Tíminn - 21.11.1992, Blaðsíða 26
26 Tíminn
Laugardagur21. nóvember 1992
Bílapartakóngur í
klúðri
Út er komin hjá Máli og menningu
skáldsagan Heimskra manna ráð eftir
Einar Kárason.
Í bókinni segir frá Sigfúsi Killian
bllapartakóngi á Lækjarbakka, Sol-
veigu konu hans og æði misvel
heppnuðum afkomendum þeirra.
Þetta er skrautlegt lið í miðju því
grátbroslega klúðri sem lífið vill
verða. Og smám saman raðast fjöl-
skrúðugir atburðir saman í mynd af
draumum og sorgum, göfugum
markmiðum og lítilsigldum fram-
kvæmdum nýríkra og síblankra Ís-
lendinga á þessari öld.
Bókin er 233 blaðsíður, prentuð í
Prentsmiðjunni Odda hf. Bókin kost-
ar 2680 kr.
Nýja rúmið
hans Tóta.
Bókin er nr. 32 í sama bókaflokki
hinna yngstu lesenda. Hann Tóti litli
eignast nýtt rúm, sem hann er ekki
alveg ánægður með, því gamla rúmið
var honum svo kært. Svo gerist ævin-
týrið, sem sagan segir frá. Höfundur
er Pnina Moed-Kass. Teiknari: Turi
MacCombie. Prentverk Akraness h/f
prentaði bókina.
Stefán Júlfusson rithöfundur ís-
lenskaði báðar framangreindar bæk-
ur. Skemmtilegu smábamabækumar
eru safn úrvalsbóka fyrir byrjendur,
sem átt hafa miklum vinsældum að
fagna. Sumar þeirra hafa komið út í
áratugi, en eru þó alltaf sem nýjar.
Þær em hinar vönduðustu að efni og
öllum frágangi, sem völ er á fyrir lítil
böm, enda valdar og íslenskaðar af
hinum fæmstu skólamönnum.
Ævintýrabókin um
Alfreð Flóka
eftir Nínu Björk Ámadóttur
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út
Ævintýrabókina um Alfreð Flóka eft-
ir Nínu Björk Ámadóttur. Þar dregur
hún upp persónulega og hispurs-
lausa mynd eftir minningum sfnum
af listamanninum, Ieitar fanga í bréf-
um hans og frásögnum fjölmargra
vina.
I kynningu Forlagsins segir: „Alfreð
Flóki á sér engan líka í íslenskri
myndlistarsögu og persóna hans var
dregin í stærri mynd en við íslend-
ingar eigum að venjast. Persónutöfr-
ar Alfreðs Flóka, hæfileikar hans og
víðfeðm þekking á afkimum heims-
menningarinnar urðu öllum, sem
kynntust honum, að innblæstri. Líf
hans var eins og listaverk sem af-
hjúpar jafnt fegurstu kenndimar í
hugum mannanna og órætt myrkrið
sem býr handan hversdagsleikans."
Ævintýrabókin um Alfreð Flóka er
202 bls., prýdd miklum fjölda mynda
— þar á meðal em myndir af lista-
verkum sem aldrei hafa birst áður.
Jón Ásgeir Hreinsson hannaði kápu.
Verð: 2.980 kr.
Ólafur Gunnarssotu
Tröllakirkja
— ný skáldsaga emr
Ólaf Gunnarsson
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá
sér skáldsögtxna Tröllakirkja eftir ÓI-
af Gunnarsson. Þetta er sjötta skáld-
saga Ólafs, sem einnig hefur sent frá
sér smásögur, Ijóð, þýðingar og leik-
rit fyrir böm, auk fjölda greina í dag-
blöð og tlmarit.
Tröllakirkja gerist í Reykjavík á
sjötta áratug Sdarinnar og fjallar tun
Sigurbjöm arkitekt og fjölskyldu
hans. Sigurbjöm hefur ýmis stórbrot-
in áform á prjónunum og vor eitt læt-
ur hann til skarar skríða og ákveður
að hrinda hugmyndum sínum í fram-
kvæmd. Það á eftir að draga dilk á
eftir sér og kalla á voveiflega atburði.
í kynningu Forlagsins segir: „Trölla-
kirkja er efnismikil og dramatísk
skáldsaga þar sem spurt er um sekt-
ina og fyrirgefninguna, manninn og
Guð. Margar ljóslifandi og eftir-
minnilegar persónur koma við sögu
og frásögnin er vfða lituð þeirri sér-
stæðu sagnagleði sem lesendur Ólafs
Gunnarssonar þekkja, en um leið er
leikið á fleiri strengi; stíllinn er fjöl-
breytilegur, fáorður og knappur, en
jafnframt litríkur og ljóðrænn."
Tröllakirkja er 279 bls. Grafít hf.
hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf.
prentaði. Verð: 2.880 kr.
Og áin niðar
Sögur og sitthvað um veiðar
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út
bókina Og áin niðar, sögur og sitt-
hvað um veiðar eftir Kristján Gfsla-
son, en fyrir þremur árum sendi
hann frá sér bókina Af fiskum og
flugum.
í þessari nýju bók sinni miðlar Krist-
ján reynslu sinni til veiðimanna, rifjar
upp ævintýri úr Iaxveiðiám landsins
og er óspar á góð ráð um áhöld og
útbúnað veiðimannsins. í bókinni er
ítarlegur kafli um íslenskar laxaflug-
ur eftir ýmsa höfunda, ásamt upp-
skriftum og Iitmyndum, og einnig
segir Kristján frá kynnum sínum af
horfnum vinum og félögum, sem eitt
sinn settu svip á lífið á árbakkanum.
