Tíminn - 18.12.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. desember 1992
Tíminn 7
„Stoltastir erum
við af ritsafni
Indriða G.“
segir Reynir H. Jóhannsson, útgáfustjóri bókaútgáfunnar Reykholts
Reynir H. Jóhannsson: „Af sögu Volkswagen-bjöllunnar veröur enginn
svikinn. “ Tlmamynd Árni Bjarna
! gær ræddi blaðið við Reyni H. Jó-
hannsson, útgáfustjóra bókaútgáf-
unnar Reykholts að Faxafeni 12 í
Reykjavík, um bækur foriagsins í ár.
Þar eru titlar ekki margir, en því
meira er í verkin lagt, eins og ljóst má
vera af því sem Reynir segir hér á eft-
ir. Þar ber þó hæst ritsafn Indriða G.
Þorsteinssonar rithöfundar.
„Já, stoltastir erum við af ritsafni
Indriða G. Þorsteinssonar," segir
Reynir, „en það kemur nú út í níu
bindum ásamt myndbandsspólu með
kvikmyndinni „79 af stöðinni." Þetta
er önnur tveggja skáldsagna höfundar
sem hafa verið kvikmyndaðar. For-
mála fyrir safhinu ritar Hallberg Hall-
mundsson. Við teljum að hér hafi
mjög vel tekist til og þykjumst vissir
um að safnið mun hljóta þær góðu
viðtökur sem það verðskuldar.
En hér er þó ekki allt talið, sem við
gefum út eftir Indriða, því tíunda bók-
in er ,/Ettjörð mín kæra“, síðara bind-
ið af ævisögu Hermanns Jónassonar.
Þar er fjallað um ævi Hermanns frá
því í stríðsbyrjun og til dánardægurs
hans. í bókinni segir meðal annars af
viðbrögðum Hermanns við tilraunum
Þjóðveija til ítaka hér fyrir stríð, svo
og þætti hans í undirbúningi að lýð-
veldisstofnuninni og er þó auðvitað
fátt eitt talið.
Verk tveggja
lífsspekinga
Þótt þessi tvö verk séu þær bókanna
sem ég hlýt að nefna fyrst, þá er fleira
í boði hjá okkur. „Minnisstæðar tdl-
vitnanir" heitir bók eftir Norman Vin-
cent Peale, sem er mjög kunnur af
bókum sínum hér á landi. Ein þeirra
er „Vörðuð leið til Iífshamingju", sem
hefur að geyma lífsspeki sem mörgum
hefur hjálpað. En ,>1innisstæðar til-
vitnanir" Peales hefúr að geyma ívitn-
anir allt frá Kristi, Búdda og Kóranin-
um og frarn til okkar tíma. Þær hefur
Peale valið á grundvelli reynslu sinnar
og er þeim skipt í kafla, sem hver
spannar sértakt svið. Dæmi um kafla-
heiti eru ,Andleg heilsa“, „Líkamleg
heilsa" og svo framvegis og skrifar
höfundurinn inngangsorð fyrir hverj-
um kaflanna. f inngangsorðunum
skýrir hann hvemig best sé að nýta sér
tilvitnanimar í daglegu lífi.
„Heilbrigði njóttu" er bók eftir annan
kunnan lífsspeking, Edgar Caice, sem
sömuleiðis er þekktur meðal íslend-
inga. Caice er nú látinn, en bókin er
unnin með þeim hætti að bandarískur
læknir, Eric A. Mein, fór í rit hans og
gerði rannsóknir á dáleiðslutækni
hans. Hann hefur fúndið út að þama
er mikil sannindi að finna og eftir því
sem læknavísindunum fleygir fram
kemur það æ betur í ljós hve mikið
Caice hafði til síns máls — eða þeir
sem töluðu í gegnum hann, ef menn
vilja fremur orða það svo.
Ævisaga „bjöllunnar“
En nú verð ég að bregða mér yfir í
aðra sálma, því þá er komið að bók um
Fólksvagninn — eða „bjölluna"
frægu. Við köllum þetta „ævisögu
bíls“, sem þó er ekki alveg réttnefni.
„Bjallan" er ekki öll enn, þar sem hún
er nú framleidd lítið breytt í Mexíkó.
En ævisaga þýsku „bjöllunnar" er
þetta þó frá upphafi til enda. Lesand-
inn verður hér margs vísari, sem sumt
kemur á óvart. Til gamans má nefna
að það mun hafa verið Hitler sem
þakka má straumlínulagið á Volks-
wagen- bjöllunni. Porsche hafði
hannað bfi sem var með kantaðri út-
línur, en þýski Foringinn vildi hafa
þær mýkri. Auðvitað varð þá svo að
veral Þá má nefna að fyrstu bflamir,
sem smíðaðir voru eftir stríð, þóttu
það lélegir að allir, sem gátu sýnt fram
á að þeim hefði tekist að aka honum
tíu þúsund kflómetra, fengu viður-
kenningarskjal og gullúr.
Hér er um afar skemmtilega bók að
ræða, en hún er í stóru broti með af-
bragðsljósmyndum, fleiri en fáerri í lit
Af sögu „bjöllunnar" verður enginn
svikinn og þarf enga bfladellumenn til
þess að hafa gaman af henni.“
ISLANDSBANKI
Hluthafafundur
Hluthafafundur í íslandsbanka h.f. verður
haldinn mánudaginn 21. desember n.k.
í Átthagasal Hótels Sögu og hefst kl. 16:00.
Fundarefni
1. Tillaga um sameiningu Eignar-
haldsfélagsins Iðnaðarbankinn
hf. og Eignarhaldsfélags Versl-
unarbankans h.f. við íslands-
banka h.f.
2. Tillögur um breytingar á sam-
þykktum félagsins:
a) Að enginn hluthafi getifarið
meðfleiri atkvœði á hluthafa-
fundum en sem nemur 20% af
atkvœðum í bankanum.
b) Að ákvörðun um breytingu á
samþykktum bankans þurfi að
hljóta samþykki 213 hluta
greiddra atkvœða og samþykki
hluthafa sem ráða yfir minnst
213 hlutum þess hlutafjár sem
farið er með atkvœði fyrir á
hluthafafundi.
3. Önnurmál, löglega upp borin.
Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum
verða afhentir í íslandsbanka h.f., Bankastræti 5
(4. hæð), Reykjavík, 18. desember sem og á
fundardegi.
Dagskrá fundarins og tillögur liggja frammi á
sama stað.
Bankaráð Islandsbanka hf.
Ný bókfrá
Urvalsbókum:
Meðleigj-
andi óskast
Sakamálasagan Meðleigjandi óskast
er komin út hjá Úrvalsbókum, en
kvikmynd sem gerð var eftir sög-
unni er einmitt þessa dagana sýnd í
Stjörnubíói og aðalhlutverk leika
Bridget Fonda og Jennifer Jason
Leigh.
Meðleigjandi óskast er eftir John
Lutz og þýðandi er Erling Aspelund.
Fallej, óvenjuleg
oi ódýr jólagjöf
Ársmappa Pósts og síma með
fhmerkjum ársins 1992 er falleg, ódýr
og óvenjuleg jólagjöf. Hún er vel til
þess fallin að vekja áhuga á
frímerkjasöfnun hjá ungu kynslóðinni.
Stingdu ársmöppunni í
jólapakkann. Hún kostar aðeins
960 krónur og fæst á póst- og
símstöðvum um allt ktnd.
i
Pósthólf 8445, 128 Reykjavik, Sími 63 60 51
PÓSTUR OG SÍMI