Tíminn - 03.12.1992, Side 7
Fimmtudagur 3. desember 1992
Tíminn 7
Ostabúð í einkaeigu:
Sérverslun
með osta
opnuð í
Hafnarfirði
Hætt er við að ostaglaðir Hafnfirðingar kætist þessa dagana, því ný-
lega var opnuð í bænum fyrsta sérverslun með osta utan Reykjavík-
ur. Þórarinn Þórhallsson mjólkurfræðingur er eigandi verslunarinn-
ar og hefur Danmörku sem fyrirmynd þar sem ostabúðir eru algeng-
ar og sérstakar hefðir hafa skapast í kringum þessa mjólkurafurð.
„Þetta er fyrsta verslun sinnar teg-
undar í eigu einstaklings," segir Þór-
arinn. Fyrir eru tvær ostaverslanir í
Reykjavík, sem reknar eru af Osta-
og smjörsölunni.
Þórarinn segir að Hafnarfjörður
hafi orðið fyrir valinu, þar sem engin
sambærileg þjónusta hafi verið til
staðar fyrir 15-20 þúsund manns í
bænum og nágrannabyggðum.
Hann bendir á að ætlunin sé að
bjóða upp á veisluþjónustu og osta-
kynningar. Hann er ánægður með
viðtökumar, en verslunin var opnuð
um síðustu helgi.
Þórarinn segir að verslunin sé ekki
stofnuð til höfuðs Osta- og smjörsöl-
unni, hann eigi góða samvinnu við
hana. „Fyrst og fremst er verið að
auka þjónustuna við fólkið á þessu
svæði,“ segir Þórarinn. Hann segir
að fyrst og fremst verði boðið upp á
sérosta og að fólk geti valið þá úr
borði.
Þórarinn er mjólkurfræðingur að
mennt og hefur starfað sem slíkur
Þorarmn Þorhallsson ostakaupmaöur og kona hans, María Rebekka Olafsdóttir, ásamt starfsmanni.
Timamynd Ámi Bjama
um árabil. Hann nam fræðina í Dan-
mörku þar sem hann starfaði m.a. á
ostabúum og er fyrirmyndin því sótt
þangað að sumu leyti. „í Danmörku
er ostakaupmaður á hominu í
hverju þorpi. Þar er þetta aldagömul
hefð,“ segir Þórarinn. Ostar frá fleiri
löndum eru honum einnig hug-
leiknir. „Ég hef kynnst ítölskum og
svissneskum ostum og finnst þeir
spennandi," segir Þórarinn. Til
marks um það flutti hann með sér
uppskrift að ítölskum osti, sem heit-
ir Mozzarella, heim frá Danmörku,
og hefur hann orðið vinsæll að sögn
Þórarins.
Þórarinn telur að með tilkomu sér-
verslunar muni ostaneysla aukast.
„Fólk fær tækifæri á að koma og
smakka ostana og velja osta sem
hæfa hverju tilefni," segir hann. Þá
finnst honum full ástæða til að skapa
hefðir í kringum ostinn. „Hér á Is-
landi hefur ríkt í gegnum árin plast-
ostamenning,“ segir Þórarinn og á
við að allir ostar á landinu hafa und-
antekningalaust verið pakkaðir í
plast og seldir þannig. „Þetta þekkist
ekki mikið erlendis, heldur verslar
fólk yfirleitt úr ostaborðum þar sem
því gefst tækifæri á að bragða á vör-
unni áður en það kaupir," segir Þór-
arinn.
Þess má að lokum geta að verslunin
er opin milli kl. 10 og 19 mánudag til
laugardags, en frá 10 til 16 á sunnu-
dögum. Þá segir Þórarinn að hægt sé
að afgreiða pantanir fyrirtækja og
stofnana með stuttum fyrirvara. -HÞ
Sigurður E. Guðmundsson lýsir kvíða vegna fjáröflunar Húsnæðisstofnunar til nýrra lánveitinga:
1.700 nýjar félagsíbúðir
fullgerðar á næsta ári?
Hjá Húsnæöisstofnun er áætlaö að byrjað verði á byggingu rúmlega
600 félagslegra íbúða á þessu ári, samkvæmt því er fram kom í er-
indi Sigurðar E. Guðmundssonar, forstjóra Húsnæðisstofnunar, á
Mannvirkjaþingi nú í vikunni. „Útborguð framkvæmdalán í ár,
vegna yfirstandandi framkvæmda, munu nema um 4,5 milljörðum
króna.
Húsnæðisstofnun borgar út samtals
um 3,5 milljarða króna til 1.700
íbúða á ýmsum byggingarstigum á
næsta ári, miðað við íyrirliggjandi
samninga um framkvæmdalán. Er
gert ráð fyrir að framkvæmdum við
þær flestar ljúki þá,“ sagði Sigurður
m.a. í umfjöllun sinni um félagsleg-
ar íbúðabyggingar. Skiptingu þess-
ara 1.700 íbúða milli landshluta
sagði hann þannig, að 800 íbúðir
(47%) verða í Reykjavík, 510 íbúðir
(30%) á Reykjanesi og 390 íbúðir
(23%) annars staðar á landinu.
,Auk þessa gerum við ráð fyrir að á
næsta ári komi til útborgunar, að
hluta til, ný framkvæmdalán, er
húsnæðismáiastjórn mun væntan-
lega veita á fyrri hluta næsta árs.
