Tíminn - 23.10.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.10.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 23. október 1992 Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar: Námsstyrkur til Flensborgara Auglýst hefur verið eftir umsókn- um um námsstyrki úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar, en Jón var fyrsti skólastjóri Flensborgarskóla í Hafn- arfirði, og eru styrkirnir ætlaðir fólki sem lokið hefur stúdentsprófi eða öðru lokaprófi frá Flensborgar- skóla og hyggur á framhaldsnám. Anna Jónsdóttir, ljósmyndari í Hafnarfirði, er dóttir Jóns Þórarins- sonar skólastjóra og síðar fræðslu- stjóra. Hún stofnaði sjóðinn og ánafnaði honum allar eigur sínar eftir sinn dag, en Anna lést 4. júlí 1987. Úthlutað verður úr sjóðnum í fyrsta sinn 16. desember nk. en þá verða 100 ár liðin frá fæðingu Önnu Jónsdóttur. Úthlutað verður 250 þúsund kr að þessu sinni. Samstaða um óháð ísland vill þjóðaratkvæða- greiðslu um EES samninginn: Lokaátak undir- skriftasöfnunar Nú um helgina fer fram Iokaátak í undirskriftasöfnun samtakanna Samstöðu um óháð ísland fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um EES-samninginn. Söfnunin hefur að sögn Samstöðu- fólks gengið vel úti á landi en sama verði ekki sagt um höfuðborgar- svæðið. Því á að gera lokaátak og ljúka söfnuninni nú um helgina. Fólk frá Samstöðu verður við allar helstu verslunarmiðstöðvar og í Kolaportinu með undirskriftalista og eru allir hvattir til þess að rita á þá áskorun til stjórnvalda um að þau gefi þjóðinni kost á að segja álit sitt á málinu. Fyrstu vikuna í nóvember mun al- þingi að öllum líkindum afgreiða þingsályktunartillögu um að samn- ingurinn verði borinn undir þjóðar- atkvæði. Því hvetur Samstaða alla til að rita undir áskorunina svo listarn- ir geti orðið tilbúnir sem allra fyrst og komist á skrifstofu Samstöðu að Laugavegi 3, 2. hæð. —sá stjórnstöð Vara. Árni Ólafsson öryggisvörður situr en fyrir aftan hann stendur Baldur Ágústsson, forstjóri Vara. Tímamynd Áml Bjama VARI TÍU ÁRA Vari, ein elsta öryggisþjónusta landsins, er 10 ára um þessar mund- ir. í upphafi fólst starfsemin í upp- setningu þjófavarnarkerfa en tekur nú til fleiri þátta. í því sambandi má nefna öryggisráðgjöf, öryggisbúnað, sérstaka þjónustu eins og t.d. flutn- ing á verðmætum og öryggishólf. Frá upphafi hefur öryggismiðstöð fyrirtækisins verið opin allan sólar- hringinn og eru nú mörg hundruð stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar tengdir við öryggismiðstöðina. -HÞ Hækkun flutningsgjalda hjá Eimskip og Samskipum á stykkjavöru er talin leiða til 3% hækkunar á almennu vöruverði: Jólagjöfin í ár til almennings Hjörtur Emilsson hjá Samskipum segir að félagið muni hækka flutnings- gjöld á stykkjavörum svipað því og Eimskip hefur tilkynnt frá og með næstu mánaðamótum, eða um 6% að meðaltali. Flutningsgjöld hækka þau mest frá Ameríku og Bretlandi, eða um 11% og 4,2% frá Þýskalandi. Að mati stórkaupmanna munu þessar hækkanir leiða til 3% hækkunar á al- mennu vöruverði. Þar sem innflutningur jólavamings fer að mestu fram í þessum og næsta mánuði má með sanni segja að þessar hækkanir á flutn- ingsgjaldi skipafélaganna