Tíminn - 18.11.1992, Side 1
Miðvikudagur
18. nóvember 1992
192. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Sjómenn gegn fjölgun skattþrepa í tekjuskatti. Oskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambandsins:
Allt í þoku nema
auknar skattaálögur
Ríkisstjórnin ieggur til að
900 ára gömul embætti
hreppstjóra verði lögð
niður um áramót:
Verða engir
hreppstjórar
á íslandi
eftir áramót?
Á næstu dögum verður lagt
fram frumvarp á Alþingi sem
felur í sér að embætti hrepp-
stjóra verða lögð niður og verk-
efni þeirra flutt til annarra í
stjómkerfinu. Miðað er við að
Iögin taki gildi um áramót ef
þau verða samþykkt. Launa-
kostnaður ríkisins vegna hrepp-
stjóra er um 18 milljónir á árí
og er vonast eftir að með frum-
varpinu nái ríkið að spara
stærstan hluta þeirrar upphæð-
ar.
Embætti hreppstjóra eru Iík-
lega elstu embætti hér á landi.
Orðið hreppstjóri kemur fyrst
fyrir svo vitað sé í tíundarlaga-
þætti frá árinu 1096. Frá árinu
1809 hafa hreppstjórar verið rfk-
isstarfsmenn.
Að sögn Ara Edwald, aðstoðar-
manns dómsmálaráðherra, er
frumvarpið um afnám embættis
hreppstjóra allviðamikil laga-
smíð. í mjög mörgum lögum er
vikið að hreppstjórum og verk-
efnum þeirra. Hann sagði að
frumvarpið gerði ráð fyrir að
lögreglumenn taki yfir lög-
gæsluþátt hreppstjóraembætta.
Héraðsdýralæknar og sveitar-
stjóm taki yfir nokkur verkefni
og önnur séu hreinlega felld
niður.
Ari sagði að ein af ástæðunum
fyrir því að ákveðið var að fara út
þessa breytingu sé að með henni
náist fram spamaður. Sparnað-
urinn sé reyndar ekki mikill því
að árslaun hreppstjóra séu inn-
an við 100 þúsund á ári. Ari
benti á að verið sé að efla sýslu-
mannsembættin og gera kostn-
aðarsamar breytingar á dóm-
stólakerfinu. Á sama tíma sé lagt
að dómsmálaráðuneytinu að
spara.
Hreppstjórar á landinu eru um
200. -EÓ
Óskar Vigfússon, _ formaður
Sjómannasambands íslands og
fulltrúi í miðstjórn Alþýðusam-
bands íslands, segir að þær
hugmyndir sem ræddar hafa
verið til bjargar sjávarútvegin-
um séu þokukenndar. Hann
segir að það sé ekkert fast í
hendi annaað en auknar skatta-
álögur á launafólk sem nemur
þeim níu milljörðum sem ætl-
unin er að iétta af fyrirtækjum
og færa yfir á almenning.
Formaður Sjómannasambandsins
segir ennfremur að það sem lagt
hefur verið upp varðandi lausn á
vanda sjávarútvegsins gangi ekki
nægilega langt og séu ekkert annað
en skyndiplástrar. Hann er jafnframt
þeirrar skoðunar að þrátt fyrir að
launafólk taki á sig þessar níu millj-
arða króna álögur þá muni það fyrr
eða síðar fá gengisfellingu í haus-
inn.
Óskar segir að það sé hið mesta
óráð að ætla sér að fjölga skattþrep-
um í útreikningi tekjuskatts með
svonefndum hátekjuskatti og minn-
ir á ályktun þess efnis frá nýafstöðnu
þingi Sjómannasambandsins. Þar
kemur m.a. fram að staðgreiðslu-
kerfi skatta hafi verið mikill ávinn-
ingur fyrir sjómenn en verði skatt-
þrepum fjölgað sé óhjákvæmilegt að
verulegur hluti skattanna verði
greiddur eftir á eins og var í gamla
kerfinu. En það bitnaði oft illa á sjó-
mönnum sökum sveiflukenndra
tekna. Hann segir að sá fjöldi sem
getur skammtað sér laun muni
sleppa við hátekjuskattinn en hinir
ekki. Það sé því verið að hengja bak-
ara fyrir smið verði þessi leið farin.
