Tíminn - 18.11.1992, Page 7

Tíminn - 18.11.1992, Page 7
Miðvikudagur 18. nóvember 1992 Timinn 7 Landssamtök atvinnulausra segja uppboða- og gjaldþrotahrinu á næsta leiti: Himinhrópandi óréttlæti Landssamtök atvinnulausra hafa áhyggjur af því að á næstunni verði selt of- an af fjölda manna. Þau kenna m.a. um nýlegum lögum, sem takmarid rétt manna til að fá frestun á uppboðum. Þá þykir það „himinhrópandi órétt- læti“, eins og það er orðað, að hér á landi sé innheimtukostnaður ákveðin prósenta af upphæð skuldar. í nágrannalöndum segja samtökin að kostnað- ur hlaðist á skuldina í réttu hlutfalli við þá vinnu, sem lögð er í að inn- heimta hana. Þessu er líkt við að verkfræðingur fengi prósentur af byggingarkostn- aði í hönnunarkostnað. „Væri slík- um manni treyst til að byggja ódýrt?" er spurt. Þetta kemur m.a. fram í ályktun frá Landssamtökum atvinnulausra. Þar segir að þegar lög voru sett í sumar sem Ieið um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds, hafi tilgangur þeirra verið m.a. að ferlið í uppboðs- málum gengi mun hraðar fyrir sig en áður var. Þá segir að nú sé ekki hægt að veita nema mjög takmark- aða fresti. Þessu til viðbótar segja samtökin að ríkið mati krókinn, þar sem nú þurfi hver sá, sem fær á sig uppboðsbeiðni, að greiða milli 9 og 30 þúsund í skatt fyrir hverja upp- boðsbeiðni á fasteign. „Þeir sem eru atvinnulausir — um 5.000 manns — eru mjög margir í greiðsluerfiðleikum vegna atvinnu- leysisins. Það, sem hefur breyst frá því sem áður var, er að menn geta ekki fengið vinnu lengur, hvað þá aukavinnu til þess að bjarga sér út úr greiðsluerfiðleikum sínum, og menn geta ekki fengið frestað upp- boðsaðgerðum sýslumanna þar til þeir eru komnir yfir örðugleikana. Menn hafa því með öðrum orðum enga leið til að bjarga sér,“ segir enn fremur í ályktuninni. Þá er vakin athygli á mismun á inn- heimtuaðferðum hér á landi og er- lendis. Segir að hér á landi standi lögfræðingar einna helst í inn- heimtuaðgerðum, en í nágranna- löndunum sinni sérstakar inn- heimtustofnanir þessum málum. Þær aðgerðir segja samtökin að séu miklu manneskjulegri en hér tíðk- ist. Nefna þau m.a. að víða erlendis sé skuldara gefinn frestur, og leitað sé eftir samningum við hann um greiðslu á skuldinni. Jafnframt er athygli vakin á að með nýju lögunum þurfi að vera lögmað- ur að baki innheimtustofnun. At- hafnamenn eru hvattir til að setja upp innheimtuskrifstofur hver í sínu sveitarfélagi, í samkeppni við lögmenn. -HÞ Neytendasamtökin telja dulbúnar auglýsingar og kostun óæskilega: enda á fjölmiðlum Neytendasamtökin telja dulbúnar auglýsingar og kostun óæskilega, jafnt fyrir neytendur sem fyrir fjötmiðlana sjálfa. Auk þess eflir þetta ekki traust neytenda á fjölmiðlum og efni þeirra. Samtökin skora á fjölmiðla að þeir setji sér strangar samræmdar reglur um kostun. Ef ekki, þá hljóta stjómvöld að setja slíkar reglur í samráði við hags- munaaðila. Á undanfómum árum hefur í ályktun, sem samþykkt var á ágengni auglýsenda við neytend- þingi samtakanna sem haldið var ur aukist alíverulega, bæði í fjöl- í lok síðasta mánaðar, kemur miðlum og fyriir utan þá, jafh- fram að styrktarfé og dulbúnar framt sem nýjar og nærgöngulli auglýsingar auka áhrifavald aug- auglýsingaaðferðir hafa rutt sér lýsenda yflr því efni sem fjöl- tU rííms. Auglýsingaboðskapn- miðlar framleiða og bjóða neyt- um er laumað áð neytandanum endum, því um skilyrtar tekjur m.a. með svonefndrí kostun dag- er að ræða. Auk þess telur þingið skrárgerðar í Ijósvakamiðlum. að lögbinda verði bann við því að Ennfremur virðist sem meiri rjúfa útsendingu kvikmynda eða áhersla sé lögð á únynd viðkom- einstakra þátta í sjónvarpi til að andi fyrirtækja með því að setja koma þar að auglýsingu, nema þjónustu þcirra og vaming í já- þegar um er að ræða beinar út- kvættogvinsæltsamhengienað sendingar þar sem eðlileg rof koma með gagnlegar upplýsingar verða á útsendingu. -grh fyrir neytandann. Ályktun ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs: Varað við hugmyndum um auknar álögur