Tíminn - 01.12.1992, Blaðsíða 9
Tíminn 9
Þriðjudagur 1. desember 1992
DAGBOK
Einar Krisfján Einarsson.
Gítartónleikar í Geróubergi
Miðvikudaginn 2. desember kl. 20.30 heldur Einar Kristján Einarsson gítarleikari,
tónleika í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Einar leikur verk eftir Luis Milan, J.S.
Bach, Femando Sor, Lennox Berkeley, Heitor Villa-Lobos og Agustin Barrios.
Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt. Elstu verkin eru frá sextándu öld, en þau
yngstu frá þeirri tuttugustu. Elstu verkin eru líkast til upphaflega samin fyrir forvera
gítarsins, s.s. verkin eftir Luis Milan á spánska vihuela og verk Bachs fyrir lútu. Nýrri
verkin eftir Villa-Lobos og Lennox Berkeley sýna aftur á móti vel möguleika og Óöl-
breytilega tækni gítarsins.
Einar Kristján Einarsson er fæddur á Akureyri 1956 og hlaut þar sfna fyrstu tónlist-
armenntun. Haustið 1977 hóf hann gítamám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinsson-
ar og lauk þaðan burtfararprófi 1982. Aðalkennarar hans voru Gunnar H. Jónsson og
Joseph Fung. Einar stundaði framhaldsnám í Manchester f Englandi 1982-1988 og
vom aðalkennarar hans George Hadjinikos, Gordon Crosskey og David Russell. Hann
hefur auk þess sótt námskeið hjá Alirio Diaz, Jose Luis Gonzales o.fl. Einar lauk ein-
leikara- og kennaraprófi frá Guildhall School of Music 1987 og hefur síðan haustið
1988 kennt gítarleik við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs. Auk tón-
leikahalds í Englandi og á Spáni hefur hann komið fram við margvísleg tækifæri hér-
lendis. M.a. lék hann einleik með Kammersveit Akureyrar sl. haust og nýverið á ein-
leikstónleikum í Seltjamameskirkju.
Umræöufundur í Odda
Félag um heilbrigðislöggjöf efnir til
umræðufundar miðvikudaginn 2. des-
ember n.k. kl. 17 í stofu 101 í Odda, hug-
vísindahúsi Háskóla íslands.
Efni fundarins er: Vísindarannsóknir
og meðferð persónuupplýsinga.
Framsögumenn verða tveir: Páll Þórð-
arson, framkvæmdastjóri Læknafélags
íslands, mun fjalla um vísindasiðanefnd-
ir á heilbrigðissviði, og Þorgeir öriygs-
son, prófessor og formaður tölvunefhd-
ar, ræðir um lagareglur um aðgang vís-
indamanna að persónuupplýsingum..
Að framsöguerindunum loknum verða
umræður.
Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um
fundarefnið.
Almannatryggingan
30% tekjutryggingarauki
greiddur í desember
Þann 3. desember n.k., þegar bætur al-
mannatrygginga vegna desembermánað-
ar verða greiddar út, munu lífeyrisþegar
með tekjutryggingu fá uppbót, 30%
tekjutryggingarauka. Þessi uppbót er f
samræmi við kjarasamninga á vinnu-
markaði um greiðslu desemberuppbótar.
Fulla uppbót, kr. 10.709 hjá ellilífeyris-
þegum og kr. 10.900 hjá öryrkjum, fá
þeir sem hafa óskerta tekjutryggingu,
heimilisuppbót og sérstaka heimilisupp-
bót. Tekjutryggingaraukinn skerðist svo
í sama hlutfalli og þessir bótaflokkar hjá
lífeyrisþega.
Þeir, sem ekki njóta tekjutryggingar, fá
enga uppbóL
Á greiðsluseðli mun þessi uppbót ekki
koma sérstaklega fram, heldur verður
hún lögð við upphæö hvers þessara
þriggja bótaflokka.
Kvenfélagasamband íslands:
Leiöbeiningastöö heimilanna
veröur opin allan daginn
Kvenfélagasamband íslands hefur allt
frá árinu 1963 rekið Leiðbeiningastöð
heimilanna.
Leiðbeiningastöðin hefur aðeins verið
opin hluta úr degi, en verður nú, frá 1.
desember, opin alla virka daga frá kl. 09-
17.
Starfsmenn Leiðbeiningastöðvar heim-
ilanna gefa upplýsingar um gæðakann-
anir á heimilistækjum og ýmsum þeim
áhöldum er nota þarf við heimilishald.
Ennfremur eru gefnar upplýsingar um
þrif, þvotta, hreinsun efna og allt það er
lýtur að manneldi og matargerð.
Kvenfélagasamband íslands gefur út
fræðslurit um margvísleg efni, er tengj-
ast heimilishaldi, og eru þau seld á skrif-
stofu landssambandsins.
Þjónustan er ókeypis almenningi.
Leiðbeiningastöð heimilanna er til húsa
í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum,
Túngötu 14 í Reykjavík. Sími 91-12335.
Símsvari er opinn þegar skrifstofan er
lokuð. Fax 91-625150. Skrifstofa Kvenfé-
lagasambands íslands og tímaritsins
Húsfreyjunnar eru opnar á sama tíma.
