. Allir velkomnir. Sé nánari upplýsinga þörf, hringið I Olgeir, slmi 93-71867. Patriot Games ★★★ Handrit: Donald Stewart, W. Peter lllff og Steven Zailllan. Byggt á skáldsögu Tom Clancy. Framleiðendur: Mace Neufeld og Ro- bert Rehme. Leikstjóri: Phlllip Noyce. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Anne Archer, Patrick Bergin, Sean Bean, Rlchard Harris, James Eari Jones og James Fox. Háskólabió. Bönnuð Innan 16 ára. Þetta er önnur kvikmyndin um prófessorinn John Ryan og ævin- týri hans en sú fyrri, Leitin að Rauða október, þótti mjög góð. í henni fór Alec Baldwin með hlut- verk Ryans og til stóð að hann léki prófessorinn aftur, en erfiðlega gekk að semja um launin og því var Harrison Ford ráðinn til starf- ans. Vegna velgengni þessara mynda, og ekki síður bóka Clancys, er búið að ákveða að framhald verði á þessum myndum. Kannski er þetta hinn nýi James Bond, eins og haldið hefur verið fram. Þar sem kalda stríðinu er lokið, er hæpið að koma með mynd sem fjallar um samskipti stórveldanna, líkt og Leitin að Rauða október. Hryðjuverk eru mun nærtækara efni í dag, en um þau er fjallað í Háskaleikjum. Prófessor Ryan er staddur í Lond- on ásamt konu sinni og barni, þeg- skaleikir ar hann verður vitni að árás IRA á írlandsmálaráðherra Bretlands. Ryan skakkar leikinn og bjargar ráðherranum, en drepur einn hryðjuverkamanninn að bróður hans ásjáandi. Bróðirinn er hand- tekinn, en sleppur fljótlega úr vörslu lögreglunnar og vill ná fram hefndum. Hann tekur að eltast við Ryan og fjölskyldu hans og ekki dugir annað fyrir Ryan en að snú- ast til varnar. Leikstjóranum Noyce tekst að byggja upp hreint magnaða spennu í þessari mynd, sem nær hámarki í frábæru lokaatriði með tilheyrandi skotbardögum. Phillip Noyce á að baki nokkrar góðar myndir, m.a. spennumyndina De- ad Calm, en hún varð einmitt til þess að hann var ráðinn til að stjorna gerð þessarar myndar. í bókum Clancys eru nákvæmar lýsingar á ýmsum hertæknibún- aði, innviðum bandarísku leyni- Kvikmyndir þjónustunnar og yfirstjóm hers- ins. Þessar lýsingar hafa þótt svo nákvæmar að ýmsum herforingj- um hefur þótt nóg um. Þessar lýs- ingar komast náttúrlega ekki nema að takmörkuðu leyti fyrir í myndinni, þannig að vissara er að vara aðdáendur Clancys við að gera of miklar kröfur um þessi atriði. Harrison Ford hefúr mikla reynslu af leik í hasarmyndum og veldur þessu hlutverki auðveld- lega. Anne Archer leikur konu hans og er í sjálfu sér allt í lagi, en mikið ósköp er hún alltaf væluleg á svipinn í myndum sínum. Patr- ick Bergin og Sean Bean eru þræl- góðir í hlutverkum hryðjuverka- manna og þá sérstaklega Bean, sem leikur bróðurinn hefnigjama. Það er líka mjög gaman að sjá Richard Harris á hvíta tjaldinu, en þessi frábæri leikari er nú kominn aftur til starfa eftir langt hlé. Það er óhætt að mæla með Háskaleikjum, enda er hér á ferð- inni pottþétt afþreying með af- bragðsleikurum. Eins og áður sagði má búast við fleiri myndum um John Ryan og ævintýri hans á næstu misserum. Búið er að semja við Harrison Ford um að hann leiki Ryan í nokkmm myndum í viðbót, sem verða að sjálfsögðu byggðar á bókum