Tíminn - 01.12.1992, Qupperneq 7

Tíminn - 01.12.1992, Qupperneq 7
Þriöjudagur 1. desember 1992 Tíminn 7 Húsaleiga hækkað um 50% síðan 1955 fyrir jafn góða íbúð og byggingarkostnaður ennþá meira, segir Stefán Ingólfsson verkfræðingur: Byggingarkostnaðurinn þarf að lækka um 20-25% Byggingarkostnaður einbýlishúsa er u.þ.b. tvöfalt hærri hér á Iandi heldur en vestanhafs. Þótt húsnæði geti ekki orðið jafn ódýrt hér á landi og í suðlægari löndum, verður byggingariðnaðurinn að lækka framleiðslukostnað mikið, jafnvel um 20-25% á næstu árum, að mati Stefáns Ingólfssonar verkfræðings, sem ræddi um þetta efni á Mannvirkjaþingi. Stefán segir byggingarkostnað hérlendis stöðugt hækka umfram verðlag. Árið 1956 hafi íbúð kostað minna fullbúin heldur en núna, tilbúin undir tréverk, reiknað á sama verðlagi. Auk- in gæði húsngeðis hrökkvi skammt til að skýra þessa hækkun. Leiga íbúðarhúsnæðis hafí líka síðustu áratugina hækkað um 1,2% á ári umfram almennt verðlag, þannig að fjölskyldur þurfí nú að borga 50% hærri húsaleigu heldur en 1955 iyrir jafn góða íbúð. Stefán rakti marga þætti, sem áhrif hafa á byggingarkostnað. Bæði hinar og þessar orsakir áðumefndrar óheillaþróunar og jafnframt ýmsa þætti, sem hann telur að geti stuðlað að bráðnauðsynlegri lækkun bygging- arkostnaðar á íslandi. Tálsverð offjárfesting Eins og gerst hefúr í flestum öðrum greinum iðnaðar, hefðu framfarir og aukin vélvæðing einnig átt að skila aukinni framleiðni og lægra verði í byggingariðnaði. En reyndin sé þver- öfug: Síðustu þrjá áratugi hafi bygg- ingarkostnaður hækkað árlega um 1,3% umfram almennar verðhækkan- ir. Kostnaður við vélvæðingu og tækjakaup virðist því hafa farið út í verðlagið og hækkað byggingarkostn- aðinn. Tálsverð offjárfesting er í byggingar- iðnaði, segir Stefán. Mun fleiri tæki, vélar, fasteignir og annað hafi verið keypt heldur en þörf sé fyrir. Bygging- ariðnaðurinn geti því bætt við sig miklum verkefnum án þess að auka við tækjakostinn. Byggingartíma segir Stefán samt mun Iengri hér á landi en annars stað- ar, sem hlaði upp vaxtakostnaði. Fyrir Stjórn Stéttarsambands bænda mótmælir auknum álögum stjórnvalda á landbúnaðinn: Skattlagning kemur í veg fyrir verðlækkun Stjórn Stéttarsambands bænda mótmælir harðlega hugmyndum um frekari niðurskurð til landbúnaðarmála, en ríkisstjórnin hefur ákveðið að skera fjárveitingar ríkissjóðs til landbúnaðarins niður um 250 milljónir til viðbótar. Fagnað er hins vegar ákvörðun um að afnema aðstöðugjaldið og hvatt er til þess að tryggingargjaldið verði einnig afnumið. í ályktun stjórnar Stéttarsambands- ins segir: „Stjórnin hafnar nýjum álögum á búvöruframleiðsluna og lækkun endurgreiðslna ríkisins á virðisaukaskatti, en þær voru tekn- ar upp þegar söluskattur (matar- skattur) var lagður á innlenda bú- vöruframleiðslu. Bændur hafa með búvörusamningum skuldbundið sig til að lækka búvöruverð í trausti þess að þær aðgerðir skili sér f lækkuðu vöruverði til neytenda. Óþolandi er að ríkisvaldið komi með aukinni skattlagningu í veg