Tíminn - 03.12.1992, Síða 12
AUGLÝSINGASIMAR: 680001 & 686300
Askriftarsími
Tímans er
686300
KERRUVAGNAR OG KERRUR
Bamaiþróttagallar á frábæru verði.
Umboössala á notuðum bamavörum.
Sendum í póstkröfu um land allt!
BARNABÆR, Ármúla 34
Símar: 685626 og 689711.
VERIÐ VELKOMIN!
Bílasala Kópavogs
Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi
Vantar nýlega bíla.
Mjög mikil eftirspurn.
VERIÐ VELKOMIN
ríxniiui
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
Fjármálaráðherra segir aðgerðir sjúkraliða ólögmætar og hótar hörðu og setur skilyrði fyrir nýjum viðræðum við stéttarfélag þeirra:
Sjúkraliðar mæti
fyrst til vinnu
Friörik Sophusson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í gær að
samninganefnd rfldsins myndi ekki koma til fundar við sjúkraliða
nema að sjúkraliðar hættu aðgerðum. Hann sagðist telja aðgerðirn-
ar ólögmætar og gaf í skyn að Félagsdómur yrði hugsanlega látinn
skera úr um lögmæti þeirra. Friðrik sagði að stefna stjórnvalda væri
að samræma kjarasamninga.
samið var um verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga árið 1990, hefði því
verið lofað að laun starfsfólks heil-
brigðisstofnana á Iandsbyggðinni
yrðu ekki lækkuð. Greinilegt sé að
ekki eigi að standa við þetta. Ingi-
björg sagði að þeir sjúkraliðar sem
Sjúkraliöar í Reykjavík héldu áfram aðgerðum sínum í gær og í staö þess að mæta á vinnustaöi sína
í gærmorgun var haldinn fjölmennur kjaramálafundur í húsnæði BSRB. Þaðan gengu svo fundar-
menn niður í Ráðhús Reykjavíkur þar sem Kristín Á. Guðmundsdóttir ávarpaði Markús Örn Antons-
son borgarstjóra og Magnús L. Sveinsson forseta borgarstjórnar. Þaðan gengu sjúkraliðar svo til Al-
þingishússins og hlýddu á utandagskrárumræðu um kjaradeilu sjúkraliða. Timamynd Ami Bjama
Hann sagði varasamt fyrir ríkisvald-
ið aö semja um ólík kjör og réttindi
eftir því hvar menn starfi á landinu.
Ef gengið yröi að kröfum sjúkraliða
myndi það skapa fordæmi fyrir aðra
launahópa.
Það var Kristín Ástgeirsdóttir,
þingmaður Kvennalista, sem átti
frumkvæði að umræðum um
sjúkraliðadeiluna á Alþingi.
Kristín sagði að ástandið á sjúkra-
húsunum væri mjög alvarlegt og
yrði erfiðara eftir því sem frá liði.
Hún krafðist þess að þegar í stað
yrði boðaður samningafundur og
gengið yrði frá samningum eins
fljótt og auðið er.
„Ríkisvaldið verður að horfast í
augu við þá staðreynd að það tekur
við starfshópum sem búa við mis-
munandi kjör eftir því hvar það býr
á landinu. Það getur ekki verið
meiningin að semja um afnám rétt-
inda og jafnvel launalækkun fyrir
sjúkraliða úti á landi, eða hvað?
Hvaða afleiðingar hefði það fyrir
sjúkrahúsin úti á landsbyggðinni ef
slík réttindasvipting ætti sér stað?
Hvað kemur í veg fyrir að mismun-
andi kjarasamningar gildi á hinum
ýmsu stöðum? Er það eitthvert
náttúrulögmál að allir verði að hafa
sömu laun og sömu réttindi í sömu
störfum hjá ríkinu? Það er mjög
margt sem mælir með því að fólk í
sérhæfðum störfum úti á lands-
byggðinni njóti ákveðinna bestu
kjara til að tryggja að t.d. sjúkrahús
séu mönnuð sérmenntuðu fólki,"
sagði Kristín.
Ingibjörg Pálmadóttir (Frfl) og
fleiri þingmenn minntu á að þegar
ráðnir væru til starfa úti á landi
væru nú ráðnir á taxta sem þýddi að
viðkomandi væri á allt að 25% lægri
launum en sjúkraliðar eru á sem
ráðnirvoru fyrir 1990.
Steingrímur J. Sigfússon (Alb.)
sagði að ástæðan fyrir launamun
sjúkraliða í Reykjavík og á lands-
byggðinni, væri að ekki fengist fólk
til starfa við sjúkrahús á lands-
byggðinni á þessum lélegu launum.
Þessi rök fyrir launamuninum væru
enn gild.
Finnur Ingólfsson (Frfl.) sagði að
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra segir á Alþingi í gær að
ekkert verði rætt við sjúkraliða
nema þeir mæti fyrst til vinnu.
Timamynd Árni Bjama.
ef fjármálaráðherra vildi samræma
launakjör í opinberri þjónustu gæti
hann byrjað á starfsmönnum í
ráðuneytunum sem margir væru
mikið yfirborgaðir og fengju greitt
fýrir óunna yfirvinnu.
