Tíminn - 18.11.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.11.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miövikudagur 18. nóvember 1992 MOLAR V._________________________ ... Noröur-írar, sem leika gegn Dönum I undankeppni HM I kvöld, eru staðráönir f því aö láta Dani ekki komast um með neinn moð- reyk f viðureign liðanna og hyggj- ast sýna þeim f tvo heimana. Siðan Danir sigruöu (Evrópukeppni landsliða (sumar hafa Danir ein- ungis gert þrjú markalaus jafntefli f undankeppni HM og hyggst Billy Bingham, þjálfari Noröur-frska landsliðsins, notfæra sér slæmt form danska liðsins. ... Englendingar mæta f kvöld Tyrkjum (undankeppni HM I knatt- spyrnu og kemur það nú ekki á óvart að Englendingar eru sigur- stranglegri f viðureigninni, þrátt fyrir að ekki hafi gengið of vel í undan- keppninni hingað til. Það vekur þó athygli aö I framlfnunni eru tvær stórstjörnur, sem hafa þó aðeins gert eitt mark samanlagt f leikjum sfnum. Um er að ræða þá Alan Shearer og lan Wright, en sá fyrr- nefndi hefur gert eitt mark f lands- leik. Þrátt fyrir þetta leggur Graham Taylor landsliðseinvaldur Englend- inga allt sitt traust á framherjana og hefur gefið þeim skipun um að skjóta á markið eins og þá lystir. ... Graham Taylor segir það vera Ijótan blett á ferli sfnum sem landsliðseinvaldur hversu fá mörk landsliðið hefur skoraö undir hans stjórn og segir aö hann veröi að ná meðalskorinu upp. Llklegt byrjun- arlið Englands f leiknum f kvöld er eftirfarandi: Chris Wood, Lee Dix- on, Stuart Pierce, Tony Adams, Des Walker, Carlton Palmer, Paul Inch, Paul Gascoigne, David Platt, lan Wright og Alan Shearer. ... Christoph Daum, þjálfari Stuttgart f knattspyrnu, dáðist mjög að Gordon Strachan, miðvallarleik- manninum hjá Leeds, og segir að Strachan sé leikmaður sem myndi sannarlega hjálpa Stuttgart til að halda meistaratitlinum f Þýskalandi. Daum segir Strachan frábæran leikmann og segöist myndu kaupa hann fyrir hvaða verö sem væri ef hann væri falur. „Eftir Evrópuleikinn I Barcelona, þar sem Strachan öör- um fremur sló Stuttgart út úr Evr- ópukeppninni, sló ég á létta strengi og sagði við hann að hann yröi að koma og leika meö Stuttgart. Sföan hugsaði ég á eftir, af hverju ekki?" sagöi Daum. ... ítalska liAiA Napólí, sem hefur átt I glfurlegum erfiöleikum undanfarið og er fallið út úr Evr- ópukeppninni f knattspyrnu, er f fallhættu I deildinni og hefur nýlega rekið þjálfara liðsins. Það er greini- legt að gengi liðsins fer f skapiö á aðdáendum liðsins, þvl f gær réðst hópur þeirra, sumir vopnaðir kylf- um, að leikmönnum þar sem þeir voru á æfingu. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar stukku um 20 manns yfir giröingu við æfingavöll- inn og réöust aö leikmönnunum. Ekki uröu nein alvarleg meiösli á leikmönnum, en nokkrir þeirra fengu þó marbletti. Guðmundur Torfason er þessa dagana í fyrsta sæti yfir skot- hörðustu knattspyrnumenn á Bretlandi. Vinnie Jones, sem leikur með Wimbledon í ensku knattspyrnunni, tók í haust þátt í gerð myndbands, sem hann á eftir að sjá eftir: Dæmdur í leikbann og þarf að greiða 18 millj. í sekt Ljóti andarunginn í ensku knattspymunni til margra ára, Vinnie Jones sem leikur með Úrvalsdeildarliði Wimbledon, var í gær dæmdur til hæstu sekt- argreiðslu sem um getur í ensku knattspymunni, eða 200 þúsund pund, eða um 18 milljóna íslenskra króna vegna hans þáttar í myndbandi sem gef- ið var út í Englandi í haust og hlaut nafnið „Soccer’s hard men“, eða grófu knattspymumennimir. Auk sektarinnar fékk Jones sex mánaða leikbann og verður hafður undir eftirliti í þijú ár. í umræddu myndbandi voru sýnd mörg grófustu atvik í knattspyrn- unni sem mörg jöðmðu við líkams- árasir, þar sem menn vom slegnir og í þá sparkað á fólskulegan hátt. Þar koma við sögu menn eins og Graham