Á nýlegri ferðamálaráðstefnu var varað alvariega við ðllum hugmynd- um um auknar álögur á ferðaþjónustuna í landinu. Þetta er úr ályktun, sem sam- úrbóta í umhverflsmálum í sveit- þykkt var á ferðamálaráðstefnu arfélögum landsins. Perðamálaráðs sem haldin var Það rökstyðja ráðstefnugestir nýlega. Þar er þess m.a. kraflst með því að segja að þeir stefni að að opinber gjöld, svo sem trygg- sérstöku markaðsátaki til að ingagjald, aðstöðugjald og virðis- kynna ísland eriendis sem ferða- aukaskattur, verðl færð til sam- mannaiand. „Megináherslan í ræmis við það sem gerist í öðr- slíku átald hlýtur að tengjast um útflutningsgreinum. hreinu og Lftt menguðu um- Þá er þeim eindregnu tilmælum hverfl. Því er nauðsynlegt að bemt til ríkisstjómarinnar og vinna markvisst að úrbótum í samtaka íslenskra sveitarfélaga umhverfismálum,“ segir jafn- að þær 500 milljónir, sem sam- framt í einni af ályktunum ráð- komulag er um að leggja til at- stefnunnar. vinnuaukningar, verði varið til -HÞ Umhverfisráðuneytið opnar formlega: Rannsóknar- stöð botndýra í Sandgerði Fyrir helgina opnaði Eiður Cuðnason umhverflsráðherra rannsóknarstöð botndýra f Sand- gerði. í fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu kemur fram að stöðinní sé komið á fót vegna víðtækra rannsókna, sem fara núna fram á botndýrum á öllu hafsvæðinu innan íslensku landhelginnar. Þá segir og að rannsóknirnar fari fram á vegum ráðuneytisins í samvinnu við Líffræðistofnun háskólans, Hafrannsóknarstofn- un, Náttúrufræðistofnun fs- lands, Sandgerðisbæjar og Sjáv- arútvegsstofnunar Háskóla ís- tands. -HÞ CANTAT-3 ICELAND FAROES ISLAND CANTAT-3 DENMARK ' 'kA CANADA —. GERMANY ■■■■.§ Hér má sjá hvar nýi sæsímastrengurinn „Canat-3“ liggur yfir Atlantshafið frá Kanada til Evrópulanda. Nýr sæsímastrengur yfir Atlantshafið mun kosta Póst og síma um 1.3 millj. kr.: Getur annað 60.000 símtölum í einu Með tilkomu sérstaks sæsímastrengs yfír Atlantshaflð árið 1994 getur Póstur og sími annað 60.000 talsímasamböndum samtímis. Það er fjórföld flutningsgeta stærstu ljósleiðarastrengja. Fyrirtækið mun þurfa að leggja um 1.3 milljarða kr í samvinnuverkefni margra landa. Heildarkostnaður verður um 23 milljarðar kr. Samningar um þetta voru nýlega undirritaðir. Þetta kemur m.a. fram í fréttatil- kynningu frá Pósti og síma. Þar kemur fram að strengurinn heitir „Cantat-3“ og verður lagður frá Kanada til Bretlands, Danmerkur og Þýskalands með greinum til Fær- eyja og íslands. í honum verða þrjú ljósleiðarapör, tvö til fjarskipta og eitt til vara. Strengurinn mun að nokkru leysa gervihnattasambönd af hólmi hér á landi, þó áfram verði rekin hér jarðstöð til vara. Þá segir að til lengri tíma litið verði notkun strengsins ódýrari heldur en leiga á gervihnattasamböndum. Strengur- inn mun koma á land í Vestmanna- eyjum, nánar tiltekið í Klaufinni á Heimaey. Eigendur sæsímans eru síma- stjórnir í Bretlandi, Danmörku, ís- landi, Þýskalandi og Kanada, en auk þeirra hafa 15 aðrar símastjórnir í Evrópu, N-Ameríku og Asíu keypt afnotarétt á honum. Heildarkostnaður er áætlaður 384 milljónir Bandaríkjadala og er hlut- ur Pósts og síma af því um 22 millj- ónir dala. Forráðamenn Pósts og síma telja að fjárfestingin muni borga sig upp á nokkrum árum og að strengurinn verði notaður í 25 ár. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fyrirtækið taki erlent lán til að fjármagna þessar framkvæmdir. Áætlað er að strengurinn verði tek- inn í notkun 1. október árið 1994. -HÞ Frosti F. Jóhannsson hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Cigt- arfélags fslands. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Cigtarfélagi fs- lands. Þar segir að Frosti hafl unnið hjá félaginu um eins árs skeið og hafi haft umsjón með Norræna gigtarárinu á íslandi, sem nú er senn á enda. Frosti starfaði í flmm ár sem rít- stjóri bókaflokksins íslensk þjóð- mcnning. Hann er þjóðháttafræð- ingur að mennt og stundaði nám í UppsÖlum og Stokkhólmi í Sví- þjóð. -HÞ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.