Tíminn - 03.12.1992, Qupperneq 9

Tíminn - 03.12.1992, Qupperneq 9
Fimmtudagur 3. desember 1992 Timinn 9 ■ DAGBÓK I Mahler-veisla í Háskólabíói í kvöld í kvöld, fimmtudaginn 3. desember, kl. 20 verður 5. sinfónía Gustavs Mahler leikin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói. Stjómandi tón- leikanna verður Petri Sakari, aðalhljóm- sveitarstjóri S.f. Eflaust hafa margir Mahler-aðdáendur beðið þessara tónleika með óþreyju. Sin- fónían er eitt tónverka á efnisskrá, enda tekur hún um það bil 75 mínútur í flutn- ingi. Það var árið 1904 sem 5. sinfónía Ma- hlers var frumflutt undir stjóm tón- skáldsins í Köln í Þýskalandi. Viðtökur áheyrenda vom nánast fjandsamlegar og einnig er sagt að hljóðfæraleikarar þeir, sem léku verkið, hafi verið lítt hrifnir af verkinu og höfundi þess, enda átti Ma- hler oft í útistöðum við hljóðfæraleikara. Það er óhætt að segja að síðan hafa við- horf breyst til þessa verks, sem telja má eitt af stórverkum tónbókmennta 20. aldarinnar. Fimmtu sinfóníu Mahlers hefur stundum verið líkt við „Eroicu" Beethovens og víst má finna samsvörun, þrátt fyrir ólíka framsetningu — dýpstu örvæntingu og allt til fullkominnar sælu má finna í báðum þessum verkum. Sinfónían er í þrem hlutum, sem skipt- ast í 5 þætti. Þannig mynda fyrstu 2 þættimir fyrsta hluta. f öðmm hluta er 3. þáttur verksins, en þriðja hluta skipa 4. og 5. þáttur. Þriðji hluti sinfóníunnar hefst á hinum undurfagra Adagietto- þætti. Er sá þáttur kannski þekktastur fyrir að hafa verið notaður á áhrifamik- inn hátt í kvikmynd Luchinos Visconti, „Dauðinn í Feneyjum". Mahler skrifaði sín tónverk yfirleitt fyr- ir mjög stóra hljómsveit og þess má geta að á tónleikunum í kvöld verður Sinfón- íuhljómsveitin stækkuð og skipa hana þá tæplega 90 hljóðfæraleikarar. Nýr sparisjóösstjóri Sparisjóós Kópavogs Halldór J. Ámason hefur tekið við starfi sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Kópavogs. Halldór er fæddur 5. september 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Sund árið 1979 og prófi frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla ís- lands vorið 1986. Frá 1985-1987 vann hann sem notendaráðgjafi og síðar sem rekstrarráðgjafi hjá SKÝRR. Árið 1987 var Halldór ráðinn forstöðumaður Hag- deildar hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar og frá nóvember 1991 var hann ráðinn úti- bússtjóri í nýju útibúi Sparisjóðs Hafnar- fjarðar í Garðabæ. Halldór er kvæntur Guðfmnu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö böm. Ólafur St Sigurðsson lögfræðingur, sem verið hefur sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Kópavogs undanfarin 8 ár, hverfur nú til starfa á öðmm vettvangi. Jólaglóö Framsóknarmenn á Seltjamamesi, þá er komið að þvi að við byrjum að reyna að kveikja jólaglóðina' I okkur og nærstöddum. Þetta ætlum við að gera á Sex bauj- unni nk. laugardag, 5. desember, og hefst jólaglóðin" kl. 16.30. Þeir, sem að þvl loknu hefðu hug á að snæða kvöldverð á Sex baujunni, geta pantað borð I slma 611414. Vonandi hittumst við sem flest i hátlðaskapi á Sex baujunni og takið endilega með ykkur gesti. Stjómin Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 13. desember og 10. Janúar. Auk kvöldverð- launa verða ein heildarverðlaun: Dagsferð fyrír 2 með Fiugleiðum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Konur í Kópavogi Jólafundur Freyju verður haldinn miðvikudaginn 9. desember að Digranesvegi 12 og hefst kl. 20.30. Nánar auglýst slðar. Stjóm Freyju. Kópavogur— Laufabrauðsdagur Laugardaginn 5. desember verður laufabrauðsdagur að Digranesvegi 12. Þar veröa laufabrauðskökur til sölu á vægu verði, skomar og bakaðar á staönum. Ailir, ungir sem aldnir, velkomnir. Takið með ykkur skurðbretti. Freyja, félag framsóknarkvenna I Kópavogl Jólaalmanak SUF Eftirfarandi numer hafa hlotið vinning i jólaalmanaki SUF: 1. desember: 525, 3570. 