Tíminn - 21.11.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.11.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur21. nóvember 1992 „Möguleikamir em óþrjótandi“ Niöursuöa og niöurlagning sjávarafuröa á sér alllanga sögu og fjöl- margar vörurnar eru afbragösgóöar, eins og alþjóö veit. Ætli aörar þjóöir viti þaö líka? „Mér finnst ástæöa til aft byija á að nefna aft hér í sýslunni eru nú komnar upp tvær miðstöðvar fyrir minjagripaframleiöslu," segir Stef- án Jónsson, atvinnuráögjafi hjá At- vinnuþróunarfélagi Þingeyinga hf. „Sala á þeim hefur aukist mikið og konur hér í sveitunum stofnuðu sl. vetur samstarfshóp sem nefnist „Handverkskonur milli heiða“. Þar eiga aðild að 76 konur í hreppunum milli Fljótsheiðar og Vaðlaheiðar Þær hafa verið að sauma, prjóna og búa til glermuni og skartgripi. Framleiðslan er ótrúlega fjölbreytt og þær hafa sett upp markað við Fosshól við Goðafoss, sem gekk vel í sumar og verður haldið áfram. Nú er það afþreyingarhliðin í ferða- mannaiðnaði sem verið er að skoða, fjölbreyttari „ævintýraferðir", heilsuræktaraðstaða og annað. Þetta framtak hefur verið stutt af Atvinnuþróunarfélaginu, en það er einkum í minni fyrirtækjum og ein- staklingafrumkvæði sem til okkar kasta hefur komið. Þegar kemur að iðnaði í landbúnaði og sjávarútvegi, er fyrir hendi kerfi sem sinnir þeirra málum sérstaklega. Aukin fullvinnsla og vöruþróun En í landbúnaðinum og sjávarút- veginum er hugur í mönnum og til dæmis beita ráðunautar bændasam- takanna sér nú meira en var. Er ætl- unin að styrkja samstarf okkar við þá í framtíðinni, því best er ef tekst að mynda sem breiðasta fylkingu og að hver sé ekki að vinna í sínu horni. Hér á Húsavík höfum við okkar stóra sláturhús, sem er eitt hið full- komnasta á landinu og er viður- kennt af bæði Bandaríkjamönnum og EB-ríkjunum. Þar er vöruþróun vel sinnt og Sláturhúsið hlaut ný- lega eftirsótt verðlaun á kjötvöru- sýningu í Danmörku. Enn vinnur Fjallalamb á Kópaskeri verulegt magn af ágætum kjötvörum. Góðar fréttir eru héðan einnig af mjólkur- iðnaðarmálum. Nú stendur til að lækka verð á jógúrt og má ætla að framleiðsla á henni hér fari vaxandi. Möguleikar í fiskeldi Af fiskiðnaði vil ég nefna að talsvert er nú orðið hér um fullvinnslu á sjávarafurðum. Tvær rækjuverk- smiðjur eru á svæðinu, ein hér á — segir Stefán Jónsson hjá Atvinnuþróunar- félagi Þingey- inga hf Húsavík og önnur á Kópaskeri. Frystihúsið á Húsavík er mjög full- komið og selur unnar afurðir í sí- auknum mæli á Belgíumarkað f neytendapakkningum, og enn mun- ar atvinnulífið um loðnubræðslum- ar á Raufarhöfn og á Þórshöfn. At- vinnuástandið hefur verið betra hjá okkur en víða annars staðar að und- anförnu og borið heldur á manneklu sums staðar, svo sem í frystingu. Enginn var á atvinuleysisskrá á Kópaskeri og á Raufarhöfn í sl. viku. Helst er atvinnuleysi í suðurhluta sýslunnar — á Húsavík og í grennd. Af nýstárlegra tagi er heimsókn nokkurra Frakka, sem hingað komu að kynna heitsjávareldi. Ég álít hug- myndina athyglisverða, en reynsla er fyrir hendi á náskyldu sviði, þar sem er fiskeldisstöðin Svarthamrar á Húsavík og Silfurstjarnan, sem er sennilega glæsilegasta fiskeldisstöð landsins. Eg sé fyrir mér að full- vinna mætti eldisfisk heima fyrir í auknum mæli eins og annan fisk, en ekki flytja hann út frystan eða ísað- an einvörðungu. Margar hugmyndir Það eru þó enn einkum smærri að- ilar sem til mín leita, eins og ég sagði; menn sem hafa ný áform á pjónunum og vilja, eins og aðrir hér, mæta erfiðu árferði með því að treysta grunninn á heimaslóðum, fremur en að flytja burtu, líkt og gerðist á síðasta áratug er íbúum fækkaði um 7.5% á svæðinu. Spurt er um hvernig fara skuli að því að stofna fyrirtæki, hvort hlutafélag