Tíminn - 23.10.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.10.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. október 1992 Tíminn 5 Ásdís Thoroddsen: Kvikmyndahús á landsbyggðinni Ég ætla ekki að gera að umfjöll- unarefni í þessu erindi mínu ánægjuleg samskipti reykvískra kvikmyndagerðarmanna við áhugamannaleikfélög víða um land. Án leikgleði áhugamanna hefði mörg kvikmyndin ekki orðið nema innantómt hulstur. Heldur vík ég að dapurlegri þátt- um, með talnaþulum, um niður- níðslu á þeirri ágætu stofhun sem bíóið er—var — í hverju byggðar- lagi. Nýja bíó á Siglufirði er eitt elsta starfandi kvikmyndahús á landinu. Ekki veit ég um það eldra. Það var stofnað árið 1924 af Hinriki Thor- arensen héraðslækni. Þegar um- svif Nýja bíós voru sem mest, voru sýningar haldnar daglega, rétt eins og í Reykjavík, kvikmyndimar keyptar beint erlendis frá og á Bíó- bamum, vertshúsi í tengslum við kvikmyndahúsið, daíhaði syndin. Þetta var á þeim árum þegar sfld- in gekk í firðina, og 20 til 30 kvik- myndahús héldu uppi reglulegum sýningum utan Reykjavíkur. Löngu fyrir sjónvarp, vídeó og kap- al. Nú er að finna kapal á 10 stöðum, Stöð 2 nær til 90% af byggðu bóli og 1 til 3 vídeóleigur er að finna í hverju þorpi. Já, og sfldin hvarf. Af þeim næstum 30 bíóum, sem voru starfrækt reglulega, eru rúmlega 10 eftir. Gangfærar sýningarvélar em enn til víða, á tæpíega 40 stöð- um, en margar hverjar þarfnast viðhalds eða viðgerðar. Á Snæfells- nesi eru allar vélar komnar í mask; á Suðurlandi öllu og allt austur á Fáskrúðsfjörð eru ekki nema sýn- ingarvélarnar hérna á Flúðum sem enn em keyrðar. í flestum félagsheimilum Iands- ins er ekki efnt til sýninga nema þegar íslenskur framleiðandi ónáðar, hringir og fær húsvörð til að taka við mynd, á eins árs fresti hingað til. Og góð mynd í Sjón- varpinu, eða segjum spennandi mynd, er vís með að slá á aðsókn- ina í kvikmyndahúsið þetta eina sýningarkvöld. Það er keppni á milli fjölmiðl- anna. Þegar Stöð 2 náði fótfestu á landsbyggðinni hafði það meiri áhrif á bíóaðsókn en þegar vídeó- bylgjan reið yfir. Stöð 2 náði líka að ganga frá nokkmm kapalkerf- um þar sem þau vom fyrir, ef hún var þá ekki tengd inn á kerfið. Tvær nýjar sýningarvélar kosta 2,3 milljónir. Það er enginn sjóður til sem ætti hlutverks síns vegna að veita styrk til kaupanna. Sam- kvæmt lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga frá 1990 er kostnaður sem þessi á herðum sveitarfélaganna. Sú leiðindaspuming liggur nærri hvort áhuginn sé nægjanlegur til þess að hægt sé að halda uppi viku- legum eða í það minnsta mánaðar- legum sýningum í þorpum og kaupstöðum landsins. Ég hef spurst fyrir þar sem kvik- myndasýningar hafa lagst af. Auð- vitað vilja allir komast í bíó við og við. Eldri kynslóðin saknar þess að geta ekki séð myndimar á tjaldi, í myrkum sal þar sem saga og mynd fær notið sín að fullu, fjarri síma- glaumi, kjaftæði og kaffidrykkju fyrir framan litla skjáinn. Það var farið í bfó til þess að hitta fólk, til- dragelsi átti sér stað, þarna var líf. Á tjaldinu og fyrir framan það. Bfóið er mikilvægur staður yngri kynslóðinni til þess að sýna sig og sjá aðra og þarf ekki að orðlengja það frekar. Þar sem sýningum er ekki haldið uppi, hefur hún alist upp við myndbönd, en ætla má að krakkamir kæmust fljótt á bragð- ið, ef þráður yrði tekinn upp að nýju. Þessa áhuga á að koma upp reglu- legum kvikmyndasýningum gætir víða, jafnvel á stað eins og Ólafsvík. Þar geta íbúar valið á milli 8 sjón- varpsrása í gegnum kapal og disk, 2 myndbandaleigur em á staðnum og 2 aðrar í næsta nágrenni. En sýningarvélarnar vantar. Þessa áhuga gætir líka á Höfn í Horna- firði þar sem ekki hafa verið sýn- ingar í 5 ár. Þar kvabba ungling- amir í rekstrarstjóra Sindrabæjar. En sýningarvélamar eru ónothæf- ar, tjaldið er slæmt og húsið hefur verið í viðgerð. Það er erfitt að reka