Nemur sá hluti þeirra um 1,5 millj-
arði króna." Samkvæmt þessu sagði
Sigurður þess að vænta, að 5 millj-
arðar króna komi til útborgunar úr
Byggingarsjóði verkamanna á næsta
ári til kaupa og til nýbyggingar á fé-
lagslegu húsnæði víðs vegar á land-
inu.
í sambandi við ný framkvæmdalán
sagði Sigurður þó nauðsynlegt að
hafa tvennt í huga: „í fyrsta lagi á
Húsnæðisstofnun afar mikið undir
því komið að henni gangi vel að
selja skuldabréf til lánsfjáröflunar.
Það hefur ekki gengið nógu vel á
þessu ári og veldur það nokkrum
kvíða vegna nýrra lánveitinga henn-
ar á næsta ári. í annan stað leggur
stofnunin mun þyngri áherslu á það
nú en áður, að félagslegir fram-
kvæmdaaðilar leggi fyrst og fremst
kapp á að kaupa notaðar íbúðir á al-
mennum markaði til nota sem fé-
lagslegar íbúðir, fremur en að byggja
nýjar. Telur hún að fé hennar nýtist
mun betur með þeim hætti og geti
e.Lv. skilað fleiri félagslegum íbúð-
um en væru þær allar reistar frá
grunni.“
Varðandi húsbréfalán til nýbygginga
á almennum markaði upplýsti Sig-
urður m.a. að Húsnæðisstofnun hafi,
það sem af er þessu ári, borist um-
sóknir um húsbréfalán frá 748 hús-
byggjendum, sem sé 33% fjölgun frá
sama tíma í fýrra. Það sem af er árinu
hafi stofnunin keypt veðskuldabréf af
einstökum húsbyggjendum fyrir 3,2
milljarða króna og goldiö fyrir þau
með húsbréfum. - HEI
Bindiskyldan
lækkuð í 5%
Seölabankinn hefur fengið heim-
Hd viðskiptaráðhem tll að ákveða
bindiskyldu með sveigjanlegri
hætti en verið hefur, eða altt frá
8% niður í 4%, í kjölfar þessa
ákvað Seðlabankinn að hekka
bindihlutfallið niður í 5% frá og
með 1. desember. Vaxtalækkunar
sýnist þó vart að vænta vegna
þessarar ákvörðunar. Því í frétt frá
Seðlabanka segir að þessi lækkun
sé nua. ákveðin í Ijósi árstíðabund-
ins samdráttar lausafjárstöðu,
sem hefði eUa getað valdið vaxta-
hækkun.
Bindiskylda lækkaði núna úr 6%,
sem hún hafði verið eftir trnia-
bundna iækkun úr 7% fyrir mán-
uði. Seðlabankinn rciknar með að
bindiskylda veröi notuö á sveigjan-
legan hátt í framtíðinni með hBð-
sjón af framvindu á peninga- og
á'aldeyrismörkuðunt. HEI
Bandalag íslenskra listamanna:
Vill sérstakt ráðuneyti
menningarmála hið fyrsta
Sérstakt menningarmálaráðuneyti, tónlistarhús við Reykjavficur-
höfn, aukinn stuðning við Menningarsjóð útvarpsstöðva og að hætt
verði við öll áform um að skattleggja útgáfu- og menningarstarf-
semi. Þetta eru þau málefni, sem ályktað var um á nýafstöðnum að-
alfundi Bandalags íslenskra Iistamanna.
„Tónlistarmenn hafa ekki verið á
eitt sáttir um staðsetningu og fyrir-
komulag tónlistarhúss, en hafa nú
sameinast um að því verði valinn
staður við Reykjavíkurhöfn,“ segir
m.a. í ályktun um tónlistarhús.
Sömuleiðis er vitnað til þess að út-
reikningar í öðrum löndum hafi
sýnt, að kostnaður við slíkar bygg-
ingar skili sér aftur á skömmum
tíma.
Listamenn fagna hugmyndum
menntamálaráðherra um endur-
skipulagningu og skiptingu ráðu-
neytisins í tvennt — ráðuneyti
menntamála annars vegar og ráðu-
neyti menningarmála hins vegar.
Alykta fundarmenn að markvissari
árangur muni nást í menningarmál-
um þjóðarinnar verði sérstakt ráðu-
neyti menningarmála sett á laggirn-
ar. Skoraði fundurinn því á yfirvöld
að hrinda þessum hugmyndum í
framkvæmd sem fyrst.
BÍL mælir eindregið með því, að
Menningarsjóður útvarpsstöðva
verði treystur í sessi, ellegar að sam-
bærilegar ráðstafanir verði gerðar til
eflingar innlendrar dagskrárgerðar
fyrir sjónvarp í höndum óháðra
framleiðenda.
Þá samþykkti aðalfundur BÍL til-
mæli til ríkisstjórnarinnar um að
falla þegar í stað frá öllum áformum
um að skattleggja útgáfu- og menn-
ingarstarfsemi. Tímabundnir erfið-
leikar í efnahagslífi þjóðarinnar
verði ekki leystir með nýjum álög-
um á menningarlíf landsmanna. Það
væru hörmuleg mistök að vega að
rótum íslenskrar menningar á sama
tíma og stefnt er að þátttöku í nánu
samstarfi Evrópuþjóða innan EES,
þegar gera megi ráð fyrir að íslensk
tunga og menning eigi eftir að verða
fyrir stórfelldara áreiti erlendra
menningarstrauma en dæmi séu
um í sögu þjóðarinnar.