Tíminn - 21.11.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.11.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur21. nóvember 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýsingasiml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þingræðið á íslandi í gær undirritaði Eiður Guðnason umhverfisráðherra, f.h. utanríkisráðherra, samning um aukaaðild íslands að Vestur-Evrópusambandinu. Undirritunin var gerð með fyrirvara um samþykki Alþingis, eins og tíðkast með mik- ilvæga milliríkjasamninga sem ekki hafa verið afgreiddir fyrirfram á Alþingi íslendinga. Flest bendir hins vegar til að ef ekki hefði komið til ut- andagskrárumræða að frumkvæði Steingríms Her- mannssonar á Alþingi á fimmtudag, þar sem þetta mál var tekið upp, þá hefði ísland gerst aukaaðili að Vestur- Evrópusambandinu án þess að Alþingi íslendinga hefði nokkuð um það að segja og án þess að fjöldi þingmanna hefði einu sinni um það vitneskju. Meira að segja er hreint ekki víst að meirihlutafylgi sé við aukaaðild að Vestur- Evrópusambandinu á Alþingi, eins og Páll Pét- ursson benti réttilega á í umræðum um málið. Slíku stjórnarfarsslysi varð þó afstýrt á elleftu stundu. Burtséð frá efnisatriðum þessa máls — þ.e. hvort ísland á yfir höfuð nokkuð erindi í hernaðarsamband, sem gagngert var endurlífgað fyrir nokkrum misserum til að samhæfa og samræma öryggismálastefnu innan EB — þá veldur málsmeðferð framkvæmdavaldsins talsverðum áhyggjum. Sérstök ástæða er til að hafa áhyggjur af því að utanríkisráðherra telur eðlilegt og sjálfsagt að það sé nægjanlegt að reifa þetta stóra mál efnislega í utanríkis- málanefnd og ganga svo frá alþjóðlegum samningum fyr- ir íslands hönd án umræðu, rétt eins og það sé einkamál ríkisstjórnarinnar. Enginn alþingismaður hafði séð skjal- ið, sem undirritað var, fyrr en eftir utandagskrárumræð- una í fyrrakvöld. í vestrænum lýðræðisþjóðfélögum hafa menn alltaf þurft að taka afstöðu til grundvallaratriðisins um tengsl- in milli þess hversu skilvirkt stjórnkerfi á að vera og hversu lýðræðislegt það á að vera. Þingræðiskerfið er ákveðin lausn á þessari gamalkunnu togstreitu, ákveðið jafnvægi sem hefur sannað sig í gegnum áratugina og jafnvel árhundruðin. Gagnkvæmt eftirlit hinna ýmsu þátta ríkisvaldsins er meðal grundvallaratriða í stjórn- skipaninni og það er t.a.m. eitt af mikilvægari hlutverk- um þjóðþingsins í þingræði að hafa eftirlit með fram- kvæmdavaldinu. Framkvæmdavaldið sækir vald sitt til löggjafans og verður að lúta vilja hans. Þessi skipan er ekki tilviljun, heldur markviss uppbygging á kerfi sem tryggir skilvirkni en um Ieið lýðræðislega meðferð mála. Tilburðir þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr, til að slíta sig lausa frá því eftirliti og aðhaldi, sem felst í því að mál fari með eðlilegum hætti til umfjöllunar í þjóðþinginu, eru að verða áhyggjuefni. Stjórnlyndi ráðherra er slíkt að þeim þótti eðlilegt að setja bráðabirgðalög í sumar til að losna við þau óþægindi og tafir, sem eðlileg málsmeðferð á Alþingi hefði haft í för með sér í kjaradómsmálinu. Æ ofan í æ gefa ráðherrar út yfirlýsingar um fánýti þess að eðlileg þingræðisleg umræða fari fram á Alþingi um hin ýmsu mál. Þar