Tíminn - 06.01.1993, Page 8

Tíminn - 06.01.1993, Page 8
8 Tíminn Miðvikudagur 6. janúar 1993 FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Jólaalmanak SUF Eflirfarandi númer hafa hlotið vinning i jólaalmanaki SUF: 1. desemben 525, 3570. 2. desember. 3686,1673. 3. desember: 4141, 1878. 4. desemben 1484, 2428. 5. desemben 683, 3056. 6. desember: 5403, 2389. 7. desember: 3952, 5514. 8. desemben 4342, 4341. 9. desember: 4340, 5169. 10. desemben 5060, 289. 11. desemben 1162, 1601. 12. desember: 1235, 522. 13. desember 4723, 2429 14. desemben 288,2834. 15. desemben 1334, 4711. 16. desemben 2833, 4710 17. desemben 3672,1605. 18. desember: 3235, 4148. 19. desemben 3243, 2497. 20. desemben 1629, 1879. 21. desember: 1676, 1409. 22. desemben 1473, 3436. 23. desemben 2832, 2731. 24. desember: 4915, 3527. Nýárshappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður i nýárshappdrætti Framsóknarflokksins 6. janúar 1993. Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda giróseðla fyrir þann tfma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I sima 91- 28408 eða 91- 624480. Óskum velunnurum okkar gleöilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að llða. Framsóknarflokkurinn Kópavogur — Framsóknarvist Spilum framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 10. janúar ki. 15.00. Góð verðlaun og kaffiveitingar. Freyja Félagsvist á Hvolsvelli Spilum 10. og 24. janúar kl. 21.00. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu LOKAÐ Skrifstofur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verða lokaðar eftir hádegi í dag, frá kl. 12:00, vegna jarðarfarar Helga E. Guðbrandssonar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK SKÚLATÚNI 2 — 105 REYKJAVlK SlMI 632480 — MYNDSENDIR 628082 Hirðing jólatrjáa Hirðing jólatrjáa hefst föstudaginn 8. janúar næstkomandi og verður framkvæmd samhliða reglubundinni sorphirðu. Húsráðendur eru beðnir að setja trén út fyrir lóðamörk og verða þau þá fjarlægö. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIU ÓDÝRU HELGARPAKKAN A OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Endurskins- merki á alla! || UMFERÐAR Páll Sigurðsson íþróttakennari frú Lundi í Stíflu Fæddur 3. júní 1904 Dáinn 25. desember 1992 Páll Sigurðsson íþróttakennari frá Hofi í Hjaltadal andaðist á sjúkra- húsinu á Sauðárkróki á jóladag, 25. desember s.l., á áttugasta og níunda aldursári. Hann hafði á langri ævi verið heilsugóður og hraustmenni þar til fyrir ári síðan að sjúkleiki fór að sækja á og dró hann að lokum til dauða. Páll var kominn af skagfirskum, ey- firskum og sunnlenskum kenni- mönnum, glímumönnum og krafta- mönnum, sem sagnir eru til um, og bar órækt vitni þessara forfeðra sinna. Hann fluttist á fyrsta ári með foreldrum sínum, Sigurði Kristjáns- syni bónda og kennara frá Ytra- Garðshomi í Svarfaðardal og konu hans Maríu Guðmundsdóttur frá Háakoti í Stíflu, að Háakoti þar sem þau hjónin bjuggu fyrstu árin. Þau fluttust síðar að Lundi í Stíflu og var Páll löngum kenndur við þann bæ og síðar við Hof í Hjaltadal. Páll ólst upp í Fljótunum og bar svipmót þess fagra héraðs og ætt- menna sinna. Þegar faðir hans, Sig- urður, dó 1919, gerðist hann ráðs- maður hjá móður sinni í Lundi, þá aðeins 15 ára, og hélt búsforráðum ásamt henni allt til 1934. Hann fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1927. Hann stundaði nám hjá Sigurði Greipssyni í Hauka- dal 1929-1930 