Tíminn - 06.01.1993, Síða 1

Tíminn - 06.01.1993, Síða 1
Miðvikudagur 6. janúar 1993 2. tbl. 77. árg. VERÐ f LAUSASÖLU KR. 110.- Allar skatta-, vaxta- og aðrar verðlagshækkanir eru sem olía á eld meðan laun hreyfast ekki. Pétur Sigurðsson form. ASV: Fólk er tilbúiö í átök til að rétta sinn hlut „Það er mikil glámskyggni hjá ráðamönnum þjóðarinnar ef þeir halda að fóik sé ekki tilbúið að fara í átök til þess að rétta hlut sinn“, segir Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, um þær skatta-, vaxta- og aðrar verðlagshækkanir sem ákveðnar hafa verið á síðustu dögum og vikum. Snær Karlsson hjá Verkamanna- sambandi íslands segir að vaxta- hækkanimar séu hrein hneisa og mjög sérkennilegar í ljósi þess að þær muni auka verulega kostnað at- vinnulífsins á sama tíma og ríkis- stjómin segist vera að bjarga at- vinnulífinu með sínum efnahagsað- gerðum. Pétur Sigurðsson segir að allar þessar hækkanir séu sem olía á eld- inn á meðan launin hreyfast ekki. Hann segir að með þessum síðustu hækkunum sé aðeins verið að þjappa í forhlaðninginn og búa til sprengju. „Það er bara spurning um tíma hvenær sprengjan springur og það getur allt eins orðið sjálfs- sprenging sem verður þá í höndun- um á ráðamönnum þjóðarinnar", segir formaður Alþýðusambands Vestfjarða. Pétur Sigurðsson segir að síðustu vaxtahækkanir banka og sparisjóða, séu dauðadómur yfir mörgum fyrir- tækjum svo ekki sé minnst á þær af- leiðingar sem þær hafa fyrir alþýðu- heimilin í landinu. Hann gagnrýnir harðlega skattastefnu ríkisstjórnar- innar og þá sérstaklega lækkun Samtök fiskvinnslustöðva um vaxtahækkunina: 300-400 m. kr. útgjaldaauki Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segist gera ráð fyrir að vaxtahækkanir banka og sparisjóða muni þýða allt að 300- 400 milljóna króna útgjaldaauka fyr- ir fiskvinnsluna á ársgrundvelli. Jafn- framt sé viðbúið að dráttarvextir muni hækka í kjölfarið um eitt pró- sent, eða úr 16% í 17% þann 21. janúar n.k.. Formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva mótmælir vaxtahækkunum harðlega og segir þær vera hreint út sagt óskiljanlegar og þær komi veru- lega illa við afkomu fiskvinnslufyrir- tækja sem er slæm eftir langvarandi hallarekstur og ennfremur hefur gengið verr til sjávarins en oft áður, þ.e. minni afli á hverja sóknareiningu. Jafnframt sé hækkun vaxta hjá Lands- banka og íslandsbanka umfram láns- kjaravísitölu, hlutur sem kemur veru- lega á óvart. Amar Sigurmundsson telur að bank- amir hafi verið of fljótir að taka þessar ákvarðnir um hækkun vaxta og segist í fljótu bragði hvorki sjá rökin fýrir þeim né heldur heyrt viðhlítandi skýr- ingar á þeim frá bankamönnum. Hann segir að fiskvinnslumenn hafi hins vegar verið að bíða eftir því að vextir lækkuðu en ekki að þeir myndu hækka. Þá skýtur það skökku við að á sama tíma og fiskvinnslumenn hafa verið að reyna að ná niður kostnaði í rekstri sinna fyrirtækja með ýmiskon- ar hagræðingu og öðm í þeim dúr til að halda sjó, skuli þeir fá ágjöf sem þessa frá bönkunum. -grh r Óánægja meðal krata: Ursagnir úr flokknum? Heyrst hefur að margir félagar í Al- þýðuflokknum hafi sagt sig úr flokknum síðustu daga í kjölfar ákvarðana ríkisstjómarinnar í efna- hags- og skattamálum. Sigurður Tómas Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins, sagði þessar fréttir ekki réttar, en að ávallt komi upp óánægja þegar erfiðar og óvinsælar ákvarðanir séu teknar. Svo virðist sem óánægja með ákvarðanir ríkisstjómarinnar, sér- staklega í skattamálum, sé nokkuð víðtæk innan Alþýðuflokksins. Tím- inn hefur heimildir fyrir því að margir hafi sagt sig úr Alþýðu- flokknum síðustu daga vegna þeirra. Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins, segir að alltaf sé eitthvað um að fólk segi sig úr flokknum, en úrsagnir séu ekki fleiri núna en oft áður. Þeir séu hins vegar fleiri sem gangi í flokkinn en þeir sem gangi úr hon- um. Sigurður Tómas sagði eðlilegt að upp kæmi óánægja þegar teknar væru erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir, ákvarðanir sem lítt væru fallnar til vinsælda. Hann sagðist hins vegar ekki sjá annað en að flokksmenn ætli áfram að styðja for- ystumenn flokksins til þessara verka. Það þurfi að líða einhver tími áður en árangur þeirra komi í ljós. -EÓ skattleysismarka sem muni íþyngja verkafólki verulega á sama tíma og stjómvöld virðast ekkert aðhafast til að ná til þeirra fjölmörgu sem kom- ast hjá því að greiða það sem þeim ber til samfélagsins. „Það eru hátt í 25 þúsund atvinnu- rekendur sem vinna hjá sjálfum sér við annan mann sem greiða lítið í skatta. Hins vegar er afar auðvelt hjá stjórnvöldum að taka af því fólki sem gefur samviskusamlega upp sínar tekjur". Formaður Alþýðu- sambands Vestfjarða segir að verka- lýðshreyfin hafi alltaf bent á þetta óréttlæti í þjóðfélaginu en því miður virðast stjórnmálamennirnir, sama í hvaða flokki þeir eru, hvorki hafa burði né vilja til að ráðst gegn því þegar þeir komast í valdastóla. Pétur segir að þessar nýtilkomnu vaxtahækkanir setji stein í götu þeirra sem vilja að kostnaður fyrir- tækja verði sem minnstur svo að þau £eti greitt sínu starfsfólki laun. „Eg veit ekki betur en að fjár- magnskostnaðurinn sé verulega stór útgjaldaliður hjá sjávarútvegs- fyrirtækjum og þessar síðustu vaxta- hækkanir munu án efa íþyngja þeim verulega og þó voru þyngslin næg fyrir, samkvæmt því sem talsmenn þeirra hafa ítrekað hvað eftir ann- að“, segir Pétur Sigurðsson, formað- ur Alþýðusambands Vestfjarða. -grh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.