Tíminn - 21.11.1992, Blaðsíða 22

Tíminn - 21.11.1992, Blaðsíða 22
22 Tíminn Laugardagur 21. nóvember 1992 FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF 22. flokksþing framsóknarmanna 22. Ilokksþing framsóknarmanna verður haldiö á Hótel Sögu, Reykjavlk, dagana 27.-29. nóvember 1992. Um rétt til setu á flokksþingi segir I lögum flokksins eftirfar- andi: .7. grein. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjömir fulltnjar flokksfélaga. Hvert flokks- félag hefur rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþing fyrir hverja byrjaða þrjá tugi fé- lagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera færri en 1 fyrir hvert sveitarfélag á félags- svæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjömir. 8. grein. Á flokksþinginu eiga einnig sæti miðstjóm, framkvæmdastjórn, þingflokkur, formenn flokksfélaga og stjórnir LFK, SUF og kjördæmissambanda." Dagskrá þingsins verður auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember n.k. kl. 19.00 I Hafnarstræti 20. Dagskrá verður auglýst siðar. Framkvæmdastjóm Aðalfundur Framsóknarfé- lags Njarðvíkur verður haldinn miðvikudaginn 25. nóvember kl. 20.30 I Framsóknarhúsinu við Hafn- argötu. Stjómin Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 29. nóvember, 13. desember og 10. januar. Auk kvöldverðlauna verða ein heildarverðlaun: Dagsferö fyrir 2 með Flugleiðum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Landsstjórn LFK Fundur með aðal- og varamönnum verður á Hótel Sögu, 3. hæð (austurhluta), fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20.30. Rætt um flokksþingiö og vetrarstarfið. Framkvæmdastjóm LFK Reykjavík — Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 21. nóvember n.k. kl. 10.30-12.00 að Hafnarstræti 20, 3. hæð, koma Finnur Ingólfsson alþingismaður og Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og ræða um komandi flokksþing. Fulltrúar á flokksþingi eru sérstaklega hvattir til þess að mæta. Stjórn fulltrúaráðsins FUF Seltjarnarnesi Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20.30 að Melabraut 5 (jaröhæö), Seltjamamesi. Stjómin Aöalfundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna I Keflavik verður haldinn mánudaginn 23. nóv- ember I Framsóknarhúsinu við Hafnargötu kl. 20.30. Stjórn Fulltrúaráósins Akranes — Bæjarmál Fundur veröur haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 21. nóvember kl. 10.30. Farið veröur yfir þau mál, sem efst eru á baugi i bæjarstjórn. Morgunkaffi og með- læti á staðnum. Bæjarfulltrúamir Kópavogur — Nágrannar Spiluð verður framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 22. nóvember kl. 15.00. Kaffiveitingar og góð verölaun. Freyja, félag framsóknarkvenna Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og með 1. október verður opið hús I Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriöjudögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og verið hefur undanfarin ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viötals á þessum tíma og ennfremur eru allir, sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögðu verður hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfélag Borgamess. SUF SUF boðar til fundar um flokksmál, laugardaginn 21. nóvember kl. 13 1 Hafnarstræti 20. Á fundinum verða kynnt drög að ályktun um flokksmál, sem SUF hefur verið fal- ið að annast fyrir komandi flokksþing. Guömundur Bjarnason mætir á fundinn og ræðir flokksstarfið. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi er opin mánudaga og miövikudaga kl. 17.00-19.00, simi 43222. K.F.R. Konur á flokksþingi Ásta R. Jóhannesdóttir og Áslaug Brynj- ólfsdóttir munu segja frá Alþjóölegri kvennaráðstefnu, sem haldin var I Dublin á s.l. sumri. Fundurinn verður 27. nóv- ember á 2. hæð á Hótel Sögu í A-sal kl. 18.30. Léttur kvöldverður stendur til boða. Osvífmn áróður banka- og pen- ingavaldsins Þeim er mjög í mun Seðlabanka- mönnum síðustu daga að koma skoðunum sínum á framfæri í fjöl- miðlum. í Morgunblaðinu sl. viku má lesa greinar eftir Nordal, Birgi ísleif og Guðmund Magnússon. Áhugamál þeirra allra er að halda vöxtum há- um og gengi föstu. Einmitt þetta tvennt er að koma atvinnu- vegunum á heljar- þröm. Það er um þennan áróður sem annan að honum er valt að treysta. Þeir, sem nokkurn kunnugleika hafa af viðskiptalífinu og reynslu, hafa hlotið að sjá gegnum blekking- arveftnn. Bankamálaráðherrann Jón Sigurðsson er sammála þeim þremenningum. Hann hefir látið til sín heyra í sömu viku, bæði í ræðu og riti, og gengur hinum langtum lengra í rangfærslum. Hér skal litið á fáein atriði sem á góma hafa borið, enda þótt mér sé lítt um það gefið að skrifa í blöð. Ég fæ ekki orða bundist. Jóhannes Nordal segir efnahags- legar forsendur þurfa að vera fyrir lækkun vaxta. Það er hlutverk hans sem seðlabankastjóra að skapa slík- ar forsendur. Vöxtum er miðstýrt í öllum iðnríkjum heims með virkri samvinnu þeirra, sem ráða peninga- málum og ríkisfjármálum. Slík samvinna, sem er ekki fyrir hendi hér, er í því fólgin að halda skamm- tímavöxtum innan hóflegra marka. Það er gert með stjórn peninga- framboðsins. Skammtímavextir móta vexti af langtímalánum, sem eru yfirleitt breytilegir erlendis. Hinir síðarnefndu fylgja því ekki „aðstæðum á markaðnum", eins og Jóhannes gefur í skyn. Þetta „mark- aðs-málæði“ bankamanna og við- skiptaráðherrans er ekki aðeins vill- andi, heldur ósmekklegt. Jón Sigurðsson þrástagast á þeirri firru að háir vextir hafi komið verð- bólgunni niður. Þetta eru einhver freklegustu ósannindi sem nokkur frammámaður hefir leyft sér að mæla. Staðreyndin er að verðbóta- þáttur vaxta og okurháir raunvextir skrúfuðu upp verðbólguna allan 9. áratuginn. Skuldir útvegs, fyrir- tækja og heimila margfölduðust á tímabilinu. Fjöldagjaldþrot hafa orðið og hrun blasir við. Launþegar fórnuðu hagsmunum sínum með þjóðarsátt til að bjarga því sem bjargað varð. En slíkt er ekki mögu- Iegt aftur og aftur. Ekkert getur fengið hjól atvinnuveganna til að snúast á ný, eins og málum er komið, nema gengislækkun krónunnar, sem er raunar þegar fallin. Þetta vita þeir, sem í eldlín- unni standa, sbr. ágætt viðtal við Sigurð Garðarsson, fiskverkanda í Njarðvík, í Morgunblaðinu 18. þ.m. Allir vita að unnt er, ef vilji er fyrir hendi, að lækka gengi án þess að kjör lágtekjufólks séu skert. En hvers vegna eru þessir banka- herrar, sem ég hefi nefnt, á móti gengislækkun? Eina haldbæra skýr- ingin er sú að þeir bíða eftir frjáls- um gjaldeyrisviðskiptum í byrjun næsta árs, svo að fjármagnseigend- ur þurfi ekki að greiða fleiri krónur fyrir pundið og dollarann, þegar þeir fara að flytja peninga sína úr landi og braska með þá erlendis. Sjálfstæður atvinnurekandi r Sigurjón Olafsson bóndi ú Stóru-Borg í Grímsnesi Fæddur 3. júlí 1927 Dáinn 8. nóvember 1992 Sem lítil stelpa naut ég ásamt frændsystkinum mínum þeirra for- réttinda að fá að fara í sveit til ömmu minnar, Ragnheiðar Böðv- arsdóttur á Minni-Borg í Grímsnesi. Ég var stundum send út að Stóru- Borg til að sækja mjólk og trítlaði fústega yfir túnið með brúsann, því alltaf var gaman að koma þangað. Þegar amma spilaði við messur í Stóru-Borgarkirkju fylgdi ég henni og notaði tækifærið til þess að gá hvort ég sæi einhverja af strákunum óteljandi, sem þar bjuggu, en þeir létu oftast lítið á sér bera. Á ungiingsárunum var ég símad- ama á Minni-Borg og þá kynntist ég nágrönnunum, Svanlaugu og Sig- urjóni, betur. Gamli, góði mjólkur- brúsinn kom sér vel sem átylla til að fara og kíkja á fyrrnefnda Stóru- Borgarstráka og sennilega þótti ýmsum nóg um mjólkurþambið