sé jólagjöf þeirra til almennings í ár. Bókaskattur íþyngir heimilum og skólafólki „Fyrirhugaður bókaskattur mun leiða til verðhækkunar á bókum og hafa í för með sér samdrátt í bóksölu og koma hvað þyngst niður á skóla- fólki og heimilum þessa lands,“ segir Félag leikstjóra á íslandi. Þetta kemur fram í nýlegri sam- þykkt félagsins þar sem það mót- mæla harðlega öllum áformum rík- isstjórnarinnar um bókaskatt. Þar segir að íslensk tunga og menning sé það sem næri líf þessarar þjóðar. Orörétt segir og: „Nú þegar sam- skipti þjóða verða æ nánari og menningarleg landamæri eru að hverfa er afar brýnt að standa vörð um listræna framsköpun, fræðistörf og námsgagnagerð á íslensku. Með skattlagningu bóka er vaxtarskilyrð- um menningar okkar stefnt í hættu.“ Þessu til viðbótar er rétt að minna á að Flugleiðir hækkuðu flutnings- gjöld í fragtflugi til og frá Ameríku um 5% um síðustu mánaðamót. Þá hafa íslensk verslun, Bílgreina- sambandið, Félag íslenskra stór- kaupmanna og Kaupmannasam- tökin mótmælt þessum hækkun- um harðlega og einnig formaður Neytendasamtakanna. Þá mun Verðlagsstofnun láta kanna for- sendur þessara hækkana en flutn- ingsgjöldin hafa verið undanþegin verðlagsákvæöum frá því í apríl í ár. Að mati hagsmunasamtaka kaupmanna og innflytjenda tekur þessi hækkun allan þann ávinning til baka sem náðist þegar jöfnunar- gjaldið var lagt niður og umhugs- unarvert að þegar flest fyrirtæki þurfa að sætta sig við skertan hlut vegna samdráttar í viðskiptum skuli önnur komast upp með það að hækka taxta sína einhliða. Stefán Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna, segir að innflutningur á jólavarningi sé mestur í þessum og næsta mánuði en einnig eitthvað á fyrstu vikum desembermánaðar. Hann segir að þessar verðbreyting- ar hjá skipafélögunum muni ótví- rætt leiða til verðhækkana á jóla- vörum landsmanna í ár. Eimskip mun hækka flutnings- gjöld stykkjavöru í inn- og útflutn- ingi og önnur þjónustugjöld um 6% frá og með næstu mánaðamót- um. Breytingarnar eru þó mis- munandi eftir myntum. Þannig hækka t.d. flutningsgjöld frá Amer- íku og Bretlandi um 11% á sama tíma og flutningsgjöld frá Þýska- landi hækka um 4,2%. Ástæða hækkunarinnar er m.a. samdráttur í efnahagslífi landsmanna sem hef- ur minnkað flutning til og frá Iand- inu um 10%, óraunhæf samkeppni hefur rýrt tekjurnar enn frekar auk þess sem félagið telur að almennt verðlag hérlendis og erlendis hafi hækkað um 5%-7% frá því flutn- ings- og þjónustugjöld félagsins hækkuðu síðast. Hjörtur Emilsson hjá Samskipum segir að félagið muni tilkynna við- skiptavinum sínum um svipaðar hækkanir og Eimskip hefur þegar gert og einnig af sömu ástæðu. Hins vegar verður engin breyting á töxtum félagsins í strandsigling- um. