Tíminn - 05.11.1992, Page 2

Tíminn - 05.11.1992, Page 2
2 Tíminn Fimmtudagur 5. nóvember 1992 Framtíð Grímseyjar ræðst öðru fremur af stjórnvaldsaðgerðum um stjórn fiskveiða: Niðurskurður á kvóta hefur bitnað illa á eyjarskeggjum Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, segir að framtíð byggðar í eynni ráðist öðru fremur af því hver framvindan verður í stjóm fiskveiða, en sí- felldur niðurskurður á kvóta hefur þegar valdið eyjarskeggjum miklum bú- sifjum. Sem dæmi nefnir Þorlákur að bát- ur, sem hafði 80 tonna kvóta árið 1984, hefur á yfirstandandi fisk- veiðiári aðeins 30 tonna kvóta, 26 tonn í þorski og 4 tonn í ufsa. Þessi mikli niðurskurður hefur haft mikil áhrif á tekjur manna og sveitarfé- lagsins, en þrátt fyrir mótbyrinn er enginn uppgjafartónn í eyjarskeggj- um, nema síður sé. Þorlákur vísar því á bug að Gríms- eyingar séu einhver byrði á þjóðfé- laginu og blæs á allar tillögur í þá veru að flytja íbúana uppá fastaland- ið, eins og ýjað hefur verið að opin- berlega. í þessum og næstu þremur mánuð- um er helmingur línuafla utan kvóta, og eins hafa smábátaeigendur í Grímsey fiskað tonn á móti tonni fyrir sjávarútvegsfyrirtæki uppá landi, sem eiga gnótt veiðiheimilda. Þessi sóknarfæri hafa þó enn sem komið er gefið lítið í aðra hönd, sök- um þess hve afli hefur verið tregur. Alls eiga 116 manns lögheimili í eynni og hefur íbúum frekar fjölgað, ef eitthvað er. Nýverið var öllum starfsmönnum ferjunnar Sæfara sagt upp störfum, en um næstu ára- mót munu málefni ferja heyra undir Vegagerð ríksins. Þá flýgur Flugfé- lag Norðurlands nokkrum sinnum í viku út í Grímsey. „Við höfum orð samgönguráðherra fyrir því að við munum fá jafngóöa ferjuþjónustu og verið hefur, og því treystum við,“ segir oddviti Gríms- eyjar. -grh Þessi mynd eftir Kenneth Jarecke er úr Flóabardaga og sýnir kolað lík af íröskum hermanni. Listasafn ASÍ og Kringlan: Ljósmyndasýningin World Press Photo Arlega fréttaljósmyndasýningin World Press Photo verður opnuð í Listasafni ASÍ á laugardag, 7. nóv., kl. 14. Sýningin verður nú í fyrsta sinn sýnd í heild sinni á íslandi, en vegna þess hve hún er umfangsmik- il verður um helmingur hennar í Kringlunni. „Kringluhelmingur" sýningarinnar verður opinn frá mánudeginum 9. nóv. til 18. nóv. og verður opinn á opnunartímum Kringlunnar. Aðgangur verður þar ókeypis. Sýningin í Listasafni ASÍ verður uppi til sunnudagsins 22. nóv. Málmur, samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, mótmæla ummælum formanns LÍÚ í þeirra garð: Smekklaust og rangt Máimur, samtök fyrírtækja í málm- og skipaiðnaði, segja það bæði smekk- laust og rangt hjá Krístjáni Ragnarssyni, formanni Landssambands ís- ienskra útvegsmanna, að halda því fram á nýafstöönum aðalfundi útvegs- manna, að íslenskur skipaiðnaður sé ekki samkeppnisfær við erlendan vegna óhagkvæmni og kostnaðar vegna óunninna tíma og yfirborgana. Húnvetningafélagið í Reykjavík: Kaffisala, hlaðborð Kaffisala og hlaðborð verður í Húna- búð, félagsheimili Húnvetningafé- lagsins í Reykjavík, nk. sunnudag frá kl. 15. Þetta er árlegur viðburður hjá fé- laginu og er ágóðanum varið til að bjóða eldri Húnvetningum til kaffi- samsætis, sem haldið er í maí á hverju vori. Þá sé það ekki heldur rétt að fyr- irtækin hafi lagt til að banna eigi útgerðarmönnunm að láta smíða skip eða gera við þau erlendis. Hið rétta er að Málmur hefur lagt það til að Fiskveiðasjóður veiti ekki lán til nýsmíða eða breytinga á íslenskum skipum erlendis, enda sé litið svo á að það standi sjóðn- um nær að stuðla að atvinnuupp- byggingu innanlands en ekki er- lendis. Þannig vinnur Norski fisk- veiðasjóðurinn, sem veitir ekki þarlendum útvegsmönnum fyrir- greiðslu ef vinna á viðkomandi verk erlendis. Hins vegar fagna samtök fyrir- tækja í málm- og skipaiðnaði ályktun aðalfundar LÍÚ þess efnis að kannað verði hvað veldur því að íslenskir útvegsmenn leita til út- landa með smíði og viðgerðir í þeim mæli, sem raun ber vitni. Þá árétta samtökin þá skoðun sína að íslenskur skipaiðnaður sé fyllilega samkeppnisfær við er- lendan, eins og útboð sanna, ef ekki þarf að berjast að auki við um- talsverðar beinar eða óbeinar nið- urgreiðslur, eins og tíðkast í Pól- Iandi og öðrum Evrópulöndum. -grh Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fullgiltur: Barnaréttur í stað foreldraréttar? Baraasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var fullgiltur í