Tíminn - 18.12.1992, Page 2
2 Tíminn
Föstudagur 18. desember 1992
Björn Þ. Guðmundsson, lagaprófessor, segir að eðlileg málsmeðferð í EES- málinu sé að gera
breytingar á samningnum og leggja hann breyttan fyrir Alþingi til samþykktar eða synjunar:
Ekki er nægilegt að
breyta EES-frumvarpinu
Björn Þ. Guömundsson, lagaprófessor, segir ekki nægilegt að EES-frum-
varpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði breytt. Leggja verði fram nýtt
frumvarp þegar búið er að gera þær breytingar á EES- samningnum sem
ákvörðun Svisslendinga að gerast ekki aðili að EES, kallar á. Björn segir að
það samrýmist ekki íslenskum lögum að samþykkja frumvarpið eins og það
liggur nú fyrir Alþingi.
Björn sendi forseta Alþingis bréf
þar sem vakin var athygli á þessu
mikilvæga atriði. Utanríkisráðherra
vill að sú málsmeðferð verði við
höfð að Alþingi samþykki EES-
samninginn nú þegar og síöar verði
samþykkt bókun við samninginn
sem taki tillit til ákvörðunar Sviss-
lendinga.
„Það nægir ekki að breyta íyrstu
grein frumvarpsins einfaldlega
vegna þess að það verður að sam-
þykkja samninginn eins og hann er
lagður fram eða ekki. Ef Alþingi
ákveður að samþykkja frumvarpið
þá tekur íyrsta grein þess þegar í
stað giidi. Nú liggur fyrir að vegna
úrsagnar Sviss þá þarf að breyta
samningnum sjálfum og um það
eiga að fara fram viðræður síðar. Al-
þingi verður þá búið að samþykkja
samninginn með þeim texta sem
Iiggur fyrir núna og sem samþykkt-
ur var í Óportó 2. maí 1992, þó að
fyrir liggi að samningurinn verði
endanlega aldrei í því formi sem Al-
þingi er að ræða um hann núna.“
Björn sagðist ekki fallast á að eðli-
leg málsmeðferð sé að EES- samn-
ingurinn verði samþykktur á Al-
þingi nú og síðar verði samþykkt
bókun við hann sem taki tillit til
ákvörðunar Sviss að gerast ekki aðili
að EES. „Þessi lagatexti tekur gildi
eins og hver önnur íslensk lög. Að
mínu viti væri rétt málsmeðferð að
umræður færu fram úti um breyt-
ingar á samningnum og breyttur
samningurverði lagður fyrirAlþingi
til samþykktar eða synjunar."
Bjöm sagðist hafa sent forseta Al-
þingis bréf þegar sér varð ljóst hvaða
leið stjómvöld hugðust fara við að
lögfesta samninginn. „Mér fannst að
hér stefndi í það að ekki væri farið
að lögum og mér er ekki sama sem
lagaprófessor um það. Rökin em
þau sömu og þegar ég fór að athuga
stjómarskrárþátt málsins", sagði
Björn en hann hefúr sem kunnugt
er sent utanríkismálanefnd greinar-
gerð þar sem hann segir að vafi leiki
á um að samningurinn standist ís-
lensku stjórnarskrána.
Bjöm var kallaður fyrir utanríkis-
málanefnd eftir að forseti Alþingis
hafði fellt þann úrskurð að sú máls-
meðferð að afgreiða EES- fmmvarp-
ið nú þegar yrði viðhöfð. Bjöm sagði
að sú spurning vakni til hvers
Bjöm Þ. Guðmundsson
prófessor
nefndin var að hlýða frekar á sín rök
þegar búið var að hafna þeim með
úrskurði úr forsetastóli. Björn sagði
að þetta hafi sett mark sitt á fund-
inn. Ekki hafi gefist tóm til að fara
ítarlega yfir þau gögn sem hann hafi
haft tiltæk.
Bimi hefur ekki beinlínis verið
þakkað fyrir innlegg sitt í málinu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hefur ráðist harkalega að Bimi og
sakað hann um óvönduð vinnu-
brögð, auk þess sem hann hefur ráð-
ist að honum persónulega. „Ég tel
þessa gagnrýni á mína persónu ekki
svaraverða. Það em efnisatriði máls-
ins sem skipta máli. Ef menn telja
að ég hafí rangt fyrir mér þá verður
að hrekja það lögfræðilega."
