Tíminn - 18.12.1992, Page 1
Föstudagur
18. desember 1992
219. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Lionshreyfingin safnaði fyrir fullkomnu sambýli fyrir gjörfötluð fómarlömb slysa. Sambýlið er
tilbúið en hefur staðið autt á annað ár:
Stjómvöld tíma ekki
að kosta reksturinn
Lionsmenn söfnuðu fyrir fjórum árum hátt í 30 milljónir kr. með
sölu á Rauðu fjöðrinni svonefndu. Féð rann til byggingar sambýlis
á Reykjalundi fyrir 7 gjörfatlaða einstaklinga sem eru flestir fórnar-
lömb alvarlegra umferðaslysa. í dag stendur sambýlið fullbúið en
mannlaust því að yflrvöld veita ekki fé til rekstrarins. Það virðist
þau einu máli gilda þótt gjörfatlaðir, sem eru yflrleitt ungt fólk, séu
m.a. vistaðir á öldrunardeildum. „Við skiljum því ekki hvaða sparn-
að stjórnvöld sjá af því að taka húsið ekki í notkun“, segir Björn Ás-
mundsson framkvæmdastjóri á Reykjalundi.
Að sögn Björns er forsaga málsins
sú að árið 1989 safnaði Lions-
hreyfingin fyrir húsinu með sölu á
rauðu fjöðrinni. Þetta segir hann
hafa verið gert með stuðningi
heilbrigðisyfirvalda. Ætlunin var
að mæta þörf gjörfatlaðra einstak-
linga fyrir varanlega vistun við
heimilislegar aðstæður með bygg-
ingu á sambýli fyrir sjö vistmenn.
Dæmi um gjörfatlaðan mann er
einstaklingur sem er algerlega la-
maður en getur gert sig skiljan-
legan með því að depla augabrún.
Björn segir að látið hafi verið
liggja að því að um sérstakan nið-
urskurð hafi veri að ræða með því
að taka ekki heimilið í notkun.
„Við vitum að það kostar ekki
minna að vista þetta fólk á þeim
sjúkrastofnunum þar sem það býr
við frekar óyndisleg kjör vitandi
það að það þarf hjúkrunarlega
umönnun alla ævi.
Þetta er oft á tíðum ungt fólk
sem hefur slasast í umferðaslysum
og það er algengt að það sé vistað
á öldrunardeildum í varanlegri
vistun í herbergi með öðrum“,
segir Björn. Björn telur að á milli
20 og 30 íslendingar séu gjörfatl-
aðir. „Það var meiningin að velja
úr þeim hópi. Þetta átti að vera til-
raun gerð hér á Reykjarlundi",
segir hann.
Hann segir að Lionsmenn hafi
beitt sér fyrir söfnuninni með
góðum stuðningi heilbrigðisyfir-
valda sem óskuðu eftir því að hús-
ið yröi reist við Reykjalund. „Hús-
ið hefur staðið tilbúið allt þetta ár.
Við vorum tilbúnir til að hefja
rekstur strax og höfum sent inn
rekstraráætlun til ráðuneytisins.
Síðan heyrðum við eins og aðrir
Iandsmenn fjárlagatillögur og þar
var skýrt tekið fram að ekki væri
áformað að taka þetta hús í notk-
un á þessu eða næsta ári“, segir
Björn.
Það er ekki laust við nokkra
beiskju hjá Birni er hann segir:
„Við erum raunar varnarlausir.
Við sjáum um húsið og kyndum
það og höfum eftirlit með því en
það stendur autt.“
Hann segir að Reykjalundur sitji
eftir með sárt ennið eftir þetta
mál. „Það lá inni í loforði stjórn-
valda að framkvæmdasjóður fatl-
aðra myndi greiða það sem upp á
vantaði af byggingakostnaði. Þeir
skulda okkur, óverðtryggt, um 13
milljónir króna sem eru líklega 15
til 16 milljónir króna í dag“, segir
Björn.
„Það ræðir enginn við okkur um
þetta nema Lionsmenn sem hafa
þungar áhyggjur. Þeir söfnuðu
fénu hjá almenningi sem þeir og
gera á fjögurra ára fresti. Þeir geta
náttúrulega ekki gengið fyrir
hvers manns dyr og safnað fyrir
góðum hlutum á meðan síðasta
verk þeirra fær ekki að sjá dagsins
ljós“, segir Björn. -HÞ
Stórtjón í
W
a
Egilsstöðum
Verslunarhúsnæði brann á Eg-
ílsstoöum í fyrrinótt og er tjón
metið á allt að 12 milljónir
króna.
Tálið er að eldur hafl komið upp
í skreytingu í Krambúðinni sem
er önnur af tveimur verslunum
sem staösettar eru í húsinu en
hin er skóverslunin Krummafót-
ur.
Kona sem býr á efri hæð húss-
ins varð eldsins vör. Áöur en
slökkviliðið kom á staðinn haföi
tengdasyni hennar tekist að ráöa
niðurlögum hans aö mestu leyti.
