Tíminn - 05.11.1992, Qupperneq 7

Tíminn - 05.11.1992, Qupperneq 7
Fimmtudagur 5. nóvember 1992 Timinn 7 „ Upphaf nýrra tíma “ er fyrirheit Bills Clinton sem hefur verið Ig'örinn 42. forseti Bandarílganna: Bandaríkin hafa snúið frá Reaganbyltingunni Bill Clinton, sigurvegari Demókrataflokksins um æðsta embætti Banda- ríkjanna sem repúblikanar höfðu verið einráðir um í 16 ár samfleytt, sagðist ekki hafa minna í hyggju en „upphaf nýrra tíma“ í Bandaríkjun- um þegar ljóst var að ríkisstjórinn í Arkansas hafði verið kjörinn 42. for- seti Bandaríkjanna í gær, aðeins 46 ára að aldri og fyrsti kosni Banda- rílq'aforseti sem fæddur er eftir síðari heimsstyijöld. „Kæru landar. í dag hefur banda- ríska þjóðin valið í bjartri von, með djörfung og fjöldaþátttöku að hefja nýjan þátt í sögu sinni," sagði hann síðdegis í gær. í ávarpi til fagnandi stuðningsmanna í Little Rock, höfúðborg Arkansas, bar hann lof á stuðningsmenn sína sem hefðu myndað óvenjulegt bandalag í baráttu fyrir breyting- um. Hann ákallaði líka stuðnings- menn repúblikanans Georges Bush sem enn situr í embætti, og þá sem veittu hinum óháða Ross Perot stuðning sinn, um að taka þátt í því að koma á nýjum tímum í Bandaríkjunum. 370 kjörmenn Clin- tons í 33 ríkjum Kosningarnar snerust um efna- hags- og atvinnumál. Loforð Clin- tons um að koma fram með nýjar hugmyndir og að binda enda á 12 ára efnahagsstefnu repúblikana urðu til að vinna honum stórsigur í vali kjörmanna, hann hlaut alls 370 kjörmenn í 33 ríkjum, Bush 168 í 18 ríkjum og Perot fékk eng- an kjörmann. Kosningabaráttuna byggði Clin- ton á því að taka sér forystuhlut- verk meðal nýrrar kynslóðar Am- eríkana og hann varð næstum að láta í minni pokann fyrir árásum á persónuleika hans, kynlíf og hvernig hann komst hjá herskyldu í Víetnamstríðinu. Bush hafði ráðist stöðugt á Clin- ton í kosningabaráttunni og sagði hann mann sem vantaði skapfestu og væri ekki treystandi til að valda forsetahlutverkinu, en viður- kenndi kurteislega ósigur sinn þegar fyrir lá að Bill Clinton hefði hreppt hnossið. „Svona lítum við á og þjóðin ætti líka að líta þannig á þetta. Þjóðin hefur látið álit sitt í ljós og við ber- virðingu fyrir lýðræðinu," um sagði Bush, sem orðinn er 68 ára, við vonsvikna stuðningsmenn í heimaborg sinni, Houston. Hann sagðist hafa hringt í Clin- ton til að óska honum til hamingju og heita því að valdaskiptin yrðu hnökralaus. Samkvæmt stjórnarskránni verð- ur Clinton settur inn í embætti 20. janúar nk. „Clinton háði sterka kosningabar- áttu. Ég óska honum alls hins besta í Hvíta húsinu," sagði Bush. Þegar hann gekk af sviðinu sneri hann sér að konu sinni, Barbara, og sagði: Þetta er búið. Þátttaka Perots færði Clinton sigurinn í kosningunum í gær fengu Clin- ton og meðframbjóðandi hans A1 Gore, öldungadeildarþingmaður frá Tennessee, meirihluta atkvæða eingöngu vegna þátttöku Perots. Perot, milljarðamæringurinn frá Texas, eyddi meira en 60 milljón- um dollara af eigin fé til að leggja áherslu á að embættismenn ríkis- valdsins væru þjónar fólksins en ekki öfugt. Perot hafði eins og Bush spáð sjálfum sér sigri þrátt fyrir að