hafa farið fremstir formenn stjórnarflokk- anna, sem báðir hafa líkt hinu lýðræðislega ferli á Alþingi við málfundi í gagnfræðaskóla. Það er full ástæða fyrir núverandi stjórnarandstöðu og stjórnarþingmenn líka að láta þessa síðustu atburði varð- andi Vestur-Evrópusambandið sér að kenningu verða og taka það ekki sem sjálfgefið, að forystumenn ríkisstjórn- arflokkanna virði til fulls leikreglur þingræðisins. Ábyrgð stjórnarandstöðunnar er því mikil og hún þarf til viðbót- ar öðrum verkefnum, að taka að sér varðstöðu um þing- ræðisleg vinnubrögð á íslandi. Atli Magnússon: Af veikleika og veruleika Flestir hafa fleiri og færri veik- leika, sem þeir helst vilja ekki flagga en eiga út af fyrir sig, þótt auðvitað séu þeir til sem gera sér stórkostlegar játningar að list eða atvinnugrein og uppskera ást og virðingu fyrir á yfirstand- andi öld skilnings og umburðar- lyndis. En slíkt leyfist ekki öll- um. Til dæmis ekki biskupum og prelátum, sem glíma við sterkar gimdir eða lesti sem þeim er erfitt að stríða gegn. Sama má segja um áberandi leiðtoga aðra. Þá er hætta á að þeir fari að lifa tvöföldu lífi, sem slær fölva á þá ám sem sauðim- ir, er þeir eiga að stugga frá þver- hnípi freistinganna - - eða leiða til ljóssins — heimta að þeir hafi. Þessi heimtuffekja sauð- anna er í sjálfú sér skiljanleg, en kannske er hún ekki endilega sanngjöm. Dr. Johnson sagði að kenningar og ábendingar manna gætu verið alveg jafn hreinar og góðar, þótt þeim væri um megn að lifa eftir þeim sjálf- ir. Því skyldi láta nægja að hlýða á boðskapinn, en líta framhjá háttemi höfundar hans. Sagt er að það hafi verið mikið áfall fyrir ástvini sígildra forn- mennta, þegar bréf Cicerós til dóttur sinnar Túllíu vom dregin fram í dagsljósið. Þar kom fram í dagsljósið lítill og vælukjóaleg- ur karl, sem bar lítinn svip af hinum hetjulega ræðuskömngi og stjómmálamanni. Því átti margur erfitt með að bera sömu lotningu fyrir kempunni og áð- ur, því nú hljómuðu öll digur- mælin og snjallyrðin eins og uppgerð og leikaraskapur. En hvað væri annars varið í mannlífið, ef hvomgu þessu væri til að dreifa? Em það ekki tvöfeldnin og leikaraskapurinn sem gera tilvemna svo fyndna og skemmtilega sem raun er á, munurinn á því sem sýnist og hinu sem er og er þó kannske ekki. „Hvað er sannleikur?" mælti Pílatus og sópaði að sér silkikyrtlinum að þeim orðum sögðum, með frægum glæsi- brag. Lífselixírar Þetta er ekki nema svona rétt mátulega hátíðlegur inngangur að því að ég meðgangi að sjálfur á ég við fáeina veikleika að stríða. Ekki kemur mér þó til lif- andi hugar að tíunda hverjir þeir em. Þeir em minn lífselixír og sálarhuggun og ég iðka þá í laumi flesta, enda lítið púður í þeim ella. Þó er einn þannig að mér finnst ég ekki gera mig uppvísan að umtalsverðum skepnuskap þótt ég tæpi á honum — og geri því undantekningu hvað hann varð- ar. Þetta er áhugi minn á leyni- lögreglukvikmyndum og morð- gátum. Þetta skyldi þó ekki vera dulinn blóðþorsti? En hvað sem því líður, þá em þau mér öll mjög kær — Derrick, Tággart, Matlock, Feiti maðurinn, frú Fletcher, Maigret og öll sú hirð. Stundum verður framvindan nú nokkuð ótrúleg, en það gerir minna tií. Þetta líður hjá á sjón- varpsskerminum