Tíminn - 12.11.1992, Side 7
Fimmtudagur 12. nóvember 1992
Tíminn 7
Drífa Sigfúsdóttir: „ Viljum fá svar viö þvf hvort tillagan um frísvæðiö telst raunhæf eöa ekki. “ nmamynd: pjetur
r
„I anda þess sem
við óskuðum
„Ég fagna því að sértækar ráðstaf-
anir virðast loks í sjónmáli hvað
Suðumesin snertir, vegna þess
ástands sem nú ríkir hér,“ sagði
Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjar-
stjómar í Keflavík, í samtali við
blaðið þegar við ræddum við hana
nýframkomnar hugmyndir um
sjóðstofnun á vegum íslenskra
Aðalverktaka og heimamanna á
Suðuraesjum til viðréttingar at-
vinnulífinu.,Aðeins hér í Keflavík
eru 230 manns á atvinnuleysis-
skrá,“ sagði Drífa enn, „og á skrá
hafa verið um og yfír 200 manns
það sem af er árinu. Þaraa hefur
því verið um varanlegt ástand að
ræða og þá einkum meðal kvenna,
en 11% kvenna hér eru atvinnu-
lausar."
í anda þess sem
óskað var eftir
„Við Suðumesjamenn höfðum
sem kunnugt er gengið á fund
ráðamanna og óskað eftir sértæk-
um ráðstöfunum fyrir svæðið.
Þannig hitti stjóm Sambands
sveitarfélaga á Suðumesjum for-
sætisráðherra að máli fynr nokkru,
en því miður var óskum okkar þá
háfnað. Þess vegna hlýt ég að fagna
þeirri áherslubreytingu, sem núna
hefúr orðið vart, því hún er í anda
þess sem við fómm fram á. Við báð-
um forsætisráðherra einmitt um
að stofnaður yrði sérstakur sjóður,
sem hefði það meginhlutverk að
stuðla að atvinnuþróun hér og
veitti atvinnulífinu stuðning.
í atvinnumálum okkar beinast
augu manna fyrst og fremst að því
að vernda þá atvinnustarfsemi,
sem fyrir er, og þá einkum í sjávar-
útveginum, því sjávarútvegsstörfin
skapa svo mörg störf til hliðar við
greinina. í öðm lagi viljum við
hrinda af stað þróunarstarfi, sem
skapa mundi ný störf í stað þeirra,
sem ekki em lengur fyrir hendi, og
á ég þá ekki síst við þau störf sem
lögð hafa verið niður á Keflavíkur-
flugvelli. í þriðja lagi viljum við
skoða þjónustustörf og má þar á
meðal nefna byggingu D-álmu við
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishér-
aðs. Á slíkum aðgerðum er einmitt
þörf núna, því þær mundu þýða
mörg viðbótarstörf fyrir konur. Á
sjúkrahúsinu em nú allar stoð-
deildir fyrir hendi og ekki vantar
annað en rúmin. Sjúkrahús Kefla-
víkurlæknishéraðs er nú eina
sjúkrahúsið á landinu þar sem fyrir
hendi er heildstæð áætlun um það
hvernig rekstrinum skuli hagað og
þar á meðal hver starfsmannafjöld-
inn verði. Að öðm leyti er kjami
þessa máls sá að í stað þess að við
þurfum nú að flytja fjölda sjúklinga
til Reykjavíkur, viljum við fá að
hjúkra þeim hér heima.“
Fleirí leiðir
„Þá hef ég hugmyndir um fleiri
leiðir til úrbóta, eins og að starf-
semi Landhelgisgæslunnar verði
flutt til Suðumesja. Enn tel ég
sjálfsagt að rekstur Keflavíkurflug-
stöðvarinnar verði tekinn til ræki-
legrar endurskoðunar. Flugstöðina
vildi ég láta reka sem sérstakt fyrir-
tæki og markaðssetja þá þjónustu
sem þar fer fram. f framhaldi af því
þyrftu svo að koma til reglur um að
eftir“
Rœtt við Drífu Sigfúsdóttur,
forseta bæjarstjórnar
i Keflavik, um stofnun sjóðs
til atvinnu-
uppbyggingar og áform
heimamanna um ný
úrrœði
Suðurnesjamenn njóti forgangs til
allrar vinnu og undirverktakastarf-
semi á Keflavíkurflugvelli meðan
núverandi ástand ríkir.