skoðanakannanir fýrir kosningar sýndu að hann myndi tapa og hann staðfesti að hann er einn sterkasti óháði forsetaframbjóðandinn sem fram hefur komið í sögunni í Bandaríkjunum. Tálið var að hann hefði hlotið um 13 milljónir atkvæða, samanborið við 32 milljónir Clintons og 28 milljónir sem Bush hlaut, gott meira en þau 10 milljón atkvæði sem kynþáttaaðskilnaðarsinninn George Wallace fékk 1968. Og 19 prósentin sem hann fékk eru mun meira en nokkur annar óháður frambjóðandi hefur fengið, nema Teddy Roosevelt, sem fékk 27% at- kvæða sem framfarasinnaður frambjóðandi 1912. Margir Bandaríkjaforsetar hafa Hin nýju forsetahjón Bandarfkjanna eru þau fyrstu í sögu landsins sem fædd eru eftir síöara stríö. Hér eru þau Hilary og Bill á kosn- ingaferðalagi fyrir nokkrum vikum. tekið við embætti án þess að hafa meirihluta atkvæða bak við sig og þar á meðal má telja John Kennedy og Richard Nixon. Clinton nýtur bæði mikils yfirburðasigurs í kosningunum og samstarfs við sterkan meirihluta demókrata á þingi. Við sigur hans komst aftur til valda í Hvíta húsinu flokkur sem aðeins hefur ráðið þar ríkjum í fjögur ár af undanförnum 24 ár- um. Og þessi sigur markaði meiri stórbreytingu á pólitískum vett- vangi en orðið hefur í Bandaríkj- unum frá því 1980 þegar síðasti demókrataforsetinn Jimmy Carter laut í lægra haldi í hægri sinnaðri byltingu sem feykti Ronald Reagan í forsetastólinn með Bush sér við hlið. í reynd voru Bandaríkjamenn í gær að kveða upp sinn dauðadóm yfir Reagan-byltingunni. Clinton verður þriðji yngsti for- seti Bandaríkjanna frá upphafi. Hann ólst upp, föðurlaus og í fá- tækt í Hope, Arkansas, en gerðist forystumaður Demókrataflokks sem hefúr gengið í endurnýjun líf- daganna. Hann er jafnnæmur á óskir viðskiptalífsins og verð- mætamat aímennings og það hvernig virkja megi ríkisvaldið til hjálpar fólkinu. í kosningabaráttunni lagði Bush áherslu á traust og persónuleika en Clinton hélt sig fast við það að nauðsynlegt væri að koma fram með nýjar hugmyndir til að lyfta efnahag þjóðarinnar upp úr lægð- inni. Óánægðir kjósendur gengu til kjörborðsins fleiri en nokkru sinni fýrr og voru augsýnilega á sama máli og Clinton. Þar með varð Bush fýrstur kosinna forseta repú- blikana eftir Herbert Hoover sem ekki hefur náð endurkosningu til annars kjörtímabils. Efnahagsvandi og at- vinnumál aðalmálin í augum kjósenda Skoðanakannanir meðal kjósenda á kjörstöðum um allt land sýndu að efnahagsmál og atvinnumál eru langmikilvægustu málefnin í aug- um þeirra, og því næst áhyggjur vegna fjárlagahallans og heilsu- gæslumála, en þetta voru einmitt þau þrjú atriði sem Clinton lagði linnulaust áherslu á alla þá 13 mánuði sem hann sóttist eftir for- setaembættinu. Næstum 80% þeirra sem svöruðu í könnunum álitu efnahagsmálin í megnasta ólagi og 65% voru óánægð með hvernig Bush hefði tekið á þeim vanda. Atriði eins og persónuleiki fram- bjóðanda, traust og gildi fjölskyld- unnar, sem Bush lagði hvað mesta áherslu á, snertu lítið við kjósend- um. Táp Bush leiðir til valdabaráttu innan flokks hans, Repúblikana- flokksins. í húfi er hugmynda- fræðileg stefna flokksins