fyrir að slík verðlækkun á innlend- um búvörum náist fram. Sam- keppnisstaða eggja-, kjúklinga-, svína- og nautgripaframleiðslu veikist sérstaklega í kjölfar fyrr- greindra aðgerða. Allar slíkar aðgerðir vinna gegn hagsmunum neytenda og bænda og veikja stöðu íslenskrar framleiðslu. í þessu sambandi skal sérstaklega minnt á yfirlýsingu forsætisráö- herra, Davíð Oddssonar, frá 18.11. sl. um að „óheiðarlegt og ósann- gjarnt sé að leggja meiri byrðar á bændastéttina en þegar hefur verið gert". Stjórnin er tilbúin til viðræðna um framkvæmd búvörusamnings að því er varðar frestun framlags í Fram- leiðnisjóð og fyrirkomulags á greiðslu vaxta- og geymslugjalds vegna kindakjöts." -EÓ Mikið tjón hjá SÍF vegna bruna í Frakklandi Mikið tjón varð af völdum eldsvoða í vikunni hjá Nord Morue, en það er dótturfyrirtæki Sölusambands ísienskra fískframleiðenda í Frakklandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá SÍF. Þar segir að slökkvi- liðsmönnum hafi tetóst að hefta út- breiðslu eldsins áður en hann barst í firamleiðsludeild ogbirgðageymslu fyrirtætósins. Alls tók slökkvistarfið um 8 tóst og fram kemur að mðdar skemmdir hafi orðið á skrifstofu- húsnæðL Töivubúnaðurinn er ónýt- ur, auk þess sem bókhaldsgögn urðu eldinum að bráð. Þá er talað um að ekki hafi verið kannað hversu mitóar skemmdir urðu á fisldjirgð- um af völdum reyks, en þó sé Ijóst að það sé talsvert. Sagt er að bruninn muni torvelda daglega starfsemi fyrirtækisins og raska söhi- og markaðsstarfsemi. Þefta þykir sérstatóega bagalegt, þar sem nú sé háannatími á þeim mörk- uðum sem fyrirtætóð þjóni. Þess má geta að af 125 starfs- mönnum fyrirtætósins eru fjórir ís- lendingar. hálfri öld, þegar allt var unnið í hönd- unum, hafi verið aigengt að menn byggðu hús á nokkrum vikum. Hin tæknivæddu fyrirtæki nú ættu ekki að þurfa lengri tíma. Staðlaðar einingar lítið notaðar Erlendis segir Stefán menn lækka framkvæmdakostnað með mikilli notkun staðlaðra eininga. Þúsundir staðlaðra eininga til húsbygginga séu þar fáanlegar. Hérlendis sé fágætt að hönnuðir og byggingaraðilar noti staðlaðar einingar. Stöðlun sé hér skammt á veg komin, og staðlar, sem þó séu til, séu lítið notaðir. íslenskir hönnuðir leggja heldur ekki áherslu á hagkvæmni og að hanna ódýr hús, að sögn Stefáns. Og kannski að vonum, þar sem þær makalausu reglur viðgangast að þóknun arkitekta og verkfræðinga er oftast reiknuð sem hlutfail af áætluðum kostnaði, þannig að hönnuðimir fá því hærri greiðslur sem byggingarkostnaðurinn er meiri. Byggingarhættir breytast lítið „Byggingarhættir hafa lítið breyst í áratugi, þrátt fyrir aukna vélvæðingu," segir Stefán. Enda segir hann tíma- bært að endurskoða framleiðsluað- ferðimar ffá gmnni. Með verksmiðju- framleiddum húseiningum eigi Ld. bæði að vera unnt að byggja betri og ódýrari hús. Erlendis byggi menn líka ódýr hús úr efnum á borð við stál, múrsteina og timbur, sem lítið séu notuð hér. Þó em dæmi þess að menn hafi flutt inn múrsteina og erlenda iðnaðarmenn, sem hafi hiaðið úr þeim ódýr