Tíminn - 01.12.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn
Þriöjudagur 1. desember 1992
Flokksþing framsóknarmanna lýsir yfir stuðningi við tveggja þrepa virðisaukaskatt ef matvörur verði í neðra skattþrepinu:
Æðstu embættismenn fari
frá um leið og ríkisstjórn
Flokksþing Framsóknarflokksins sem lauk um helgina lýsti yfir
stuðningi við hugmyndir um að tekinn verði upp tveggja þrepa virð-
isaukaskattur í því skyni að fækka undanþágum, og styrkja inn-
heimtu. Helstu nauðsynjavörur heimilanna (matvörur) verði í
lægra skattþrepi. Jafnframt var lögð áhersla á aukið sjálfstæði opin-
berra stofnana, meira frumkvæði og ábyrgð stjómenda þeirra. Lagt
var til að þeir verði ráðnir til sex ára, en æðstu embættismenn og
stjómendur efnahagsstofnana verði einungis ráðnir til sama tíma
og hver rfldsstjóra starfar.
Atvinnulífíð verði
styrkt í samvinnu við
hagsmunaaðila
í ályktun um atvinnumál segir að
öflugt atvinnulíf sé undirstaða hag-
sældar og afkomu þjóðarinnar. Því
verði að styrkja undirstöður atvinnu-
veganna. Það hljóti að vera forgangs-
verkefrii í íslenskum stjómmálum. í
þessu sambandi er m.a. lögð áhersla á
bætt rekstrarskilyrði fyrirtækja, lækk-
un vaxta, gengisstefnu sem tryggi
hagstæða afkomu fyrirtækja og jafn-
vægi í utanríkisviðskiptum, aukið
áhættufé í atvinnurekstri frá almenn-
ingi, lífeyrissjóðum og erlendum aðil-
um, menntastefnu sem taki meira til-
lit til þarfa atvinnulífsins og lægra
orkuverð.
Ríkisvaldið, sveitarfélög, fjármála-
stofnanir og aðilar vinnumarkaðarins
þurfi að mynda víðtæka samstöðu um
stefríu í atvinnumálum, enda Ieysi
sókn í atvinnumálum best þau miklu
vandamál sem við blasa.
Varað við „Þróunar-
sjóðnum“
í sjávarútvegsmálum er lögð áhersla á
að afli verði unninn í meira mæli í
landi, aðstaða fiskvinnslustöðva og
frystiskipa verði jöfhuð og tekið verði
sérstakt tillit til minnstu byggðarlaga
ef þau missa aflaréttindi. Lagt er til að
hvalveiðar verði hafhar að nýju, land-
helgin verði stækkuð þannig að ís-
lendingar ráði öllu landgrunninu um-
hverfis landið og sérstakt átak verði
gert í rannsóknum á vannýttum fiski-
stofhum.
Flokksþingið varar harðlega við þeim
hugmyndum sem koma fram í „Þró-
unarsjóði" ríkisstjómarinnar eins og
þær liggja nú fyrir. Þingið telur að
þama sé gengið mjög langt í átt til
miðstýringar og lagðar meiri kvaðir á
sjávarútveginn en hægt sé að ætlast
tíí.
í ályktun um iðnað segir að við þró-
un útflutningsiðnaðar beri að leggja
mesta áherslu á greinar sem byggja á
íslenskum hráefnum, þekkingu og
orku. Við uppbyggingu útflutnings-
iðnaðarins er m.a. lagt til að stofnaður
verði útflutningslánasjóður.
í ályktun um landbúnaðarmál er
lögð áhersla á að svo verði búið um
hnútana að landbúnaður verði áfram
einn af undirstöðuatvinnuvegum
þjóðarinnar. Bent er á að skattlagning
landbúnaðar hér á landi sé mun meiri
en landbúnaðar í nágrannalöndum
okkar og því þurfi að breyta. Lögð er
áhersla á að í alþjóðasamningum
verði þess gætt að innflutmngur á bú-
vömm til landsins verðjjfain tak-
markaður.
Persónuafsláttur hjóna
verði millifæranlegur
í ályktun um ríkisfjármál er lögð
áhersla á mikilvægi stöðugleika í
efhahagsmálum og að jöfnuður sé í
tekjum og gjöldum ríkissjóðs. Bent er
á að við núverandi aðstæður sé óraun-
hæft að ná fram spamaði í ríkisrekstri
á einu ári. Vinna þurfi að spamaði
með Iangtímamarkmið í huga, þ.e. 3-
5 ár. Lagt er til að tekinn verði upp
tveggja þrepa virðisaukaskattur í því
skyni að fækka undanþágum og
styrkja innheimtu. Helstu nauðsynja-
vömr heimilanna (matvömr) verði í
lægra skattþrepi. Þá er lagt til að full-
ur persónufrádráttur hjóna og sam-
býlisfólks verði millifæranlegur.