kvikmynda- hús á landsbyggðinni. Reyndar hefur aðsókn verið betri að þeim húsum, sem eftir em, síðustu tvö, þrjú árin en rétt eftir að vídeó- bylgjan reið yfir. En sveiflur em miklar og tengjast þær myndavali. „Stórmyndirnar" eða „toppmynd- imar‘‘, eins og þær em kallaðar, ganga lengi í Reykjavfk og seint og um síðir kemst þetta eina eintak, sem til er á landinu, út fyrir borg- armörkin. Og þá em heimamenn búnir að sjá myndina í ferðum sín- um suður. Yfirleitt er bara eitt ein- tak keypt til landsins þegar um „stórmynd" er að ræða, því þau em dýrari en kópíur miðlungssölu- myndanna, en þær em oft sýndar hérlendis í tveimur eintökum. Kvikmyndahússtjórar úti á landi vilja flestir leigja myndirnar frá bíóhúsunum í Reykjavík á föstu gjaldi, sem er tvenns konar eftir því sem sölugildi kvikmyndarinnar er talið. Þá taka þeir á sig áhætt- una ef aðsókn er treg. En á smærri stöðum þar sem hún er treg, er þetta slæmur kostur og þarf bíó- hús staðarins oft að panta mynd- bandsspólu og leigja hana út, held- ur en að sýna sömu mynd á tjaldi í eitt kvöld. En „toppmyndirnar" em alltaf sýndar á prósentum. Það þýðir að kvikmyndahús í Reykjavík, sem út- vegar myndina, fær rúman einn þriðja híuta aðgangseyris í sinn hlut. Ef 70 manns sækja sýning- una er brúttó ágóði 35 þúsund. Rúm 10 þúsund fara til Reykjavík- ur, annað eins fer í rekstrargjöld af húsinu, svo 10 þúsund em eftir og á þá eftir að borga dyraverði. Nú hefur mér orðið tíðrætt um sölumyndir. En ég geng út frá því sem vísu að blanda listrænna kvik- mynda og mynda til dægradvalar sé hverju kvikmyndahúsi nauðsyn- leg. En auðvitað er það léttmetið sem trekkir pening og skapar þar með rekstrargmndvöll. En hvaða leiðir em færar? Ég tek þrjú dæmi: frá Siglufirði, Borgar- nesi og Egilsstöðum. Á Siglufirði hefur verið farin sú leið að lokka fólk f bíó út á annað en myndina sjálfa. Eitt af því ánægjulegasta við kvikmyndasýn- ingar er sem fyrr sagði það að fara út á meðal fólks; kvikmyndasýning er viðburður. Til þess að ýta undir þetta hlutverk Nýja bíós, hefur ver- ið sett upp aðstaða til kaffidrykkju og spjalls þar sem hægt er að setj- ast niður að sýningu lokinni. Það er einnig í bígerð að opna Bíóbar- inn að nýju. Gömlu sætunum á að kasta út og setja bekki í staðinn, svo hægt sé að nota bíóið einnig til dansleikjahalds. Borgnesingar hafa farið aðra leið. Þar er bíóið orðið félagsmiðstöð. Settir vom peningar í að gera upp salinn og nýju hljóðkerfi komið fyrir. Kvikmyndasýningamar em þáttur af unglingastarfseminni og sjá unglingamir sjálfir um valið á myndum. Sýnt er einu sinni í viku, gloppótt þó, en vel er látið af und- irtektum. Á Egilsstöðum stendur til að Hót- el Valaskjálf, sem sér um bíóið, og kvikmyndaklúbbur Menntaskólans á Egilsstöðum hefji með sér sam- starf. Sýningar eiga að vera reglu- legar, unglingarnir ætla að sjá um myndavalið og hótelið leggur til húsnæðið. Fleira væri hægt að gera til þess að hefja kvikmyndahúsið til fyrri vegs og virðingar. Félag kvik- myndahúseigenda mætti ígmnda hvort ekki væri hægt að kaupa fleiri eintök af sölumyndunum til landsins, svo fólk á landsbyggðinni geti horft á myndimar á nokkum veginn sama tíma og fólkið í Reykjavík. Félag kvikmyndahús- eigenda mætti ígmnda hvort kvik- myndahússtjórar úti á landi gætu ekki valið á milli þess að taka myndir á prósentum eða á föstu gjaldi, og gilti þá það sama um sölumyndimar. Einnig gætu stjómvöld lagt sitt af mörkum. Mér dettur í hug Jöfnun- arsjóður sveitarfélaga. Hann legg- ur til, lögum samkvæmt, ffamlag þegar byggja á skóla eða félags- heimili. Hvað félagsheimili varðar, þá em þau flest fullbyggð fyrir löngu. Nú er kominn tími endur- bóta og viðgerða. Það gæti orðið góður stuðningur sveitarstjóm- um, sem vilja hafa menningar- og skemmtanalíf í sinni sveit sem fjöl- breytilegast, að geta sótt í þennan sjóð þegar um kaup á sýningarvél og tjaldi