sumarið ‘68. Sigurjón var hress og viðræðugóður og við frænkurnar fengum létt skot frá honum, þegar við birtumst með brúsann. Nokkrum árum síðar hófum við Hjörtur svo búskap á Minni-Borg hjá Ragnheiði ömmu. Við vorum kornung, eiginlega bara unglingar, en okkur fannst við auðvitað full- orðin, nýgift með barn og full af bjartsýni. Grímsnesingar tóku okk- ur ákaflega vel, sendu okkur kálfa og lömb í brúðkaupsgjöf og Sigurjón og Svana færðu okkur kelfda kvígu fyrsta haustið. í frumbýlingsbasli kom sér vel að eiga góða granna og allir reyndust þeir okkur fjarska vel. Oftast var þó leitað til Sigurjóns á Stóru-Borg, enda styst að fara þangað. Ég minn- ist þess ekki að hafa nokkurn tíma þuríft að fara bónleið til búðar. Hann Iánaði okkur vélarnar sínar, tvö sumur hirtum við öll okkar hey með heyhleðsluvagni og heyblásara frá honum og aldrei var talað um borg- un. Hann setti kalk í doðakýrnar áð- ur en við lærðum að gera það sjálf, hann setti undir okkur hest í smala- mennskur og lengi mætti áfram r MINNING V J telja. Ekki síst var það ómetanlegt fyrir mig, þegar Hjörtur fór til sjós á veturna, að eiga slíkan hauk í homi. Þegar við hjónin komum aftur að Minni-Borg eftir nokkurra ára dvöl erlendis, endurtók sagan sig og eig- inlega skil ég ekki hve óþreytandi Sigurjón var að hjálpa okkur. Eitt sinn eyddi hann mörgum dýrmæt- um klukkustundum á góðum þurrk- degi í að reyna að stilla afgamla bindivél, sem við höfðum komist yf- ir. Bindivél var reyndar öfugmæli, þetta var „slítivél". Þessi greiðvikni hans var ekki bundin eingöngu við okkur Hjört, aðrir ábúendur á Minni-Borg hafa fyrr og síðar notið hennar. Sjálfur var Sigurjón duglegur bóndi, sem komst vel af. Hann naut dyggrar aðstoðar konu sinnar og barna, enda getur nærri áð allir urðu að leggja hönd á plóg á svo barnmörgu heimili. Þótt í mörg horn væri að líta í búskapnum, hafði Sigurjón ávallt tíma til að spjalla við gesti. Alltaf var boðið í kaffi og í eld- húsinu voru málin rædd af kappi. Landsmálapólitíkin og „innansveit- arkrónikan" var algengt umræðu- efni, en hin seinni ár var það ætt- fræðin sem átti hug hans allan. Hann Iagði töluverða vinnu í að afla sér upplýsinga um það efni og sótti söfn til að grúska í gömlum kirkju- bókum. Hann rakti ættir mínar langt aftur í aldir og tengdi mig öll- um helstu höfðingjum landsins, það gerði hann sennilega við alla hina líka. Fyrir nokkrum árum nam Sigurjón land austur undir Eyjafjöllum, það- an sem hann var ættaður. Hann komst yfir dágott hús, sem hann flutti þangað austur og kallaði í gamni elliheimilið. Með dyggilegri aðstoð sona sinna lagfærði hann bú- staðinn og átti þar marga ánægju- stund. Þar hélt hann upp á sextugs- afmælið sitt fyrir rúmum 5 árum og við Hjörtur skruppum í afmæliskaff- ið. Ég sauð saman fáeinar vísur á leiðinni og vona að með þeim hafi mér tekist að láta í ljós hve mikils við mátum alla greiðvikni þessara góðu granna. Það er ekki hægt að minnast Sigur- jóns án þess að geta hennar Svönu, sem hefur staðið við hlið hans í 45 ár. Flestum er ljós hlutur hennar í lífsverki þeirra hjónanna, því þrek- virki að koma 10 börnum til manns. Hún hefur á sinn hljóðláta hátt gengið til verka, lengst af án margra þeirra þæginda sem við yngri kon- urnar teljum sjálfsagt að njóta. Verkin lofa meistarann og systkinin frá Stóru-Borg hafa erft dugnað for- eldra sinna og komist vel af. Nú að leiðarlokum skulu enn ítrek- aðar þakkir frá okkur Hirti og ömmu Ragnheiði fyrir alla aðstoð og hjálpsemi við Minni-Borgarheimilið fyrr og síðar. Þótt Sigurjón verði ekki á sínum gamla stað í eldhús- króknum á Stóru-Borg næst þegar við lítum inn, þykist ég vita að hann fylgist með úr fjarlægð og líti til með sínum. Blessuð sé minning hans. Unnur Halldórsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.