Tíminn - 05.11.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.11.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 5. nóvember 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9. 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Frjálslyndi í stað frjálshyggju Að vonum ríkir mikill fögnuður í herbúðum Bills Clin- ton og meðal stuðningsmanna hans eftir glæsilegan kosningasigur er hann var kjörinn forseti Bandaríkj- anna. Clinton boðar nýja tíma þar sem hagsæld og jöfn- uður á að ríkja, og með kjöri hans afneitar þjóðin lang- varandi frjálshyggju sem þeir Reagan og Bush eru sam- nefnarar fyrir. Hnignandi efnahagur, sívaxandi atvinnuleysi meðal nánast allra stétta og versnandi kjör urðu Bush að falli, en sjálfur treysti hann á frægðarljóma þann er hann hugði leika um sig á sviði utanríkismála. En hinn nýi forseti mun ekki hefja neinn dans á rósum er hann sest í Hvíta húsið í janúar n.k. Það eru tröllauk- in verkefni, sem takast þarf á við til að reisa efnahagslíf- ið við eftir langvarandi samdráttarskeið, styrkja þarf undirstöður atvinnulífs og bæta hag þeirra sem minnst mega sín og er fjöldi þeirra meiri en áður í sögu lands- ins. Takast þarf á við fjárlagahalla undangenginna ára og gjaldþrot peningastofnana sem frjálshyggjan lék grátt, og má segja að þar hafi byltingin étið börnin sín. En Clinton hefur sýnt það í kosningabaráttunni að hann er ódeigur að takast á við óvinnandi verkefni, eins og viðureignin við Bush var álitin vera þegar vegur hans var hvað mestur eftir sigurvinninga í útlöndum. Og hann stendur ekki einn, því hann hefur veraldar- vanan og kappsfullan samherja að baki sér, þar sem er Al Gore, verðandi varaforseti. En það sem enn meira er um vert, er að flokksmenn Clintons, demókratar, hafa góðan meirihluta í báðum deildum þingsins í Washing- ton. Er því að vænta að góð samvinna verði milli þings og forseta og ráðgjafa hans og mun það auðvelda öll stjórnarstörf. Samhuga forseti og þingdeildir eru miklu líklegri til að ráða fram úr þeim miklu vandamálum sem á Banda- ríkjamönnum brenna, en þegar forseti er í öðrum flokki en þingmeirihlutar, eins og verið hefur í tíð núverandi forseta. Enda hefur sú sambúð oft gengið stirðlega. Hvað varðar stefnu í utanríkismálum eru ekki líkur til að mikil breyting verði á, að lítt breyttu ástandi. Sam- vinna Bandaríkjanna og Evrópuríkja innan Atlantshafs- bandalagsins verður svipuð og verið hefur. En fullvíst má telja að Bandaríkjamenn dragi mjög úr hernaðar- umsvifum sínum og fækki herliði á erlendri grund, bæði af sparnaðarástæðum og vegna þess að miklu frið- vænlegra er í heiminum eftir að kalda stríðinu lauk. íslendingar kunna að hafa áhyggjur af minnkandi tekj- um vegna hernaðarframkvæmda hér, en hitt er víst að herverndarsamningurinn við Bandaríkin er og verður í fullu gildi og munu bæði ríkin eiga góða samvinnu hér eftir sem hingað til. Og síst af öllu þurfa íslendingar að kvíða, þótt frjálslynd öfl setjist nú að í Hvíta húsinu. Þær ályktanir, sem í fljótu bragði má draga af úrslitum kosninganna í Bandaríkjunum, eru að þarlendir kjós- endur hafna hörðum gildum frjálshyggjunnar, en velja frjálslyndi og þor ungrar kynslóðar til að takast á við fortíðarvanda og byrja upp á nýtt. Morgunblaðlð síðaslllðlnn sunnu- dag var mlkil pólib'sk fróðlelksnáma. í Reykjavíkurbréfi var lýst yfir naer Ósktíyrtuni stuðningl við Davíö Oddsson forsaetisráherra í átökum hans við sjávarútveginn og Þorstein Pálsson. Reykjavíkurbréfsritari lagðist meira að segja í miklar