er að ræða eða endurbæt- ur á sal og hljóðkerfi. Árið 1990 var gert átak í Frakk- landi undir stjóm herra Jacks Lang menningarmálaráðherra til að efla allar greinar kvikmynda- iðnaðar þar í landi. Hluta af fénu var ætlað að rétta hlut áhorfenda á landsbyggðinni gagnvart áhorf- endum í Parísarborg. Kvikmynda- húsum var gert kleift að bæta húsakostinn og tækniútbúnaðinn og skilaði það sér í aðsókn. Aðstoð var boðin kvikmyndahúsum, sem áttu í peningakröggum, og til sveitarfélaga sem tóku að sér reksturinn þegar peningaáhætta var annars vegar. Þessi maður, Jack Lang, titlaður menningarmálaráðherra, kallaði sig „arfleifðarráðherra". Nú em kvikmyndir það form skemmtun- ar, menntunar og menningar sem fundið var upp á okkar öld. En er það svo, að þessir samkomustaðir, þessar „tilfmningastöðvar“, sem bíóhúsin em, heyri sögunni til í flestum plássum landsins? Er fólk- ið endanlega komið í sófann? Bíóhús er torg; kvikmyndir em næmar á púls tímans, og því trúi ég að það sé það sem fólk hreinlega vill, hvar á landi sem það býr: að geta skroppið í bíó og tekið á þeim púlsi. Höfundur er kvikmyndageröarmaöur. Erindi flutt á ráðstefnunni „Menning um landið" 16.-17. októbersl. að Flúðum Sjálfstæð póstmálastofnun á Álandi Póstmálastofnun Álands tekur til starfa þann fyrsta janúar 1993. Þá er lokið því tímabiíi, sem Finnland hefir rekið póstinn á Álandseyjum, fyrst sem venjulegan finnskan póst og síðan frá 1984 með álenskum frímerkjum, þó jafngildum og finnskum á bréf frá eyjunum. Þegar ný stofnun hefur starfsemi sína, þarf síðan að gera sérstakt merki fyrir hana. „Logo“ heitir þetta á fínu máli, en er í raun eins- konar vömmerki. Þegar svo auk þess er um að ræða merki fyrir stofnun eins og póstmálastofhun einhvers lands, þarf þetta merki að vera tíðlaust, það á að nýtast um eilífð, eða svo gott sem. Sex aðilum, auglýsingastofum og listamönnum, var boðið að taka þátt í samkeppni um merki fyrir Póstmálastofnun Álands. Viðkom- andi sendu síðan inn sautján til- lögur að merkinu. Úr þessum 17 vom svo fimm tillögur valdar sem mögulegar og valið stóð síðan á milli þeirra. Það var póststjóm eyjanna, ásamt markaðshilltrúa og fulltrúa frí- merkjasölunnar, sem endanlega ákváðu merkið, en áður hafði starfsfólk póstsins fengið að segja sitt álit Þá hafði verið leitað álits prófessors Jukka Pellinen við lista- háskólann í Helsingfors. Það, sem þótti best, var að allir þessir aðilar vom sammála um endanlega merkið. Merkið, sem hlaut svona einróma samþykki, var unnið af listamann- inum Pekka Kukkoken hjá auglýs- ingastofunni BSB Finnad í Hels- ingfors. Sérgrein hans em einmitt hverskonar merki eða „logos“, og hefir hann t.d. gert merki heims- meistarakeppninnar í frjálsum íþróttum, sem haldin var í Finn- landi 1983. Innsigli í miðju merkisins sem svart, og pósthom sem hvítt, em aðalþættirnir í merkinu og á hvort tveggja vel við póstinn. Pósthomið mun hafa verið notað fyrir póst- inn, sem merki hans, allt frá árinu 1494 að austurríski pósturinn not- aði það í merki sitt. Saga póstsins á Álandi nær aftur í tímann til ársins 1638, svo það er ef til vill kominn POSTEN Merki Póstmálastofnunar Álandseyja. tími til að sjá pósthom í merki hans. Svo em náttúrlega litimir í merkinu blátt, gult og rautt. Það er svo auglýsingaskrifstofan Maridea í Mariehamn sem hefir formað hvemig nota skal merkið í hinum ýmsu tilfellum. Það er td. á bfla, póstkassa, fána, eyðublöð og hverskonar skiíti á hús og annað. Það er á gmndvelli laganna um aukna sjálfsstjóm Álandseyja, sem yfirtaka póstsins á sér stað. Eftir þetta heitir það Póstmálastofnun Álands og heyrir undir heima- stjóm eyjanna. Torsten Wikstrand verður fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, en Marina Lindquist er hinsvegar markaðsstjóri þess. Aðalskrifstofan verður í Mariehamn á Álandseyj- um. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.