Lögð er áhersla á aukið sjálfstæði op-
inberra stofnana, jafhframt því sem
frumkvæði og ábyrgð stjómenda
þeirra verði meiri. Lagt er til að þeir
verði ráðnir til sex ára, en æðstu emb-
ættismenn og stjómendur efnahags-
stofnana verði einungis ráðnir til
sama tíma og hver ríkisstjóm starfar.
í ályktun um ríkisfjármál er varað við
einkavæðingu opinberra fyrirtækja
eins og ríkisstjómin hefur staðið að
henni. Einkavæðing eigi hins vegar
rétt á sér við vissar aðstæður, þ.e. þeg-
ar samkeppni sé fyrir hendi á frjálsum
markaði, starfsfólk eigi möguleika á
að gerast eignaraðilar í fyrirtækjum
og markaðsaðstæður séu þannig að
eðlilegt verð fáist fyrir eignimar.
Stuðningur við til-
raunasveitarfélög
í ályktun um velferðarmál segir að
langur vinnutími, aukin atvinnuþátt-
taka kvenna og mismunandi aðstæö-
ur hinna ýmsu þjóðfélagshópa hafi
breytt lífsvenjum fólks. Aldursskipt-
ing þjóðarinnar sé einnig að breytasL
Þetta kalli á breyttar almannatrygg-
ingar og heilbrigðisþjónustu. Nauð-
synlegt sé að spara og hagræða í vel-
ferðarkerfinu, en forsenda árangurs sé
að þetta sé gert í góðri samvinnu við
starfsfólkið sem hlut á að máli og sam-
tök þess.
í ályktun um sveitarstjómarmál er
lögð áhersla á að valdið sé fært nær
fólkinu á þann hátt að sveitarstjómar-
stigið verði eflt, m.a. með sameiningu
sveitarfélaga. Sameiningin megi þó
aðeins koma til framkvæmda að íbúar
viðkomandi sveitarfélags séu fylgjandi
sameiningu. Lýst er yfir stuðningi við
hugmyndir um tilraunasveitarfélög.
Kannað verði hvort sveitarfélögin geti
að öllu leyti tekið við rekstri grunn-
skóla, heilbrigðisþjónustu, málefnum
fatlaðra og öldrunarþjónustu.
í ályktun um byggðamál er bent á að
til að byggð dafhi þannig að auðlindir
lands og sjávar séu nýttar þurfi fyrir-
tækjum í undirstöðuatvinnuvegun-
um að vera búnar aðstæður sem
tryggi starfsfólki örugga atvinnu og
eðlilega afkomu og eigendum sann-
gjaman arð. Mikilvægt sé að unnið
verði markvisst að framkvæmd stefri-
unnar sem mörkuð var með breyting-
um fyrrverandi ríkisstjómar á lögum
um Byggðastofhun, um gerð byggða-
áætlana, myndun atvinnuþróunar-
svæða og stofnun atvinnuþróunarfé-
laga og sjóða. Endurskoða þurfi
stjómkerfi og stjómsýslu með tilliti til
efiingar og frekara sjálfsforræðis
byggðarlaga í landinu. Lagt er til að
opinberar stofnanir verði fluttar út á
land og verð á raforku og símaþjón-
ustu verði jafnað um land allL
í menntamálum var samþykkt álykt-
un þar sem segir að stefha skuli að
einsetnum grunnskóla, Iengri og
samfelldari skóladegi og að skólamál-
tíðir komi til framkvæmda innan tíu
ára. Lýst er andstöðu við lög um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna sem ríkis-
stjómin knúði fram fyrr á þessu ári.
Lögð er áhersla á jafnrétti til náms án
tillits til efnahags og búsetu. -EÓ
Jón Þórarinsson tónskáld sér um dagskrá um Inga T. Lárusson í Þjóðminjasafninu í dag.
Aldarafmæli Inga T. Lárussonar:
Dagskrá í Þjóðminjasafni í dag
1 dag kl. 17 á fullveldisdaginn dagskráin kl. 17. Ósk Óskarsdóttir, John Speight,
verður flutt dagskrá í Þjóðminja- Rakinn verður æviferill hins ást- Þóra Fríða Sæmundsdóttir og
safninu í umsjón Jóns Þórarins- sæla sönglagahöfundar og félagar Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir. Af-
sonar í tilefni aldarafmælis Inga T. úr röðum íslensku hljómsveitar- mælisdagskránni verðu útvarpað
Lárussonar tónskálds og hefst innar leika og syngja: þau Elín beint á Ríkisútvarpinu, rás 1.