texta- skýringar á ræðu Þorsteins Páisson- ar á LÍÚ-binginu til þess að sýna fram á að upptalning hans á sjávarp- lássum væri aumkunarvert ioddara- bragð tii þess gert að skelfa fólk og hræða. Textaskýringar þessar voru hinar gagnmerkustu, þó draga megi í efa að þeir, sem hlustuðu á ræðu Þorsteins, hafi yfirieitt getað skilið reeðu hans öðruvísi en svo að um táknræna upptalningu vaeri að ræða, en ekki að hann vaeri að kveða upþ dauðadóm yfir nákvæmlega þessum 37 sjávarplássum. Flott mynd En auk Reylgavíkurhréfsins var í sunnudagsmogganum viðtalið víð- fræga við Davíð Oddsson. í því við- tali er það tvímælalaust myndin af Davíð, sem mesta athygli vebur. Þetta er fjórdálka mynd af forsætxs- ráðherra þar sem hann situr við skrifborð landsföðurins trúlega í stjórnarráðinu. Á myndinni sést ein- beittur og ákveðinn forsætisráð- herra, sem er með hnefann á Íofti augljóslega albúinn tí! að takast á við þá efnahagsörðugieika sem við blasa. Þar fer greinilega ekki neinn aukvisi. Fyrirsögnin á viðtalinn sfyður enn frekar víð þessa ímynd hörkutóls, sem Morgunblaðið er að draga upp af sínum manni: „Hlaup- umst ekki undan merkjum". Ekki verður annað sagt en að fag- ntannlega sé að verki staðið hjá Morgunblaöinn í þessn viðtali, og á það bæði við um uppsetningu, text- ann og myndina, sem allt vinnur satnan að þvf að skapa forsætisráð- herranum ímynd þess manns setn býr yfir festu, þrautseigju og úrræð- um. Slíkt er lika í samræmi við þau pólitísku markmið, sem ritari Reykjavíkurbrefs ieggur fram. Óheppni með pylsu- salann En í stóru blaði er oft erfitt að hafa yfirsýn yfir alla hluti, og það verður þvt að tdjast nokkur óheppni hjá Morgunblaðinu að f sama blaði lend- ir iesendabréf frá Ásgetri Hannesi Eiríkssyni, pylsusala og fyrrutn sjáifstæðismanni, sem lagðist í flokkaflakk og tyigdi Albert yfir í Emnn Borgantflokkinn og endaði síðan í Nýjum vettvangi með Ólínum og Kristínum stjómtnáiabaráttunnar. I þessu lesendabréfi er Ásgeit Hannes að gagntýna eitt og annað hjá Davíð og telur pólitíska stöðu Davtðs nú vera mun verri en þeir Morgun- biaðsmenn vilja vera fáta. Óhætt er að segja að ýmislegt í málflutningi Ásgeirs Hannesar um vonlausa pólitíska stöðu Davíðs Oddssonar er athyglisvert, ekkt Síst með tiIUti tU Ijósmyndarinnar fram- ar í blaðinu. Ásgeir segir nt.a. í bréf- inu: ,JHeð því er skeið Davíðs Odds- sonar í rauninni á enda ronhið í pól- itík og jafnvei fyrr en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Hitt er svo annað mál hvort ráðhemmn skilur þá stööu sína frekar en aðra þætti lýðræðisins. Líklega mun karUnn daga nppi f rústum síns nánasta umhverfis með hnefann á lofti.“ Sé miðað við hiná pólitísku þróun í vikunni, getur Garri ekki að því gert að velta fyrir sér hvort Ásgeir Hannes hafi eWti hitt nagiann á höf- oðið. Vissulega er Morgunblaðið að verða einasti vinur og um leið nán- asta umhverfí forsætisráðherrans, og vissulega situr hann ábúöarfull- nr t þessu umhverfi — með hnefann á lofti. Hvort lúðrasveitir leika kveðju- marsa Davíð til heiðurs á næsta landsfundi sjálfstæðismanna, eins og Ásgeir Hannes spátr, skal úsagt látið, en slíkter vissulega ekki ótrú- legt Garri Gaggó Alþingi og EES í gær afhentu forssvarsmenn Samstöðu um óháð ísland forseta Alþingis undir- skriftslista með nöfnum um 34 þúsund manna sem vilja að EES samningurinn verði borinn undir þjóðaratkvæði. í gær kynntu líka forystumenn Qögurra fjöldasamtaka þá sameiginlegu afstöðu sína að þau vildu að samningurinn yrði borinn undir þjóðaratkvæði. Þessi