Tíminn - 12.11.1992, Qupperneq 12

Tíminn - 12.11.1992, Qupperneq 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 KERRUVAGNAROG KERRUR Bamaíþróttagallar á frábæru verði. Umboössala á notuðum bamavörum. Sendum í póstkröfu um land allt! BARNABÆR, Ármúla 34 Slmar: 685626 og 689711. VERIÐ VELKOMIN! Bílasala Kópavogs Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi SÍMI 642190 Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN Tíniinn FIMMTUDAGUR 12. NÓV. 1992 Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, segir að ríkisvaldið verði að grípa inn í vaxtaákvarðanir bankanna: íslandsbanki hækkar útlánsvexti um 0,25% íslandsbanki hækkaði í gær vexti á verðtryggðum útlánum um 0,25%. Vextir í algengasta flokki verðtryggðra iána verða eftir hækkunina 9,5%. Jafnframt voru gerðar nokkrar breytingar á inn- og útlánsvöxt- um, bæði til lækkunar og hækkunar. Kristján Oddsson, framkvæmda- stjóri hjá íslandsbanka, sagði ástæðuna fyrir vaxtahækkuninni vera hækkun vaxta á eftirmarkaði spariskírteina. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, gagnrýnir harðíega þessa vaxtahækkun og segir að rík- ið eigi að keyra vexti niður með beinum hætti. Kristján sagði að í þjóðarsáttarsamn- ans og til bjargar atvinnulífinu," sagði ingunum hafi verið samið um að Björn Grétar. Hann sagði að bankarn- bankarnir miðuðu sínar vaxtaákvarð- ir hafi ekki staðið við það sem þeim anir við vexti á eftirmarkaði spariskír- lofuðu í þjóðarsáttasamningunum og verið að benda á aðra. Þeir eru að hækka vexti út á þennan vítahring sem þeir eru sjálfir búnir að búa til. Þeir eru að kaffæra fyrirtækin, hvert á eftir öðru, með okurvöxtum. Bank- arnir hækka síðan vexti til að fjár- magna töpuð útlán sem eru tilkomin beint og óbeint vegna hárra vaxta," sagði Björn Grétar. Aðrir bankar hækkuðu ekki vexti í gær ef frá er talið að Búnaðarbankinn hækkaði álag á kjörvexti í c-flokki úr 1,75% í 2%. -EÓ mælist á íslandi ísland er verðbólgulaust iand. Samkvæmt útreikningum Kaupiagsnefndar hefur fram- færsluvfsitaia ekkert hækkað síöan í júní á þessu ári. Vísital- an var 161,4 stíg í júlí og er þaö enn í dag. Sé verðbólga reiknuð á grundvelli fram- færslukostnaðar hefur hún hækkað aðeins um 0,9% á síð- ustu 12 mánuðum. Verðbóiga i Íöndum OECD mæiist nú 3,3% að meðaltaii. Verðbóigan er 2,7% að meðaltali á Norður- löndunum og 4,5% í Evrópu- bandalaginu. -EÓ teina. Þessir vextir hafa nú hækkað úr 7,1% í ágúst í 7,54% í október. Með vaxtabreytingu í gær voru víxil- vextir lækkaðir í íslandsbanka um 0.2%. Vextir á yfirdráttarlánum voru jafnframt lækkaðir um 0,1%. Nafn- vextir á sparileiðum voru lækkaðir um 0,25% og hækkaðir um 0,25% á verð- tryggðum innlánsreikningum. „Þetta er fínstilling á vöxtum sem ekki er ástæða til að draga stórar ályktanir af,“ sagði Kristján. Þess ber að geta að afkoma íslands- banka hefur ekki verið góð það sem af er ársins. Bankinn mun leggja yfir einn milljarð á afskriftareikning á þessu ári til að mæta töpuðum útlán- um. Verðbólga mælist nú núll. Síðustu 12 mánuði hefur verðlag hækkað um innan við 1%. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, er óhress með vaxtahækkanir nú. „Þetta hlýtur að vera framlag ís- lenska bankakerfisins til stöðugleik- síðustu kjarasamningum. „Mín skoðun hefur alla tíð verið sú að stjórnvöld eiga að taka í hnakka- drambið á bönkunum og keyra niður vexti með handayfirlagningu eða hvað sem á að kalla það. Ég hef ekki breytt um skoðun.“ Atvinnumálanefnd ríkisstjómarinnar og aðila vinnumarkaðarins er nú að vinna að tillögum í atvinnu- og efna- hagsmálum. Tillögurnar munu m.a. gera ráð fyrir vaxtalækkun. „Kannski eru bankarnir að hækka nú til að geta lækka þá „samkvæmt tillögum aðila vinnumarkaðarins“,“ sagði Björn Grétar. Tálsmenn bankanna hafa oft vísað á lífeyrissjóðina og sagt að þeir eigi stóran þátt í að þrýsta upp vöxtum. Lífeyrissjóðimir eru í eigu verkalýðs- félaganna. Björn Grétar svaraði því til að margir lífeyrissjóðir hafi haldið vöxtunum í 6,9-7% í samræmi við gef- in loforð. Hann viðurkenndi hins veg- ar aö sumir lífeyrissjóðir hafi ekki staðið við sitt. „En bankarnir geta ekki Iðja, félag verksmiðjufólks, lýsir yfir áhyggjum vegna vaxandi atvinnuleysis og versnandi kjara. Verkalýðshreyfingin hefur varið 5-6 milljónum króna til að auglýsa gildi þess að kaupa innlenda framleiðslu: lönrekendur „grisja“ Atvinnuleysi fer vaxandi meðal iðnverkafólks og á atvinnuleyssskrá hjá Iöju, félagi