eða sameignarfélag sé heppilegra form og þar fram eftir götunum. Þá er ég nokkuð í því að semja greiðslu- áætlanir og útbúa lánsumsóknir til sjóða. Enn vil ég nefna þá ráðgjöf, sem veitt er atvinnumálanefndum og sveitarfélögum. í tengslum við þetta sjáum við um að dreifa upplýs- ingum um vélbúnað eða fram- leiðsluþekkingu, sem okkur berast og gagnast mættu, og leitum mögu- legra samstarfsaðila erlendis. Hugmyndir manna hér um ný tækifæri eru afar fjölbreytilegar, þótt ég geti ekki skýrt frá þeim að svo stöddu, sem skilja gefur. Ég fagna þessu auðvitað, þar sem æski- legra er að menn leiti til okkar með hugmyndir en að við séum að leggja fram áform, sem svo reynist ef til vill ekki áhugi á að hrinda í fram- kvæmd. Um fyrirtæki, sem komin eru á veg með nýjungar, vil ég nefna Árteig í Ljósavatnshreppi, sem fram- leiðir rafmagnstúrbínur fyrir heim- arafstöðvar, og rafverktaki hér á Húsavík er tekinn til við framleiðslu raftnagnsofna. Þá leggjum við lið tveggja ára átaksverkefni uppi í Mý- vatnssveit, sem nú stendur yfir, þótt ekki sé það beint á okkar vegum, heldur sinnt af sérstökum starfs- manni. Því er ætlað að finna leiðir til að brúa bilið í atvinnulegu tilliti milli ferðamannavertíðarinnar á sumrin og „dauða tímans" á vetrum. Stærstu draumamir En stærstu draumarnir eru tengd- ir því að við erum á svæði þar sem möguleikar til stóriðju eru mjög miklir. Þeir hafa meðal annars sannast með Kísiliðjunni, sem hef- ur verið einn aðalþátturinn í iðnaði „Óhætt er að segja aft iðnaðurinn á Vesturlandi sé töluvert öflugur," segir Bjarki Jóhannesson, at- vinnuráftgjafi hjá Atvinnuráftgjöf Vesturlands í Borgamesi. „Þegar litið er á tölur yfir árs- verkaskiptingu á Vesturlandi mið- að við landsbyggðina í heild, þá kemur á daginn að Vesturland hef- ur 4-5% stærri hlutdeild en landsmeðaltalið. Hér er það matvælaiðnaðurinn sem er hvað sterkastur og svo byggingariðnaðurinn, að hér, þrátt fyrir að hún eigi í vök að verjast eins og stendur, þar sem óljóst er um áframhaldandi vinnsluleyfi. Við höfum hér gnótt af heitu vatni og gufu og erum með ódýrustu hita- veitu landsins. Því erum við stöð- ugt að svipast um á erlendum vett- vangi eftir framleiðslu þar sem gufunotkun nýtist í ferlinu. Þar stæðum við vel að vígi, vegna þess hve skammt gufan er frá sjó, en frá Húsavík og upp að Þeistareykjum eru ekki nema 32 kflómetrar. Þá ógleymdri stóriðjunni. í matvæla- iðnaði eru það mjólkursamlögin í Borgarnesi og í Búðardal sem hæst ber, og þá kjötvinnslan. Því er þó ekki að leyna að þessi gamalgróni matvælaiðnaður stendur á kross- götum vegna samdráttar og vegna kröfu um hagræðingu í kerfinu. Fyrirtækin eru þess vegna að vinna að athugun á því hvernig hér eigi að bregðast við. Byggingariðnaðurinn stendur enn ágætlega, en sem kunnugt er þá er helstu byggingariðnaðarfyrir- gufu má flytja á afar hagkvæman hátt og þessu tengjast margar framtíðarsýnir. Enn eigum við ónýtta auðlind í vikri, eins og inni við Öskju, og þá perlusteini, sem finnst í Jörundi í Mývatnssveit og víðar. Og þótt ég hafi fjölyrt nokkuð um heita vatnið okkar, skyldi ekki gleyma því kalda. Héðan ættu að vera tök á fersk- vatnsútflutningi, því hundruð mín- útulítra eigum við af frábæru linda- vatni. Möguleikarnir eru óþrjót- andi.