Tíminn - 12.11.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.11.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. nóvember 1992 Tíminn 5 Magnús H. Gíslason: Feilnótur í Þrastarsöng Crein sem Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsambands bænda, rítaði í Tímann þann 16. okt 8.1., hefur orðið undirtyllu utanrík- isráðherra, Þresti nokknim Ólafssyni, tilefni til þess að staulast fram á ritvöllinn í Morgunblaðinu nú fyrir nokkrum dögum. Ekki ætla ég mér að fara að svara fyrir Gunnlaug Júlíusson, hann er áreiðanlega fullfær um það sjálfur, enda sýnist mér, við samanburð á greinum þeirra Gunn- laugs og Þrastar, að hann sé ekki einu sinni annarrar handar maður Gunnlaugs — og er jafnvel ekki örgrannt um að hann griUi í það sjálfur. Það er stundum sagt að „margt sé skrítið í kýrhausnum" og virðist það svo sannarlega eiga við í utan- ríkisráðuneytinu. Eða hvað segja menn um speki eins og þá, „að full- trúar bændasamtakanna, ásamt Al- þýðubandalaginu" séu „þeir einu", sem gjalda vilja varhug við EES- samningnum, og talað er um að þetta fólk „loki öllum skilningarvit- um“ þegar nefndir samningar séu „til umfjöllunar og afgreiðslu". Já, ekki er það álitlegt. En hvemig er því háttað með „skilningarvitin" í utanríkisráðuneytinu? Hvað með afstöðu launþegasamtakanna? Em þau e.t.v. gengin í bændasamtökin eða Alþýðubandalagið? Hvað um af- stöðu þeirra fjölmörgu, sem gagn- rýnt hafa EES-samninginn? Þetta fólk er í öllum stjómmálaflokkum nema kannski síst í þeim kynduga sértrúarsöfnuði, sem mðst hefur til forystu í því fyrirbæri, sem kallar sig „Jafnaðarmannaflokk íslands" þótt sumir á þeim bæ stæri sig af því að vera hægra megin við sjálft frjálshyggjulið íhaldsins. Veit Þröst- ur þessi ekkert um hin fjölmennu, þverpólitísku samtök, sem nefnast „Óháð ísland"? Em þau kannski einnig gengin í bændasamtökin eða Alþýðubandalagið? Ja, „þá mega nú fuglamir fara að vara sig". Það er engu líkara en að Þröstur hafi bara sofið á sitt græna eyra, síðan hon- um, eftir mikla pólitíska hrakninga, JVií veit auðvitað eng- inn um það fyrirfram hveryrðu úrslitþjóð- aratkvœðagreiðslu. Þar hafa pólitískar fylkingar töiuvert riðl- ast, sem sýnir auövitað, að menn telja að ekki hafi áður verið kosið um málið og það sé að því leyti óútkljáð. skolaði inn í utanríkisráðuneytið, en vakni nú allt í einu upp með and- fælum og viti þá ekkert hvað hefur verið að gerast í þjóðfélaginu. Þröstur Ólafsson segir, að þeir efnahagserfiðleikar, sem þjóðin á nú í, stafi að vemlegu leyti af „ban- vænni fjárfestingu liðinna áratuga" og lætur að því liggja að „fyrmefnd- ir aðilar", — bændasamtökin og AI- þýðubandalagið, — eigi þar drjúgan þátt í. Jú, við vitum, — og um það er ekki deilt, — að of mikið hefur verið fjárfest í landbúnaði undan- farin ár, miðað við það ástand, sem nú ríkir í atvinnugreininni. En hvað um offjárfestingu í útgerð, fisk- vinnslu, laxeldi, verslun, svo að eitt- hvað sé nefnt? Em það e.t.v. bænda- samtökin og Alþýðubandalagið, sem staðið hafa fyrir henni? Og þá er það þjóðaratkvæða- greiðslan um EES-samninginn. Og trúr hugsunarhætti þröngsýnustu íhaldskrata er Þröstur auðvitað andvígur henni og segir að um mál- ið hafi verið kosið í síðustu alþingis- kosningum. Það ,þarf furðulega og, sem betur, næsta sjaldgæfa ósvífni til þess að halda slíku fram. Að vísu taldi Steingrímur Hermannsson að kosningamar snémst öðmm þræði um þetta mál, af því hann þekkti innviði utanríkisráðherrans. En þessu harðneituðu kratar og sögðu þetta marklausan og ómerkilegan áróður. Sögðu kosningamar snúast um þjóðmálin almennt. En nú ryðst „fúndarstjóri" utanríkisráðherrans á bændafundunum fram á ritvöll- inn og segir að það hafi einmitt ver- ið kosið um þetta mál. Þröstur Ól- afsson var sjálfur að basla í þeirri kosningabaráttu, þótt ekki hefði hann erindi sem eríiði. Ekki minn- ist ég þess, að hafa heyrt hann halda þessari