Innbú skóverslunarinnar er
ttyggt en vafl lék á hvort Kram-
búðin væri vátryggð. -HÞ
Óðinn strandar
viö ísafjörð
Varðskipið Óðhm tók niðri við
höfnina á ísafirði f gær.
Fagranesið dró skipið af
strandstaö, en svo illa vildi til að
togvírinn lenti í skrúfu
Fagranessins eftir að Óðinn
losnaði. Fagranesið var dregið
til bryggju. -EÓ
Um 240 manns deyja árlega af völdum reykinga. „Þetta er faraldur“, segir ráðuneytisstjóri
heilbrigðisráðuneytisins. Hagfræðistofnun:
Útgjöld meiri en tekjur
dagar til jóla
Árið 1990 var þjóðhagslegur kostn-
aður af tóbaksreykingum um 200-
700 milljónir umifram tekjur ríkisins
af tóbakssölu. Þá deyja um 240 ís-
lendingar áríega af völdum reykinga
sem jafngildir þvf að viðkomandi ein-
staklingar tapi að jafhaði 14 árum af
ævi sinni. Ef reykingamenn ættu að
standa tmdir öllum kostnaði af tób-
aksneyslu sinni þyrfti pakkinn af síg-
arettum að kosta a.m.k. 300 krónur.
Þetta kemur m.a. fram í nýútkom-
inni skýrslu Hagfræðistoínunar Há-
skóla íslands sem Bjögvin Sighvats-
son vann að beiðni Tóbaksvama-
nefndar. En eins og kunnugt er þá er
nefndin stjómvöldum til ráðuneytis í
tóbaksvömum og fyrir ríkisstjóm
liggur m.a. frumvarp þar sem gert er
ráð fyrir að leggja sérstakt leyfisgjald á
alla þá sem selja tóbak.
Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í
heilbrigðisráðuneytinu segir að
dauðsföll af völdum reykinga séu það
mörg að hér sé um farald að ræða.
Samkvæmt skýrslunni námu tekjur
ríkisins af sölu tóbaks um 3.100 millj-
ónum króna árið 1990 en útgjöldin
Björgvin Sighvatsson t.v. og því næst Guömundur Magnússon
prófessor og Páll Sigurðsson, ráöuneytisstjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu. Tímamynd:Ámi Bjama
voru á bilinu 3.3-3.8 milljarðar og er
það „varfæmisleg niðurstaðá' að mati
skýrsluhöfundar og því kunna út-
gjöldin að vera mun meiri. Hinn þjóð-
hagslegi kostnaður ríkisins vegna
reykinga árið 1990 skiptist þannig að
beinn heilbrigðiskostnaður var á bil-
inu 370400 milljónir og hefur þá ver-
ið tekið tillit til þess framtíðarspam-
aðar, 240 miljóna, í heilbrigðiskerfinu
sem ótímabær dauði reykingamanna
veldur. Almennur sjúkrahússkostnað-
ur var 470 milljónir og lyfja-, sér-
fræði- og heilsugæslukostnaður og
kostnaður vegna heimilislækninga
var áætlaður um 135-160 miljónir. Þá
var á árinu um 8 miljónum króna var-
ið til tóbaksvama.
Óbeinn kostnaður vegna reykinga
nam um 2.940-3.420 milljónum
króna sem skiptist þannig að fram-
leiðslu- eða vinnutap vegna ótíma-
bærra dauðsfalla, örorkuþega og veik-
indaforfalla reykingamanna var
1.840-2.230 milljónir. Annar þjóðfé-
lagslegur kostnaður s.s. eldsvoðar af
völdum reykinga og framleiðslutap
fýrirtækja vegna reykinga á vinnustað
og þá aðallega í formi „smókpásu" var
1.1-1.2 milljarðar.
Að mati skýrsluhöfúndar er hlutur
fyrirtækja og opinberra stofnana af
hinum þjóðfélagslega kostnaði sem
hlýst af reykingum, um 1.500-1.630
milljónir á árinu 1990, sem jafngildir
umframkostnaði að upphæð 30-32
þúsund krónum á hvem starfsmann
sem reykir. Þá hefur verið tekið tillit
til beinna og óbeinna veikindaforfalla
af völdum tóbaksreykjar, reykinga-
hléa, þrifa, skemmda á búnaði og hús-
gögnum og að reykingar hafi versn-
andi áhrif á líkamsgetu reykinga-
mannsins. -grii
EIGUM NÚ FYRIRLIGGJANDI
Harðviður margar viðartegundir, full þurrkaður - Gólfflísar D.PIatt - Gólfparket mikið úrval með öllu
tilheyrandi - Útihurðir sýnishorn á staðnum - Austurlensk gólfteppi hágæðavara - Mexi vörur hleðslu
og veggflísar, lím og fúgusement - Kopar á þök - Koparbúsáhöld - Tidaholm fiaggstangir með öllu
tilheyrandi - Þrýstidælur fyrir skólplagnir.
Allt vandaðar vörur. BYGGIR h/f Sími 91-677190