Forstöðumaður stöðvarinnar er Stein-
unn K. Ingimundardóttir hússtjómar-
kennari og starfsmaður er Steinunn V.
Óskarsdóttir sagnfræðingur.
HONNUNARSAMKEPPNI
ÍSTEX
Verðiaunaafhending
og sýning
verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu,
fimmtudaginn 3. desember nk. kl. 1600.
Sýndar verða handpijónaðar flíkur úr
hönnunarsamkeppninni
„íslensk hönnun úr íslenskri ull“.
Þátítakendur og gestir þeirra velkomnir.
m ÍSTEX®
ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR H.F.
PÓSTHÓLF 140 - 270 MOSFELLSBÆ - SlMI 91-666300 - MYNDSENDIR 91-667330
Eric Stoltz er ekki
tilbúinn að giftast
Bridget Fonda og Eric Stoltz vinna saman og búa saman.
Eric Stoltz er svo sannariega á upp-
leið í kvikmyndabransanum og hef-
ur margt lært síðan hann fluttist
átta ára með fjölskyldu sinni frá
Samóaeyjum til Santa Barbara. Þá
kunni hann ekki einu sinni að
hnýta skóreimarnar sínar, enda
haföi hann aldrei í skó komið!
Eric var þó fljótur að læra og verða
heimsmaður. Hann segir frá því nú
að fyrir einhverjum árum hafi hann
verið á mótorhjóli í Los Angeles og
ekið við hlið bíls með þakið fellt Þar
sat stúlka, sem honum Ieist svo vel
á að hann sagði ekki skilið við hana
fyrr en hún hafði gefið honum
símanúmerið sitt „Ég var frekur og
ósmekklegur," segir hann nú.
Og þó, stúlkan undir stýri var eng-
in önnur en Bridget Fonda, af hinni
frægu og voldugu leikaraætt Fonda,
dóttir Peters og bróðurdóttir Jane.
Þau Eric og Bridget tóku upp sam-
band, sem reyndar þoldi ekki tíðan
og langan aðskilnað tveggja frama-
gjamra listamanna á uppleið. Leiðir
skildu þegar hann hélt til Englands
til að leika í kvikmynd og hún til
New York.
Fjögur ár liðu áður en fundum
þeirra bar saman á ný og nú var
gaman að hittasL Eftir sex mánuði
sættust þau á að vera saman. „Það
var eins og að fara í heitt bað,“ segir
Eric, og nú sjá þau ekki sólina hvort
fyrir öðm.
Að vísu var ekki öllum hindrunum
strax rutt úr vegi. Jennifer Jason
Leigh, fyrrverandi kærasta Erics,
Eric Stoltz er 31 árs, vinsæll og
eftirsóttur leikari og veit hvaö
hann vill.
leikur keppinaut Bridget í kvik-
myndinni „Single White Female" og
var sagt að þeim kæmi illa saman.
Eric segir að vísu ástandið hafa ver-
ið undarlegt, þegar þau vom þrjú
saman komin, en stelpumar hefðu
komist ágætlega frá því.
Nú búa þau Eric og Bridget sem
sagt saman í sátt og samlyndi og
sumir vilja láta þau gera alvöru úr
því að giftasL En Eric er ekki reiðu-
búinn til þess. Hann segir að hring-
ur á baugfingri myndi breyta lífi
hans algerlega. „Ég myndi taka
samband okkar miklu alvarlegar ef
ég væri búinn að vinna hjónabands-
heit fyrir guði, fjölskyldu og vin-
um,“ segir hann og er greinilega
ekki tilbúinn til þess.
i spegju
Tímans
Stjörnukokkar
gerðu lukku á
sælkerahátíð
og söfnuðu fé
Mikil sælkerahátíð var haldin í New York nýlega og
var það í flmmta sinn sem slík hátíð fer fram. Þar
sýndu frægar stjömur úr kvikmyndum og sjónvarpi
á sér nýja og óvænta hlið, kokkuðu dýrindis rétti of-
an í viðstadda, sem vom fúsir til að reiða fé af hendi
til „March of Dimes“, sjóðs til að auka heilbrigöi
bama.
Leikkonan Sonia Braga eldaði kjúklingasúpu við
góðar undirtektir og var sérstaklega eftir því tekið
hvað Donald Tmmp var ákafur að komast að pottun-
um hennar til að smakka. Hann lét sér ekki nægja
minna en að vera fremstur í röðinni!
Þá gerðu fylltu kirsuberjatómatarnir hennar Lauren
Hutton mikla lukku og Joan Rivers, sem er frægust
fyrir hvassa tungu í sjónvarpinu, sýndi fram á að
bragðskynið hennar er í góðu lagi. Það vom grískar
moussaka- tartalettur sem hún töfraði gestina með.
Ágóðinn af sælkerahátíðinni nam um 65 milljónum
ísl. kr. og rennur eins og fyrr segir til góðgerðasjóðs.
Donald Trump sér alltaf um aö vera fremstur í
röðinni. Honum þótti kjúklingasúpan hennar Son-
ia Braga algert sælgæti.