eins og draumur og varla bregst að hversdagsmæðan líði út í geim- inn á meðan og gleymist. Því miður dugar framboðið á þessu þó ekki alltaf til og þá fer ég á stjá og tek að snudda á myndabandaleigunni eftir meim af sama tagi. Ég fer þá í gamla góssið, sem er leigt út á niðursettu verði, og alltaf leng- ist sá tími sem fer í ráp á milli hilluraðanna, því afköstin við „áhorfið“ eða „horfunina" leiða til þess að úrvalið þynnist og þynnist og verður þá gjama að lúta að rýrara og rýrara efni. En fyrir kemur að gimsteinar leyn- ast innan um sorpið og í von um að rekast á enn einn heldur hringrás hinnar eilífú leitar áfram, eins og hjá gullgrafara. Á myndbandaleigunum rekst ég gjama á aðra, sem svipað er ástatt um, og er farinn að kann- ast við suma. Ég sé það út undan mér á spólunum, sem þeir hremma um síðir, að sumir em í leit að morðum og ástríðum líka. Svo er flokkur sem er á höttunum eftir vísindamynd- um. Þeir einstaklingar vilja hafa vélmenni, gúmmíbúninga, risa- eðlur og þess háttar sem er á ferli fáein ljósár úti í geimnum. Ég hef ekki nægilega frjálslegt hugmyndaflug til að meðtaka svoleiðis, en hef fulla samúð og skilning með svoleiðis smekk. Sakleysi hjartans Ástvinur leynilögreglu- og glæpakvikmynda ætti að verða að nokkurslags afbrotafræðingi á endanum. En líklega er þetta allt fremur mislukkað sem kennsluefni. Ég hef oft hugleitt að líklega mætti myrða alla, sem í kringum mig eru, á laun — og mig sjálfan á endanum — án þess að mig grunaði neitt mis- jafht. Svona er maður þá mikill sakleysingi inn við beinið — eða hvað? Það olli mér líka nokkurri furðu þegar ég áttaði mig á því að ég hef ekki sérstakan áhuga á því þegar raunverulegir glæpir eiga sér stað og öll blöðin eru full af fféttum af þeim. Ekki get ég kallað að ég hafi fylgst svo heitið geti með réttarhöldunum yfir „tálbeitunni" og öllu því fargani. Þó er nú komið á dag- inn að við eigum rétt eins og heldri þjóðir okkar Derricka og Matlocka, sem ættu að halda áhuga mínum og samúð glað- vakandi. Rétt eins og í sjónvarpsþáttun- um á þessi stétt við misskilning þröngsýnna yfirmanna að etja, sem heimta að ekki megi víkja ffá lagabókstafhum við mála- rannsóknir. Er þó margsannað að það er einmitt hæfilegt einka- frumkvæði leynilögreglumann- anna sem skilar svo einstæðum árangri í iokin á hverjum þætti. Hve oft ætli það hafi átt að víkja hetjum sjónvarpsseríanna úr embætti og taka af þeim „the badge“ fyrir ólöglega húsleit eða þá fyrir „set-ups“, til þess að draga glæpalýðinn ffam úr fylgsnum sínum? En þá stendur maður sig að því að hala ekki nærri jafn mikla samúð með viðkomandi og í seríunni og kvikmyndinni. En vonandi fá þeir maklega við- urkenningu að lyktum og megi hið stirðnaða laga- og reglukerfi neyðast til að hengja á þá ein- hvers konar heiðurspening, sem þeir geta sýnt langþreyttri eigin- konu, sem aldrei getur reitt sig á hvenær þeir koma heim, en bíð- ur eftir þeim daginn langan — bundin við hjólastól eftir form- úlunni. En kannske eru okkar menn piparsveinar. Þá eiga þeir að fá það í verðlaun að mega loks hlýða í næði á klassíkina, sem reynslan sýnir að þeir elska allir með tölu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.