hús, og innfluttar stálbyggingar séu ódýrari en hús úr steinsteypu og límtré. Þá telur Stefán skorta hér vemlega á skilning á kostnaðarmyndun og þar með skilning á því hvar helst sé spam- aðar að vænta. Ar eftir ár sfyðjist menn við sundurliðun á byggingarkostnaði vísitöluhússins, sem var reist fyrir ára- tugum. En marga mikilvæga kostnað- arþætti sé ekki unnt að lesa út úr sundurliðun byggingarvísitölunnar. - HEI Vigdís Finnbogadóttir, forseti fslands, afhendir dr. Herði Arnarssyni hvatningarverölaun Rann- sóknaráðs ríkisins. Tímamynd: Ami Bjama HVATNINGARVERÐLAUN RANNSÓKNARÁÐS RÍKISINS Dr. Herði Arnarssyni, þrítugum rafmagnsverkfræðingi og þróun- arstjóra Marel hf., voru sl. föstudag veitt hvatningarverðlaun Rannsóknaráðs ríkisins, sem nema um 1.7 milljón króna. Verðlaunin afhenti forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, á ársfundi Rannsóknaráðs ríkis- ins og Vísindaráðs í Háskólabíói. Þetta var í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru afhent, en alls voru tíu einstaklingar tilnefndir til verðlaunanna að þessu sinni og allir mjög hæfir, að mati dóm- nefndar. Hörður var þó talinn hæfastur, en hann hefur m.a. lagt grunninn að því að nýta tölvu- sjón í fiskiðnaði og er aðalmað- urinn á bak við það að Marel hf. hefur tekist að þróa og markaðs- setja tæki, sem byggja á þessari tækni, í harðri samkeppni við mörg stór alþjóðleg fyrirtæki. —GRH Mótmælum rignir yfir ríkisstjórnina Mótmæli vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnarínnar virðast streyma að úr öllum áttum þessa dagana frá stéttarfélögum og bæj- ar- og sveitarfélögum. Af stéttarfélögum má nefna Sjómannasam- band íslands, Samband íslenskra bankamanna, Hið íslenska kenn- arafélag og Póstmannafélag íslands. Þar er minnt á gefín fyrirheit og loforð ríkisstjómarinnar um stöðugleika og óbreytta skatta og því mótmælt að þessi íyrirheit skuli svikin. Þá er sagt að hækkun tekjuskatts, skerðing barnabóta og virðisauka- skattur á húshitun muni leiða til mikilla fjárhagserfiðleika hjá þeim sem síst skyldi. Sagt er að með ákvörðun sinni hafi ríkisstjórnin rofið þjóðarsátt undanfarinna ára og haft að engu þann samstarfs- vilja, sem verkalýðshreyfingin hefði sýnt á síðustu vikum til að þær að- gerðir, sem gripið væri til, kæmu í veg fyrir atvinnuleysi, verðu kaup- mátt og tækju sérstakt tillit til þeirra sem minnst hafi iaunin. Þá hafa borist ályktanir frá bæjar- stjórn Akraness og Neskaupstaðar ásamt sveitarstjóra Hvolhrepps. Þar er harðlega mótmælt óréttlátum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem m.a. feli í sér mismun landsmanna eftir búsetu. Þar er aðallega bent á 14% virðisaukaskatt á húshitun í landinu. Sagt er að á starfssvæði hitaveitu Akraness og Rangæinga muni húshitun hækka um allt að 15.000 kr. á ári á meðalhús, á með- an hitunarkostnaður sambærilegs húss í Reykjavík hækki um 5.000 kr. Bæði gengisfelling um 6%, svo og 14% virðisaukaskattur eru nefndar sem ástæöur þessa. -HÞ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.