Ég get ekki skýrt frá öllu því sem
við nú ræðum í bæjarstjóm Kefla-
víkur, en ligg ekki á því að við erum
með mörg jám í eldinum. Ýmsir
hafa haft samband við okkur sem
áhuga hafa á rekstri hér og þar á
meðal em þrír aðilar, sem óskað
hafa eftir leyfi til útflutnings héðan
á ferskfiski — bæði til veitingahúsa
og á erlenda fiskmarkaði. Em
menn þá með í huga þau ákvæði í
samningnum um Evrópskt efna-
hagssvæði sem fela í sér niðurfell-
ingu á tollum á fiski. Allmörg fyrir-
tæki em semsé byrjuð að undirbúa
sig þama. Óskylt efni, en sem þó
horfir einnig til uppbyggingar, em
áform er tengjast Bláa lóninu. Þar
ættu að geta skapast mörg störf.
Suðurnesjamenn munu ekki láta
sitt eftir liggja að taka þátt í því
átaki, sem stofnun sjöðsins er, og
það hafa bæjar- og sveitarstjómir
þegar sannað. Til dæmis hefúr bæj-
arsjóður Keflavíkur stofnað kvóta-
kaupasjóð og keypt kvóta fyrir um
20 milljónir og ég álít það skyn-
samlega fjárfestingu, er muni skila
sér fljótt og vel. Einnig höfum við
lagt hlut í fyrirtæki í bænum og á
ýmsan hátt stuðlað að minnkun at-
vinnuleysisins, svo sem með sum-
aratvinnu skólafólks, en til hennar
var varið átta milljónum sl. sumar.
Þá skal ekki látið hjá lfða að geta
um að Keflavíkurbær hefúr nú
samþykkt að kaupa hlutafé SÍS í
Stakksvík, sem áður var Hrað-
frystihús Keflavíkur. Þar starfa fáir
nú f bili, en við horfúm til bjartari
tíma og þá ekki síst í ljósi þess
áhuga á ferskfiskútflutningi héðan,
sem ég gat um.
Þá var mikilsverður stuðningur í
því fólginn er okkur barst nú fyrir
helgina styrkur frá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði, sem mun verða
notaður til þess að fiármagna all-
mörg ný störf. Þar er um að ræða
störf sem að sjálfsögðu er skilyrt að
verði utan samkeppni við aðra at-
vinnustarfsemi hér.“
Svör þegar í stað
„En atvinnuástandið er eftir sem
áður alvarlegt og að endingu vil ég
koma að þeirri ósk okkar sem vak-
ið hefur þjóðarathygli, en hún er
sú að Keflavíkurbær verði gerður
að frísvæði. Ríkisstjómin hefur
haft þetta erindi til meðferðar frá
því í sumar, en ekki skilað því af
sér. Ég vil nú fá svar við því hvort
þessi tillaga okkar um frísvæðið
teljist raunhæf eða ekki og að þetta
hætti að velkjast í kerfinu. Við í
stjóm Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum höfum að auki sent
utanríkisráðneytinu ósk um að
skipuð verði samstarfsnefnd hér að
lútandi. Henni hefur ekki heldur
verið svarað, og við emm vissulega
orðin óþolinmóð.
En þrátt fyrir núverandi örðug-
leika er ég bjartsýn en ekki svart-
sýn á framtíð atvinnumálanna.
Auðvitað á stofnun þessa nýja sjóðs
sinn þátt í því, en það sem einkum
eykur mér bjartsýni er vitundin
um hve ötullega er starfað að leit
nýrra úrræða og hve mörg jám við
þegar höfum í eldinum." AM
Veldur þungt
Bömum á skóladagheimili stafar hætta vegna aðkeyrslu við sölutum á
Langholtsvegi, að áliti m.a. foreldrafélags Langholtsskóla. Málið er búið að
veltast um langt skeið í borgarkerfínu frá borgarstjóra til nefnda og emb-
ættismanna borgarinnar. „Þetta er aUt svona pínulítið mál þar sem bannað
er að keyra upp á eina gangstétt af því að það skapar hættu fyrir börn,“ seg-
ir Margrét Sæmundsdóttir, sem sæti á í Umferðaraefnd af hálfu Kvenna-
listans. Henni fínnst að það ætti að vera hægt að leysa það bæði fljótt og
vel.