Framkvæmdastjórn SSÍ mótmælir harðlega efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar:
Óásættanlegar
fyrir launafólk
Framkvæmdastjóra Sjómannasambands íslands mótmælir harð-
lega framkomnum efnahagsaðgerðum rfldsstjóraarinnar til eflingar
atvinnulíflnu og telur að þær séu með öllu óásættanlegar fyrir
launafólk í landinu.
Ennfremur mótmælir fram-
kvæmdastjórnin fjölgun skattþrepa
við útreikning á tekjuskatti og ítrek-
ar í því sambandi ályktun 18. þings
SSÍ þar að lútandi. En þar kemur
fram að með fjölgun skattþrepa er
óhjákvæmilegt að verulegur hluti
skattanna verði „eftir á greiddur" og
jafnframt sé með fjölgun skattþrepa
verið að eyðileggja kosti stað-
greiðslukerfsins og við þær breyt-
ingar munu sjómenn ekki sætta sig
við.
Óskar Vigfússon formaður Sjó-
mannasambandsins segir að ekki
hafi verið tekin afstaða til Þróunar-
sjóðs sjávarútvegsins á fundi fram-
kvæmdastjórnarinnar í síðustu
viku, en hins vegar mótmælir hann
harðlega því að svokallað „veiði-
leyfagjald eða auðlindaskattur"
verði tekið af óskiptum hlut sjó-
manna. Einnig mótmælir formaður
SSÍ öllum vangaveltum í þá veru að
laun sjómanna komi til með að
hækka í kjölfar gengisfellingar
krónunnar. Hann segir að sjómenn
hafi orðið fyrir verulegum tekju-
missi af völdum þeirra gengishrær-
inga sem orðið hafa og þá sérstak-
lega af lækkun pundsins í haust.
Oskar var kjörinn í miðstjórn ASÍ á
þingi þess í síðustu viku en nokk-
urrar óánægju hefur gætt hvernig
til tókst með miðstjórnarkjörið og
einkum hvað hlutur landsbyggðar-
innar var rýr. Formaður SSÍ sagðist
bera blendnar tilfinningar í brjósti
til þess hvernig tókst til með skipan
hinnar nýju miðstjórnar og hversu
mikið pólitíkin grasseraði í einu og
öllu á þinginu. -grh
Fulltrúar lyfjahóps Félags íslenskra
stórkaupmanna:
Fulltrúi ráðherra
fari úr lyfjanefnd
Fulltrúar svonefnds lyfjahóps Félags íslenskra stórkaupmanna hafa
óskað eftir því við umboðsmann Alþingis að hann vfld Guðjóni
Magnússyni, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, úr lyfja-
nefnd. Þeir telja að hann sé vanhæfur til að sitja í nefnd sem ákveði
álagningu á lyfjum og benda á að áður hafl umboðsmaður Alþingis
úrskurðað deildarstjóra úr sama ráðuneyti vanhæfan.
Birgir Thorlacius fer fyrir þessum
hópi. Hann segir að í Iyfjanefnd eigi
sæti fulltrúi frá tryggingastofnun og
lyfjahóp stórkaupmanna. Þá skipar
ráðherra sérstaklega fulltrúa sem á
að vera sérfróður um lyfsölumál.
Hann segir að áður hafi Einar
Magnússon, deildarstjóri í heil-
brigðisráðuneytinu, verið valinn af
ráðherra. .Apótekarafélagið kvartaði
yfir því við umboðsmann Alþingis að
Einar væri helsti ráðgjafi ráðherra
varðandi lyfjamál og ekki stætt á að
hann væri þá líka í Lyfjaverðlags-
nefnd sem ákveður rekstrarskilyrði
apóteka," segir Birgir. Hann segir að
á þetta hafi umboösmaður Alþingis
fallist og því talið Einar vera van-
hæfan. I framhaldi af því segir Birg-
ir að ráðherra hafi skipað Guðjón
Magnússon skrifstofustjóra. „Hóp-
urinn bar það undir umboðsmann
Alþingis hvort þarna væri nokkur
munur á, þar sem Guðjón kemur að
lyfjamálum í ráðuneytinu. Auk þess
teljum við hann ekki sérfróðan um
lyfsölumál," segir Birgir. Hann veit
ekki hvenær úrskurður umboðs-
manns muni Iiggja fyrir.
Birgir bendir á að komi upp ágrein-
ingur í nefndinni, þá úrskurði ráð-
herra og þannig geti ráðuneytið
valdið ágreiningi innan nefndar og
hafi þar með endanlegt vald. Þess
má geta að nefndinni er ætlað að
endurskoða álagningu á lyfjum.
Birgir segir að það hafi samt ekki
verið ástæðan fyrir kvörtuninni við
umboðsmann heldur hafi aðalmálið
verið það að Einar hafi áður verið
metinn vanhæfur og því eigi það
sama við um Guðjón. -HÞ