Clancys. Örn Markússon Lygakvendiö Housesitter ★★ Framleiöandi: Brian Grazer. Handrit: Mark Stein. Saga: Mark Stein og Brian Grazer. Leikstjóri: Frank Oz. Aðalhlutverk: Steve Martin, Goldle Hawn, Dana Delany, Julie Harris, Don- ald Moffat, Peter MacNlchol. Laugarásbió og Sambióln. Öllum leyfö. í þessari mynd koma saman tveir af þekktustu gamanleikurum Bandaríkjanna, þau Steve Martin og Goldie Hawn. Frank Oz, leik- stjóri myndarinnar, á að baki ágætis myndir eins og Litlu hryll- ingsbúðina og What About Bob?. Glöggir lesendur þekkja e.t.v. Frank Oz úr þáttunum um Prúðu- leikarana, en þetta er maðurinn sem talaði fyrir Fossa björn og Svínku í þáttunum. Útkoman er farsi, sem á ágæta spretti en er yf- irleitt lítið annað en í meðallagi. Ekki er við Martin og Hawn að sakast, heldur líður myndin aðal- lega fyrir slakt handrit. Newton Davis (Martin) er frekar óspennandi arkitekt og þeirri lýs- ingu á honum er æskuástin hans sammála, því hún hafnar bónorði hans í upphafi myndarinnar. Þremur mánuðum seinna er hann ennþá í ástarsorg, en hittir Gwen (Hawn), sem er gengilbeina á veit- ingastað. Hann segir henni af ásta- málum sínum og af húsinu, sem hann byggði fyrir æskuástina og sig, í heimabæ sínum. Þarna gerði hann mistök. Gwen er ekki sein á sér að flytja í húsið og tilkynna öllum í bænum, þ.á m. foreldrum Davis, að þau séu nýgift. Þegar Davis kemur í bæinn, er Gwen búin að ljúga einu og öðru að bæjarbúum varðandi sam- band þeirra. Þá er æskuástin orðin afbrýðisöm og til að Davis geti fengið hana í hjónaband með sér, er hann til í að halda lyginni áfram. Fjöldi fólks flækist inn í þennan lygavef, sem verður sífellt flóknari með hverri mínútunni. Eins og áður sagði er slakt hand- rit það sem dregur myndina niður. Það tekur myndina of langan tíma að byrja. Farsinn nær sér ekki verulega á strik fyrr en um miðbik myndarinnar og þá er öllu skyn- sömu fólki ljóst hvernig hún end- ar. Fátt kemur verulega á óvart, nema kannski lygasögurnar sem Gwen spinnur jafnóðum og hún talar. Goldie Hawn er í skemmtilegra hlutverki en Steve Martin. Hún leikur þennan lygamörð með ágætum og kemur á óvart í þau fáu skipti sem hún þarf að vera alvar- leg. Hún mætti að ósekju reyna aftur við alvarlegt hlutverk eftir ágætis tilburði í Deceived. Steve Martin á sína spretti, en handritið lætur honum oftar en ekki verri setningar f té en Hawn. Hann á samt hrós skilið fyrir fyndnasta at- riði myndarinnar þar sem hann þarf að syngja út af einni lygasögu Gwen. Flest aukahlutverk eru vel mönnuð, en Donald Moffat, sem leikur pabba Davis, er fremstur meðal jafningja. í heildina er myndin í meðallagi og fær hún flest atkvæðin út á góð- an leik. Margir brandararnir eru ósköp þunnir, en það er hæpið að farsi geti gengið nema brandararn- ir séu góðir. Þetta eru engin ný sannindi. Það er ljóst að misskiln- inginn, vandamálin og ruglið verð- ur að skrifa af mikiili vandvirkni. Aldrei má fara yfir strikið, því þá verður þreytandi að fylgjast með. táilliveginn verður að finna og það tókst því miður ekki hér nema að litlu leyti. Örn Markússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.