Margrét segir að fyrst hafi for-
stöðukona skóladagheimilis við
Langholtsveg sent Umferðamefnd
bréf. Þar bendir hún á mikla slysa-
hættu á skólaleið bama á aldrinum
6 til 9 ára við Langholtsveg, nánar
tiltekið við Sunnutorg. í bréfinu
kemur fram að leið barnanna, sem
þurfa að ganga í og úr skóladag-
heimilinu, liggur framhjá söluturni
þar sem eigandi hans hefur fengið
leyfi til eins konar hringaksturs í
kringum verslunina til að auðvelda
bifreiðum aðgang að sölulúgu. Til
að komast þessa leið þurfa bifreiða-
stjórar að aka yfir gangstétt og jafn-
framt að leggja á henni í bið eftir af-
greiðslu. Margrét segir að þetta þýði
að böm þurfi að vara sig á bifreiðum
frá mörgum sjónarhomum, þegar
þau leggja Ieið sína í og úr skóladag-
heimilinu. Biðstöð strætisvagns er
einnig við verslunina og eiga farþeg-
ar erfitt með að nota hana, þar sem
bifreiðar hefta aðgang að henni.
Þama þurfa skólaböm oft að bíða
eftir vagni á leið sinni í skólasund og
em þá í hættu, að áliti Margrétar.
„Þetta er algjörlega ólöglegt," segir
Margrét. Hún segist hafa tekið und-
ir sjónarmið forstöðukonu skóla-
dagheimilisins þegar hún sendi Um-
ferðamefnd bréf. Það kom henni
samt verulega á óvart þegar málið
var fellt í nefndinni með þeim orð-
um að þessi staður væri ekkert
hættulegri en margir aðrir. Þessari
niðurstöðu segir Margrét að for-
stöðukonan hafi átt erfitt með að
kyngja, þar sem hún telur sig bera
ábyrgð á börnunum á leið í og úr
skóla.
Margrét segist hafa ráðlagt henni
að leita til borgarstjóra með þetta
erindi. „Hann vísar henni á aðstoð-
kerfi ekki litlu máli?
Sölutuminn og aökeyrslan viö Sunnutorg, sem um ræöir f greininni. vmamynd: Arm Bjama
arborgarverkfræðing, sem ætlar að
kanna málið en gerir ekkert. Það líð-
ur og bíður og að endingu sendir
foreldrafélag Langholtsskóla emb-
ættismanninum bréf um úrlausn
málsins, en ekkert gerist," segir
Margrét.
í framhaldi af því leitaði forstöðu-
konan til Umferðarráðs með röð af
myndum þar sem hún sannar mál
sitt. Margrét býðst til að taka málið
fyrir á ný í Umferðamefnd. Það sést
glöggt á myndum að mikil hætta
stafar af fyrirkomulagi við sölutum-
inn. Borgarskipulag lætur taka
myndband af þessu svæði þar sem
sömu hættur koma fram. Þá var
málinu frestað til skoðunar umferð-
ardeildar borgarinnar, að sögn
Margrétar.
Hún segir að gatnamálastjóri hafi í
skriflegu svari sagt að aldrei hafi
verið veitt leyfi fyrir þessari inn-
keyrslu. Hún hefur eftir honum að
líklega hafi einhver borgarstarfs-
maður gert þetta í leyfisleysi fyrir 15
árum.
Margrét álítur sig geta sýnt fram á
það að þetta sé brot á 4. gr. umferð-
arlaga. Þar segir að lögreglustjóri og
veghaldari skuli í samráði við við-
komandi skólayfirvöld gera ráðstaf-
anir til að vernda börn gegn hættum
í umferðinni á leið þeirra til og frá
skóla.
Hún segir að þrátt fyrir að gatna-
málastjóri hafi tekið undir rök sín,
hafi málinu aftur verið frestað til
þess að skrifstofustjóri borgarverk-
fræðings geti skoðað málið. Þar er
málið statt í borgarkerfinu.
-HÞ