verksmiðjufólks, eru um 106 manns. Svo virðist sem iðn- rekendur séu famir að „grisja“ í röðum starfsmanna sinna undir yfir- skyni hagræðingar með þeim afleiðingum að eidra fólki og þeim sem minna mega sín er sagt upp störfum. Til að snúa vörn í sókn hefur verkalýðshreyfingin lagt fram 5-6 miljónir króna til að auglýsa kosti þess fyrir neytendur að kaupa inn- lendar framleiðsluvörur. Með því að kaupa íslenskt stuðla neytendur að eflingu innlends iðnaöar og áfram- haldandi atvinnu fyrir iðnverkafólk. ! ályktun almenns félagsfundar í lðju, félagi verksmiðjufólks, lýsir fundurinn yfir áhyggjum sínum vegna vaxandi atvinnuleysis og versnandi kjara. Fundurinn telur að bregðast verði við þessum vandamálum á markvissan hátt og telur að þær hugmyndir sem forseti Alþýðusambandsins hefur kynnt um kostnaðarlækkun, skattatil- færslu, hátekjuskatt og fjármagns- tekjuskatt, komi fyllilega til greina. Þó með þeim formerkjum að þeir verði látnir bera byrðarnar sem til þess hafa getu en hinum verði hlíft. Til að tryggja árangur í væntanleg- um aðgerðum í atvinnu- og efna- hagsmálum telur fundurinn að víð- tækt faglegt og pólitískt samstarf verði að nást. Aftur á móti telur fundurinn að gengislækkun sé mun verri kostur sem mundi raska öllum fjárhags- áætlunum fólks, hækka öll lán og auka greiðslubyrði heimilanna til muna. Fundurinn skorar á stjóm- völd að bregðast við vaxandi at- vinnuleysi með þróttmiklum að- gerðum í atvinnumálum t.d. með því að örva innlenda framleiðslu eins og kostur er. -grh ...ERLENDAR FRÉTTIR... SARAJEVO Brottflutningar hafnir aö nýju Sá brottflutningur þúsunda flóttamanna, sem ráögerður haföi veriö en veriö frestaö af öryggisástæðum, hófst aftur aö nýju i gær. Striösaöilar voru ekki með neinar meiri háttar aögeröir i gær en voru aö undirbúa sig undir vopna- hléið sem átti aö hefjast á miönætti. GENF Dunkel heldur til Brussel Arthur Dunkel, forkólfur GATT- viö- ræönanna, mun halda til Brussel til viö- ræöna viö yfirmenn Evrópubandalags- ins um yfirvofandi viöskiptastriö viö Bandarikin. METULLA, ISRAEL ísraelar reiöubúnir í bar- daga Israelar hafa flutt vopn og fótgönguliö til öryggissvæöis síns i suöurhluta Liban- on og hóta aö gera árás ef skæruliöar múslimskra heittrúarmanna varpi fleiri flugskeytum inn í (srael. GAZA Blóðugir bardagar Israelar drápu Palestinumann í skot- bardaga og skutu síöan tvo syrgjendur til bana viö útför hans i blóðugustu bar- dögum á Gaza-svæöinu sem átt hafa sér staö sl. sjö mánuöi. LONDON Kirkjuþing á Bretlandi Erkibiskupinn af Kantaraborg mælti sterklega meö vigslu kvenna i prests- embætti viö upphaf þings ensku kirkj- unnar. Þing þetta er taliö þaö merkasta sem haldiö hefur veriö frá þvi breska kirkjan sagöi sig úr tengslum viö Róm fyrir 450 árum. MONROVIA Vopnahléiö búiö aö vera Nigeriskar flugvélar flugu yfir útborgir Monroviu og skutu á stöövar skæruliöa eftir aö vopnahlé sem gert var til aö reyna aö stööva borgarastyrjöldina i Li- beriu mistókst. BÚDAPEST Rússar og Ungverjar sættast Boris Jeltsín, forseti Rússlands, getur nú hvaö hann getur til aö bæta sam- skiptin viö Ungverjaland hefur nú leyst eitt deilumál meö því aö falla frá kröfum um aö Ungverjar greiöi þau mannvirki sem rússneski herinn skildi eftir. BERLlN Honecker fyrir rétti Verjandi Erichs Honecker kvað litlar lik- ur á þvi aö þessi fyrrum leiötogi Austur- Þýskalands fengi réttlát réttarhöld i þessari viku þegar hann og fimm sam- starfsmenn hans eiga aö svara til saka vegna manndrápa viö Berlinarmúrinn. PRAG Námumenn mótmæla Þúsundir tékkneskra námuverka- manna, en störfum þeirra er nú ógnaö vegna áætlana um samdrátt í námu- vinnslu, fóru i kröfugöngu um götur Prag. Gangan erfyrstu meiriháttar mót- mæli verkamanna frá þvi kommúnism- inn hrundi. JOLIET, TEXAS Dauðadómi frestaö Flækingur frá Texas, sem kvaöst hafa drepiö gamlan mann til þess eins aö láta ná sér og taka sig af lifi, varö fyrir þvi aö dauöadóminum var frestaö aö- eins nokkrum klukkustundum áöur en hann fékk ósk sina uppfyllta. TEHERAN Aukið fé til höfuös Rushdie ranir segjast geta hækkaö fjárhæö þá sem sett hefur veriö rithöfundinum Sal- man Rushdie til höfuös þvi þær tvær milljónir, sem upphaflega átti aö verja til þess, hafi veriö ávaxtaöar mjög vel. Þannig aö sá fær bæöi vexti og vaxta- vexti sem tekst aö aflifa rithöfundinn. DENNI DÆMALAUSI „Farðu burt, strákur. “ „En ég erfarinn burt og er týndur. “

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.