skoðun fram þá. En jafnvel þótt fallist yrði á þá fjarstæðu, að um þetta hafi verið kosið, þá ber málið allt annan svip nú en það gerði þá. Ferill utanríkisráðherra í þessu máli öllu er með óvenjulega ógeð- felldum hætti. Hann skipaði sjálfur nefnd lögfræðinga til þess að leggja dóm á samningana (skyldi hann hafa haft nokkra hugmynd um skoðanir þeirra?), en beitti sér gegn því, að slflc nefndarskipan færi fram að hætti siðaðra manna. Hann eys stómm fúlgum af opinbem fé í áróður fyrir skoðunum sínum, en neitar andstæðingunum um nokkra fjárhagslega fyrirgreiðslu. Skyldu þeir þó ekki hafa greitt eitthvað í þennan sérkennilega kosningasjóð, líkt og aðrir gjaldendur? Öll bera þessi vinnubrögð vott um einræðis- hneigð, yfirlæti og hroka. Nú veit auðvitað enginn um það fyrirfram hver yrðu úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þar hafa pólitískar fylkingar töluvert riðlast, sem sýnir auðvitað, að menn telja að ekki hafi áður verið kosið um málið og það sé að þvf leyti óútkljáð. Andstæðingar atkvæðagreiðslunnar óttast hins- vegar að úrslit hennar yrðu þeim mótdræg. En af hverju óttast þeir það? Ef samningurinn er þjóðinni slíkur happafengur, sem þeir vilja vera láta, ætti óttinn að vera ástæðulaus. IVúi þessir menn á málstað sinn, ættu þeir að fagna þjóðaratkvæðagreiðslu og þeim umræðum, sem yrðu undanfari hennar. Ef úrslitin féllu þeim í vil, yrði það málstað þeirra til ómetan- legs styrktar. Skýringin á afstöðu þeirra er aðeins ein: óttinn við dóm kjósenda. En þeir stjómmálamenn, sem óttast slíkan dóm, eru á rangri hillu og ættu að leita sér að öðru starfi. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Engin hreyfing er nú á Yugo-bllunum á færibandinu í Kragujevac í Júgósiavíu. Yugo er nú úr sögunni — var settur saman úr hlutum frá ýmsum ríkjum fyrrum Júgóslavíu Hver man núna eftir Yugo, ódýra bfinum frá Júgóslavíu? Hann var smíðaður í serbneska iðnaðarbæn- um Kragujevac, sem enn býður gesti stoltur velkomna til „heima- bæjar Yugo“. En nú blasir sú sorg- lega staðreynd við að Yugo á hvergi heima lengur. Þetta hörmungarástand kemur væntanlega bandarískum bfiakaup- endum ekki mikið á óvart, en þar var Yugo á boðstólum fyrir 3.999 dollara gjafverð fyrir nokkrum árum. Yugo var kynntur á Bandaríkjamarkaði með lúðrablæstri og söng 1986, en fékk fljótlega á sig orð fyrir lélegan frágang og var tekinn úr söiu þar á líðandi ári, eftir að 150.000 bfiar höfðu selst. En fyrst og fremst átti Yugo að vera dæmi um tæknilega snilld, árangur á iðnaðarsviði og fé- lagslegar framfarir. Það var litið á Yugo-bfiinn sem júgóslavneska út- gáfu af T-módeli Fords á sínum tíma, ódýrt farartæki sem var á færi venju- legs fólks að komast yfir. Og í heima- landinu voru tveir þriðju seldra bfia af tegundinni Yugo. Fómarlamb stríðsins á Balkanskaga Nú er hins vegar Yugo-verksmiðjan í dauðateygjunum vegna samverk- andi þátta: stríðsins, sundurlimunar sambandsríkisins og viðskiptarefs- inga Sameinuðu þjóðanna. „Ég kemst bara í vont skap við að hugsa um alla þessa vitleysu," segir Kamenko Sretenovic, aðstoðarfor- stjóri Zastava, fyrirtækisins sem framleiðir Yugo-bfiana. Framleiðslufæribandið er stansað og á því hanga ófullgerðir bfiskrokk- ar dapurlega, Iíkastir sætum á skíða- lyftum þegar enginn snjórinn er. Verksmiðjan er glöggt dæmi um þann usla, sem upplausn gamla júgóslavneska sambandsríkisins hef- ur haft í för með sér. Ef enn væri hægt að framleiða Yugo, væri bfilinn samsetningur frá ýmsum mismunandi löndum. Áður en stríðsátök hófust á Balkan- skaga komu fiestir hlutar í raf- magnskerfið í Yugo til samsetning- arstaðarins í Kragujevac, bæ 60 mfi- ur suður af Belgrad, frá verksmiðju í Nova Gorica, sem er nú innan landa- mæra sjálfstæðrar Slóveníu. Meiri- hluti innri búnaðarins var gerður í Split, sem nú er í sjálfstæðri Króa- tíu. Fyrirtækið í Split var nefnt Jugoplastika, en hefur síðan verið umnefnt í