í kynningu Forlagsins segir: „Frá-
sögn Kristjáns Gíslasonar leiftrar af
glettni þess manns, sem um áratugi
hefur notíð gleði við veiðar í góðra
vina hópi. Hér veitir hann íslenskum
stangveiðimönnum notadrjúga leið-
sögn að ánni — þangað sem frelsið
býr og töfrar náttúrunnar hafa völd-
in."
Og áin niðar er 218 bls., prýdd
mörgum myndum. Ólafur Pétursson
hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf.
prentaði. Verð: 2.980 kr.
mzr FJARmmwR/WN If ^//u.bn hann hefkr s/crífao
Baemo/As, smo&s
O/CKAR....
DAGBÓK
6642.
Lárétt
1) Tónverk. 6) Verkur. 7) Norðvestur.
9) Suðaustur. 10) Biksvört. 11) 550.
12) Spil. 13) Ennfremur. 15) Ræðu-
mennskan.
Lóörétt
1) Fræddum. 2) Nútíð. 3) Postuli. 4)
Keyr. 5) Sonur Adams. 8) Fiskainn-
yfli. 9) Lítil. 13) Bor. 14) Eins bók-
stafir.
Ráðning á gátu no. 6641
Lárétt
1) Jökulár. 6) Ána. 7) NS. 9) Áð. 10)
Skelfur. 11) Bý. 12) MI. 13) Ana. 15)
Klöguðu.
Lóðrétt
1) Jónsbók. 2) Ká. 3) Ungling. 4) La.
5) Ráðríku. 8) Ský. 9) Aum. 13) AÖ.
14) Au.
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka i
Reykjavík 20. nóv. - 26. nóv. er i Ingólfs Apótekl
og Hraunbergs Apótekl. Það apótek sem fyrr er
nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aó kvöldl
til kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á
sunnudögum. Upplýslngar um læknis- og lyfja-
þjónustu eru gefnarl slma 18888.
Neyðanrakt Tannlæknafélags Islands
erstarfræktum helgarog á stórtiátiðum. Simsvari 681041.
Hafnarfjörður Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó-
tek enr opin á vitkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og II skiptis
annan hvem laugardag Id. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin
virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á slna
vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á
kvöldin er opið i þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl.
19.00. Á helgidögum er opið frá kL 11.00-12.00 og 20.00-
21.00. Á öðmm timum er lytjafræðingur á bakvakt Upplýs-
ingar eru gefnar I sima 22445.
Apótek Keflavikur Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna fridaga Id. 10.00-1200.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá Id. 8.00-
18.00. Lokað I hádeginu mlli kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er op'rö til kl. 18.30. Opiö er á laug-
ardögum og sunnudögum Id. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opió virka daga til Id. 18.30.
Á laugard. Id. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00.
Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga Id. 9.00-
18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Cengísskr
20. nóvember 1992 kl. 9.15 Kaup Sala
Bandaríkjadollar ....58,780 58,940
Steríingspund ....90,288 90,532
Kanadadollar ....46,209 46,335
Dönsk króna ....9,6559 9,6821
Norsk króna ....9,0885 9,1133
Sænsk króna ....8,7516 8,7754
Finnskt mark ..11,6079 11,6395
Franskur franki ..10,9900 11,0199
Belglskur franki ....1,8100 1,8149
Svissneskur frankl.. ..41,5333 41,6464
Hollenskt gylllni ..33,1435 33,2337
Þýskt mark ..37,2497 37,3511
(tölsk ifra ..0,04289 0,04301
Austurrískur sch ....5,3106 5,3250
Portúg. escudo ....0,4162 0,4173
Spánskur peseti ....0,5202 0,5216
Japanskt yen ..0,47624 0,47754
....98,254 98,521 81,9861
Sérst. dráttarr. ..81,7636
ECU-Evrópumynt.... ..72,9107 73,1092
Almaimatrvééinéai*
'e w rv V , , .. SSBs ' aKÍÍ
HELSTU BÓTAFLOKKAR:
1. nóvember 1992 Mánaðargreiðslur
Elli/órorkulifeyrir (grunnlifeyrir)......... 12.329
1/2 hjónalifeyrir............................11.096
Full tekjutrygging ellilifeyrisþega..........22.684
Full tekjutrýgging örorkulífeyrisþega........23.320
Heimilisuppbót................................7.711
Sérstök heimilisuppbót........................5.304
Bamalifeyrir v/1 bams.........................7.551
Meðlag v/1 bams...............................7.551
Mæðralaun/feðralaun v/1bams...................4,732
Mæðralaunrfeöralaun v/2ja bama...............12.398
Mæöralaunrfeðralaun v/3ja bama eða fleiri...21.991
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða.....:.......11.583
Fullur ekkjulifeyrir........................ 12.329
Dánarbætur i 8 ár (v/slysa)..................15.448
Fæðingarstyrkur..............................25.090
Vasapeningar vistmanna.......................10.170
Vasapeningar v/sjúkratrygginga.............„.10.170
Daggreiðslur
Fullir fæðingardagpeningar....................1.052
Sjúkradagpeningar einstaklings................52620
Sjúkradagpeningar fyrir hverl bam á framfæri ...142.80
Slysadagpeningar einstaklings................665.70
Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80
Tekjutryggingarauki var greiddur I júll og ágúsL enginn
auki greiðist í september, október og nóvember.
iéíittiiii* liihtágggjifjejtjrjMi