og var í glímuflokki sem sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Árið 1934 gerðist hann kennari við Hólaskóla og kenndi þar íþróttir allt til ársins 1963, að vetrinum 1936-1937 und- anteknum er hann var við nám í íþróttaskólanum á Laugarvatni til þess að auka sér þekkingu í starfinu og réttinda í sinni kennslugrein. Eftir nærfellt þrjátíu ára kennslu við Hólaskóla fluttist Páll ásamt konu sinni til Akureyrar þar sem þau unnu til ársins 1983, hann við verslunarstörf hjá KEA en hún við saumaskap. Hugur þeirra hjóna leit- aði alltaf vestur yfir Tröllaskagann, heim til Skagafjarðar. Eg hygg að þegar þau færðu sig til Akureyrar, hafi þau þá þegar stefnt að því að flytjast til baka að starfstíma lokn- um. Þó að Stíflan væri raunar öll í samanburði við fyrri tíma, var þó Skagafjörðurinn þeirra heimahérað. Það var því árið 1985 sem leið þeirra lá aftur heim í Skagafjörðinn og hafa þau verið búsett á Sauðárkróki síðan. ÁAkureyri bjuggu þau Páll ogAnna við Klapparstíg, beint yfir íþrótta- vellinum. Hann gat því notið þess, sem þar fór fram, úr gluggum íbúð- arinnar, en það datt honum ekki í hug að gera. Svo grandvar var hann að slíkt fannst honum vera þjófnaði næst. Eins og sjá má af þessu ágripi hér áð framan, hefur Páll snemma vígst til þeirra starfa sem hann stundaði lengst af ævi sinnar, kennslu, upp- eldis- og íþróttamála og almennra félagsmála. Enganveginn eru þó upptalin þau verkefni, sem hann fékkst við á langri ævi. Hann brá fyr- ir sig barnakennslu í Fljótum 1927- 1929. Hann var formaður Ung- mennasambands Skagafjarðar 1939- 1942, kenndi sund víðsvegar um Skagafjörð um langt árabil, komst í kynni við kirkjumál á Hóla- stað og söng þar í kirkjukór, var kos- inn í hreppsnefnd og oddviti um skeið. Hann sat í stjórnum ýmissa samtaka bænda o.fl. Enn eru þó ótalin veigamikil verkefni, sem Páll fékkst við, búskapurinn og ritstörf- in. Áður er getið ráðsmennsku hans í Lundi, en árið 1945 fluttist Páll ásamt fjölskyldu sinni að Hofi í Hjaltadal og hóf þar búskap. Ekki er að orðlengja það, en í höndum fjöl- skyldunnar óx búskapurinn bæði að magni og gæðum og varð að fallegu búi með góðar afurðir, enda hirðu- semin og natnin við búskapinn ætíð höfð í fyrirrúmi hjá heimilisfólkinu. Hugur Páls til ritstarfa og fræði- mennsku hefur vafalaust vakað með honum alla tíð. Eg hygg þó að hann hafi ekki snúið sér að þeim málum í neinni alvöru fyrr en hin síðari ár, en þá líka af fullri alvöru og atorku, eins og honum var lagið. Eftir hann liggja nú ýmsir þættir tengdir sögu og sögnum og samtímaatburðum, svo sem frá Hólastað og úr Fljótum, sem birst hafa í afmælisriti Hóla- skóla, Skagfirðingabók og víðar. Einnig munu liggja eftir hann ýms- ir óprentaðir þættir. Hann var gerð- ur að heiðursfélaga Sögufélags Skagfirðinga á 50 ára afmæli þess 1987. Af því, sem hér hefur verið talið, má sjá að Páll naut trausts og trún- aðar samborgara sinna og samfylgd- armanna í ríkari mæli en flestir aðr- ir. En hann var heldur ekki einn á ferð. Kona hans og lífsförunautur, Anna Gunnlaugsdóttir frá Víðinesi í Hjaltadal, lofaðist honum ung að ár- um og tók þátt í störfum hans og áhugamálum með hógværum og hljóðlátum hætti. Þessi fallega kona var honum og heimili þeirra hjóna dýrmaetur gimsteinn, sem aldrei má gleymast. Þau hjónin eignuðust þrjú böm, en þau eru: María hfr. að Vogum í Kelduhverfi, Sigurður lög- reglumaður í Reykjavík, og Hjalti Þórarinn