Tíminn - 01.12.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.12.1992, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 1. desember 1992 206. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- veriö hefur undanfarin tvö ár. Þá eru bókatitlar álíka margir og veríö hefur eða um 500. Þetta kemur fram í frétt frá Fó- lagi íslenskra bókaútgcfenda. Þar kemur fram aö ævisögum hefur fjölgað mest á kostnað bóka almenns efnis. Fjórðungur bóka í ár eru barna- og unglinga- bækur og er það svipað og var í tyrra. íslenskum bókatíðíndum er nú dreift sem fyrr á heimili landsmanna. Sjúkraliðar grípa til aðgerða eftir árangurslausa sáttafundi: Sjúkrastofnanirnar óstarfhæfar í dag? Sáttafundur stóð yfir í Karphúsinu í kjaradeilu sjúkraliða rikisins þegar Tíminn fór í prentun og búist við að hann stæði fram eftir nóttu. Fátt benti þá til þess að deilan myndi leysast. Sjúkraliðar hafa ákveðið að mæta ekki til vinnu í dag en safnast þess í stað sam- an á fund. Á honum verður ákveðið um frekari aðgerðir til að knýja á um úrlausn á kjaramálum stéttarinnar. Kristín Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags íslands segir að þessi fundur geti þess vegna staðið í nokkra daga. Hætt er við að algert neyðarástand skapist á sjúkrastofn- unum vegna fundar sjúkraliða sem viðsemjendur hafa séð fyrir með góðum fyrirvara. .Aðgerðir okkar verða ekki afboð- aðar nema að fyrir liggi samningur," sagði Kristín síðdegis í gær. Þá hafði sáttasemjari boðað samningafund Ásmundur Stefánsson fyrrverandl forseti ASf afhenti í gær arftaka sínum Benedlkt Davíðssynl iyklana að verkalýðskontómum að vlðstöddum blaöamönnum og I gættlnnl grillir I Láru V. Júlíus- dóttur framkv.sijóra, Ara Skúlason hagfræöíng og fleira starfsfólk ASÍ. Ásmundur vildí ekkert gefa upp um það i gær hvað hann hyggst taka sér lýrir hendur Tímamynd, sigursteinn. Gengi pesetans og escudosins hefur ekkert fallið, en forsætisráðherra hefur full- yrt að gengisfall þessara tveggja gjaldmiðla hafi orsakað gengisfall krónunnar: Var gengið fellt fyrir misskilning? Gengi spánska pesetans og portúgalska escudosins hefur nánast ekkert breyst síðan viðmiðunarmörkum þessara gjaldmiðla gagn- vart ECU var breytt um 6%. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka íslands við fyrirspurn frá Ólafi Ragnar Grímssyni, formanni Al- þýðubandalagsins. Ólafur Ragnar spurði Seðlabankann um þetta at- riði vegna þess að þegar forsætisráðherra kynnti gengisfellingu krónunnar notaði hann gengisfall pesetans og escudosins sem rök fyrir gengisfellingunni. í svari Seðlabankans kemur fram að gengi spánska pesetans og portúgalska escudosins gagnvart þýska markinu og ECU, hefur ver- ið nánast óbreytt frá því að við- miðunarmörkum pesetans og escudosins var breytt 23. nóvem- ber. Viðmiðunarmörkunum var breytt vegna þess að talið var óhjá- kvæmilegt að gengi þessara tveggja gjaldmiðla félli. Það gerð- ist hins vegar ekki. Nú er liðin vika frá því viðmiðunarmörkunum var breytt. Markaðurinn virðist hafa trú á að gengi þessara tveggja gjaldmiðla sé eðlilegt. Ólafur Ragnar sagði að ekkert hafi gerst á alþjóðlegum gjaldeyr- ismörkuðum frá því að gengi sænsku krónunnar féll 19. nóvem- ber. Þá sagði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra: „Efnislega hefur þetta ekki neikvæð áhrif hér, það er að segja bein efnisleg áhrif eru gengislega séð fremur jákvæð í þessu landi en þetta gefur mikið tilefni til þess að fara nákvæmlega yfir málin á nýjan leik hjá okkur.“ Eftir þetta beindust sjónir manna að gengi norsku krónunnar. Gengi hennar féll hins vegar ekki. Ólafur Ragnar sagði að sá rök- stuðningur sem forsætisráðherra bar fram fyrir gengisfellingu krón- unnar standist ekki. Gengi ís- lensku krónunnar virðist því hafa verið fellt í fljótfærni eða fyrir mis- skilning. Það vakti nokkra athygli að Ólaf- ur Ragnar kynnti fréttamönnum bréf Seðlabankans framan við dyr þingflokksherbergis Alþýðuflokks- ins. Ólafur Ragnar sagði ástæðuna vera þá að á þeim stað aðfaranótt mánudags í síðustu viku kynnti Jón Baldvin Hannibalsson ákvörð- un um gengisfellingu íslensku krónunnar og færði þá fram rökin um gengisfall pesetans og escud- osins. -EÓ með sjúkraliðum og viðsemjendum þeirra en árangur var enginn orðinn þegar Tíminn fór í prentun í gær- kvöldi. „Kröfur okkar eru þær að sjúkralið- ar úti á landi sem þegið hafa laun samkvæmt kjarasamningum sinna fyrri