Souness, íklæddur skosku Iandsliðspeysunni, þar sem sýnt er hvernig hann slær andstæðing sinn þrívegis í höfuðið með olnboganum, og Jones þar þar sem hann klípur og sparkar í andstæðinga þegar dómari sér ekki til. Það sem fór verst í al- menning í Englandi og áhugamenn um knattspyrnu, er að á myndband- inu segir Vinnie Jones í smáatriðum frá því hvernig hann hefur sett putt- ann í augun á andstæðingum sín- um, rifið í kynfæri þeirra, slegið, sparkað í þá og klipið og bendir á hvaða augnablik séu heppilegust til framkvæmdanna. í kjölfar myndbandsins stigu all- flestir framkvæmdastjórar í Eng- landi á stokk og gagnrýndu Jones harkalega fyrir athæfið og sögðu hann vera að hafa þennan óþverra fyrir upprennandi knattspyrnu- mönnum. Eftir úrskurð enska knattspyrnu- sambandsins sagðist Jones aðspurð- ur ekki ætla að áfrýja þessari ákvörðun sambandsins. „Ég verð að borga fyrir það sem ég hef gert og Ijúka þessu máli á þann hátt." Hann sagðist hafa gert rangt með að taka þátt í gerð myndbandsins. Sakaskrá Vinnie Jones, sem nú leikur með Wimbledon, á knatt- spyrnuvellinum er nokkuð löng og hefur hann sex sinnum verið rekinn af leikvelli á atvinnumannaferli sín- um. Vinnie Jones er sá leikmanna sem leikið hafa í ensku deildar- keppninni sem fengið hefur gula spjaldið á stystum tíma eftir að leik- ur er hafinn, en í leik með Wimbled- on fyrir nokkrum árum liðu aðeins sjö sekúndur frá því leikurinn var flautaður á og þar til hann fékk að líta gula kortið. --- ———-----------. _ MOLAR_ S.................J .„ Danir hafa orðið fyrír dálitl- um skakkaföllum undanfarið, þar sem þelr Lars Elstrup og Bjarne Goidbæck hafa veriö meiddir. Lars, sem hefur verið aðalmarkaskorarí Dana, kemur til með að sitja á varamanna- bekknum í leiknum gegn N-Irum og Bjarne Goidbæck, miöju- maðurinn snjalli sem leikur með Kaiserslautern, mun að öllum Hkindum koma inn f liðiö að nýju. «** Eins og komið hefur fram ( fréttum hefur Uoyd Sergent, körfuknattleiksmaðurinn sem lék með Breiðablik f Japisdeildlnni f körfuknattleik, haldið til síns heima l Bandarlkjunum. Baunir Breiðablíks voru (dó aldeilis ekki á enda, því Joe Hurst, sem átti að koma f hans stað og vera allra meina bðt, „sveik” Btlkana og fór til Svlþjóðar. Biikarnir hafa nú brugðist viö þessum vanda og fengið David Grissom f iíð með sér, en hann hefur hingaö tíl æft með KR-ingum. Lyljanotkun íþróttamanna: Krabbe berst Lögfræðingur Katrin Krabbe, hlaupa- stjömunnar frá fyrrum A- Þýskalandi sem féll á lyfjaprófi eftir að hafa tekið lyfið Clenbuterol, segir að hún verði í versta lagi sakfelld fyrir lyfjamisnotk- un og sleppi þar með, með vægari refs- ingu. Katrin og lögfræðingur hennar berjast nú gegn því fjögurra ára banni sem hún á yfir höfði sér, en málið verð- ur tekið fyrir hjá þýska frjálsíþrótta- sambandinu á laugardag. Lögfræðing- ur Krabbe segir, þrátt fyrir að lyfja- nefnd Alþjóða frjálsíþróttasambands- ins hafi úrskurðað að Clenbuterol innihaldi lyf skylt anabólískum ster- um, að það myndi ekki hafa áhrif á málflutning hans, þar sem Krabbe hafi tekið lyfið áður en sú ákvörðun hafi upprunalega verið tekin, en það hafi verið í Barcelona í júlí síðastliðnum. Knattspyrna: Dervic í KR meisturum Vals síðastliðið sumar, hefur ákveðið að leika með KR-ing- um á næsta keppnistímabili. Þetta verður fjórða keppnistímabil Dervic á íslandi, en hann hefur áður leikið með Selfyssingum, FH-ingum og Valsmönnum. Enska knattspyrnan: Gummi Torfa skotfastastur Izudin Dervic, Bosníu-Herzegóvínu leikmaðurinn sem lék með bikar- ÍÞRÓTTIR UIISJÓN; PJETUR SIGURÐSSON J Japisdeíldin í körfu- knattleik; Staðan í körfunni A-riðiIl Keflavík 10 10 0 1065-867 20 Haukar .10 8 2 895-803 16 Tindast. .10 4 6 879-975 8 Njarðvík 10 4 6 903-922 8 UBK ......9 1 8 752-829 2 B-riðiU Vaiur ......10 7 3 835-823 14 