forstöðumaður Safnahúss og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki. Leiðir okkar Páls Sigurðssonar lágu fyrst saman á haustdögum 1936, er við hófum nám í íþrótta- skóla Björns Jakobssonar á Laugar- vatni. Á þeim tíma var á héraðsskól- unum fólk á misjöfnum aldri í sama bekk, allt frá 15 ára og uppí 30 ára. Svo var einnig um íþróttaskólann að þessu sinni. Við vorum aðeins fjögur f skólanum og var aldursmunur á þeim elsta og yngsta 14 ár. Elstur var Páll, 32 ára. Hann gekk ákveðn- ari skrefum til þessa náms en við hin, búinn að kenna við Hólaskóla í nokkur ár og stundaði námið til þess að afla sér réttinda til starfsins áfram. Hann hafði einnig áður stofnað sitt eigið heimili, átti konu og barn norður í Skagafirði og ann- að barn þeirra hjóna fæddist síðla þessa vetrar. Hann var kjölfestan í þessum fámenna hópi nemenda Iþróttaskólans, reyndur og ráðsettur en tók þó á hógværan hátt þátt í öll- um okkar ærslum og gamanmálum. Hann var þrátt fyrir aldursmuninn fullkomlega „einn af okkur". Á þeim tímamótum, sem nú eru, viljum við þrjú þakka honum fyrir samveru- stundimar í skólanum fyrir 55 ámm og aðrar, sem síðar hafa gefist, og flytja Önnu konu hans, börnum þeirra og skyldmennum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Þegar ég nokkmm ámm síðar fluttist norður í Skagafjörð, lágu leiðir okkar Páls saman á ný, bæði í félagsmálum og daglegu lífi. Við vomm prófdómarar hver hjá öðmm og endurnýjuðum okkar vinsemd. í ferðum til Hóla kom ég til þeirra hjónanna í gamla bæinn á Hólum, sem nú er varðveittur sem safngrip- ur, en þau vom ásamt börnum sín- um síðustu íbúarnir í þessum gamla bæ. Þar var allt fínt og fágað og bar íbúunum vitni um fagurt mannlíf og umhverfi, þrátt fýrir fátæklegan og fornan búnað. Nú er „öldin önn- ur“ í búnaði öllum og aðstöðu. Eftir að þau Páll og Anna fluttust til Sauðárkróks hófust á ný nánari samskipti okkar f milli. Síðari árin áttum við oft samleið í spilastundir í Safnaðarheimilinu og á samkomur eldri bæjarbúa og í ferðir um hérað- ið eða utan þess. Leiðir okkar lágu þó enn frekar saman í sundlaugina í þeirri meiningu að efla þrótt okkar gegn Elli kerlingu. Páll hafði alla tíð verið hraustmenni, harðfýlginn og heilsugóður, að undanteknu síðasta árinu er hann bjó við vaxandi van- heilsu og sjúkdóm, er að lokum dró hann til dauða. Þetta er Ieið okkar allra að lokum. Einhverntímann á Sókrates að hafa sagt: „Góðum manni getur ekkert grandað, hvorki lífs né liðnum." Eg hefi þá trú að hafi þessi orð ein- hverja þýðingu, þá falli lífsferill og lífsstarf Páls Sigurðssonar undir hljóm þeirra og meiningu og að honum verði því ekki grandað, þótt látinn sé. Við hjónin sendum Önnu konu hans og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur með þökkum fyrir samverustundir fyrr og síðar og minnum á að gott er að minnast góðs manns. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARIN S LAUGAVEGI 120* 155 REYKJAVÍK Eignir til sölu Eftirtaldar eignir eru til sölu: 1. Reiðhöllin, Víðidal, Reykjavík. 2. Fóðurstöð Melrakka, Sauðárkróki. 3. Jörðin Skeið, Svarfaðardal. 4. Loðdýrabýlið Dýrholt, Svarfaðardal. 5. Jörðin Brekknakot, Þistilfirði. 6. Alifuglasláturhús við Árnes, Gnúpverjahreppi. 7. Jarðirnar Efra- og Syðra-Sel, Stokkseyrarhreppi. Nánari upplýsingar veita Þorfinnur og Leifur í síma 25444. Stofnlánadeild landbúnaðarins Guðjón Ingim.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.