Tíminn - 05.11.1992, Side 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
Askriftarsími
Tímans er
686300
KERRUVAGNAR OG KERRUR
Bamaiþróttagallar á frábæru verði.
Umboðssala á notuðum bamavðrum.
Sendum í póstkröfu um land allt!
BARNABÆR, Ármúla 34
Símar: 685626 og 689711.
VERIÐ VELKOMIN!
Bilasala Kópavogs
Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi
■ Sflil 642190
Vantar nýlega bíla.
Mjög mikil eftirspurn.
VERIÐ VELKOMIN
Iíniinn
FIMMTUDAGUR 5. NÖV. 1992
ASÍ, BSRB, Neytendasamtökin og samtök bænda krefjast þess að þjóðin fái að segja skoðun sína á EES:
Samtök launþega og neytenda
krefjast þjóðaratkvæðis um EES
Talsmenn þjóöaratkvæðis um EES; Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna,
Haukur Haildórsson, formaður Stéttarsambands bænda, og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Tímamynd Ámi Bjama
Fjögur af stærstu almannasam-
tökum á íslandi, ASÍ, BSRB,
Stéttarsamband bænda og Neyt-
endasamtökin, skora á Alþingi
að láta fara fram þjóðaratkvæða-
greiðslu um EES- samninginn,
en Alþingi mun taka afstöðu til
málsins í dag. Samtökin benda
á að skoðanakannanir sýni að
70-80% þjóðarinnar séu fylgj-
andi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þau telja ennfremur að slík at-
kvæðagreiðsla muni kalla á um-
ræðu í þjóðfélaginu sem muni
skýra betur en nú liggur fyrir
hvaða þýðingu EES hafi fyrir
þjóðina.
Þing allra samtakanna fjögurra
hafa samþykkt nær einróma að
krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um
EES-samninginn. Þetta þýðir ekki
að þau séu á móti samningnum.
Hvorki ASÍ, BSRB né Neytendasam-
tökin hafa tekið formlega afstööu til
samningsins, en Stéttarsambandið
hefur hins vegar samþykkt að hafna
honum. Þing ASÍ mun taka afstöðu
til samningsins í lok mánaðarins, en
talsmenn BSRB og Neytendasam-
takanna segja að ekki sé fyrirhugað
að samtök þeirra taki formlega af-
stöðu til EES.
„Það er margt í umræðunni um
EES sem stangast á og að sumu leyti
er það eðlilegt. Bæði fylgismenn og
andstæðingar samningsins líta svo á
að þetta sé að ýmsu leyti óvissu-
ferðalag. Því fer ekki hjá því að það
verður aldrei komist að óyggjandi
niðurstöðu um öll álitamál. Reyndar
er það svo að það sem einn sér sem
kost á samningnum sér annar sem
löst á honum. Hitt er verra að það er
sumt í fullyrðingum um EES sem
stangast fullkomlega á og við lítum
svo á að slíkar mótsagnir þurfí að
skýra. Til að knýja fram þær skýring-
ar sé þjóðaratkvæðagreiðsla og um-
ræða um hana heppilegasta leiðin,"
sagði Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB.
„Þessi samningur er umdeildur og
ég tel það afar veikt að samþykkja
þennan samning með mjög tæpum
þingmeirihluta. Það er ljóst að mik-
ill meirihluti þjóðarinnar vill þjóð-
aratkvæðagreiðslu um þennan
samning og ég tel það fráleitt ef
stjórnmálamenn ætla að hunsa
þann vilja," sagði Jóhannes Gunn-
arsson, formaður Neytendasamtak-
anna.
„Við teljum að sú umræða sem yrði
undanfari þjóðaratkvæðagreiðslu
myndi vera mjög upplýsandi hvað
þessi samningur inniheldur. Við
höfum orðið varir við að það er eitt
og annað í þessum samningi sem er
óljóst og menn túlka misjafnlega,“
sagði Haukur Halldórsson, formað-
ur Stéttarsambands bænda. í þessu
sambandi var vísað til reynslu Dana
og Frakka, en mjög mikil og jákvæð
umræöa varð um samrunaþróunina
í Evrópu þegar Maastricht-sam-
komulagið var borið undir þjóðina.
Andstæðingar þjóðaratkvæða-
greiðslu um EES hafa fullyrt að slík
atkvæðagreiðsla muni fyrst og
fremst fjalla um pólitískt ástand í
dag, þ.e. snúast um stuðning eða
andstöðu við ríkisstjórnina. Þessu
svararÁsmundur Stefánsson, forseti
ASÍ.
„Auðvitað blandast pólitík inn í öll
stærri þjóðfélagsmál, en hins vegar
held ég að ef það væri látin fara fram
þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta
mál þá myndu menn taka afstöðu til
þessa einstaka máls. Ég held að það
liggi Ijóst fyrir að afstaðan til EES er
skipt innan allra stjórnmálaflokka
og nægir að minna á umræður inn-
an Kvennalista síðustu daga. Þetta
eru kannski enn frekari rök fyrir því
að málið fari í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ég held að það væri síðan
rangt af stjórnmálamönnum að fara
að draga einhverjar aðrar pólitískar
ályktanir af niðurstöðu í slfkri at-
kvæðagreiðslu," sagði Ásmundur.