En það er ekki aðeins að það sé
andstaða gegn fjölgun skattþrepa
meðal félaga í Sjómannasamband-
inu heldur einnig hjá Farmanna- og
fiskimannasambandi íslands. Á ný-
afstaðinni formannaráðstefnu þess á
Norðfirði var samþykkt ályktun þar
sem mótmælt er þeirri hugmynd að
bæta við nýjum skattþrepum sem
muni koma afar illa við yfirmenn
vegna skattgreiðslna eftir á.
Þessu til viðbótar má benda á að
Konráð Alfreðsson, formaður Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar, greiddi at-
kvæði gegn því að hátekjuskattur-
inn yrði hafður með í ályktun Al-
þýðusambands Norðurlands um síð-
ustu helgi og vitnaði í því sambandi
til áðurnefndrar ályktunar frá þingi
Sjómannasambandsins. -grh
ER JÓLABÓKIN í ÁR
„JÁRNSÍÐA “ MADONNU?
Þessi jólasveinn í glugga hljómplötuverslunar einnar í Reykjavík virðist draga á eftir sér hlass
af hinni frægu málmslegnu myndabók „kynlífsfrelsarans" Madonnu poppsöngkonu frá
Bandaríkjunum. Hvort bókin verði jólabókin í ár er hins vegar önnur saga. Tímamynd Ami Bjama
Síðasta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sannar sig sem sýndarfjárhagsáætlun:
Borgin slær þýskt bankalán
upp á 2,3 milljarða króna
Borgarráð Reykjavíkur heimilaði á fundi í gær að borgarsjóður
taki lan hjá þýskum banka; West-Deutsche Landesbank á grund-
velli óformlegs tilboðs bankans frá því t síðasta mánuði. Lánið er
að upphæð 40 milljónir Bandaríkjadaia eða ríflega 2,3 milljarðar
króna.
Lánið, sem er nálægt því að
vera jafnhátt og fjórðungur
tekna borgarsjóðs á þessu ári,
verður afborgunariaust fyrstu
tvö árin, en greiðist síðan tneð
11 jöfttum afhorgunum. Með
þessari lántðku er stefnt að því
að brúa bil milli tekna og gjaida
borgarsjóðs á yfirstandandi fjár-
hagsári og koma í veg fyrir að
framkvæmdir á vegum borgar-
innar dragist saman á næsta ári,
að því er segir í minnísblaði með
umsókninni til borgarráðs und-
irrituðu af Eggert Jónssyni
borgarhagfræðingi og Jónl G.
Tómassyni borgarlögmanni.
í minnisblaði þeirra kemur
elnnig fram að ástæða til lántök-
unnar séu yfírdráttur borgarinn-
ar hjá Landsbankanum sem nú
nemur um 2,5 milfjörðum
króna. Af láninu eigi að verja
1155 miiljónura kr. tll að greiða
hann niöur. Þá séu tekjur borg-
arsjóðs 500 milljónum fer. minni
en áætlun gerði ráð fyrir. Enn-
fremur hafi ráðstafanir í at-
vinnumálum kostað 350 millj-
ónir, rekstrargjöld hefðu verið
150 milljónlr umfram áætlanir
og autón lánsfjárþörf bílastæða-
sjóðs hefði ttumið 155 miHj. kr.
„Þetta staðfestír það sem ég og
fleiri fulltrúar minnlhlutans
sÖgðu við umræður um núver-
andi fiárhagsáætlun horgarinn-
ar, að hún væri sýndaráætlun
sem ektó gæti staðist Það hefur
nú komib á daglnn,“ sagði Sig-
rún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi
Framsóknarflokks, í gærkvöldi.