Grindavfk 10 4 6 837-833 8 Skaiiagr. ..10 4 6 872-893 8 Snæfell 9 4 5 806-820 8 KR ......10 3 7 804-883 6 Vikulega fer fram í enska blaðinu SHOOT keppni hver breskra knatt- spyrnumanna sparkar fastast, hend- ir lengst úr innkasti og hver mark- varða kastar lengst út. Þeir SHOOT- menn heimsóttu á dögunum St.Johnstone, þar sem Guðmundur Torfason leikur og var hann valinn fulltrúi liðsins í keppnina um hver sparkar fastast. í frásögn af þessu í SHOOT segir að fljótlega hafi þótt sýnt að hann væri til alls líklegur, enda fór svo að hann skaust upp í fyrsta sætið og situr þar nú. Spyrnur Guðmundar náðu allt að 84 mfina hraða, eða 135 km hraða á klukku- stund. Guðmundur sagði í samtali Hardest Shot ie k k ik ic k 'fte' % % k k k k 1. Gumii fortason (St.Joiinstðnn} 84 roph ?= Slevs BatJ tCttichest&s'} 81 mph 2~ $tan CoHyroore {C.Patsce) 81 ropti t~ tes Feritloand 8í ropis S. Sarutií Snntttsate (C.Patare) 78 roptt 8= Htcbarð Carpenler (SiHjagbaro) 78 mpft 8= Marfc Dcnpsey (fiHiipgttam) 78 roph 8= Teroroy Jotmscn (Osrby) 74 mpii 8® Morrys Scott (fier(hðtnptnn) 74 mpfc við blaðið að hann vissi að hann hefði getað skotið fast, en hefði aldr- ei látið mæla það fyrr. 22. flokksþing Mlí framsóknarmanna 22. flokksþing framsóknarmanna verður haldið á Hótel Sögu, Reykjavik, dagana 27.-29. nóvember 1992. Um rétt tll setu á flokksþingi segir i lögum flokksins eftirfar- andi: „7. grein. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga saeti kjömir fulltrúar flokksfélaga. Hvert flokks- félag hefur rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþing fyrir hverja byrjaða þrjá tugi fé- lagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera fæm en 1 fyrir hvert sveitarfélag á félags- svæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. 8. grein. Á flokksþinginu eiga einnig sæti miðstjóm, framkvæmdastjóm, þingflokkur, formenn flokksfélaga og stjórnir LFK, SUF og kjördæmissambanda." Dagskrá þingsins verður auglýst slðar. Framsóknarfíokkurínn Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember n.k. kl. 19.00 I Hafnarstræti 20. Dagskrá verður auglýst sfðar. Framkvæmdastjóm Árnesingar — Félagsvist Hin áriegu spilakvöld Framsóknarfélags Ámessýslu standa nú yfir I nýja félagsheim- ilinu Þingborg 1 Hraungerðishreppi. Spilað verður að Flúðum 20. nóv. kl. 21.00. Að- alverölaun utanlandsferð. Góð kvöldverðlaun. Stjómin Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 29. nðvember, 13. desember og 10. janúar. Auk kvöldverðlauna verða ein heildarverðlaun: Dagsferð fyrir 2 með Flugleiöum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Landsstjórn LFK Fundur með aðal- og varamönnum verður á Hótel Sögu, 3. hæð (austurhluta), fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20.30. Rætt um flokksþingið og vetrarstarfið. Framkvæmdastjóm LFK Reykjavík - Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 21. nóvember n.k. kl. 10.30-12.00 að Hafnarstræti 20, 3. hæð, koma Finnur Ingólfsson alþingismaður og Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og ræða um komandi flokksþing. Fulltrúar á flokksþingi eru sérstaklega hvattir til þess að mæta. Stjóm fulltrúaráðsins Utanríkismálanefnd SUF Fundur fimmtudaginn 19. nóv. kl. 17.00. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um utanrikismál innan SUF. Formaður Aöalfundur Fulltrúaráös Framsóknarfélaganna I Keflavík verður haldinn mánudaginn 23. nóv- ember i Framsóknarhúsinu við Hafnargötu kl. 20.30. Stjóm Fulltrúaráðsins Aðalfundur Framsóknarfé- lags Skagafjarðar verður haldinn i Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki miövikudaginn 18. nóvem- berkl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson mæta á fundinn og ræða stjómmálaviðhorfið. Stjómin Páll Stefán

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.