Tíminn - 21.11.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.11.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur21. nóvember 1992 Sjómannafélag Reykjavíkur varar við fækkun í áhöfnum togara, sem leiðir af sér aukna hættu á slysum: Óheillaþróun sem veröur að stöðva Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur varar við þeirri fækkun, sem orð- ið hefur í áhöfn togara, og telur að það leiði af sér aukna hættu á slysum um borð. Að mati fundarins þykir eðlilegt að tekið verði á málinu í félögum og samtökum sjómanna og unnið verði að því að stöðva þessa óheillaþróun, því þegar sé slysatíðni sjómanna geigvænleg. Þá mótmælir fundurinn fyrirhuguð- um niðurskurði á rekstri Landhelgis- gæslunnar og vill stórherða allt eftirlit með veiðum fiskiskipa á íslandsmið- um. Fundurinn vekur athygli á fram- komnum fullyrðingum þess efnis að færeysk skip á íslandsmiðum komi með fleiri tonn af flökum að landi en nemur þeim fiski, sem þeim er leyft að veiða upp úr sjó. Jafnframt skorar fundurinn á ríkisstjóm og Alþingi að láta fara fram endurskoðun á fisk- veiðiheimildum Færeyinga hér við land. í ályktun aðalfundarins kemur m.a. fram að niðurskurður til Gæslunnar muni ekki aðeins bitna á starfsemi hennar, heldur skerðir það einnig ör- yggi sjómanna, íbúa hinna dreifðu byggða landsins og dregur úr allri lög- gæslu á hafinu umhverfis landið. Til hagræðingar í rekstri ríkisins og til eflingar Gæslunnar skorar fundurinn á ríkisstjómina að færa starfsemi Vita- málastofnunar, veiðieftirlitið og starf- semi mengunareftirlits Siglingamála- stofnunar undir stjóm Gæslunnar. Þá ítrekar fundurinn fyrri áskoranir til stjómvalda um nauðsyn þess að keypt verði ný og öflug björgunarþyrla og jafnframt lýsir fundurinn yfir full- um stuðningi við ríkisstjómina varð- andi úrsögn úr Alþjóða hvalveiðiráð- inu og hvetur til þess að hvalveiðar verði leyfðar á næsta ári undir eftirliti. -grh Skipasmíöaiönaðurinn hefur átt undir högg aö sækja að undan- förnu, eins og málmiðnaöarmenn vöktu rækilega athygli á þeg- ar þeir böröu þaö í gegn aö gert yröi viö Búrfelliö hér heima, en ekki i Póllandi. 0 í 2 3 4 5 6 7 8 9 ÍÖ 11 12 V3 14 16 17 íe 19 20 21 22~Z3 Teikning af 23 metra löngum tvíbolungi til Ifnuveiða. Mesta breidd er 10.40 metrar, en breidd á hvorn bol 2.80 metrar. Lestarrými er 100 rúmmetrar. BÆNDUR! Leysið mykjuvandamálin í eitt skipti fyrir öll með mykjutækjum frá Vélboða h.f. Miðflóttaafls- dæludreifarar Snekkjudælu- drelfarar í stærðum 4000, 5000 og 6000 lítra Flotdekk að vali Mjöggottveröog greióslukjörvið allra hæfi Nánarí upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800. Hvaleyrarbraut 2 ur 220 Hafnarfjörður nr Sími 91-651800 VÉLBOÐI Skipasmíðastöð Marselíusar hf. á ísafirði hefur um tíma unnið að hönnun og markaðssetningu á svokölluðum tvíbolungum, eða tveggja skrokka bátum, tií fiskveiða við ísland og liggja nú fyrir þijár stærðir af þessum ný- stárlegu farkostum. Að sögn Finnboga Rúts Jóhannessonar, atvinnuráðgjafa á ísafirði, bauð stöðin íslenskum sjómönnum í kynnisferð til Frakklands nýlega að skoða báta sem þessa, og töldu þeir að bátamir mundu reynast mjög vel hér við land. Leitað hefur verið til hins opin- bera um styrki til þess að smíða fyrsta bátinn og mun iðnaðar- ráðherra hafa tekið hugmynd- inni vel. Allt að 23 metra lang- ur línubátur Þeir bátar, sem stööin er nú tilbúin að smíða, eru sem hér segir: 14 metra tvíbytna til línu-, neta- eða dragnótaveiða. 16 metra tvíbytna til línu- og dragnótaveiða. 23 metra tvíbytna til línuveiða. Bátarnir yrðu smíðaðir úr áli, vegna þess hve það er hentugra er kemur að viðhaldi og léttleika. Þessi gerð báta hefur marga ótvíræða kosti um- fram hefðbundna báta og eru þessir þeir helstu: Aukið þilfarsrými og aukið rými í íbúðum, samanborið við hefðbundna báta af svipaðri lengd. Minni veltingur og almennt betri sjóhæfni. Þar af leiðir að hægt er að vera lengur að við verri aðstæður. Aukinn stöðugleiki og því engin þörf á kjölfestu. Aukinn ganghraði með sömu vélarstærð eða sami gang- hraði með minni vél. Tvær vélar í stað einnar og þar með aukið öryggi. Auk tvíbolunganna má nefna aðra nýjung, sem skipasmíðastöðin hefur hannað og smíðað. Þar er um að ræða nýja gerð skrúfuhringa, sem skilar betri togkrafti togskipa án þess að draga úr hraða. Nýjungin byggir á því að notaður er vængprófíll, sem hefur mun minni hvirfilmótstöðu en hefðbundnir skrúfuhringir. Nýi hringurinn var hannaður meðan breytingar fóru fram á Gunnvöru ÍS 53 á fyrra ári og jókst togkraftur skipsins um 53%. AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.