Aðspurður sagði Bjöm að það
kunni vel að vera að tilgangur for-
sætisráðherra með hörðum við-
brögðum við ábendingu sinni hafi
verið að vara lögfræðinga við því að
hafa afskipti af málinu. „Ég læt ekki
kúga mig á þennan hátt. Ég hef fullt
skoðanafrelsi og málfrelsi. Ég tel
það raunar hlutverk starfsmanna
Háskólans að láta sig varða það sem
er að gerast í þjóðfélaginu", sagði
Björn. -EÓ
Deilt um lögsögu Félags-
dóms í máli ríkisins á
hendur sjúkraliðum:
Sjúkraliðar
áfrýja til
Hæstaréttar
Félagsdómur hefur úrskurð-
að aö hann hafi Iögsögu í
máli ríkisins gegn Sjúkra-
liðafélagi íslands um ólög-
mæta vinnustöðvun. Að
sögn framkvæmdastjóra fé-
lagsins mun félagið líklega
áfrýja þessum úrskurði til
Hæstaréttar.
Aðalkrafa félags sjúkraliða
var sú að málinu yrði vfsað
frá á þeim forsendum að mál-
ið félli ekki undir lögsögu Fé-
lagsdóms. Nú hefur hann
hins vegar orðið á þann veg
að hann hafi lögsöguna og
hefur Sjúkraliðafélagið viku-
frest til að kæra þann úrskurð
til Hæstaréttar. Gunnar
Gunnarsson framkvæmda-
stjóri félagsins segir að texti
laganna sé skýr: „Það segir í
lögunum að lögsaga dómsins
taki til boðaðrar vinnustöðv-
unar. Það verður ekki skilið
öðruvísi en að hann megi
ekki fjalla um það sem liðið
er“, segir Gunnar. —HÞ
Útgerðarfélag Akureyringa fjárfestir í þýsku
útgerðarfyrirtæki:
Kaupir allt að
60% hlutabréfa
í byrjun næsta árs verður væntanlega gengið frá kaupum Útgerðarfélags
Akureyinga hf. á Akureyri á 60% hlutabréfa í næst stærsta útgerðaríyrir-
tæki Þýskalands, Rostocker Fichfang í Rostock.
Hlutfall framkvæmdafjár Reykjavíkur af áætluðum tekjum lækkar úr
3,4 milljörðum í 1,5 milljarð milli ára:
Frekar umbylting
heldur en breyting
Þýska útgerðarfyrirtækið á átta
frystitogara og þar af eru sjö þeirra
4-5 ára gamlir. Kvótaeign þess er
um 20-30 þúsund tonn en þó aðal-
lega af síld, makríl og karfa en veiði-
heimildir þess eru víða og m.a. við
Grænland, Nýfúndnaland, Færeyjar,
Noreg, Norðursjó og í Barentshafi.
Auk þess hefur fyrirtækið aðgang að
styrkjum og annarri fyrirgreiðslu
frá Evrópubandalaginu og frá þýsk-
um stjórnvöldum
Þegar hefur verið undirrituð vilja-
yfirlýsing um kaupin en Gunnar
Ragnars forstjóri ÚA segir að endan-
leg afgreiðsla málsins muni ekki
liggja fyrir fyrr en í janúar þegar
Þjóðverjarnar verða búnir að sam-
þykkja kaupin fyrir sitt leyti.
Þessi fyrirhuguðu hlutafjárkaup ÚA
í hinu þýska fyrirtæki voru kynnt á
stjómarfundi félagsins í gær. Gunn-
ars Ragnars segir að stjómin sé
samstíga í þeim skrefum sem stigin
hafa verið, en þessi hlutafjárkaup
hafa verið til skoðunar þar nyrðra
frá því í sumar.
Forstjóri ÚA segir þessi hlutafjár-
kaup mjög áhugaverð og m.a. út af
arðsemissjónarmiði. Hann segir að
rekstur þessara frystitogara verði
hrein viðbót við önnur umsvif Út-
gerðarfélagsins og muni ekki verða
blandað við annan rekstur félagsins.
Gert er ráð fyrir að þýsku frystitog-
ararnir muni athafna sig í íslensk-
um höfnum og með bækistöð fyrir
norðan. -grh
„Það er tæpast hægt að tala um
breytingu á fjárhagsáætluninni —
fremur hægt að kalla það umbylt-
ingu“, sagði Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi, spurð um fjárhags-
áætlun næsta árs sem lögð var
fram á fundi borgarstjómar í gær.
Gleggsta dæmið um þetta segir
Sigrún það, að framkvæmdafé
borgarinnar, þ.e. afgangur frá
rekstri eins og hjá öðrum fyritækj-
um, sé dottið niður í um 1,5 millj-
arð borið saman við 3,4 milljarða
árið áður. Þaraa sé því um meira
en helmingslækkun að ræða milli
ára, sem fremur megi líkja við
hrun heldur en breytingu. Hversu
Iangt sem hún liti aftur sagðist
Sigrún ekki finna dæmi þess að
svo lágt hlutfall teknanna hafi orð-
ið eftir til framkvæmda.