„Ég vil segja það að samninga-
nefnd ríkisins er tilbúin til að koma
til fundar við sjúkraliða um leið og
látið er af þeim aðgerðum sem nú
eru uppi. Við teljum þær aðgerðir
ólögmætar. Um það er deila. Þegar
slík deila kemur upp þá höfum við
dómstól, Féiagsdóm, sem getur
skorið úr um það. En ég hygg að
það sé öllum fyrir bestu, sjúkralið-
um, ríkinu og þó ekki síst sjúkling-
unum, að horfið verði aftur til þess
að taka upp kjarasamninga. Það get-
ur gerst um leið og af þessum að-
gerðum er látið," sagði fjármálaráð-
herra.
Það vakti athygli við umræðuna í
gær að heilbrigðisráðherra tjáði sig
ekki um málið.
Byrjunarlaun sjúkraliða í Reykja-
vík eru 52.426 en hæstu laun kom-
ast upp í 68.301. -EÓ
...ERLENDAR FRÉTTIR...
MOSKVA
Gaidar hrellir harölínu-
menn
Jegor Gaidar, starfandi forsætisráö-
herra, baröist fyrir pólitískri framtiö
sinni og réöist á harölínuandstæö-
inga sina i gær. Hann sagöi aö sér-
hver breyting á stefnu hans myndi
hrinda Rússlandi út I óðaveröbólgu.
SARAJEVO
Serbar herða sig
Stórskotahriö Serba dundi á Saraje-
vo og fjölda bæja í noröurhluta Bos-
nlu I gær en I Serbíu stendur yfir
undirbúningur aö úrslitakosningum
sem almennt er álitiö aö gefi bestar
vonir um aö binda enda á bardagana.
GENF
Ráöherrar ræða um Bosníu
Stjómarerindrekar sögöu í gær aö er-
lendir ráöherrar frá um 30 rikjum ætli
aö eiga fund I þessum mánuöi til aö
ræöa stríöiö I Bosniu og sifellt há-
værari áköll um hernaöarlega ihlutun
Vesturlanda.
PARlS
Grípur VES inn í Bosníu?
Fundur þings Vestur- Evrópusam-
bandsins (VES) lagöi I gær fast aö
vamarbandalagi níu Evrópuríkja aö
Ihuga áætlanir um hugsanlega hern-
aöariega íhlutun I Bosniu.
BONN
Evrópa loki á flóttamenn
Þjóöverjar segja aö Evrópa veröi
sameiginlega aö stööva straum flótta-
manna sem hefur hrundiö af staö
kynþáttaofbeldi I Þýskalandi og viöar.
Og maöurinn sem átti upptökin aö
hátiöahöldum til aö minnast 50 ára af-
mælis undravopns Hitlers, V-2 eld-
flaugarinnar, hefur sagt skiliö við
stærsta geimfyrirtæki Þýskalands.
Miklar deilur komu upp eftir aö Karl
Dersch, alþjóölegur markaösstjóri
Deutsche Aerospace (DASA), haföi
dregiö gamla keisarafána landsins aö
húni og sagöi hann af sér starfi eftir
hatrammar deilur viö aöalforstjóra
DASA.
LUANDA
Dregur úr bardögum
I gær dró úr bardögum i noröurhluta
Angóla, þar sem uppreisnarher UN-
ITA hóf árásir I þessari viku. Enn ligg-
ur þó viö allsherjar borgarastyrjöld á
ný I landinu.
AÞENA
Ríkisstjórnin rekin
Gríski forsætisráöherrann, Constant-
ine Mitsotakis, rak alla ráöherra sína í
gær og ætlar að mynda nýja stjórn
áöur en sólarhringurinn er liöinn, aö
sögn talsmanns hans.
HANOI
Engin útþenslustefna
Li Peng, kinverski forsætisráöherr-
ann, neitaöi i gær aö Beijing vildi
auka áhrif sín á þessum slóöum og
sagöi aö nýupptekin eölileg tengsl
Kina viö Vietnam, myndu eiga sinn
þátt í aö tryggja jafnvægi í Asiu.
HONGKONG
Vopnaðir ránsmenn
Ræningjar, vopnaöir byssum og
handsprengjum, sendu skothríö aö
lögreglunni áöur en þeir rændu leigu-
bil og keyröu hann I klessu. Þetta var
annar skotbardaginn I mannþrönginni
I Hong Kong I gær, segja yfirvöld.
KINSHASA
Hættuástand
Öryggisliö Zaire umkringdi ráöuneyt-
isbyggingar I höfuöborginni þegar
spenna jókst milli Mobutu Sese Seko
forseta og forsætisráöherrans. I fyrra-
dag neitaöi Etienne Ishisekedi for-
sætisráöherra aö fara aö skipun Mo-
butus um aö leysa upp stjórnina, og i
gær hindruöu herlögregla og vopnaö-
ar lögreglusveitir aögang aö ráöu-
neytunum.