sam- tök voru ASÍ, BSRB, Stéttasamband bænda og Neytendasamtökin. Stjómarandstaðan öll stendur að tillögu til þingsályktunar um að samningurinn fari í þjóðarat- kvæði. Meirihluti allsherjamefndar, sem fjallað hefur um þessa þingsályktun hef- ur mælt með þjóðaratkvæði, þó nefnd- arálitin sem það gerðu hafi verið tvö. í dag ætiar Alþingi íslendinga að taka afstöðu til þess hvort samningurinn um EES fer í þjóðaratkvæði eða ekki og það er ríkisstjómin og stærstur hluti þing- liðs hennar sem hyggst þrátt fyrir ofan- greindar staðreyndir mæla gegn því að farið sé með þetta mál til þjóðarinnar. Rökin með og á móti þjóðaratkvæða- greiðslu hafa komið nokkuð skýrt fram á undanfömum dögum þannig að óþarft ætti að vera að tíunda þau enn einu sinni. Nóg er að minna á örfa aðal- atriði. Þeir sem vilja þjóðaratkvæði benda á upplýsingagildi þeirrar um- raeðu sem atkvæðagreiðsla myndi óhjá- kvæmilega knýja fram auk þess sem atv- kvæðagreiðsla sé eðlileg og lýðræðisleg málsmeðferð þegar slíkt stórmál er ann- ars vegar. Að treysta Alþingi Það er hins vegar máiflutningur and- stæðinga þjóðaratkvæðis sem vekur þó mesta furðu, því hann byggist á því að vísa til hinnar sterku þingræðis- hefðar á íslandi og að almenningur verði að treysta á kjöma fulltrúa sína. Eðli þingræðislegs fulltrúalýðræðis sé einialdlega svona og að vitaskuld sé sjálft Alþingi fslendinga verðugur vett- vangur til að taka ákvörðun um skuld- bindingar eins og þær sem felast í EES samningnum. Látum vera þó einstaka þingmenn stjómarliðsins taii með þessum hætti en þegar ráðherraliðið er farið að tala í upphöfnum tóni um að Alþingi íslend- inga beri að sýna traust hlýtur að fara að styttast í ógleðina hjá þeim sem á hlýða. Trúlega hafa fáar ríkisstjómir sýnt af sér jafnmikinn hroka og lítils- virðingu gagnvart Alþingi en sú sem nú situr. Báðir formenn stjómarflokk- anna, forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra, hafa líkt Alþingi við gagn- fræðaskóla og sagt að umræður á Al- þingi líkist einna helst gagnfræða- skólamálfundi. Þegar að þessu hefur verið fundið hafa þessir háu herrar báðir gert sig breiða og (yllilega gefið í skyn að það væri tímasóun að fara með mál inn á þing. Bráðabirgðalögin ogAlþingi Virðingarleysi ríkisstjómarinnar allrar, og þó sérstaklega Davíðs og Jóns Baid- vins, (yrir Alþingi kom líka með áberandi hætti í ljós fyrir aðeins nokkmm mán- uðum. Þegar braðabirgðaiög voru sett í kjölfar kjaradómsúrskurðar sl. sumar var ríkisstjóminni í lófa lagið að kalla saman þing, enda er þing nú að störfum allt árið. Það var hins vegar ekki gert og beint og óbeint var sú skýring gefin að það kostaði svo mikla umræðu, karp og vesen að koma lögunum í gegnum þingið að það væri hreinlega ekki hægt að standa í því. Það var á slíkum forsendum sem fram- kvæmdavaldið, með þá Davíð og Jón Baldvin í broddi fylkingar, rúllaði yfir iöggjafavaldið. Þá hentaði ekki að „sýna Alþingi íslendinga það traust sem það verðskuldar og krafist er af því sam- kvæmt þingræðislegu fuiltrúavaldi". Það hentar hins vegar nú að nota þennan fagurgala um þingið til að komast hjá því að þurfa að leggja stórmál undir þjóðar- atkvæði þó svo að um það sé gerð svo víðtæk krafa í samfélaginu að ekki ætti að vera hægt að ganga framhjá henni. Tvískinnungur og valdhroki ríkis- stjómarinnar er slíkur að því verður hreinlega ekki trúað að Alþingi íslend- inga láti þetta viðgangast öllu lengur. Á þetta mun reyna í atkvæðagreiðslunni á þingi í dag. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.