En af hverju er þetta?
,Já af hverju er þetta? Mér er erfitt
að skýra það, nema þá að offjárfest-
Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi
ingu sé fyrst og fremst um að
kenna. Ég held að það hafi hrein-
lega enginn maður á íslandi farið á
annað eins fjárfestingariyllerí og
Hallinn á ríkissjóði er að nálgast 10 milljarða og talsvert er
enn í pípunum:
Hallinn í ár er þegar
orðinn 9,6 milljarðar
Með fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er hallinn á fjárlögum þessa
árs orðinn 9,6 milljarðar. Guðmundur Bjamason (Frfl.) segir að enn séu
ekki öll kurl komin til grafar og flest bendi til að þessi halli eigi eftir að auk-
ast enn.
Fjárlög gerðu ráð fyrir rúmlega
fjögurra milljarða halla á þessu ári.
Fljótlega varð Ijóst að þessi tala
myndi ekki standast. Flest bendir til
að hún eigi eftir að fara yfir 10 millj-
arða og er þá ekki tekið tillit til
skuldbindinga sem falla á ríkissjóð
og Ríkisendurskoðun telur rétt að
reikna inn í hallann á þessu ári.
Guðmundur segir að mikið vanti á
að tekið hafi verið tillit til allra þátta
í frumvarpi til fjáraukalaga sem nú
er verið að fjalla um á Alþingi. 300
milljónir vanti til rekstrar Hafrann-
sóknastofnunar vegna þess að ekki
tókst að selja veiðiheimildir Hag-
ræðingarsjóðs í þeim mæli sem
áætlað var. Lyfjakostnaðurinn stefni
í að fara um 500 milljónir fram úr
áætlun fjárlaga, en inn í fjárauka-
lagafrumvarpið er aðeins tekið 200
milljónir. Um 66 milljónir vanti
vegna rekstrar ferja og flóabáta. Þá
hafi í haust aðeins 243 milljónir af
500 milljónum sem ná átti með sölu
ríkiseigna skilað sér í rikissjóð.Tlpp-
haflegt markmið var að selja ríkis-
eignir fyrir 1,1 milljarð. -EÓ
treyst eins á happdrættisvinninga
eins og Davíð Oddssorí'. Þótt
þensluárin á síðasta áratug hafi
skilað meiri tekjum en áætlað var
hafi vitanlega þurft ofurmáta bjart-
sýni til að búast við að svo yrði
áfram um alla framtfð, eins og hafi
líka komið í ljós á árunum síðan
1990.
Frá 1990 hefur það verið að gerast,
árlega, að tekjumar hafi alltaf orðið
minni heldur en áætlað var. Við
gerð fjárhagsáætlunar í fyrra hafi
tekjur borgarinnar verið áætlaðar
12,8 milljarðar. Nú sé hins vegar
talið að þær verði ekki nema 12,3
milljarðar, eða um hálfum milljarði
undir áætlun. Fyrst og fremst sé
þetta vegna miklu slakari inn-
heimtu aðstöðugjalda.
Sigrún segir athyglisvert að tekjur
ársins 1993 séu nú aðeins áætlaðar
um 12,2 milljarðar, þ.e. um 600
millj.kr. lægri en í fjárhagsáætlun í
fyrra — en aftur á móti álíka og
reiknað er með að útkoma ársins
verði f raun. Þetta þýði væntanlega
að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár
verið raunhæfari heldur en núna
síðustu árin. Stærsta tekjustofn-
inn, útsvörin, segir Sigrún áætluð
6.260 milljónir króna 1993, eða
nánast sömu upphæð og í síðustu
fjárhagsáætlun. Og fasteignagjöld-
in segir Sigrún hækkuð heldur, í
2.045 milljónir kr. í áætlun næsta
árs.
Borgin var búin að lýsa yfir að
framkvæmdafé ætti að verða svipað
næsta ár og í ár. Þessvegna segir
Sigrún nú ráðgert að um helmingi
2,5 milljarða lánsins, sem borgin
tók fyrir mánuði síðan, verði bætt
við það sem afgangs er frá rekstri.
En þrátt fyrir þetta hafi Reykjavík-
urborg hundruðum milljóna kr.
minna til framkvæmda á næsta ári
en því síðasta. Og jafnframt þýðir
þetta að hún verði enn í yfirdrætti
upp á 1,4 milljarð um áramót, sem
vitanlega sé mjög hátt, t.d. 11,5% af .
áætluðum tekjum næsta árs. - HEI