Audgelovi-Slim til að eng- inn vafi leiki á að það sé ekki lengur í minnstu tengslum við Júgóslavíu. Bremsumar vom líka framleiddar í Króatíu, í bænum Varazdin. Sumir hlutimir í rafkerfi vélarinnar voru frá Banja Luka, sem nú er á svæði á valdi Serba í stríðshrjáðri Bosníu- Herzegóvínu. Hvað varðar öryggis- belti, læsingar og spegla, var allt framleitt í Ohrid í Makedóníu, sem líka hefur lýst yfir sjálfstæði en ekki enn hlotið viðurkenningu margra annarra ríkja, öfugt við hin löndin. Það, sem er óupptalið af hlutum í bflinn, var framleitt þar sem enn eru leifar Júgóslavíu, í Serbíu og Svart- fjallalandi. Viðskíptabann Sam- einuðu þjóðanna gerði útslagið „Bíll er flókin samsetning þar sem margs konar tækni þarf að koma til sögunnar," segir Kamenko Sre- tenovic. „Og Yugo var fullkomnasti fulltrúi efnahagslegrar og tækni- legrar getu Júgóslavíu." Hann útskýrir að sundurlimun rík- isins, sem hófst á síðasta ári, hafi óhjákvæmilega skaðað Yugo, þar sem ekki hafi verið mögulegt að fá hluti frá nýfrjálsu ríkjunum sem Serbía hafi átt í stríði við. En með því að puða við að búa til aðra hluti í stað þeirra, sem ekki vom fáanlegir, og flytja aðra inn frá Póllandi, Ítalíu og öðmm löndum, tókst verksmiðj- unni að hökta áfram fyrstu mánuði þessa árs með framleiðslu, sem ekki náði helmingi þeirra 220.000 bfia sem hún áður sendi frá sér á ári. En 30. maí sl. gekk viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna í gildi og rauf Júgóslavíu frá alþjóðaviðskiptum. Þetta var banahöggið fyrir Yugo og Zastava, sem ítölsku bfiaverksmiðj- umar Fiat eiga hlut f. 13.000 af 16.000 starfsmönnum var sam- stundis sagt upp. Þessum fjölda at- vinnulausra manna hefur Zastava síðan greitt sem svarar 45 dollumm á mánuði. Þeir, sem enn halda vinnunni, hafa unnið við að hreinsa vélakostinn. Þeim hefur líka tekist að fúllklára 3.000 bfla á síðustu fjórum mánuð- um, sem svarar til tveggja og hálfs dags framleiðslu undir eðlilegum kringumstæðum. Hin risastóra verksmiðja hefur breyst í það sem einn starfsmaður- inn kallar „skelfilega eyðimörk". „Viðskiptabannið óréttlátt“ Annar starfsmaður, 42 ára með um 100 dollara laun á mánuði, hefúr áhyggjur af því hvemig hann eigi að framfleyta bömum sínum, 6 og 7 ára gömlum. Hann segir viðskiptabannið algerlega óréttmætt, þar sem það sé byggt á „mjög yfirborðslegum dómi Vesturlanda". „Serbar eru ekki árásaraðilinn," seg- ir hann. „Serbar í Bosníu og Króatíu em bara að verja heimili sín.“ En skoðanir og reiði starfsmann- anna endurspegla útbreiddar tilfinn- ingar í Serbíu, þar sem refsiaðgerð- irnar virðast til þessa hafa kallað fram meiri reiði í garð umheimsins en harðlínuríkisstjómar serbneska for- setans Slobodans Milosevic. Vestur- landamenn höfðu gert sér vonir um að Milosevic myndi bera hitann og þungann af óánægju almennings. Ótti verkamannanna um að þeir kunni að missa vinnuna virðist eiga rétt á sér. Sretenovic segir að verk- smiðjunni, sem hefúr tapað um 300 milljónum dollara þegar það sem af er þessu ári, verði lokað endanlega í árslok ef núverandi einangrun Serbíu helst áfram. Áður en til þess kæmi yrði Zastava uppiskroppa með pen- inga til greiða þeim starfsmönnum, sem þegar hafa misst vinnuna. Jaftivel þó að viðskiptabanninu yrði aflétt fljótlega, yrði Yugo-verksmiðj- an við gífurleg vandamál að glíma, rétt eins og því sem næst allur iðnað- ur f Serbíu. Tengsl fyrirtækisins við erlenda banka og birgðasala hafa ver- ið rofin. Útflutningsmarkaðurinn glatast hröðum skrefum, en u.þ.b. 25% framleiðslunnar voru flutt út. Alls 100.000 störf í fyrrum Júgóslav- íu, tengd bflaiðnaðinum, eru í hættu. Og það tæki marga mánuði — líklega a.m.k. sex — að fá þá hluti sem þarf til að framleiðslan kæmist aftur í full- an gang. „Við erum á barmi hyldýpisins," seg- ir Sretenovic. „Þessi verksmiðja er hraðfara að breytast í safngrip." \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.