starfsmannafélaga, haldi sínum kjörum innan Sjúkraliðafélags fs- lands og fái jafnframt 1.7% ofan á kauptaxta í samræmi við síðustu kjarasamninga. Á þessu strandar. Hins vegar eru sjúkraliðar hér í Reykjavík ekkert síður að skoða það sem þeir telja að brotið sé á þeim gagnvart ráðningasamningnum því þeir hafa átt að vera búnir að fá 1,7% ofan á laun sín allt frá upphafi yfir- standandi samningstíma. Það hafa sjúkraliðar ekki fengið." segir Krist- ín. í ályktun frá Sjúkraliðafélaginu er þess krafist að nú þegar verði hafist handa við frágang samnings þar sem algjörlega sé óviðunandi að sjúkra- liðar skuli hafa unnið í 15 mánuði án kjarasamnings. Einnig er þess krafist að félagar njóti sömu og ekki lakari kjara en um var samið í „þjóð- arsáttarsamningum" s.l. vor eða um 1.7% hækkun launa og frá 1. maí orlofsauka sem um var samið; kr. 8.000. Telja sjúkraliðar sig eiga bæði siðferðilega og lagalega kröfu til þessara kjarabóta til jafns við aðra. Kristín vill benda á að þetta séu að- gerðir sem miðist ekkert síður við sjúkraliða í Reykjavík en á lands- byggðinni. Hún bætir við að sjúkra- liðar leggi einnig áherslu á það að halda samningsréttinum innan stéttarfélags síns, Sjúkraliðafélags íslands. í því sambandi nefnir hún ummæli sem Birgir Guðjónsson, formaður samninganefndar við- semjenda, lét hafa eftir sér um helg- ina. Ummæli hans voru efnislega á þá leið að sjúkraliðar geti farið til baka inn í fýrrverandi félög og notið þeirra kjara sem samningar félag- anna bjóða upp á. „Hafi Birgir hald- ið að hann myndi hræða sjúkraliða með þessum ummælum þá er það þvert á móti: Hann hellti frekar olíu á þann eld sem fyrir var kviknaður og þessi ummæli voru því út í blá- inn,“ segir Kristín Á. Guðmunds- dóttir. -HÞ Samstarfssamningur um fiskveiðimál á milli ís- lands og Evrópubandalagsins: Fiskiskip EB í landhelgina Gert er ráð fyrir að rammasamningur íslands og Evrópubanda- lagsins um fiskveiðimál svo og erindaskiptin frá því í maí í vor um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum, verði lögð fyrir Alþingi til staðfestingar í þessari viku. Samkvæmt því fá fiskiskip EB út- hlutað veiðiheimildum á næsta ári í íslenskri efnahagslögssögu sem nemur þrjú þúsund tonnum af karfa, að meðtöldum aukaafla sem má þó ekki innihalda þorsk. Á móti fá íslendingar þrjátfu þúsund tonn af loðnu sem sögð eru vera 20% verðmætari en hlutur EB. Karfann má veiða á tímabilinu frá júlí til desember á tveimur afmörkuðum svæðum. Eftir 1993 geta ísland og EB komið sér saman um að breyta samsetningu tegunda þessara þrjú þúsund tonna karfaígilda, í ljósi frekari rannsókna á langhalastofn- inum og eru úthlutuð veiðisvæði m.a. ákvörðuð með það í huga. Verði hins vegar engar loðnuveið- ar leyfðar á einhverri vertíð vegna slæms ástands loðnustofnsins mun EB ekki fá neinar veiðiheim- ildir í karfa og ennfremur mun karfakvóti EB skerðast í hlutfalli við skertan loðnukvóta svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt rammasamningnum sem undirritaður var í lok síðustu viku skulu fiskiskip EB á meðan þau stunda veiðar í íslenskri land- helgi, hlíta ráðstöfunum og vernd- un, stjórnun, öllum skilmálum, öllum reglum og reglugerðum um fiskveiðar í íslenskri landhelgi. í samningnum eru ákvæði um upp- lýsingaskyldu sem ætluð eru yfir- völdum til að fylgjast með gangi veiðanna, en fiskiskip EB mega aldrei vera fleiri en þrjú samtímis á afmörkuðum veiðisvæðum og ekki fleiri en fimm á veiðum á sama tíma. Verksmiðjuskip EB fá ekki veiðileyfi í íslenskri landhelgi. Þá verður ávallt íslenskur veiði- eftirlitsmaður um borð í togurum EB og jafnframt mun allur kostn- aður af veru eftirlitsmannsins verða greiddur af viðkomandi EB- útgerð. Til að tryggja að skip EB veiði ekki annað en karfa eru ákvæði í samningnum sem kveða á um að ef einhver þorskur veiðist, eða meðalafli annar en langhali verður meiri en 10% aflans í hverju hali, geti veiðieftirlitsmað- urin krafist þess að veitt verði ann- ars staðar á hinu afmarkaða svæði. Þá telst meðafli jafngildur karfa í verðmæti. Ennfremur er kveðið á um það í samningnum að blandaðir veiði- túrar eru bannaðir og einnig skal allur afli veiddur á íslandsmiðum, sem og sá afli sem er í veiðiskipum þegar það kemur inn í landhelgi Islands, verða vigtaður hérlendis eða á erlendum fiskmörkuðum sem íslendingar viðurkenna. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.