2. desember: 3686,1673. Kópavogur— Framsóknarvist Spiluö verðurframsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 6. desember kl. 15.00. Góð verðlaun og kaffiveitlngar. Freyja, félag framsóknarkvenna I Kópavogl Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og með 1. október verður opið hús I Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriðju- dögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum elns og veríö hefur undan- farin ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viðtals á þessum tlma og ennfremur em allir, sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögöu verður hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfélag Borgamess. Kópavogur — Skólamál Mánudaginn 7. desember Id. 20.30 verður haldinn opinn fundur um skólamál I Kópavogi. Fundurínn veröur haldinn að Digranesvegi 12. Framsögumenn veröa: Bragi Mikaelsson, formaður skólanefndar, og Ingvi Þorkels- son, fulltrúi Framsóknarflokksins f skólanefnd. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna I Kópavogl Kópavogur — Opið hús Framsóknarfélögin I Kópavogi hafa opið hús á laugardögum kl. 10-12 aö Digranes- vegi 12. Lltið inn, fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarfélögln Mike Biggs er oröinn 18 ára og er aö koma undir sig fótunum í músíkbransanum í London. Sonur lestarræningjans stoltur af föður sínum Mike Biggs varö fyrir stríðni skóla- félaganna vegna pabba síns, hins al- ræmda og ógleymda lestarræningja Ronalds Biggs. Mike er nú orðinn 18 ára og segist aldrei hafa skamm- ast sín fyrir pabba sinn, þrátt fyrir allt. „Reyndar er ég svolítið mont- inn af því hvað pabba tókst vel að plata yfirvöldin," segir hann. Ronnie Biggs er orðinn að þjóð- sagnapersónu og síður en svo gleymdur. Þó eru tæp 30 ár liðin síð- an honum tókst að komast undan lögregluyfirvöldum í Bretlandi með 2,6 milljóna sterlingspunda hlut sinn úr frægasta lestarráni allra tíma. Fengnum segist hann hafa eytt á flóttanum um Belgíu, Frakkland og Ástralíu, og í lýtaaðgerð sem hann lét gera á sér „rétt til að halda í við Elizabeth Táylor," segir hann. Mike ber til baka þann orðróm að nú, þegar hann sé orðinn 18 ára og þar af leiðandi ekki lengur á fram- færi föður síns skv. brasilískum lög- um, kunni faðir hans að eiga framsal yfir höfði sér. Hann segir pabba sinn tiltölulega óhultan í Brasilíu, enda enginn framsalssamningur í gildi milli Brasilfu og Bretlands. „Það er bara einn tilbúningur fjölmiðlanna enn," segir hann. Þegar breskir málaliðar rændu Ronnie og fluttu hann til Barbados 1980, varð Mike svo miður sín að hann kom fram í brasilíska sjónvarp- inu og sárbað um að fá pabba sinn aftur. í kjölfarið naut Mike vinsælda sem nokkurs konar barnapopp- stjama, enda var hann ekki nema 6 ára. Og það varð upphafið að tónlistar- ferlinum, sem Mike er enn að feta sig á, enda býður hann upp á fjöl- skrúðugan tónlistar- smekk. „Bras- ilískur djass og bossa nova er mín músik," segir hann. Líf Mikes snýst nú um nýstofnaða hljómsveit hans og ferða- lög. Hann seg- ir að það sé Mike og Ronnie Biggs hafa alltaf veriö perluvinir. gott að búa í London og hitta fólk og rækta tengsl við ættingja, en ferða- lög séu Ifka spennandi. Lendir hann aldrei í vandræðum vegna nafnsins, þegar hann þarf að sýna vegabréfið sitt? „Nafnið mitt er svo langt, Michael Femando Nascimento Castro Biggs, að flestir hafa gefist upp áður en þeir hafa lesið það til enda,“ segir hann.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.