“ AM tækin að finna í Borgarnesi, en þau eru Vírnet hf., Loftorka hf. og fleiri. Vandinn er meiri á Akranesi, en þar eru langstærstu fyrirtækin — járnblendiverksmiðjan og sementsverksmiðjan og enn skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts. Hjá öllum þessum aðilum er um mik- inn samdrátt að ræða og augljóst að eitthvað þarf að aðhafast til að mæta honum. Nýþróunar er þörf Nú valda kringumstæðurnar því að ekki verður lengur tafið að snúa sér að nýþróun á Vesturlandi. Varla verður framhjá því litið að það hef- ur brugðist hjá fyrirtækjunum á svæðinu að stunda þróunarstarf og hefur nýsköpun hjá þeim því verið svo að segja engin. Þegar svo stór áföll hafa dunið yf- ir í sjávarútvegi og landbúnaði, er það í iðnaði og þjónustu sem vaxt- arbroddurinn þarf að spretta fram. Að mínu áliti þyrfti að huga að því að koma á fót einhvers konar þró- unarmiðstöð. Henni mundi ekki síst verða ætlað að sinna minni fyr- irtækjum í greinum, sem ég hef ekki getið hér sérstaklega, en ættu að eiga sér góða vaxtarmöguleika. En fjármagn til þess að reka hana þyrfti að koma úr öllum greinum og einnig frá sveitarfélögum og jafnvel frá ríki. Þarna sé ég fyrir mér að um tæknilega ráðgjöf yrði að ræða og ennfremur hugsaníega um aðstöðu til þróunar. Hún mundi koma til aðstoðar bæði fyr- irtækjum og þeim sem eru með ný- sköpun á prjónunum, því hér eru menn með ótal hugmyndir. Þarf að lyfta undir þær raunhæfustu þeirra og hlynna að þeim.“ AM Fiskréttaverksmiðja á vegum stærri fiskvinnslufyrirtækjanna — er álitlegur kostur, „Almennt má segja að ástand í iftnafti á Austurlandi sé þokka- legt,“ sagfti Axel Beck, atvinnu- ráðgjafi á Reyðarfirði, í samtali vift Tíi ann, „þrátt fyrir aft veru- legar b ■'tingar hafi átt sér staft á því svi' Efvi !um á fiskvinnsluna sem iðngre (þótt það sé ekki ætíð gert I á landi), þá eru fisk- virinsluiyurtæki meira og minna í kreppu hér, eins og í öðrum lands- hlutum. Sem betur fer höfum við þó ekki orðið fyrir neinu stærra áfalli nýlega, en líkt og hvert sem litið er fækkar störfum verulega þar. í fiskvinnslunni munu ársverk á Austurlandi nú ekki nema 15%, en voru 25% fyrir tíu árum. að mati Axels Beck, atvinnufulltrúa hjá Atvinnuþróunarfélagi Austurlands Sjálfsagt er helsta vandamál okk- þeir spjara sig prýðisvel. Þá er það fyrirtæki í matvælaiðnaði. Á fundi, ar Austfirðinga það að matvæla- iðnaðurinn hefur ekki þróast nógu hratt til þess að hann fylli í skörð eftir þau fýrirtæki, sem verið hafa að hætta eða draga saman seglin. í því sambandi er rétt að taka fram að það er ekki kreppan sem veldur samdrættinum hjá fiskvinnslunni og fyrirtækjunum, heldur er hag- ræðing ástæðan. Þó eru nokkur fyrirtæki í matvælaiðnaði, sem sprottið hafa upp og rétt er að nefna. Þeirra á meðal er Herðir hf. í Fellabæ á Egilsstöðum, sem eins og nafnið bendir til starfar að fisk- herslu og er nú líka tekið að fram- leiða marning. Herðir hf. var stofnað fyrir um fjórum árum og Austmat hf. á Reyðarfirði. Þeir framleiða kjötvöru fyrir spítala- markaðinn í Reykjavík og er hér um nýtt verkefni að ræða, sem hef- ur vakið athygli. Enn er Kraftlýsi á Djúpavogi, lítið „battarí" sem eink- um hefur sérhæft sig í framleiðslu á hákarlalýsi. Um marga kosti að ræða Þessi dæmi sýna að um marga möguleika er að ræða, og ég gæti nefnt fleiri, þótt flest séu þau smá. Ég held að það, sem nú væri mjög æskilegt að sjá gerast, er að stóru fiskvinnslufyrirtækin stofni saman sem Byggðastofnun var með hér eystra fyrir nokkru, lagði Gísli Jón- atansson til að komið yrði á fót fiskréttaverksmiðju á þeirra veg- um. Það yrði að vísu dýrt vegna kostnaðarsamrar markaðssetning- ar framleiðslunnar og vöruþróun- ar. En það gæti gerst hægara er ís- land verður aðili að EES, sem ég er mjög hlynntur. Þá ættu fiskiðnað- arfyrirtækin auðveldara um vik að hrinda þessu í framkvæmd. Þannig er það í sem allra skemmstu máli matvælaiðnaður- inn, sem ég bind vonir við fyrir hönd Austfirðinga og tel skipta mestu máli í framtíðinni. AM „Hér eru menn með ótal hugmyndir sem lyfta þarf undir“ — segir Bjarki Jóhannesson, atvinnuráðgjafi á Vesturlandi, sem álítur stofnun þróunarmiðstöðvar tímabœra hugmynd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.