Ögmundur tók undir þetta og sagði
að hefðbundin skipting þjóðarinnar
í stjórn og stjórnarandstöðu eigi
ekki við í þessu máli. Menn myndi
sér skoðun á EES eftir eigin sann-
færingu miklu frekar en flokkslín-
um.
Fram kom í máli fjórmenninganna
að þingmönnum bæri að taka alvar-
lega þegar fulltrúar frá stærstu al-
mannasamtaka í landinu sameinast
um að krefjast þjóðaratkvæðis um
EES-samninginn. -EÓ
...ERLENDAR FRÉTTIR...
WASHINGTON
Clinton óskað gæfu
og gengis
Heillaóskirnar streymdu til Arkansas
eftir að Bill Clinton hafði unniö for-
setaembaettiö af George Bush meö
þvi aö lofa langþreyttum Bandarikja-
mönnum nýjum tímum. Bill Clinton er
fyrstur demókrata til að setjast i for-
setastólinn I 16 ár, en hann vann Ge-
orge Bush meö vænum meirihluta
meö því aö lofa nýjum aögeröum i
efnahagsmálum. Bandarikjamenn
eru þekktir aö þvl aö vera slakir viö aö
kjósa en kjörsókn nú var sú mesta í
áratugi.
EVRÓPA
Gengisbreytingar í kjölfar
forsetakosninga í BNA
Gjaldeyrismarkaöir í Evrópu sýndu
dauf viöbrögö viö sigri Clintons sem
viöast haföi veriö vænst. Dollarinn
reis I Aslu en féll aftur I Evrópu á
meöan fjárfestar biöu viöbragöa
markaösins í New York. Veröbréfa-
markaöir I Evrópu sýndu varla nokkur
viöbrögö viö kosningaúrslitunum og
virtust einbeita sér aö eigin vanda-
málum.
MIÐAUSTURLÖND
Misjafnlega brugðist
við Clinton
Israelar fögnuöu sigri Clintons ákaf-
lega en Palestínuarabar höföu allan
vara á vegna yfirlýsinga Clintons i
baráttunni um stuöning viö Israela
og arabar óttast aö friöarviöræöur í
Miöausturlöndum kunni aö hægja á
sér I kjölfar kosningaúrslitanna.
LONDON
Major kokhraustur
John Major, forsætisráöherra Bret-
lands, hélt þvi fram i gær aö hann
myndi sigra kosningar i þinginu um
Evrópumálin eftir aö uppreisn innan
hans eigin flokks haföi veikst en hún
heföi getaö leitt til afsagnar Majors.
BRUSSEL
Evrópubandalagið í hættu
Talsmenn Evrópubandalagsins í
Brussel lýstu þvi yfir aö hætta væri á
klofningu meöal hinna 12 þjóöa
bandalagsins ef breska þingiö
greiddi atkvæöi gegn sameinaöri
Evrópu.
AMSTERDAM
Hollendingur næsti
forseti EB?
Jacques Delors segir aö hollenski for-
sætisráöherrann, Ruud Lubbers, sé
rétti maöurinn til aö taka viö af honum
sem forseti Evrópubandalagsins þeg-
ar valdatímabili hans lýkur áriö 1994.
BELGRAD
Panic sleppur fyrir horn
Alþjóölegar tilraunir til að koma á friöi
i Bosníu komust aftur á skriö eftir Mil-
an Panic, forsætisráöherra Júgóslav-
iu, komst naumlega hjá vantraustsyf-
irlýsingu og Serbar í Bosniu ákváöu
aö sitja áfram viö samningaboröið.
LISBON
Bardagar í rénum
Síöustu átök milli stjórnarliöa í Angóla
og andspyrnumönnum UNITA virtust
nánast fjara út og teikn eru á lofti um
áframhaldandi viöræöur.
ACCRA
Rawlings áfram við völd
Leiötogi Ghana, Jerry Rawlings, hef-
ur tekiö áberandi forystu I fyrstu for-
setakosningum sem haldnar hafa
veriö frá þvi hann komst til valda áriö
1981. Eftir aö úrslit voru Ijós i 77 af
200 kjördæmum landsins sást aö
Rawlings haföi hlotiö 52% atkvæöa
gegn 35% helsta keppinautarins,
söguprófessorsins Albert Adu Boa-
hen.
NICOSIA
Bandarískur fangi í íran
Iranir segjast hafa tekiö bandariskan
mann, Milton Mayer, til fanga, sakaö-
an um ólögleg viöskipti og tengsl viö
starfsemi erlendra leyniþjónusta.
DENNI DÆMALAUSI
„Allirað horfa núna og ekki missa afneinu.
Wilson brosir rétt strax. “