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þessar boðuðu hækkanir séu veru- legur skellur fyrir almenning á sama tíma og hann á æ erfiðara með að ná endum saman. „Við hljótum að harma og gagnrýna þessar hækkanir," sagði Jóhannes. Hann segir að þessar hækkanir komi afar spánskt fyrir sjónir þegar ástandið í þjóðfélaginu sé með þeim hætti að kaupmáttur minnk- ar og atvinnuleysi eykst. „Það kem- ur mér einnig undarlega fyrir sjón- ir þegar boðberar frjálsrar sam- keppni og verðmyndunar bera því við að samkeppnin sé orðin of mik- il. Næsta skrefið hlýtur því að vera að óska eftir því að flutningsgjöldin lúti verðlagsákvæðum þar sem frjálsræðið gekk ekki upp og allt tal þar um var bara plat,“ segir Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. -grh Landeigendur í Mývatnssveit: Enga raflínu um Mý- vatnssveit Landeigendur Reykjahlíðar við Mý- vatn vísa á bug hugmyndum um línulögn samhliða byggðalínu um Mývatnssveit frá Fljótsdalsvirkjun. Þetta kemur fram í samþykkt land- eigendanna. Þar kemur fram stuðn- ingur við tillögu Landsvirkjunar um línulögn yfir Ódáðahraun. Þá segir að það væri þjóðarskömm að leggja línu um Mývatnssveit þar sem í kjöl- farið yrðu unnar verulegar gróður- skemmdir á viðkvæmum svæðum. Jafnframt er dregið í efa öryggi línu- lagnar yfir Kröflu/Öskjusvæðið. MERKIÐ VIÐ 13 LEIKI Leikir 24.og 25. okt 1992 Viltu gera uppkast að þinni spá? 1. Malmö FF-AIK O ESCZl 2. Norrköping — Trelleborq FF B [DHC2] 3. Öster — IFK Göteborg 11 L±][x J[ 2 ] 4. Diurqárden — Hácken □ ! 1 II x 'il 2 | 5. GAIS — Brage B 000 6. V-Frölunda — Örebro Q I 1 II x || 2 I 7. Arsenal — Everton 8. Blackbum — Manch. United □ mmrá'i 9. Coventry City — Chelsea □ msi 21 10. Liverpool — Norwich Citv ib mmm 11. Middlesbro — ShefF. Wed. Qi mmm 12. Oldham — Aston Villa mmmm 13. Q.P.R. — Leeds United eq mmm JÖI I I ö' o 1 p ; 1 m cc 1,3 > SlcS o'pll .1 tr Z3 O < o /II í cr | o cs> * cc IC —i LU u. e •o Í II s' 2 ./ Z s —J < s li s 3 m 3 Q >- 4X s >1 SAk 71 ITA xl á| LS || 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 2 1 1 1 1 1 1 X X X X 6 4 0 3 2 1 2 1 1 1 2 2 X 1 5 1 4 4 X X 2 1 2 1 1 1 1 1 6 2 2 5 X X 1 X 1 X 1 1 2 X 4 5 1 6 2 2 2 2 1 X X 2 2 2 1 2 7 7 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 9 1 0 8 1 X 1 1 X 1 2 1 X 1 6 3 1 9 1 X 1 1 1 1 X 1 X 1 7 3 0 10 1 1 X 1 X 1 1 X 1 X 6 4 0 11 2 X 1 X X 1 X 2 2 2 2 4 4 12 X X 2 X 1 2 2 2 2 1 2 3 5 13 X X X 2 2 2 1 X X 1 2 5 3 STAÐAN í SVÍÞJÓÐ 28. október 1992 MEISTARAKEPPNIN 1. Öster ....74 2 1 15-7 29 2. AIK ....74 12 16-7 27 3. Norrköping .... ....73 04 9-14 27 4. Malmö FF ....73 13 9-9 23 5. Trelleborgs FF ....7 3 0 4 12-20 23 6. IFK Göteborg. ....72 0 5 10-14 18 KVALSVENSKAN 1. Djurgárden .... ..11 55 1 25-9 20 2. Örebro ..11 6 1422-13 19 3. Brage ...11 542 16-8 19 4. Halmstad ...106 13 19-16 19 5. GAIS ...1052 3 17-10 17 6. Hácken ...10514 19-19 16 7. V-Frölunda ...11 1 37 15-23 6 8. IFK Sundsvall ...100 1 9 4-38 1 STAÐAN í ENGLANDI 20. október 1992 Úrvalsdcild Norwich Blackbum 11 73 1 24- 9 24 Coventry QPR .... 12 5 52 18-12 20 Manchester Utd 12 552 14-10 20 Arsenal 12 624 15-12 20 AstonVilla 11 54220-14 19 Leeds 12 45322-19 17 Middlesbro 1144 321-1616 Ipswich 123 7 2 17-16 16 Chelsea 12444 16-15 16 Sheffield Wed 1243 5 15-16 15 Oldham 123 5420-21 14 Manchester City 12 34 5 13-13 13 Everton 1234 5 11-14 13 Liverpool 1234 5 16-20 13 Sheffíeld Utd 12 33 6 12-18 12 Southampton 12255 11-16 11 Tottenham 12255 11-21 11 Wimbledon 12 2 4 6 16-20 10 Crystal Palace 1217415-1910 Nottingham Forest 11 1 37 10-22 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.