síðustu viku. „Barna- sáttmálinn gerír mjög skýlausar kröfur til þess að bömin eigi rétt á foreldr- um, en ekki öfugt,“ segir Arthur Morthens, formaður samtakanna Bama- heilla. Félagsmálaráðherra vill beita sér fyrir að umboðsmaður baraa taki til starfa innan tveggja ára. Þetta kom fram á ráðstefnu, sem samtökin Barnaheill héldu í síðustu viku, þar sem fjallað var um barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1989. Arthur fagnar að aö sáttmál- inn hafi loksins verið fullgiltur hér, en áður hafa 127 lönd fullgilt sátt- málann. Arthur vonar að ótrúlega sterk for- eldravernd hérlendis víki fyrir rétti barna. Hann segir að breytingar, sem þetta hafi í för með sér, muni ekki snerta íslenska barnalöggjöf, sem sé í fullu samræmi við barna- sáttmálann. „Framkvæmdahliðin hefur alltaf verið veikleiki í stjórn- sýslu á íslandi," segir Arthúr. Þar á hann við að skoða þurfi atriði eins og rétt barna til beggja foreldra. Einnig nefnir Arthur rétt barna til að tjá sig. „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoð- anir sínar og að það sé hlustað á sjónarmið þeirra," segir Arthur. Hann álítur að þessi réttur hafi ekki verið virtur sem skyidi í dómskerf- inu. Þar nefnir hann sem dæmi for- ræðismál. Jafnframt þessu nefnir Arthur fóstr- unar- og vistunarmál barna, sem hann segir að þurfi að skoða betur. Rétt innflytjendabarna segir Arthur að þurfi að athuga betur, ekki síst í sambandi við kennslu í íslensku. „Þau eiga jafnframt rétt á kennslu í móðurmáli sínu og menningu," seg- ir Arthur. Þá víkur Arthur að kynferðislegri misnotkun á börnum og álítur slík mál síst færri en í nágrannalöndum. „Mér sýnist nú fyrst og fremst að þessi barnasáttmáli sé tæki og við- spyrna til að styrkja stöðu barna og koma börnum ofar á forgangslista í stjómmálum á íslandi," segir Art- hur. Arthur telur að ráðstefnan hafi þrýst á íslensk stjórnvöld að fullgilda barnasáttmálann. „Við erum þjóð nr. 127 sem fullgildum sáttmálann. Það eru fá dæmi um slíkar vinsældir al- þjóðlegra samninga," segir Arthur. Arthur segir að samningurinn verði fullgildur frá og með næstu áramót- um. Þá fagnaði Arthur vilja Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra til að beita sér fyrir starfi umboðs- manns barna innan tveggja ára. Hann segir að Guðrún Helgadóttir hafi lagt fram frumvarp á fjórum þingum, sem ekki hafi náðst sam- staða um fyrr en nú. Hann segir að umboðsmanninum sé ætlað að sjá um framkvæmd barnaverndarmála. Með samþykkt sáttmálans skuld- binda íslensk stjórnvöld sig til að kynna sáttmálann fýrir íslending- um. Þá eiga þau að sjá til þess að öll ákvæði barnasáttmálans séu virt hér á landi. Arthur segir að sérstök fram- kvæmdanefnd muni hafa eftirlit með framkvæmd sáttmálans. Hún sendir skýrslu þar að lútandi til eftirlits- nefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur aðgang að öllum upplýsingum hérlendis. -HÞ Þing Neytendasamtakanna telur að hátt vöruverð hérlendis stafi m.a. af offjárfestingu i verslun: Óviðunandi staða fyrir neytendur „fslenskir neytendur gera þá sjálfsögðu kröfu að þeir búi við sama vöruverð og neytendur í nágrannalöndum okkar,“ segir í ályktun ný- afstaðins þings Neytendasamtakanna. í ályktuninni kemur fram sú skoðun þingsins að offjárfesting í íslenskri verslun hefur m.a. leitt til hærra vöruverðs fyrir ís- lenska neytendur en gengur og gerist í nágrannalöndum, og nær undantekningalaust selja ís- lenskir framleiðendur vörur sín- ar á hærra verði en sambæriiegir erlendir framleiðendur. „Þessi staða er óviðunandi fyrír neyt- endur.“ Þingið telur að með samningi um evrópskt efnahagssvæði gef- ist svigrúm tií að endurskoða verðmyndun í framleiðslu og verslun, auk þess sem þingið hvetur íslensk stjórnvöld til að skapa innlendri verslun og fram- leiðslu þau skilyrði að mögulegt verði að byggja upp hagkvæmara og öflugra viðskipta- og athafna- líf. Að mati þingslns mega þó stjórnvaldsaðgerðir eldd verða til þess að staða ísienskra viðskipta- aðila verði verri en samkeppnis- aðila þeirra í öðrum Iöndum. Á þingi Neytendasamtakanna var Jóhannes Gunnarsson ein- róma endurkjörinn formaður samtakanna, en þetta mun vera fimmta kjörtímabil hans sem formanns. Ennfremur kaus þingið nýja tólf manna stjóm samtakanna og þar vekur athygii að aðeins þrír stjórnarmanna eru af iandsbyggðinni; hinir níu eru allir búsettir í Reykjavík. -grh

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.