og hvern- ig standa skuli að næstu kosninga- baráttu um forsetaembættið að fjórum árum liðnum. Kjósendabylgjan sem tryggði Clinton sigur, breytti líka samsetn- ingu þingsins þó að báðar deildir þess haldi áfram að lúta öruggum meirihluta demókrata og nú held- ur flokkurinn um valdataumana við báða enda Pennsylvania Av- enue í fýrsta sinn síðan 1980. Kjördœmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi: Ríkisstj ómin fari frá og efnt verði til kosninga Kjördætnisþing framsóknarmanna á Vesturlandi sem haldið var um síðustu helgi telur að skapa verði undirstöðuatvinnuvegum landsins bætta rekstr- arstöðu, m.a. með lækkun tilkostnaðar, svo sem vaxta, orkuverðs og niður- fellingar aðstöðugjalds, enda verði sveitarfélögunum tryggðar tekjur til að bæta upp tekjumissi vegna aðstöðugjaldsins. Lögð er áhersla á að við þessa aðgerðir verði auknum álögum beint að hátekjufólki, en kaupmáttur hinna lægst launuðu verði varinn. „Kjördæmisþingið mótmælir gjaldþrotastefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem hefur leitt til stórfellds at- vinnuleysis og fátæktar alþýðu manna og að í þess stað verði tekið upp á ný blandað hagkerfi og á þann hátt verði núverandi kerfi óheftrar og miskunnarlausrar frjálshyggju kveðið niður. Leiðin út úr vandanum er að núverandi rík- isstjórn fari frá og fram fari kosn- ingar til Alþingis sem fýrst," segir í ályktun sem samþykkt var á þing- inu. Þingið krafðist þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild Islands að EES og ítrekaði að fylgja verði fast eftir þeim fýrirvörum sem framsóknar- menn hafa sett varðandi samning- inn um Evrópskt efnahagssvæði. Þingið lýsti sig jákvætt gagnvart hugmyndum um að koma á fót „reynslusveitarfélögum" ef íbúar þeirra samþykkja hugmyndina. Jafnframt lagði þingið áherslu á að sameining sveitarfélaga verði ekki framkvæmd með valdboði og í and- stöðu við vilja íbúa einstakra sveit- arfélaga. Jafnframt var lögð áhersla á að sveitarstjórnarstigið verði eflt. Þingið var vel sótt. Framsögu- menn voru Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður Halldór Ásgríms- son, varaformaður Framsóknar- flokksins, Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður og Erna Bjarnadótt- ir landbúnaðarhagfræðingur. -EÓ BORNIN HEIM! ALMENN FJÁRSÖFNUN 2.-15. NÓV. 1992 STONDUM SAMAN OG SYNUM VIUANN í VERKI! Prátt fyrir rúmlega tveggja ára þrotlausa baráttu, hefur hvorkl gengib né reklö i því aö ná börnunum Dagbjörtu og Rúnu helm frá Tyrklandl. Margir hafa lagt málinu 110 og sýnt vlljann I verkl, en betur má ef duga skal. MeO samstllltum stuOnlngl fslensku þjóOarinnar má lelOa þetta erflOa mál tll farsælla lykta. VIO skulum öll eiga okkarþátt Iþvi aO réttlætiO slgrl aO lokum. Hægt er aö grelöa framlag meO greiöslukortl. Hafiö kortiö viö höndlna þegar þér hrlnglö. Elnnlg er hægt aö grelöa meö gíróseöll sem sendur veröur helm. SÖFNUNARSÍMI: a wh,, mm MM WM WM w& JfflM 81 i í:v V ám. mJm m W ml jf B éá ÍV'v'v';- -w m bb mm VinaUl VIÐ ERUM VIÐ SIMANN KL. 10-22. Fjórgæsluaðili: Landsbanki Íslands. Samslarfshópurinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.